Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 47 ✝ Þórður Stefáns-son fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal 26. ágúst 1926. Hann lést á sjúkrahúsi Sauðárkróks 2. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Stefán Guðmundsson, f. 29. september 1892, d. 9. apríl 1976, og Sigurlína Þórðardótt- ir, f. 18. maí 1893, d. 25. ágúst 1950. Systk- ini Þórðar eru Guð- mundur, f. 16. mars 1919. Hans kona er Fjóla Kristjánsdóttir Ísfeld. Þau eiga sex börn. Berg- þóra, f. 10. nóvember 1920. Hennar maður var Árni Jónsson og er hann látinn. Þau eignuðust 11 börn og eru níu þeirra á lífi. Áslaug, f. 22. ágúst 1923, d. 22 maí 1989. Þórður kvæntist Rósu Bergsdóttur 22. febrúar 1964. Þau eignuðust fjögur börn. Þórður verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Kveðja frá eiginkonu Nú ertu farinn, ó, elsku vinur, á annað svið, eftir sit ég hér alein heima og vaki og bið. En víst er huggun í harmi sárum sú vissa mín að seinna þegar að kallið kemur ég kem til þín. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur. Eftir situr sár söknuður og minningar. Það var líka svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Við héldum öll að þú myndir sigrast á sjúkdómnum sem lagði þig að velli á svo stuttum tíma. Við hverja eigum við Hermann nú að spila brids? Það var svo gaman að fara út í Marbæli að spila, spauga og hlæja. Þér þótti vænt um erindin sem ég læt hér fylgja með, líklega ekki hvað síst vegna þess að einhvern tímann fyrir löngu sungum við Hjalti það inn á spólu sem þú hlustaðir gjarnan á. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þakka þér fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Kolbrún. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem.) Elsku afi, þakka þér fyrir allt. Elvar Örn og Eyþór. Á meðan ríkar sem fátækar þjóðir heims leggja allt kapp á vopnafram- leiðslu og vígvæðingu er ótrúlega litlum fjármunum varið í krabba- meinsrannsóknir og lækningar á því sviði. Þórður frændi minn greindist með krabbamein fyrir nokkrum vik- um og læknavísindin réðu ekki við sjúkdóminn. Hann er nú borinn til grafar sjötíu og fimm ára, sem ekki telst mjög hár aldur nú til dags, en hann hafði verið heilsuhraustur allt fram að þessum illskeyttu veikindum. Þórður var mér alla tíð afskaplega kær frændi, ekki síst vegna þess að hann bjó að mestu í sama húsi og ég fyrstu níu æviár mín. Það var í for- eldrahúsum hans og föður míns og var alla tíð afskaplega kært á milli þeirra bræðra, enda þeir um margt líkir, rólegir og yfirvegaðir með svip- uð áhugamál og pólitískar skoðanir af sama grunni. Í æskuminningum mín- um man ég t.d. eftir miklum um- ræðum og spjalli þeirra á milli um fót- bolta og aðrar íþróttir. Það hafði óneitanlega mikil áhrif á mig að hlusta á þá og kann að hafa haft áhrif á það, að ég fór síðar til náms í íþróttaskóla. Á yngri árum stundaði Þórður íþróttir, m.a. fótbolta, og segir faðir minn hann hafa verið lipran og leikinn með knöttinn. Einnig stundaði Þórður nokkuð skotveiðar og kom þá færandi hendi með fugl í matinn. Árið 1963 flutti Þórður úr foreldrahúsum og hóf sambúð með Rósu Bergsdótt- ur og varð það honum mikil gæfa að giftast þeirri góðu konu sem Rósa er. Þau hófu búskap á Hofi í Hjaltadal og voru alla tíð afar samheldin, stóðu fast saman í sínum búskap. Eftir nokkurra ára búskap á Hofi keyptu þau jörðina Marbæli í Ós- landshlíð þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þær Kolbrún og Edda búsettar á Sauðárkróki, Haukur bú- settur á Hvanneyri og Hjalti búsettur á Hólum í Hjaltadal, sem er stutt frá Marbæli. Hjalti hefur því getað verið foreldrum sínum mjög innan handar við búskapinn á undanförnum árum. Þá þykist ég vita að hin systkinin hafi líka verið dugleg að taka til hendinni þegar þau hafa skroppið yfir Héraðs- vötnin og að barnabörnin hafi sótt í að komast í sveitina til afa og ömmu, enda var Þórður afar barngóður. Ég og systkini mín hændumst mjög að honum og litum upp til stóra frænda á meðan hann bjó heima hjá okkur og alla tíð síðan. Þegar ég bjó á Akureyri átti ég þess oft kost að skreppa í heimsóknir að Marbæli og eru allar heimsóknir þangað mér og systkinum mínum ógleymanlegar gleðistundir. Það var sama þó að annríki væri við heyskap eða önnur verk, þau Þórður og Rósa gáfu sér alltaf tíma fyrir okk- ur og þá var líka gaman að sjá frænd- systkin sín vaxa og dafna. Einhvern tíma á unglingsárum mínum reif snjóflóð niður efstu girð- ingar á Marbæli og það var mér mikil ánægja að fá að hjálpa Þórði við það í nokkra daga, að reisa nýjar girðing- ar. Þórður gekk skipulega til verks, vann af natni og vandvirkni og ég gerði mitt besta til að hjálpa honum. Dagarnir liðu fljótt, en líða mér samt aldrei úr minni. Yfir girðingavinnunni spjölluðum við Þórður saman um heima og geima, ekki síst um fótbolta og aðrar íþróttir. Reyndar var sama hvar borið var niður í umræðunni, alls staðar var Þórður vel að sér, enda víð- lesinn og fróður. Þegar við svo sett- umst niður í eldhúsinu í matar- og kaffitímum bar Rósa að vanda ljúf- fengar veitingar á borð og alltaf var gaman að spjalla við frændsystkin sín sem þá voru ung að árum. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur fækkaði heim- sóknum mínum í Marbæli og á ég allt- af eftir að sjá eftir því að hafa ekki verið duglegri við heimsóknir þangað. Alltaf var andrúmsloftið og viðmótið þar afslappað og laust við stress nú- tímans, þar var gott fyrir borgar- barnið að setjast niður. Þórður vann m.a. við bíla- og vélaviðgerðir á yngri árum og nýttist sú reynsla honum vel við viðgerðir og viðhald á þeim tækj- um sem nútímabúskapur krefst. Hann bar virðingu fyrir náttúrunni og hugsaði vel um bústofninn, var bóndi af lífi og sál. Við bratta hlíð var bænum valinn staður og bóndinn er þar frjáls og morgunglaður. Hann býr við sitt og blessar landið góða, en bændur eru kjarni allra þjóða. (Davíð Stef.) Elsku Rósa mín, Þórður kvaddi allt of fljótt, en minningin um fjörutíu far- sæl ár ykkar saman mun verða þér styrkur í framtíðinni, svo og börn þín og barnabörn, sem nú sjá á bak besta föður og afa sem hægt er að hugsa sér. Blessuð sé minning Þórðar frænda. Stefán Guðmundsson. Kæri mágur. Það er svo margs að minnast og margt þakka þegar litið er til baka, litið til allra góðu stund- anna á liðnum áratugum. Allt síðan þú, kæri Þórður, varst að koma heim í Nautabú að hitta Rósu systur, þá heimasætuna á bænum. Ég var bara krakkaormurinn sem fylgdist með öllu, það var svo spennandi að hitta kærastann hennar Rósu, þennan æð- islega myndarlega mann sem átti svo stóran og flottan mjólkurbíl, en þá voru bílar fátíðir í Hólahreppi. Þegar þú komst heim afleggjarann á Nautabúi á þessum stóra bíl vissi ég alltaf að Rósa systir yrði glöð. Svo fóruð þið Rósa að búa og oft var lagt á og riðið fram í dalinn til að hitta ykkur hjónin á Hofi, þar sem þú varst alltaf til staðar, vinnandi frá morgni til kvölds, en alltaf tilbúinn að spjalla nú eða grípa í spil eftir að Bjössi kom í fjölskylduna. Oft var búið að hlæja í gegnum árin yfir spilamennskunni og það síðast um síðustu jól því alltaf var tími til að grípa í bridge okkur öllum til mik- illar gleði. Það var alltaf sami reikn- ingurinn ár eftir ár og oft var hent gaman að því hverjir væru óheppnir í spilum, því svo er sagt að þeir sem eru óheppnir í spilum séu heppnir í ástum. Svo var æði oft spurt „Hver á nú að gefa?“ Þessar stundir eru of- arlega í minningunni. Já, hjartans þakkir fyrir allar samverustundirnar síðastliðin 40 ár. Stundirnar frammi á Hofi, á Nautabúi, á Ingveldarstöðum, úti á Marbæli, á Sauðárkróki og síðast en ekki síst dagana sem þú varst hérna hjá okkur Bjössa í henni Reykjavík nú rétt fyrir páska. Þá varst þú orð- inn mjög veikur en bjartsýnin og gleðin var þér svo eðlislæg að það heyrðist aldrei annað en að þú mynd- ir ná fullum bata svo við urðum bjart- sýn líka. En svo kom fréttin að norð- an, að kallið væri komið og þú værir farinn. Hjartans þökk fyrir allt, minning þín mun lifa í hjörtum okkar til hinstu stundar. Elsku Rósa, börn, tengdabörn og barnabörn, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Jóna og Björn. Elsku Þórður. Við systurnar vor- um ekki háar í loftinu þegar það var svo spennandi að fara út á Marbæli og hitta fjölskylduna þar. Til að byrja með vorum við bara að kíkja í heim- sókn með mömmu og pabba og leika okkur að dótinu sem þú náðir alltaf í upp á loft fyrir okkur. Einnig var nú gaman að búa til hús úr öllum stól- unum og teppunum. Ekki leið á löngu þar til að við heimtuðum að fá að vera eftir og „hjálpa“ til í sveitinni. Þá sváfum við fyrir aftan fótgaflinn hjá ykkur Rósu og var þetta alltaf svo spennandi. Svo fórum við eldsnemma á okkar mælikvarða að ná í kýrnar og þú lést okkur alltaf finnast við vera svo mikils virði og mikil hjálp í okkur þó svo að við höfum bara verið fyrir ykkur, vinnandi fólkinu. Þegar við fórum að eldast vorum við að reyna að hjálpa til í heyskapnum, og var Hófi þá að keyra undir þinni leiðsögn en ég (Inga) að henda upp á eða að reyna að raða svo baggarnir dyttu nú ekki. Alltaf hugsaðir þú fyrir því að á leiðinni heim fengjum við nóg pláss til að hafa það gott uppi á vagninum. Það er nú ekki langt síðan við nutum sam- vistar ykkar hjónanna við að moka inn í hlöðuna, en það var nú í sumar. Það er ótrúlegt hvað þú fórst snöggt frá okkur en við vitum að þú ert kom- inn á góðan stað þar sem þér líður betur og þarft ekki að þjást lengur. Megi Guð geyma þig. Við viljum senda allan okkar styrk til fjölskyldu þinnar sem þarf að glíma við mikinn missi. Inga og Hólmfríður. ÞÓRÐUR STEFÁNSSON ✝ SveinbjörgSteinsdóttir fæddist á Borgarfirði eystra 5. júní 1919. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 7. apríl 2002. Sveinbjörg var dóttir hjónanna Þór- hildar Sveinsdóttur, f. 27. júlí 1894, d. 11. desember 1983, og Steins Ármannsson- ar, f. 7. mars 1884, d. 28. ágúst 1969. Sveinbjörg átti tvær systur, Sigríði, f. 14. september 1914, hún býr á Akranesi; og Þór- höllu, f. 10. mars 1916, d. 14. maí 1999, hún bjó á Ak- ureyri. Sveinbjörg var gift Helga Jónssyni frá Borgarfirði, f. 3. maí 1914, d. 27. ágúst 1972. Þau áttu fjórar dætur og eru afkomendur þeirra núna 23. Útför Sveinbjarg- ar fer fram frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kveðja, Sesselja. Í dag kveðjum við Sveinbjörgu Steinsdóttur á Hjallhól. Húmar að kveldi. Þetta kom upp í huga minn þegar ég og Sella komum að heimsækja tengdamömmu á spít- alann 7. apríl. Þegar við komum inn til hennar og buðum gott kvöld þá aldrei þessu vant voru engar undirtektir. Hún Sveinbjörg var öll, kallið var komið. Hún hafði átt við veikindi að stríða að undanförnu. Með innilegu þakklæti í huga minnist ég tengda- mömmu. Það eru algjör forréttindi að hafa átt þessa konu að tengda- mömmu, vini og samferðamanni. Konu sem lifði fyrir það að gera öðr- um gott hvenær sem hún gat því við komið. Hún tók ætíð þátt í annarra gleði og sorgum og var ætíð boðin og búin að hjálpa þeim er bágt áttu. Allt þetta gerði hún af gleði og með sinni léttu lund sem einkenndi hana svo mjög, þótt hún hafi ekki farið varhluta af sorginni, missti eiginmann sinn þegar hún var aðeins 53 ára, og hafði þá aldrei unnið úti en hafði fengist við greiðasölu á sumrum. Samt var alltaf til nóg í kotinu hjá henni. Sveina, eins og allir Borgfirðingar kölluðu hana, var mikil húsmóðir, það var alltaf fullur ísskápurinn hjá henni og búrið var líka forðabúr. Það kom engin að tómum kofunum hjá henni, það vita allir Borgfirðingar, burtflutt- ir sem og heimamenn. Hún Sveina á Hjalla var glæsileg kona, það geislaði af henni. Barna- börnin þráðu það heitast að koma til hennar á sumrin og dvelja hjá henni svo lengi sem hægt var og þegar heim var komið að hausti var farið að huga að næsta sumri. Oft var mannmargt í eldhúsinu á Hjallhól og það var spjall- að og spaugað vítt og breitt í léttum dúr, en oft var þröngt á þingi þegar dæturnar komu með börnin, þá var sofið í báðum herbergjunum og eld- húsinu líka. Sveina var mikil hannyrðakona og prjónaði og heklaði mikið, bæði fyrir sig og sína og var boðin og búin að prjóna fyrir fólk á prjónavélina. Já, henni féll aldrei verk úr hendi, nema kannski þennan síðasta mánuð og undi hún því ekki vel. Hún unni sveit- inni sinni af öllu hjarta. Það verða við- brigði að koma á Borgarfjörð og eng- inn verður á Hjallhól, enginn til að bjóða manni að smakka þetta og hitt sem hún hafði verið að búa til, en minningin lifir um konu sem átti stórt og gott hjarta, um konu sem var svo óeigingjörn og gat alltaf fundið tíma fyrir aðra, þótt nóg væri að gera heima hjá henni. Hvíldu í Guðs friði, Magnús. Hún Sveina Steins er dáin og ég sem hélt að hún „yrði alltaf“, já alltaf, til staðar til að taka brosandi á móti mér þegar mér þóknaðist að koma heim á Borgarfjörð. Sveina frænka mín var með allra glæsilegustu kon- um sem maður sá. Hún hafði sérlega fallegt hár og stór og blá augu – Steinsættaraugu. Hún var afskaplega myndarleg í öllum sínum verkum, mikil handavinnukona og listakokkur. Hún var einstaklega hjálpleg og greiðvikin og það var ekki hennar stíll að státa af því. Sveina missti sinn elskulega eigin- mann og áskuástina sína, hann Helga, langt um aldur fram fyrir um þrjátíu árum og oftar knúði sorgin að dyrum hjá Sveinu frænku minni, en hún stóð alltaf eins og klettur, ættmóðirin og höfðinginn. Þetta áttu bara að vera örfá kveðju- orð til þín, elsku Sveina mín, til að þakka þér alla þína tryggð og vináttu. Dætrum þínum, tengdasonum, ömmu- börnum og langömmubörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ég veit að þú færð góðar móttökur handan við hafið og þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Helgi þinn tekur brosandi á móti þér með útbreiddan faðminn og þú ferð fljótlega að baka himneskar pönnukökur við stjörnuglóð. Kveðja frá mínu fólki með þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín frænka, Þórhalla Sveinsdóttir. SVEINBJÖRG STEINSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.