Morgunblaðið - 05.04.2002, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÓLÖF Þórhallsdóttir lyfjafræðingur
segir að svo virðist sem auka- og
milliverkanir vegna náttúrulyfja,
náttúruvara og fæðubótarefna séu
vanskráðar hér á landi. Í nýlegri
rannsókn sem hún og Kristín Ing-
ólfsdóttir lyfjafræðingur og Magnús
Jóhannsson læknir gerðu og sagt er
frá í Læknablaðinu kemur fram að
dæmi séu um að aukaverkanir þess-
ara efna hafi stofnað lífi sjúklinga í
hættu.
Rannsóknin byggðist á því að
sendir voru spurningalistar til allra
lækna á landinu, alls 1.083. Svör bár-
ust frá 410 læknum sem er 38% svör-
un. Þar af höfðu 134 orðið varir við
eða töldu sig hafa orðið vara við
aukaverkanir og 25 við milliverkanir.
Upplýsingar komu fram um 253
aukaverkanir og 13 milliverkanir.
Innlögn á sjúkrahús var talin afleið-
ing 38 tilvika og í 14 tilvikum var tal-
ið að aukaverkun hefði stofnað lífi
sjúklinga í hættu. Dæmi um alvar-
legar aukaverkanir eru lifrarbólga,
hjartsláttartruflanir, hjartastopp,
yfirlið og ofnæmi.
Í rannsókninni eru nefnd 20 nátt-
úrulyf, náttúruvörur og fæðubótar-
efni sem læknarnir sögðust hafa orð-
ið varir við að hefðu aukaverkanir.
Tvær náttúruvörur eru langoftast
nefndar, en það eru Herbalife og gin-
seng.
Í rannsókninni er einnig spurt um
hvaðan svarendur hefðu þekkingu
um verkun náttúruefnanna. Flestir
sögðust hafa upplýsingar um efnin
úr auglýsingum.
Litlar rannsóknir liggja fyrir
um aukaverkanir efnanna
Ólöf sagði að það hefði komið sér á
óvart hvað læknarnir gátu greint frá
mörgum tilvikum aukaverkana af
völdum þessara efna, sérstaklega í
ljósi þess að ekki hefði borist nein til-
kynning til Lyfjastofnunar eða land-
læknis um alvarlegar aukaverkanir
af völdum efnanna.
Það er þekkt að lyf sem læknar
ávísa og seld eru í apótekum geta
haft aukaverkanir. Ólöf var spurð
hvort það væri eitthvað hættulegra
að taka náttúrulyf en venjuleg lyf.
„Áður en venjuleg lyf eru sett á
markað eru þau rannsökuð ítarlega.
Það gilda allt aðrar reglur um nátt-
úruefnin. Það þarf ekki að gera
rannsóknir á mönnum áður en nátt-
úruefni er markaðssett. Oft er það
eina sem vitað er um aukaverkanir
það sem kemur í ljós eftir að efnin
koma á markað. Þegar einstaklingur
ákveður að taka inn náttúruefni veit
hann því ekki endilega fyrirfram
hvaða aukaverkanir það getur haft í
för með sér. Oft skortir mjög á upp-
lýsingar. Fólk telur oft að ef efnið
kemur úr náttúrunni, hljóti það að
vera náttúrulegt og þar með hafi það
engar aukaverkanir, en það er mis-
skilningur. Ef efnið hefur verkun
getur það yfirleitt haft aukaverkun.“
Ólöf sagði aðspurð að ein af ástæð-
um þess að náttúruvörurnar Herba-
life og ginseng væru oftast nefndar í
rannsókninni gæti verið sú að neysla
þeirra væri útbreiddari á Íslandi en
hinna varanna sem nefndar væru í
rannsókninni.
„Herbalife er auglýst sem nátt-
úrulegt fæðubótarefni og er einungis
selt í heimahúsum. Það kemur aldrei
neinn heilbrigðisstarfsmaður þar að.
Það vekur athygli hvað margar al-
varlegar aukaverkanir verða af þess
völdum. Það kemur a.m.k. fram að
læknar sem svöruðu spurningalist-
unum höfðu orðið varir við allmargar
aukaverkanir af völdum þess.
Söluaðilar segja að það sé allt í lagi
fyrir ófrískar konur og börn að neyta
Herbalife, en við sem höfum aflað
okkur vísindalegrar þekkingar telj-
um að ófrískar konur og börn eigi
alls ekki að nota náttúruefni nema
undir handleiðslu læknis. Ástæðan
er sú að áhrif þessara vara á ófrískar
konur og börn hafa ekkert verið
rannsökuð og það er því ekkert vitað
um áhrif efnanna á þessa hópa. Það
eru til ágætar rannsóknir fyrir nokk-
ur þessara náttúruefna, en þá er yf-
irleitt alltaf verið að tala um heil-
brigða einstaklinga en ekki ófrískar
konur eða börn. Þessi efni eru það
lítið rannsökuð að það er ekki hægt
að fullyrða að þau séu ekki skaðleg
fyrir fóstur,“ sagði Ólöf.
Könnun á aukaverkunum náttúrulyfja og fæðubótarefna
Aukaverkanir hafa
ógnað lífi sjúklinga
EINN helsti ókosturinn við að drullumalla í rigningu er, eins og alþjóð veit,
hversu óhreinn maður getur orðið við þá iðju. Þegar rigningin dynur á
sandinum klístrast hann fastur við pollagallann og verða menn á endanum
drullugir upp fyrir haus. Unga konan hefur fundið snjallt ráð við þessu al-
kunna vandamáli og notaði slöngu til að spúla sandinn af þessum ungu
drullumöllurum í gær. Pollagallarnir hlífðu börnunum vel við vatnsbun-
unni og voru börnin stillt og þæg meðan sandurinn var spúlaður af þeim og
virtust bara hafa gaman af.
Morgunblaðið/Ásdís
Óhreinindin spúluð af pollagöllunum
FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs-
dóms Austurlands dæmdi í gær
karlmann í 18 mánaða fangelsi fyr-
ir kynferðisbrot gegn ungri stjúp-
dóttur sinni og til að greiða henni
eina milljón króna í miskabætur.
Ákærði smitaði stúlkuna af kyn-
færavörtum og klamydíu og var
talið sannað að hann hafi komið
við kynfæri hennar með lim sínum
þótt ekki hafi verið um eiginlegar
samfarir að ræða. Að mati sál-
fræðings sem skoðaði stúlkuna má
ætla að hún muni eiga við lang-
vinnan vanda að etja vegna mis-
notkunarinnar sem hún varð fyrir
og óvíst sé hvort hún nái sér að
fullu.
Ákærði bar fyrir dómi að um-
rædd kynferðismök hafi verið að
frumkvæði stúlkunnar sem hafi
byrjað á þeim að honum sofandi og
hann vaknað við mökin. Þeirri
staðhæfingu hafnaði dómurinn og
taldi að slá mætti því föstu að
ákærði hefði átt allt frumkvæði að
þeim og stýrt þeim að öllu leyti.
Dóminn kvað upp Logi Guð-
brandsson, dómstjóri Héraðsdóms
Austurlands. Meðdómendur voru
Freyr Ófeigsson, dómstjóri Hér-
aðsdóms Norðurlands eystra, og
Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Skipað-
ur verjandi ákærða var Örn Clau-
sen hrl. Réttargæslumaður brota-
þola var Sif Konráðsdóttir hrl.
18 mánaða
fangelsi
fyrir kyn-
ferðisbrot
FISKISTOFA hefur svipt þrjá báta
á Snæfellsnesi veiðileyfi og sá fjórði
verður sviptur leyfinu á mánudag
vegna verulegs afla umfram veiði-
heimildir. Samtals hafa skipin veitt
vel á fimmta hundrað tonn umfram
heimildir, aðallega af þorski. Þrjú
skipanna eru gerð út af sama aðila.
Bátarnir sem þegar hafa verið
sviptir leyfinu eru Bervík SH, Að-
alvík SH og Stormur SH. Klettsvík
SH verður svipt leyfinu eftir helgi.
Klettsvík var að veiðum í gær. Ber-
vík, Aðalvík og Klettsvík eru öll gerð
út af sama aðila en samtals hafa skip-
in þrjú veitt um 350 tonn umfram
kvóta. Miðað við að um 200 krónur
fáist að meðaltali fyrir kílóið af
þorski og ýsu á fiskmörkuðum hér-
lendis má ætla að verðmæti þess afla
sem skipin þrjú hafa veitt umfram
kvóta nemi um 70 milljónum króna.
Útgerðarmaður skipanna, Krist-
ján Kristjánsson í Ólafsvík, segist
líta svo á að sér sé heimilt að halda
skipi til veiða á meðan það hafi veiði-
leyfi. Hann segist munu leigja kvóta
á skipin þegar verð á aflamarki
lækki. Þá muni hann leigja þann
kvóta á skipin sem þau hafi nú veitt
umfram heimildir.
Kjartan Júlíusson, forstöðumaður
lögfræðisviðs Fiskistofu, segir að
samkvæmt lögum hafi útgerðir fjóra
virka daga til að laga aflamarksstöðu
sína hafi þau veitt umfram heimildir.
Skipin sem hér um ræði séu nokkuð
stór og afkastamikil og geti því veitt
mikið á stuttum tíma. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hafa um-
rædd skip landað í gáma og selt á er-
lendum mörkuðum og því komi upp-
lýsingar um afla þeirra seinna fram
en ef þau hefðu selt aflann hérlendis.
Veiddu 460 tonn
umfram kvóta
Hafa veitt/20
ALLHARÐUR árekstur varð
milli tveggja fólksbifreiða á gatna-
mótum Hringbrautar og Njarðar-
götu upp úr klukkan níu í gær-
kvöld. Eldur kom upp í annarri
bifreiðinni við áreksturinn og kom
slökkvilið á slysstað og slökkti
eldinn. Ökumaður annarrar bif-
reiðarinnar og tveir farþegar í
henni voru fluttir á slysadeild með
sjúkrabifreið en meiðsl þeirra
virtust þó ekki vera alvarleg.
Flytja varð báða bílana burt með
kranabíl.
Þá var ekið á fjórtán ára gaml-
an dreng við Selásskóla og var
hann fluttur á slysadeild með
áverka á fæti.
Eldur kom upp
við árekstur