Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÓHÆTT er að segja að fjör hafi ver-
ið á Alþingi í vikunni; samtals
sautján frumvörp voru afgreidd sem
lög frá þinginu og umdeild ný þing-
mál litu dagsins ljós og voru tekin til
fyrstu umræðu. Þingfundir voru
langir og strangir og stóð sá lengsti
yfir frá kl. 10.30 á miðvikudags-
morgun til kl. hálffjögur aðfaranótt
fimmtudagsins eða í fimmtán tíma
samfleytt. Halldóri Blöndal, forseta
þingsins, fannst það þó ekkert til-
tökumál þegar þingmenn stjórn-
arandstöðu gagnrýndu hann fyrir að
hafa þingfundi fram á nótt, sagðist
hafa þurft sem ungur þingmaður að
sitja þingfundi í meira en þrjátíu
tíma samfleytt og ekki hafa orðið
meint af.
En þótt umræður yrðu fjörugar í
vikunni benti flest til þess í upphafi
hennar að allt yrði með kyrrum
kjörum og að hægt yrði að taka til
fyrstu og annarrar umræðu fjöl-
mörg óumdeild þingmál og koma
þeim í nefndir. Skv. starfsáætlun
þingsins áttu nefndardagar síðan að
hefjast á miðvikudag og standa fram
á nk. þriðjudag. Skjótt skipast hins
vegar veður í lofti og síðdegis á
mánudag lagði ríkisstjórnin fram á
Alþingi frumvarp sem miðar að því
að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Á
þriðjudag lagði ríkisstjórnin síðan
fyrir Alþingi frumvarp til laga sem
heimilar fjármálaráðherra að
ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna
fjármögnunar Íslenskrar erfða-
greiningar ehf. á lyfjaþróunarfyr-
irtæki sem stefnt er að því að stað-
sett verði á Íslandi.
Á þriðjudag og miðvikudag var
ljóst að stjórnarflokkarnir hygðust
koma frumvörpunum tveimur í
fyrstu umræðu í vikunni svo hægt
yrði að vísa málunum til nefnda og
ræða þau þar í því nefndarstarfi sem
áætlað var næstu daga á eftir. Að
öðrum kosti hefði verið erfiðara að
afgreiða þau frá þinginu fyrir vorið.
En til þess að það yrði hægt þurfti
forseti þingsins að leita afbrigða frá
þingsköpum en í þeim segir að ekki
megi nema með samþykki þingsins,
taka frumvarp til umræðu fyrr en
liðnar eru að minnsta kosti tvær
nætur frá því er því var útbýtt. Eftir
miklar deilur um túlkun Halldórs
Blöndals á þingsköpum, sem ekki
verður farið nánar út í hér, var
ákveðið að taka frumvarpið um
Þjóðhagsstofnun á dagskrá á mið-
vikudag, en þann dag var búið að
taka frá fyrir nefndarstarf, og um
kvöldið þann daginn hófst fyrsta
umræða um frumvarpið um
skuldabréfaábyrgðina til handa Ís-
lenskri erfðagreiningu.
Í umræðunni um Þjóðhagsstofnun
kom fram að stjórnarandstæðingar
myndu, ásamt Pétri H. Blöndal,
þingmanni Sjálfstæðisflokksins,
leggjast gegn frumvarpinu en línur
voru ekki alveg eins skýrar í um-
ræðunni um síðarnefnda frum-
varpið. Víst er þó að þingmenn
Framsóknarflokksins ásamt öllum
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins,
utan Pétur H. Blöndal, munu sam-
þykkja frumvarpið, sem og flestir
þingmenn Samfylkingarinnar. Þá er
ljóst að þingmenn Frjálslynda
flokksins ætli sér ekki að styðja
frumvarpið og flest bendir til þess
að þingmenn Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs muni heldur ekki
veita því brautargengi sé miðað við
þá gagnrýni sem þeir höfðu í frammi
í umræðunni um frumvarpið.
Umræðum um síðarnefnda frum-
varpið lauk aðfaranótt fimmtudags
og að morgni þess dags fóru fram
atkvæðagreiðslur þar sem umrædd-
um frumvörpum tveimur var vísað
til nefnda. Fimmtudagur og föstu-
dagur fóru því í svonefnda nefnd-
ardaga en þá eru engir þingfundir
haldnir heldur einbeita þingmenn
sér að starfinu í fastanefndum
þingsins. Er búist við að nefnd-
ardagar verði eitthvað fram í næstu
viku. Þar með eru fjórir dagar eftir á
starfsáætlun þingsins sem fara í
þingfundi auk eldhúsdagsumræð-
unnar. Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Alþingis bíða hins vegar
144 frumvörp eftir afgreiðslu þings-
ins, þar af eru 103 í nefndum en af-
gangurinn bíður fyrstu, annarrar
eða þriðju umræðu. Þá bíða 119
þingsályktunartillögur afgreiðslu
þingsins en 96 þeirra eru í nefndum
en afgangurinn bíður fyrstu, ann-
arrar eða þriðju umræðu.
Fjöldi þingmála er því enn óaf-
greiddur og víst að á næstu dögum
fara fram óformlegar viðræður milli
stjórnarflokkanna og stjórnarand-
stöðunnar um það hvaða mál eigi að
ná í gegnum þingið fyrir vorið;
stjórnarliðar gera þannig sam-
komulag við stjórnarandstæðinga
um að ná ákveðnum málum í gegn-
um þingið en þeir síðarnefndu gefa á
móti fyrirheit um að tefja ekki sömu
mál með löngum umræðum. Á þann
hátt hefur stjórnarandstaðan ákveð-
ið tæki til þess að hafa áhrif á það
hvaða mál verða tekin fyrir og af-
greidd þótt sumum finnist það held-
ur ólýðræðislegt þar sem stjórn-
arandstaðan er jú í minnihluta.
Fram hefur komið að stjórn-
arflokkarnir leggi hvað mesta
áherslu á að fá afgreidd á þinginu
lagafrumvörpin tvö sem hér hafa
verið gerð að umtalsefni og enn-
fremur er miðað við að frumvarp
sjávarútvegsráðherra um auðlinda-
gjald í sjávarútvegi verði gert að
lögum fyrir þinglok. Gangi það eftir
hefur stjórninni tekist að ná í gegn-
um þingið þeim þingmálum sem
hvað mestum deilum munu valda
auk Kárahnjúkafrumvarpsins.
Lífleg þingvika
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
UM 200 Garðbæingar sóttu stefnumótunarfund sem
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í bænum buðu
til á miðvikudagskvöld í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ.
Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segist mjög
ánægð með hversu margir komu á fundinn og að
margar skemmtilegar hugmyndir hafi komið fram
frá fundargestum sem frambjóðendur muni vinna úr
á næstu dögum. „Það var töluvert rætt um skipu-
lagsmál, mikið um íþrótta- og æskulýðsmál og
sömuleiðis skólamál og málefni eldri borgara,“ seg-
ir Ásdís Halla. Hún segir þetta ekki í fyrsta skipti
sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur stefnumótunar-
fund í bænum, en að aldrei hafi jafnmargir mætt til
að taka þátt í stefnumótun fyrir kosningar.
Ásdís Halla segir að talsvert hafi verið rætt um
hvort ætti að gefa foreldrum val um hvort þeir kjósi
að fá leikskólarými fyrir barn sitt um leið og fæð-
ingarorlofi lýkur eða hvort þeir kjósi að nýta sér
þjónustu dagforeldra. Hún segir að þessi hugmynd
verði útfærð með leikskólakennurum og dagfor-
eldrum á næstunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölmenni á stefnumótunarfundi
Sjálfstæðisflokks í Garðabæ
STJÓRN Lyfjaþróunar hf. telur að
áætlanir ríkisstjórnarinnar um að
veita deCODE Genetics, móður-
félagi Íslenskrar erfðagreiningar
hf., 20 milljarða ríkisábyrgð skapi
félaginu óeðlilega samkeppnisstöðu
gagnvart Lyfjaþróun um starfsfólk,
aðstöðu til rannsókna, fjármagn og
um verkefni á sviði lyfjaþróunar,
en til að eðlileg samkeppni á jafn-
réttisgrundvelli verði möguleg fer
stjórnin fram á að félaginu verði
veitt hliðstæð ríkisábyrgð.
Þetta kemur m.a. fram í bréfi
stjórnar Lyfjaþróunar hf. til fjár-
málaráðherra og efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis. Sveinbjörn
Gizurarson, framkvæmdastjóri
Lyfjaþróunar hf., segir að félagið
sé að leita að fjármagni og við-
ræður standi yfir við erlendan fjár-
festingabanka. Íslensk erfðagrein-
ing ætli líka að fá erlenda fjárfesta
inn í landið og fái annað fyrirtækið
ríkisábyrgð en hitt ekki sé sam-
keppnisstaðan skökk. Sveinbjörn
áréttar að það sé jákvætt að sam-
keppni ríki á þessu sviði. „Ég fagna
því að áhugi skuli vera á því að
byggja upp fleiri fyrirtæki á þessu
sviði, að fleiri skuli fara út á þessa
braut, en við verðum að fá að sitja
við sama borð.“
Í bréfinu er greint frá því að
Lyfjaþróun starfi að uppgötvunum
á nýjum lyfjum og lyfjaformum,
forklíniskum rannsóknum í dýrum
og klíniskum rannsóknum í mönn-
um, sem séu sömu svið og vænt-
anlegt fyrirtæki muni starfa á.
Sagt er að nýgerður samstarfs-
samningur við breskt fyrirtæki geri
félaginu kleift að verða leiðandi
fyrirtæki í heiminum á sviði nef-
úðalyfja. Um slík samstarfsverk-
efni sé oft hörð samkeppni og allt
sem skekki samkeppnisstöðu fyr-
irtækja geti haft veruleg neikvæð
áhrif á niðurstöðu slíkra samninga.
Ennfremur kemur fram að áætl-
anir fyrirtækisins geri ráð fyrir að
starfsmönnum fjölgi úr um 33 nú í
um 120 innan fjögurra til fimm ára
en áætlaður rekstrarkostnaður fé-
lagsins séu um fjórir milljarðar
króna til næstu fjögurra ára.
Sveinbjörn Gizurarson segir að
fyrirtækið geri allar grunnrann-
sóknir á efnum, athugi hvort við-
komandi efni geti orðið að lyfi,
hvort það hafi alla þá eiginleika
sem lyf þurfi að hafa, hvort hættur
séu á aukaverkefnum og hvort það
komist á verkunarstað auk þess
sem gerðar séu fyrrnefndar til-
raunir og prófanir. Ennfremur séu
efni, sem aðrir hafi þróað, tekin og
þau meðhöndluð á sama hátt. Fyrir
10 árum hafi kostað um 300 millj-
ónir dollara að þróa lyf en árið
2000 hafi sambærilegur kostnaður
verið um 800 millj. dollara, en að
meðaltali taki þróunin um 15 ár og
allt upp í 18 ár. Gert sé ráð fyrir
ákveðnum upphæðum í áætlunum
félagsins. Þær séu langt frá upp-
gefnum upphæðum ÍE, en varðandi
ríkisábyrgð til handa Lyfjaþróun
sé gengið út frá því að stuðst yrði
við fyrirliggjandi reiknilíkan félags-
ins. „Okkur finnst að jafnræði eigi
að gilda á þessu sviði en annars
gætum við þurft að hrökklast úr
landi.“
Væntanleg ríkisábyrgð vegna skuldabréfaútgáfu deCODE Genetics
Lyfjaþróun hf. fer
fram á hliðstæða
ríkisábyrgð
RÍKISSAKSÓKNARI hefur
enn til skoðunar málskjöl úr
rannsókn efnahagsbrotadeild-
ar ríkislögreglustjóra á meint-
um auðgunarbrotum Árna
Johnsen, fyrrverandi alþingis-
manns. Skv. upplýsingum frá
embættinu hefur málinu ekki
verið úthlutað til saksóknara
hjá embættinu.
Efnahagsbrotadeildin komst
að þeirri niðurstöðu að ætluð
refsiverð háttsemi hefði átt
sér stað í 32 tilvikum. Alls
voru 74 einstaklingar yfir-
heyrðir í þágu rannsóknar
þessara tilvika og hafa tólf
þeirra fengið réttarstöðu sak-
aðra manna. Meint brot eru
m.a. talin geta varðað við
ákvæði almennra hegningar-
laga um mútur, lög um brot í
opinberu starfi, um fjárdrátt
og fjársvik, auk lagaákvæða
um virðisaukaskatt og ákvæði
tollalaga.
Málsgögn
enn til
skoðunar
Rannsókn á meint-
um brotum
Árna Johnsen
EDUARD Kukan, utanríkisráðherra
Slóvakíu, verður í opinberri heimsókn
á Íslandi 14.–16. apríl næstkomandi í
boði Halldórs Ásgrímssonar utanrík-
isráðherra.
Á fundi utanríkisráðherra Íslands
og Slóvakíu mánudaginn 15. apríl
verða gagnkvæm samskipti ríkjanna
efst á baugi og ennfremur munu ráð-
herrarnir undirrita samning um af-
nám tvísköttunar. Ráðherrarnir
munu einnig ræða öryggismál í Evr-
ópu, málefni Atlantshafsbandalagsins
og undirbúning vorfundar bandalags-
ins og samstarfsríkja þess í Reykja-
vík 14.–15. maí nk.
Þess má geta að Slóvakía er á með-
al níu ríkja sem sótt hafa um aðild að
Atlantshafsbandalaginu.
Utanríkisráðherra Slóvakíu mun
jafnframt eiga fund með Davíði Odds-
syni forsætisráðherra, opna nýja
skrifstofu kjörræðismanns Slóvakíu á
Íslandi og halda fyrirlestur um stefnu
Slóvakíu í utanríkismálum og stöðu
landsins með tilliti til hugsanlegrar
aðildar að Evrópusambandinu og Atl-
antshafsbandalaginu.
Fyrirlesturinn er haldinn í Nor-
ræna húsinu í boði Félags stjórnmála-
fræðinga og stjórnmálafræðiskorar
Háskóla Íslands og hefst hann kl.
14.45 mánudaginn 15. apríl nk. segir í
frétt frá utanríkisráðuneytinu.
Opinber
heimsókn
utanríkis-
ráðherra
Slóvakíu
♦ ♦ ♦
GÖGN vegna Þjóðmenningarhúss
og Þjóðskjalasafns eru enn til skoð-
unar hjá embætti ríkissaksóknara og
hefur ekki verið tekin ákvörðun um
framhaldið, skv. upplýsingum frá
embættinu.
Ríkissaksóknari óskaði eftir því að
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra aflaði gagna í tilefni af skýrslu
Ríkisendurskoðunar á fjárreiðum
Þjóðmenningarhúss og Þjóðskjala-
safns og athöfnum forráðamanna
stofnananna.
Engin
ákvörðun
um fram-
haldið