Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AFSTAÐA Íslendinga til Evrópu-
sambandsins vekur mikla og vaxandi
athygli í Noregi, að sögn Bryndísar
Hlöðversdóttur, formanns þing-
flokks Samfylkingarinnar. Hún er
nú stödd í Noregi og átti í gær fund
með Jens Stoltenberg, formanni
þingflokks norska Verkamanna-
flokksins.
Á fundinum ræddu þau um Evr-
ópumál og voru sammála um að auka
samvinnu Samfylkingarinnar og
Verkamannaflokksins í umræðunni
um Evrópumálin. Var ákveðið að
flokkarnir tveir stæðu fyrir sameig-
inlegri ráðstefnu um framtíð EES-
samningsins, sem verður hugsan-
lega haldin á haustmánuðum, að
sögn Bryndísar.
Hún mun í dag flytja erindi á ráð-
stefnu norsku Evrópuhreyfingarinn-
ar um stöðu Íslands og Noregs gagn-
vart Evrópusambandinu og EES í
Noregi.
Hafa áhyggjur af að Ísland
sæki um og Noregur sitji eftir
Bryndís sagði eftir fundinn með
Stoltenberg í gær að hann hefði sýnt
mikinn áhuga á Evrópuumræðunni á
Íslandi, sem hefði farið mjög hátt í
norskum fjölmiðlum. ,,Norðmenn
eru farnir að velta því alvarlega fyrir
sér hvað muni gerast ef Íslendingar
skyldu sækja um aðild og þeir sætu
einir eftir með Liechtenstein í EES.
Þeir hafa m.a. áhyggjur af því með
tilliti til sjávarútvegsmálanna og
samningsstöðunnar gagnvart ESB.
Þetta hefur hleypt nýju lífi í Evrópu-
umræðuna í Noregi,“ segir Bryndís.
Hún tók fram að þó rætt hefði ver-
ið um meiri samvinnu flokkanna í
Evrópuumræðunni væri það hennar
skoðun að löndin verði engu að síður
að meta hvert fyrir sig sína hags-
muni og hugsanlega aðildarumsókn,
ef til hennar kemur.
Bryndís Hlöðversdóttir átti fund með Jens Stoltenberg þingflokksformanni Verkamannaflokksins í Ósló
Flokkarnir haldi sameig-
inlega ráðstefnu um EES
Bryndís Hlöðversdóttir og Jens Stoltenberg á fundi sínum í Ósló í gær.
SAMTÖK atvinnulífsins gengu í
gær frá sölu á húseign samtak-
anna í Garðastræti 41. Kaupandi
hússins er kínverska sendiráðið,
sem fær húseignina afhenta 1.
júní næstkomandi. Samtök at-
vinnulífsins flytja hins vegar höf-
uðstöðvar sínar í nýbyggingu sem
reist hefur verið við Borgartún 35
í lok maí og munu einnig öll aðild-
arfélög samtakanna flytja þangað
starfsemi sína í vor og sumar.
Húsið í Garðastræti 41 mark-
aði á sínum tíma tímamót í sögu
íslenskrar byggingarlistar. Sig-
urður Guðmundsson teiknaði
húsið árið 1929 og var það fyrsta
íbúðarhúsið hér á landi sem
byggt var undir merkjum mód-
ernisma í svokölluðum funkis-stíl.
Var húsið íbúðarhús Ólafs
Thors, fyrrverandi forsætisráð-
herra og formanns Sjálfstæð-
isflokksins, en Vinnuveitenda-
samband Íslands eignaðist síðar
húsið og hafa samtök atvinnurek-
enda haft þar höfuðstöðvar sínar
um árabil.
Borgartún 35 verður sann-
kallað „hús atvinnulífsins“
Samningar vegna sölu húseign-
arinnar í Garðastræti 41 voru
undirritaðir í gær. Söluverð húss-
ins er 92 milljónir króna.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, er
ánægður með söluna á Garða-
stræti 41 og lýst vel á fyrirhug-
aðan flutning SA og aðildarfélaga
þess í nýtt húnsæði í sumar. ,,Við
stofnun Samtaka atvinnulífsins lá
sú stefnumörkun fyrir að sam-
eina starfsemi SA og aðild-
arfélaga þess á einum stað. Það
tók nokkurn tíma að finna lausn á
því en mjög góð niðurstaða liggur
fyrir,“ segir hann.
Samtök atvinnulífsins keyptu
fimmtu hæð húsnæðisins við
Borgartún og munu koma sér þar
fyrir í lok maímánaðar, að sögn
Ara. Munu samtökin einnig leigja
lítinn hluta af hæðinni til Sam-
taka fjármálafyrirtækja. Samtök
iðnaðarins kaupa fjórðu hæð
hússins. Landssamband íslenskra
útvegsmanna, Samtök ferðaþjón-
ustunnar og Samtök fisk-
vinnslustöðva verða á þriðju hæð
og Samtök verslunar og þjónustu
og Samtök atvinnurekenda í raf-
og tölvuiðnaði verða á annarri
hæð. Þá hefur Vinnudeilusjóður
samtakanna fjárfest í því rými
sem af gengur í húsinu og leigir
það út til Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins og Útflutningsráðs
Íslands, að sögn Ara.
,,Þetta verður sannkallað hús
atvinnulífsins að Borgartúni 35.
Það verður gjörnýtt af þessum
tíu aðilum,“ segir hann.
Komnir í næsta nágrenni við
ASÍ og ríkissáttasemjara
Við flutning SA og aðild-
arfélaga þeirra að Borgartúni 35
verða samtök atvinnurekenda
komin í næsta nágrenni við höf-
uðstöðvar samtaka launþega því
Alþýðusamband Íslands flytur
skrifstofur sínar í nýtt húsnæði
að Sætúni 1 í vor, í sömu bygg-
ingu og Efling stéttarfélag er
með skrifstofur sínar. Á milli
húss Samtaka atvinnulífsins og
húsnæðis launþegasamtakanna
er svo Ríkissáttasemjari með
skrifstofur sínar í nýlegri bygg-
ingu við Borgartún 21, en emb-
ættið flutti starfsemi sína þangað
fyrir tvemur árum.
,,Við erum mjög ánægðir með
þessa staðsetningu. Þetta er
mjög gott hús og góð umgjör um
starfsemi samtakanna, nærri
miðbænum og liggur vel við sam-
göngum. Við getum ekki verið
annað en ánægð með þessa að-
stöðusköpun fyrir starfsemi fé-
laga atvinnulífsins vonandi til
næstu áratuga,“ segir Ari.
Morgunblaðið/Sverrir
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Wang
Xuwei, fulltrúi kínverska sendiráðsins, takast í hendur að lokinni
undirritun samninga um sölu Garðastrætis 41 í gær. Undirritunin
fór fram á skrifstofum Fasteignamarkaðarins við Óðinsgötu.
Kínverska sendiráðið
kaupir Garðastræti 41
Morgunblaðið/Golli
Garðastræti 41 var upphaflega í eigu Ólafs Thors.
Samtök atvinnulífsins og öll aðildarfélögin flytja
í nýbyggingu við Borgartún 35 í sumar
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mun
flytja skrifstofur sínar um næstu
mánaðamót í nýtt húsnæði sem sam-
bandið hefur fest kaup á, í Sætúni 1,
þar sem Samvinnuferðir-Landsýn
voru til húsa.
Um er að ræða 1. hæð bygging-
arinnar en Efling-stéttarfélag, Líf-
eyrissjóðurinn Framsýn og Lands-
samtök lífeyrissjóða auk fleiri aðila,
eru einnig með skrifstofur sínar í
húsinu.
Alþýðusambandið festi kaup á
húsnæðinu í Sætúni í nóvember á
seinasta ári fyrir framtíðarstarfsemi
sambandsins.
,,Við flytjum inn um næstu mán-
aðamót. Vinnudagsetningin núna er
28. apríl,“ segir Halldór Grönvold,
skrifstofustjóri ASÍ. Eru starfsmenn
sambandsins í óða önn þessa dagana
að undirbúa flutninginn af núverandi
höfuðstöðvum við Grensásveg í Sæ-
túnið.
ASÍ flytur höfuð-
stöðvarnar í Sætún 1
MÁNUDAGSBLAÐ DV verður unn-
ið í nýjum húsakynnum en í gær
hófust flutningar fyrirtækisins úr
Þverholtinu í Skaftahlíð 24.
Óli Björn Kárason, aðalritstjóri
og einn eigenda útgáfufélags DV,
segir að undirbúningur flutning-
anna hafi staðið yfir að undanförnu
og það flutt sem hægt hafi verið að
flytja en í gær hafi verið byrjað að
aftengja tölvur starfsmanna í Þver-
holtinu og þær tengdar á nýja staðn-
um.
Að sögn Óla Björns Kárasonar
verður allt annað líf að starfa í nýj-
um höfuðstöðvum og það hafi mjög
jákvæð, sálræn áhrif á starfsmenn-
ina. Starfsumhverfið verði allt ann-
að og betra og í stíl við vinnsluferli
blaðsins auk þess sem tugir milljóna
króna sparist í húsnæðiskostnað á
leigutímanum.
Morgunblaðið/Golli
Óli Björn Kárason (lengst til hægri), aðalritstjóri og einn eigenda út-
gáfufélags DV, vinnur við að gera allt tilbúið í nýjum höfuðstöðvum DV.
DV flytur í Skaftahlíð
TEKJUR bankanna af þjónustu-
gjöldum voru 9,6 milljarðar á síðasta
ári að því er fram kemur í skriflegu
svari Valgerðar Sverrisdóttur við-
skiptaráðherra við fyrirspurn Einars
K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins. Var svarinu dreift á
Alþingi í vikunni. Þar kemur einnig
fram að hlutfall þjónustugjaldanna af
hreinum rekstrartekjum bankanna í
fyrra hafi verið 29%. Hreinar rekstr-
artekjur eru samanlagðar hreinar
vaxtatekjur og aðrar rekstrartekjur
s.s. tekjur af hlutabréfum.
Einar spurði m.a. að því hverjar
hefðu verið tekjur bankanna af þjón-
ustugjöldum á árunum 1997 til 2001
reiknaðar á núgildandi verðlagi og
hvert hefði verið hlutfall þeirra af
hreinum rekstrartekjum bankanna. Í
svarinu kemur fram að tekjur bank-
anna af þjónustugjöldum hefðu einnig
verið 9,6 milljarðar árið 2000 eða 24%
af hreinum rekstrartekjum bank-
anna, 8,1 milljarður árið 1999 eða 22%
af hreinum rekstrartekjum, 6,7 millj-
arðar árið 1998 eða 22% af hreinum
rekstrartekjum og 6,3 milljarðar árið
1997 eða 23% af hreinum rekstrar-
tekjum.
Tekjur bankanna af þjónustugjöldum
9,6 milljarðar
á síðasta ári