Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 65 AÐALÚTIBÚI Búnaðarbanka Ís- lands í Austurstræti hefur verið gjörbreytt og starfsemi þess endur- skipulögð. Við breytingarnar hefur verið lögð áhersla á að efla þjónustu við viðskiptavini, bæta vinnuaðstöðu starfsmanna og varðveita uppruna- lega hönnun, segir í frétt frá bank- anum. Lögð er áhersla á þjónustu við lítil og millistór fyrirtæki með sérstök- um fyrirtækjabanka, sem er hluti útibússins. Aðalútibúið mun eftir sem áður veita stærri fyrirtækjum góða þjónustu ásamt fyrirtækjasviði bankans. Útibússtjórar eru tveir, þeir Árni Emilsson og Guðmundur Ingi Hauksson, og er þetta eina útibú Búnaðarbankans þar sem málum er þannig skipað, enda aðalútibúið lang stærsta útibú bankans. Stærstu breytingarnar sem gerð- ar hafa verið á húsnæði bankans er að opnað hefur verið á milli húsanna Austurstrætis 5 og 7. Jarðhæð húsanna tveggja er því nú ein starf- ræn heild. Hús Búnaðarbankans í Austur- stræti var tekið í notkun árið 1947. Arkitekt þess var Gunnlaugur Hall- dórsson. Veggir afgreiðslusalarins eru myndskreyttir af Jóni Engil- berts listmálara og Sigurjón Ólafs- son myndhöggvari gerði nokkur verk úr eirvír á langvegg salarins. Breytt svipmót aðal- útibús Búnaðarbankans Stærstu breytingarnar sem gerðar hafa verið á aðalútibúi Búnaðar- bankans eru að opnað hefur verið á milli húsanna Austurstrætis 5 og 7 eins og glögglega má sjá á þessari mynd. AÐALFUNDUR Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta við Há- skóla Íslands, sem haldinn var laugardaginn 6. apríl 2002, lýsir yf- ir þungum áhyggjum af ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Átökin á svæðinu hafa stig- magnast að undanförnu og ein- kennast nú af geigvænlegu ofbeldi á báða bóga. Þeir sem verst verða úti eru stúdentar og aðrir saklausir borgarar beggja ríkja,“ segir í ályktun. „Vaka hvetur alþjóðasamfélagið að grípa til aðgerða svo tryggja megi frið á svæðinu. Einungis þannig er hægt að byggja upp blómlega framtíð og tryggja að Ísraelsríki og sjálfstætt ríki Pal- estínu geti búið hlið við hlið í sátt og samlyndi,“ segir þar ennfremur. Tillagan að ályktuninni var sam- þykkt einróma. Alþjóðasam- félagið grípi til aðgerða FÉLAG hjartasjúklinga á Vestur- landi, SÍBS og Landssamtök hjarta- sjúklinga efna til blóðfitu- og blóð- þrýstingsmælinga í Grunnskólanum í Búðardal, Miðbraut 10, í dag, laug- ardaginn 13. apríl, kl. 10-14. Að mælingum loknum hefst fræðslufundur þar sem kynnt verður starfsemi SÍBS og fjallað verður um lífshætti, þjálfun og hjartasjúkdóma, segir í fréttatilkynningu. Blóðfitumæling í Búðardal EDUARD Kukan, utanríkisráð- herra Slóvakíu, mun halda fyrir- lestur í boði Félags stjórnmála- fræðinga og stjórnmálafræðiskorar Háskóla Íslands, mánudaginn 15. apríl kl. 14.45–15.45, í Norræna húsinu. Kukan mun fjalla um stefnu Slóvakíu í utanríkismálum og stöðu landsins með tilliti til aðildar að Evrópusambandinu annars vegar og Atlantshafsbandalaginu hins vegar. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur á liðnum árum lagt mikla áherslu á að styrkja og efla tengsl sín við ríki Vestur-Evrópu og Norður-Amer- íku og hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka fullan þátt í samstarfi ríkja á þeim vettvangi. Í lok fundarins gefst fundar- mönnum kostur á að bera fram fyr- irspurnir og taka þátt í umræðum, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um stefnu og stöðu Slóvakíu SÍÐASTI fræðslufundur á þessari önn hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Heilsa og hamingja á efri árum, verður haldinn laugar- daginn 13. apríl kl. 13.30 í Ásgarði í Glæsibæ. Vilmundur Guðnason, forstöðu- læknir Hjartaverndar, segir frá þeirri rannsókn sem þar er að hefj- ast til að kanna heilsufarsþætti, sem hafa þýðingu til að finna orsakir og væntanlega hvað gera mætti til að koma í veg fyrir þá, ef sjúkdómar greinast á frumstigi. Verður í hinni nýju rannsóknarstöð beitt allri nýj- ustu tækni svo sem segulómskoðun. Allir eru velkomnir. Aðgangseyr- ir er kr. 300, segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestur hjá Félagi eldri borgara Í TILEFNI af 10 ára afmæli Ráð- húss Reykjavíkur verður opið hús sunnudaginn 14. apríl milli kl. 13 og 17. Auk formlegrar dagskrár verður allt húsið opið og munu starfsmenn kynna deildir sínar og vera til svara um starfsemi einstakra deilda og/eða verkefna. Dagskrá: Tjarnarsalur. Upplýs- ingar um starfsemi Ráðhússins og Reykjavíkurborgar. Ráðhúsið og umhverfi þess – Teiknismiðja fyrir börn. Hvernig borg viltu? – Við- horfskönnun á rafrænu formi. Ís- landskort er til sýnis. Borgarstjórn- arsalur. Kynning á borgarstjórn og nefndum Reykjavíkurborgar. Bygg- ingarlist Ráðhússins: Margrét Harð- ardóttir arkitekt. Borgarráðsher- bergi. Sýning á myndbandi frá borgarskrifstofunum í Austurstræti. Allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Opið hús á 10 ára afmæli Ráðhússins GESTUM Ráðhúskaffis í Ráðhúsi Reykjavíkur verður boðið upp á frítt gos og kaffi sunnudaginn 14. apríl kl. 12–18 í tilefni 10 ára afmælis Ráð- húskaffis. Allir velkomnir. Ráðhúskaffi 10 ára YOGA Anna Björnsdóttir yfir 20 ára yogareynsla innritun er hafin í síma 561-0207 anna@yogawest.is yogakennari STUNDASKRÁ: þriðjudaga og fimmtudaga 10.30-11.30 þriðjudaga og fimmtudaga 12.00-13.00 mánudaga og fimmtudaga 17.25-18.25 þriðjudaga 17.30-19.00 fimmtudaga 18.35-20.05 GRUNNNÁMSKEIÐ HEFST 8. MAÍ: mánudaga og miðvikudaga 19.00-21.00 flytur 2. maí í nýtt og glæsilegt húsnæði í Héðinshúsinu Seljavegi 2, 5 hæðstofnuð 1994 VESTURBÆJAR YOGASTÖÐ •Tillögum skal skila í lokuðu umslagi í pósthólf 175, 902 Vestmannaeyjum. •Umslagið skal innihalda hljóðsnældu eða geisladisk með þjóðhátíðarlaginu •og einnig umslag með nafni höfundar og texta. •Skilafrestur er til 2. maí 2002. Þjóðhátíðarlag 2002 Þjóðhátíðarnefnd Þjóðhátíðarnefnd óskar eftir tillögum að þjóðhátíðarlagi. Kringlunni, sími 553 2888. Loksins Loksins Hispanitas skórnir komnir aftur Mjúkir og þægilegir Látum okkur líða vel Teg. 8866 Litur: Svart, camel og blátt Stærðir: 36-42 Kr. 8.980 Teg. 8743 Litir: Svart, brúnt og camel Stærðir: 36-42 Kr. 11.950 Teg. 8550 Litir: Svart og camel Stærðir: 36-42 Kr. 11.495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.