Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
7!
!
3
!
!
(
$
4$ ( $
4
$
#
#!
$ !
)*E;.';+
) 5/% &(=
; &
%
!
32 &2&2/"5!(
2
3
( $
4$ (
$4! !
$ 7+;
;;;: $%&(F
; !
0 3
#
088
5 &-&,&
Hvaða réttlæti er í
þessu lífi, þegar ung
kona í blóma lífsins er
kölluð burt frá okkur?
Við sitjum eftir og
spyrjum hvers vegna? Ég stend í
þeirri trú að þegar ung og framtaks-
söm kona með mikinn andlegan
þroska hverfur frá okkur séu henni
ætluð meiri og merkari verkefni á
öðrum stöðum. Þetta eru líklega
skýringar sem maður býr sér til, til
að takast á við missinn. Erna var
sérstaklega sterkur persónuleiki.
Hún var frumkvöðull, sjálfsörugg og
átti sérstaklega auðvelt með per-
sónuleg samskipti. Hún hreif fólk
með sér og í hennar höndum var
ekkert ómögulegt. Hún hafði mjög
mikil áhrif á mitt líf og er ég henni
ævinlega þakklát fyrir það.
Síðustu daga hafa endurminning-
arnar runnið í gegnum hugann eins
og í bíómynd aftur og aftur, og þá
hef ég hugsað mikið, hvað ég var
heppin að fá að kynnast þér Erna.
Þessi bíómynd byrjar þegar ég er að
hefja nám í Garðaskóla. Ég var nem-
andi í 7. bekk P ásamt þér Erna og
mörgum öðrum líflegum unglingum.
Vinátta okkar hófst þó ekki fyrr en
fáeinum áum seinna þegar við höfð-
um lokið grunnskólanámi. En á
þessum árum í Garðaskóla man ég
vel eftir þér, þú varst ein af þessum
áberandi unglingum með ákveðnar
skoðanir. Ég lét aftur á móti lítið
fyrir mér fara og hélt vináttu við
mína gömlu félaga í Kópavoginum.
Eftir grunnskóla liggja leiðir okkar
aftur saman. Þá hafðir þú ásamt
Hafdísi tengst inn í strákahóp í
Breiðholtinu, en í þeim hópi var
hann Ingó þinn. Þessi vinahópur var
alveg einstaklega skemmtilegur og
eru þær margar minningarnar sem
rifjaðar hafa verið upp frá þeim ár-
um við mikinn hlátur okkar vinanna.
Á þessum tíma var mikið hlustað á
Bubba, og hafið þið Ingó verið
tryggir aðdáendur hans alveg síðan.
Á þessum tíma gerðist ýmislegt sem
erfitt er að útskýra. Þið Ingó hættuð
að vera saman fyrir misskilning, því
komumst við að eftir á. En við héld-
um áfram að lifa lífinu og skemmta
okkur. Þú varst hárskeranemi á Fíg-
aró á þessum tíma og alger vinnu-
þjarkur.
ERNA RÓS
HAFSTEINSDÓTTIR
✝ Erna Rós Haf-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. október 1966.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 24. mars síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 3. apríl.
Við eyddum miklum
tíma saman og komum
inn á heimili hvor ann-
arrar. Ég er einkabarn
og því var lítið líf á
mínu heimili miðað við
þitt, þar sem þú varst
elst fimm systra. Mér
fannst sérstaklega
gaman að fá að vera
þátttakandi í þessu
fjöri. Þú varst mömmu
þinni afar hjálpleg og
hefur örugglega verið
fyrirmynd systra
þinna.
Ég fór út til Banda-
ríkjanna sem skiptinemi, en við héld-
um miklum tengslum á meðan. Ég
held að ég hafi aldrei skrifað eins
mörg bréf og þetta ár, og þá sér-
staklega til þín. Þú sendir mér til
baka nákvæma lýsingu á öllu sem
var að gerast heima. Þegar dvöl mín
var næstum á enda ákvaðst þú að
koma og heimsækja mig. Þú varst að
fara í fyrsta skipti til útlanda og þá
var bara tekinn eins stór biti og
hægt var, til miðríkja Bandaríkj-
anna með millilendingum og bið. En
þú komst á leiðarenda. Fyrstu nótt-
ina vöktum við bara og töluðum og
hlógum. Þetta var æðislegur tími.
Manstu þegar við gerðum í því að
raka ekki á okkur fótleggina og
fengum þvílíkt augnaráð fyrir. Ég
var búin að vera einstaklega stillt
allt árið eins og mín var von og vísa,
en svo varst þú mætt og þá gerðum
við bara það sem okkur datt í hug, að
þínu frumkvæði. Það lýsir þér svo
vel að ef þér datt eitthvað í hug þá
var það bara framkvæmt. Það var
allt hægt og ekkert óframkvæman-
legt. Þegar ég hugsa til baka voru
þessar þrjár vikur skemmtilegasti
hluti ársins.
Eftir heimkomuna var ýmislegt
brallað. Ég man eftir einu skipti þar
sem þú hafðir skipulagt ferð í sum-
arbústað á Aronarstaði (þú veist í
hvaða erindagerðum) ásamt Árna
vini okkar. Með í för var Valli vinur
Árna, sem ég þekkti lítillega þá. En
þessi för varð til þess að við Valli
höfum verið saman í 17 ár.
Síðan ákveður þú að það sé tími til
kominn að breyta til og ferð sem au
pair til Þýskalands og kynnist fljót-
lega fyrri manni þínum og barnsföð-
ur. Þið komið heim og stofnið heimili
og eignist yndislegan dreng, hann
Óttar. Þið farið aftur út til Þýska-
lands en að lokum ertu alkomin heim
með Óttar. Vinahópurinn gamli hafði
haldið saman og þú varst komin
heim. Við tengdumst Ingó og við
tengdumst þér, þannig að það var
bara látið á það reyna þegar haldið
var mannamót. Þú varst vel undirbú-
in og vissir hvað var að gerast, en
Ingó vissi ekkert fyrr en hann mætti
á staðinn. En þessi aðskilnaður hafði
komið vitinu fyrir ykkur og það log-
aði í gömlum glæðum. Ég fæ alveg
gæsahúð þegar ég hugsa um þessa
tíma, þetta var yndislegur tími. Eitt
sinn urðuð þið veðurteppt heima hjá
okkur Valla og þá voruð þið rétt að
byrja tilhugalífið upp á nýtt. Þetta
var yndislegur dagur, og þegar við
vorum að rifja þetta upp fyrir stuttu
var svo gaman að heyra að þið
munduð hvert einasta smáatriði.
Þegar þú flytur heim aftur stofnar
þú þína eigin klippistofu sem við
fengum að aðstoða þig við að setja á
laggirnar. Þið Óttar komuð ykkur
vel fyrir í litlu húsnæði við hliðina á
stofunni og svo flutti Ingó til ykkar.
Þið ákveðið síðan að flytja norður
á Hóla í Hjaltadal þar sem Ingó
hafði fengið stöðu við skólann. Þú
varst alltaf alsæl og ánægð, selur
stofuna þína í Hafnarfirðinum og þið
festið rætur fyrir norðan. Örn Óskar
fæðist og síðan Halldór. Þú ert aðal-
manneskjan í öllu eins og þín er von
og vísa. Það gengur þó á ýmsu á
þessum árum, sorgin knýr dyra hjá
ykkur þar sem Ingó missir bróður
sinn í hræðilegu slysi. Þið giftið ykk-
ur, en því miður komst ég ekki til að
samgleðjast ykkur.
Þessi daglegu tengsl okkar
minnkuðu mikið með árunum eftir
að þú fluttir norður og er það engum
að kenna nema okkur sjálfum. En
þegar við töluðum saman var eins og
við hefðum heyrst deginum áður. En
eins og þú sagðir í desember: Nú
byrjum við bara á byrjunarreit, og
er ég mjög þakklát fyrir þessar fáu
vikur sem við fengum að eyða með
þér. Erna þú varst einstök mann-
eskja, þú verður ávallt mín besta
vinkona.
Við höfum mikið velt því fyrir okk-
ur að undanförnu af hverju svona
mikil sorg er lögð á herðar eins
manns. Elsku Ingó, fyrst missir þú
mömmu þína, svo Dóra bróður þinn
og síðan ástkæru Ernu þína. En
þetta er spurning sem Guð getur
einn svarað. Margar spurningar
hafa komið upp á yfirborðið að und-
anförnu. Eins og Erna sagði sjálf:
Ég á manninn sem ég elska út af líf-
inu og þrjá yndislega syni, af hverju?
Síðustu vikur hafa verið mjög erf-
iðar hjá ykkur elsku Ingó, Óttar,
Örn, Dóri, Þrúða, Hafsteinn, Soffía,
Kristín, Haddý og Eva og ég veit að
missirinn er mikill. Ég sendi ykkur
og öllum öðrum ástvinum mínar
innilegustu samúðarkveðjur, og veit
að skarð hennar verður aldrei fyllt.
Inga.
Elsku Erna mín, þá er þessari
þrautagöngu lokið. Ekki hefði mig
grunað, síðastliðið haust þegar við
vorum í okkar árlegu húsmæðraor-
lofshugleiðingum, að við stæðum í
þessum sporum í dag. Maður er ekki
tilbúinn á þessum aldri að kveðja
æskuvini sína; það er eitthvað sem
foreldrar manns eru að kljást við.
Okkar leiðir lágu saman í Flata-
skóla í Garðakaupstað árið 1976, ég
þá nýflutt úr Reykjavík í „sveitina“
því á þeim tíma var þetta vaxandi
bær en bar þó enn keim af því að
vera sveitaþorp frekar en bær. Allir
þekktu nánast alla, eða vissu í besta
falli hver var hver – og hver bjó
hvar. Við vorum óttalegar breddur
allar selpurnar í bekknum og tókum
oft stórar ákvarðanir þótt við værum
ekki háar í loftinu. Það hafði t.d.
aldrei gerst í sögu skólanns að nem-
endur höfnuðu kennara sínum með
eins afdrifaríkum hætti og við gerð-
um 1978, þá tólf ára. Okkur féll ekki í
geð kristinfræðikennsla kennarans
og heimtuðum annan sem myndi
halda sig við bókina en ekki ein-
hverjar háleitar, óhefðbundnar hug-
myndir um upprisu Krists og allt
sem barnatrúin hafði kennt okkur. Á
þessum tíma vorum við líka að byrja
að stíga okkar fyrstu skref í vinskap
sem hélst fram á þennan dag. Ég, þú
og Hafdís héldum mikið hópinn þótt
oft gæti slest upp á vinskapinn, sem
var auðvitað eðlilegt þegar þrír ansi
ákveðnir einstaklingar eiga í hlut.
Við vildum báðar eiga Hafdísi út af
fyrir okkur og oft myndaðist tog-
streita í hópnum. Líka gátum við
verið hræðilega vondar og þá skild-
um við Hafdísi útundan, sem olli
miklu uppnámi – og enn í dag fæ ég
samviskubit yfir því hvað við gátum
verið ljótar við hana á þessum tíma.
Það stóð okkur þó sem betur fer ekki
fyrir þrifum, þegar frá leið, því vin-
skapur okkar – og ykkar þá sérstak-
lega – hefur verið órjúfanlegur; þið
hafið oft verið sem einn hugur.
Þegar unglingsárin tóku við var,
eins og gengur og gerist, bekknum
skipt upp – en við létum það ekki stía
okkur í sundur. Við mynduðum auð-
vitað önnur tengsl en misstum samt
aldrei sjónar hver af annarri. Þið
Hafdís fóruð að leggja leið ykkar í
Breiðholtið, sem á þeim tíma var
bannsvæði í augum a.m.k. foreldra
minna – og þorði ég ekki fyrir mitt
litla líf að elta ykkur í þeim ævintýr-
um. Það var nóg að maður stalst á
„planið“ öðru hvoru þótt maður væri
nú ekki að hætta á að vera gripinn í
landhelgi á öðrum bannsvæðum.
Þessar ferðir ykkar áttu sér að sjálf-
sögðu tilgang; þið voruð búnar að
hitta framtíðar maka ykkar, þótt þið
væruð ekki búnar að gera ykkur það
ljóst á þeim tíma. Það var líka ein-
kenni þitt, Erna mín, fram á síðasta
dag, að þú fórst aldrei hefðbundnar
leiðir í lífinu – og stökkst óhikað út í
djúpu laugina án þess að hafa kork
eða kút; náðir samt alltaf bakkanum.
Það átti líka vel við þig, eins mann-
blendin og þú varst, að fara út í rak-
ara- og hárgreiðslunámið. Það tókst
þú með annarri, eins og við segjum –
og fórst létt með.
Krafturinn í þér kom berlega í ljós
þegar þú komst ásamt Óttari litla
heim frá Þýskalandi 1990 eftir
skamma dvöl þar, og settir á stofn
hárgreiðslustofu í Hafnarfirðinum.
Gamlir og nýir kúnnar létu ekki sitt
eftir liggja og lögðu leið sína til þín,
alsælir yfir því að vera búnir að fá
þig heim aftur.
Leiðir ykkar Ingó höfðu skilið á
þessum tíma en það var öllum ljóst
sem til þekktu að ykkar leiðir myndu
liggja saman aftur. Ekki leið heldur
á löngu þar til hann var farinn að
vera reglulegur gestur hjá ykkur
Óttari og þið síðan búin að stofna
heimili í litlu íbúðinni í bakherbergi
hárgreiðslustofunnar. Þið þurftuð
fljótt að auka við ykkur, því nú fór
fjölskyldan að stækka – og Örn Ósk-
ar litli fæddist. Þetta var mikill
gróskutími í lífi ykkar – og fljótlega
fenguð þið tækifæri til að leggja land
undir fót; fara á vit nýrra ævintýra á
Hólum í Hjaltadal, þar sem þið sett-
uð upp myndarlegt heimili eins og
ykkar var von og vísa. Fljótlega
bættist síðan einn guttinn í hópinn;
Halldór litli fullkomnaði litlu fjöl-
skylduna ykkar, sem þá var búin að
horfast í augu við mikla sorg við frá-
fall litla bróður hans Ingó – og lá
beinast við að litli guttinn héldi nafni
hans á lofti. Þið voruð fljót að koma
ykkur fyrir og stór vinahópur var
fljótur að myndast í kringum ykkur,
sem kom berlega í ljós þegar þið
ákváðuð að gifta ykkur fyrir réttum
fjórum árum. Allir, bæði nýir og
gamlir vinir, lögðust á eitt um að
gera þennan dag að einstakri upp-
lifun fyrir ykkur og gesti ykkar – og
ég segi fyrir mig að þetta var alveg
einstakt brúðkaup.
Fyrir tveimur árum tókum við
okkur síðan til – orlofshópurinn – og
ákváðum að gera eitthvað alveg sér-
stakt af því tilefni að við vorum bún-
ar að taka rúm tíu ár í orlofsbröltið
okkar á hverju hausti. Við skelltum
okkur því í ógleymanlega helgarferð
til London, þar sem við tókum
hressilegar dýfur með tilþrifum eins
og okkur einum var lagið.
Ég er svo þakklát fyrir það, Erna
mín, að hafa fengið að vera smáhluti
af lífi þínu – og að við trillurnar þrjár
létum ekki bilbug á okkur finna en
héldum hópinn öll þessi ár. Það að
hafa fengið að kynnast systrum þín-
um og foreldrum, sem eru öll ynd-
isleg eins og þú – og síðast en ekki
síst, að hafa fengið að fylgjast með
litlu fjölskyldunni þinni stækka og
dafna. Elsku Erna, þú er geymd en
ekki gleymd og ég kveð þig með
sömu orðum og síðast þegar við hitt-
umst: „við sjáumst fljótlega“. Eng-
inn veit sína ævina fyrr en öll er.
Elsku Ingó, Óttar, Örn Óskar og
Halldór, mínar dýpstu samúðar-
kveðjur til ykkar og megi algóður
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Agnes Vala.
Látin er Erna Rós Hafsteinsdótt-
ir langt um aldur fram, eftir stutt
sjúkdómsstríð.
Það var fyrir fjórum árum að ég
hitti Ernu fyrst, þegar hún gekk til
liðs við framboð Skagafjarðarlistans
fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning-
ar. Þá strax varð mér ljóst að þar fór
eftirtektarverð kona fyrir margra
hluta sakir. Framkoma hennar ein-
kenndist af bjartsýni og hispurs-
leysi, hún var glöð og falleg. Henni
virtist ekkert ofvaxið og tók hverri
áskorun sem ögrun um að gera það
sem hún best gat hverju sinni. Erna
Rós hafði mikinn áhuga á félagsmál-
um, og var fljót að setja sig inn í mál
og koma auga á farsælar lausnir.
Hún bjó yfir einstakri eðlisgreind og
hafði gott innsæi gagnvart mönnum
og málefnum og átti afar gott með að
vinna með fólki, smitaði frá sér með
brennandi áhuga og starfsgleði. Hún
lifði lífinu lifandi, tókst á við marg-
vísleg störf og verkefni og var stöð-
ugt að kanna nýjar slóðir.
Síðastliðið sumar var Ernu falið
að hálfu listans að taka að sér for-
mennsku í menningar-, íþrótta- og
æskulýðsnefnd sem er nefnd á veg-
um sveitarfélagsins. Þar voru í
vinnslu mörg krefjandi og vandasöm
verkefni. Þá sýndi hún sem fyrr
hvaða hæfileikum hún bjó yfir. Það
var einlægur vilji hennar að vinna að
framfaramálum í Skagafirði og störf
sín byggði hún á hugsjóninni um
réttlátt samfélag, þar sem jöfnuður,
jafnrétti og bræðralag eru í fyrir-
rúmi. Fyrir góð kynni og vel unnin
störf hefði ég sannarlega viljað
þakka á öðrum vettvangi en í minn-
ingargrein.
Ég vil fyrir hönd Skagafjarðarlist-
ans flytja eiginmanni, sonum og öðr-
um ástvinum Ernu Rósar dýpstu
samúðarkveðjur. Missir okkar er
mikill en mestur þó þeirra.
Megi minningin um yndislega
konu verða þeim ljós í myrkri sorg-
arinnar.
Ingibjörg Hafstað.
Elsku Erna Rós, lengst inni í huga
okkar leynist lítil minning um fyrstu
kynni okkar við þig þar sem þú og
Ingó bróðir okkar, þá á unglingsár-
um, voruð að gantast eitthvað. Svo
mörgum árum seinna lágu leiðir
ykkar saman á ný og eftir það varð
ekki aftur snúið og fyrir það verðum
við ávallt þakklát. Þakklát fyrir að fá
að kynnast þér betur, þakklát fyrir
það tækifæri að vera með þér og
þinni yndislegu fjölskyldu. Alls stað-
ar þar sem þú komst var mikil gleði
og stutt í hláturinn. Þú snertir alla
með lífskrafti þínum. Þú varst dríf-
andi og framkvæmdir hlutina á
snilldarlegan hátt. Brúðkaup ykkar
Ingólfs er eitt af því magnaðasta
sem þú framkvæmdir, það var í alla
staði meiriháttar, frjálslegt en samt
svo glæsilegt, alveg eins og þú sjálf.
Elsku Erna Rós, við vitum að nú líð-
ur þér vel og þú ert búin að hitta
skemmtilega fólkið.
Hvíl þú í friði, elskulega mágkona
okkar.
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Ingó, Óttar, Örn Óskar,
Halldór, Hafsteinn, Þrúða, Soffía,
Kristín, Haddý og Eva Dögg, megi
guð styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Pétur, Signý, Elín og makar.
Komið er að kveðjustund. Langt
fyrir aldur fram er Erna Rós, elsku-
leg tengdadóttir okkar, kvödd úr
þessum heimi. Elsku Erna, þökkum
þér fyrir allar góðu samverustund-
irnar á liðnum árum. Minning þín lif-
ir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.