Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 27 Setning ráðstefnunnar Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans Ávarp Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra Skattlagning lífeyristekna Gylfi Magnússon, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Fjármálaþjónusta við eldri borgara Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans Eignir og tekjur eldri borgara Ásgeir Jóhannesson, ráðgjafi Kaffiveitingar Breytt aldurssamsetning og kostnaður vegna snemmtöku eftirlauna Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Hrörnun almannalífeyriskerfisins Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara Niðurstöður nýrrar Gallupkönnunar um fjárhag eldri borgara Pallborðsumræður www.bi.is Þátttaka er ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku fyrir kl.14:00, mánudaginn 15. apríl í síma 525 6342. Hvernig er fjárhagsleg staða eldri borgara á Íslandi? Búnaðarbankinn efnir til ráðstefnu um fjármál eldri borgara í Súlnasal Hótels Sögu, þriðjudaginn 16. apríl frá kl. 13:30 –17:00 Ráðstefna um fjármál eldri borgara mann í flokki frjálsra demókrata í Þýskalandi, en hann sat þá í fram- kvæmdastjórn ESB. „Náinn bandamaður“ Í skjölunum segir, að Kohl hafi verið „náinn bandamaður tóbaksiðn- aðarins frá 1978“ og hann hafi fallist á, að fyrirhugað bann ætti að falla undir ákvörðun einstakra ríkis- STÓRU tóbaksfyrirtækin höfðu á sínum tíma samband við Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýska- lands, Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, og nokkra háttsetta embættismenn í Evrópusambandinu og báðu þau að koma í veg fyrir bann við tóbaksaug- lýsingum innan sambandsins. Kem- ur þetta fram í grein, sem birtist í dag í breska læknablaðinu Lancet. Tóbaksiðnaðurinn leit á þetta fólk sem mikilvæga bandamenn í barátt- unni gegn fyrirhuguðu auglýsinga- banni að því er fram kemur í gögn- um, sem fyrirtækin hafa neyðst til að opinbera vegna málaferla í Banda- ríkjunum. Í þeim segir, að fyrirtækin hafi ákveðið að grípa til sinna ráða 1989 þegar fyrirhugað auglýsinga- og kostunarbann var kynnt. Komu þau strax auga á, að fá ríki gætu komið í veg fyrir bannið í ráðherraráði ESB þar sem krafist er tilskilins meiri- hluta. Auk þeirra Kohls og Thatch- ers fengu tóbaksfyrirtækin til liðs við sig þá Kenneth Clarke, þáver- andi heilbrigðisráðherra Bretlands, og Martin Bangemann, frammá- stjórna. Thatcher hafi fordæmt bannið sem „afskipti“ af innanríkis- málum aðildarríkjanna. 1992 breytti tóbaksiðnaðurinn um áætlun að því er fram kemur í gögnunum. Hann setti saman sína eigin útvötnuðu tillögu um bannið og með hjálp Bangemanns var henni komið á framfæri innan fram- kvæmdastjórnarinnar. Ári síðar var hún orðin að hinni formlegu tillögu. Tóbaksfyrirtækjunum tókst síðan með ýmsum þrýstingi að tefja af- greiðslu þeirrar tillögu í fimm ár. Fólst hann meðal annars í miklum áróðri hjá um 300 blaðamönnum, sem skrifa sérstaklega um Formúl- una en þar er tóbaksiðnaðurinn mjög stór kostunaraðili. Tillagan var loks samþykkt 1998 en í október 2000 var henni hafnað í Evrópudómstólnum, sem sagði, að hún fæli í sér afskipti af innanrík- ismálum aðildarríkjanna. Fengu háar fjárhæðir Í skýrslu um rannsókn þessa máls, sem var unnin fyrir bandaríska rannsóknamiðstöð og læknadeild Kaliforníuháskóla í San Francisco, er ekki sagt, að lög hafi verið brotin eða fólk keypt en á það er bent, að þegar þau Kohl og Thatcher höfðu látið af embætti, fengu þau miklar greiðslur frá tóbaksfyrirtækjunum fyrir ráðgjöf og önnur störf. Kemur þetta fram í skjölunum, sem eru að- allega frá Philip Morris, Rj Reyn- olds og British American Tobacco. Stóru tóbaksfyrirtækin reyndu að koma í veg fyrir auglýsingabann í Evrópusambandsríkjunum Fengu Kohl og Thatch- er til liðs við sig París. AFP. Meira en 100 manns falla í árás- um maóista í Nepal Katmandu. AFP. MEIRA en hundrað manns biðu bana, þeirra á meðal 84 lögreglu- menn, í árásum þúsunda liðsmanna uppreisnarhreyfingar maóista í Nepal í gær. Eru þetta mannskæð- ustu árásir uppreisnarmannanna frá því í febrúar þegar þeir urðu 128 lögreglumönnum að bana. Háttsettur embættismaður í Nep- al sagði að nær 3.000 uppreisnar- menn hefðu ráðist á tvær lögreglu- varðstöðvar í frumskógarhéraðinu Dang. 35 lögreglumenn lágu í valnum í varðstöð í Satbaria við bústað Khums Bahadur Khadka innanrík- isráðherra. Khadka var staddur í höfuðborginni, Katmandu, og fór til héraðsins til að meta ástandið. 49 lögreglumenn til viðbótar biðu bana í árás á varðstöð í Lamahi. Að minnsta kosti tólf uppreisnar- menn féllu í árásunum. Þá brunnu sex óbreyttir borgarar inni þegar uppreisnarmenn kveiktu í rútu í frumskógarhéraðinu. Uppreisnarmenn kveiktu einnig elda í frumskóginum til að hindra að herinn gæti sent liðsauka í varð- stöðvarnar með þyrlum. Krefjast afsagnar forsætisráðherrans Líklegt þykir að blóðsúthelling- arnar veiki stöðu Shers Bahadurs Deuba forsætisráðherra, sem hefur átt undir högg að sækja þar sem hópur flokksbræðra hans í Þjóð- þingsflokki Nepals hefur krafist þess að hann segi af sér og gripið verði til harðari aðgerða gegn upp- reisnarmönnunum. Deuba komst til valda í júlí og náði strax samkomulagi við upp- reisnarmennina um vopnahlé. Friðarumleitanir hans fóru þó út um þúfur, einkum vegna kröfu upp- reisnarmannanna um að konung- dæmið verði afnumið. Þeir hófu uppreisnina fyrir sex árum og stefna að því að stofna alþýðulýð- veldi í anda Maós. Skæruliðarnir rufu vopnahléð í nóvember með árásum á nokkrar her- og lögreglustöðvar og stjórnin setti neyðarlög nokkrum dögum síð- ar. Gyanendra konungur fyrirskip- aði einnig hernum að berjast við uppreisnarmennina, en áður hafði stjórnin aðeins beitt lögreglunni í átökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.