Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 53
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Leikskólakennarar
Aðaldælahreppur auglýsir eftir leikskóla-
stjóra við leikskóla Aðaldælahrepps.
Einnig vantar leikskólakennara í 80% stöðu.
Leikskólinn er í nýlegu húsnæði, um 20 börn
eru í skólanum.
Ráðið verður í stöðurnar frá 15. ágúst, eða eftir
samkomulagi.
Aðaldælahreppur mun veita aðstoð við
útvegun á húsnæði ef þess gerist þörf.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Aðaldæla-
hrepps í síma 464 3510 þriðjudaga til föstudaga
frá kl. 13—17, og hjá leikskólastjóra í síma
464 3590 eða heimasíma 464 3532.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
Umsóknir sendist til Aðaldælahrepps,
Iðjugerði 1, 641 Húsavík.
Háskóli Íslands
Félagsvísindastofnun
Við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eru
laus störf 6 verkefnisstjóra á sviði gagna-
vinnslu. Umsækjendur skulu hafa BA próf á
sviði félagsvísinda og góða reynslu af úr-
vinnslu gagna. Um getur verið að ræða hluta-
störf eða full störf, eftir samkomulagi.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf
sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála-
ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Um-
sóknarfrestur er til 27. apríl nk. og skal skrif-
legum umsóknum skilað á Aðalskrifstofu Há-
skóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu,
101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað
og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs-
ins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari
upplýsingar gefur forstöðumaður Félagsvís-
indastofnunar, Friðrik H. Jónsson, sími
525 4546, tölvupóstfang fhj@hi.is .
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er
tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
http://www.starf.hi.is
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Elsku Ingó, Óttar, Örn Óskar,
Halldór, foreldrar og systur, engin
orð megna að sefa harm ykkar en
góður guð sem öllu ræður er nálæg-
ur, sefar og huggar. Einhver til-
gangur er með för hennar héðan,
hann sem öllu ræður hefur þarfnast
hennar til æðri starfa. Góði guð, þú
sem tókst hana til þín svo unga og
ljúfa, gefðu þeim von sem eftir lifa,
trú til að byggja á og ást til að græða
þau sár sem í huga og hjarta þeirra
búa.
Örn og Lovísa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Já, svo sannarlega er margs að
minnast og fyrir margt ber að
þakka. Upp í hugann koma minn-
ingar sem við yljum okkur nú við.
Minningar sem hjálpa okkur að snúa
sárum söknuði og óbærilegri sorg í
ljúfar minningar sem kalla fram
bros í huga okkar.
Það hefur verið mikil lífsreynsla
að fylgja Ernu í gegnum veikindi
hennar. Það verður okkur öllum
ógleymanlegt að sjá þann mikla
styrk sem hún bjó yfir þegar öll sund
virtust lokuð í janúar sl. Hún ætlaði
sér ekki að gefast upp og með krafti
og góðum styrk vann hún sig ótrú-
lega vel út úr þeim miklu veikindum
og á fætur komst hún.
En nú er baráttunni lokið. Enginn
dagur er til enda tryggur og tíminn
er skrýtin skepna. Ég hélt að tími
okkar saman yrði svo miklu lengri
en nú er honum skyndilega lokið. Ég
þakka trygga og einlæga vináttu.
Það var margt sem við fjölskyldurn-
ar gerðum saman og þær stundir
eigum við. Börnin okkar áttu vísan
samastað á hvoru heimilinu sem var.
Erna var afskaplega trygglynd
manneskja og það er aðdáunarvert
að sjá hversu samheldin fjölskylda
Ernu og Ingólfs er. Mikill gesta-
gangur var í sveitinni og ekkert til-
efni svo lítið að ekki væru systurnar,
foreldrar hennar eða mágkona
mætt. Erna var hreinskilin og bein-
skeytt, fljót að hugsa og fljót að
framkvæma. Það er sjónarsviptir að
slíkri konu. Hún var hugsjóna mann-
eskja og það sem hún tók sér fyrir
hendur það gerði hún af stakri prýði.
Kæra vinkona.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Elsku Ingó, Óttar, Örn Óskar,
Halldór. Þrúða, Hafsteinn og fjöl-
skylda, Linda og fjölsk. Guð gefi
okkur öllum styrk á erfiðri stundu.
Elísabet St. Jóhannsdóttir
Ólafur E. Guðmundsson
og börn.
Lífsgleði og kraftur eru fyrstu
orðin sem koma upp í hugann þegar
við minnumst Ernu vinkonu okkar.
Hún var ætíð full af orku og hlátri,
og bjartsýni hennar á lífið smitaði þá
sem í kringum hana voru með óbil-
andi trú á hið góða og að allt væri
mögulegt. Stundum var heimili
Ernu og Ingós líkast umferðarmið-
stöð, svo margir gátu gestirnir orðið,
sumir sváfu í tjöldum og aðrir á dýn-
um um allt hús, en alltaf var öllum
sinnt af kostgæfni, kaffið hitað og
smurt brauð á borðið, síðan lærið í
ofninn, borðað í hópum og Erna
stjórnaði öllu eins og herforingi.
Skoðanir hennar á mönnum og mál-
efnum fóru aldrei leynt og alltaf var
gaman að ræða daginn og veginn,
hvort sem við stoppuðum stutt á leið
okkar um Skagafjörðinn eða gistum
nótt eða tvær. Erna var sonum sín-
um kærleiksrík móðir og reyndar
öllum þeim börnum sem dvöldu hjá
henni lengri eða skemmri tíma. Hún
og Ingó fullkomnuðu hvort annað og
saman tókust þau á við að breyta
samfélagi sínu til betri vegar, bæði í
smáu sem stóru. Nú er vegferð
hennar lokið hér á meðal okkar svo
allt of snemma. Svo mörgu var ólok-
ið og svo margt sem þau ætluðu sér
verður að bíða annars tíma.
Við sendum Ingó, Óttari, Erni og
Dóra ásamt foreldrum og systrum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi minningin um góða stúlku lifa í
hjarta okkar allra og lífsgleði hennar
verða okkur leiðarstjarna um
ókomna tíð.
Enn er brosið þitt rjótt
og barnglatt,
barnið mitt sjúka,
þó vorið þitt ríka,
von mín
sem vermandi beið,
heyi nú eitt
við ofraun
örlagastríð.
Óveðrið slítur
ung blóm
af aldintrjám,
kastar þeim, hart
og kærulaust,
yfir kaldar götur,
á þögult og ört
þjáð brjóst,
undir þunga fætur.
Og allt sem ég vil,
allt sem ég gef
fær engu breytt,
tár sem ég fel,
föl sól
yfir föllnum val,
blómstráðri gröf;
bros þín og kvöl
eru byrgð þar,
byrgð hér
við hjarta mitt
húmrjóð og þreytt.
(Snorri Hjartarson.)
Benedikt og Anna María.
Hvernig má þetta vera, hvernig
getur staðið á því að þú sért dáin? Þú
sem varst svo sterk. Við vinirnir
sögðum hvert við annað að ef ein-
hver gæti sigrast á þessum veikind-
um þá væri það þú. Þú varst svo
staðföst og ákveðin í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Hvernig get-
ur staðið á því að þú þurfir að fara
frá strákunum sem elska mömmu
sína út af lífinu? Hvernig á maður að
skilja að allt þetta skuli vera lagt á
Ingó og að hann fái ekki að njóta þín
lengur?
En það er fátt um svör, bara enda-
lausar spurningar.
Nú verðum við að reyna að styðja
við bakið á Ingó og strákunum og
það skulum við svo sannarlega gera
Erna mín. Og svo er hægt að ylja sér
við minningarnar og þær eru allar
svo skemmtilegar því það var alltaf
nóg að gerast í kringum þig.
Ég kynntist þér fyrst þegar ég
kynntist honum Árna mínum. Ég
viðurkenni að ég var nú hálfafbrýði-
söm fyrst því þið voruð svo góðir vin-
ir. En ég komst fljótt að því að það
var engin ástæða til þess, því að Ingó
var sá eini sem þú vildir og þú elsk-
aðir hann meira en allt. Ég man öll
húsmæðraorlofin sem við vinkon-
urnar fórum á hverju hausti. Þar
varst þú alltaf hrókur alls fagnaðar.
Öll samtölin um heima og geima
langt fram á morgun í heitu pott-
unum við sumarbústaði hingað og
þangað um landið.
Ferðinni til London þegar þú og
Adda dönsuðuð eins og vitleysingar
á „trönsubarnum“.
Ég mun heldur aldrei gleyma deg-
inum sem ég sat með þér og Kristínu
systur þinni í heita pottinum á Rang-
árflúðum síðastliðinn nóvember. Það
var yndislegt veður og útsýnið frá-
bært. Þú og Kristín töluðuð svo fal-
lega um foreldra ykkar og hvað ykk-
ur þætti vænt um þá og þú varst svo
ánægð með hvað mamma þín og Ótt-
ar næðu vel saman. Þið lýstuð ykkur
systrunum á svo skemmtilegan hátt,
hvernig hver ykkar næði sínu alltaf
fram á sinn hátt. Ég man ég hugsaði
hvað þetta væri einstök fjölskylda og
einstakur systrahópur og hvað þið
væruð allar ólíkar á vissan hátt, en
samt svo næmar hver á aðra.
Þú sagðir mér frá nýju vinnunni
þinni sem hótelstýra á Hótel Hólum
og náminu sem þú hafðir hafið við
Hólaskóla og þú varst svo áhugasöm
og ánægð yfir hvað þér gekk vel.
Nú ert þú örugglega búin að taka
að þér önnur verkefni þarna hinum
megin og ég veit þú vakir yfir Ingó
og strákunum þínum.
Elsku Ingó, Óttar, Örn Óskar og
Halldór, Guð gefi ykkur styrk til að
takast á við lífið á nýjan leik.
Elsku Kristín, Soffía, Haddý, Eva,
Þrúða, Hafsteinn, Linda, Danni og
aðrir ættingjar og vinir, ég votta
ykkur öllum mína dýpstu samúð.
Þó er eins og yfir svífi
enn og hljóti að minna á þig
þættirnir úr þínu lífi,
þeir, sem kærast glöddu mig.
Alla þína kæru kosti
kveð ég nú við dauðans hlið,
man, er lífsins leikur brosti
ljúfast okkur báðum við.
(Steinn Steinarr.)
Hrönn Hreiðarsdóttir.
Böðvar og Gestur
bróðir hans keyptu
jörðina Syðra-Sel í
Hrunamannahreppi og
bjuggu þar allan sinn
búskap. Eftirlifandi kona Böðvars
er Fjóla Elíasdóttir. Gestur og kona
hans Ása María Ólafsdóttir eru nú
látin fyrir nokkrum árum. Ég átti
því láni að fagna að vera næsti ná-
granni þeirra í næstum hálfa öld.
Árið 1947 þegar ég var níu ára
byggðu þeir bræður stórt íbúðar-
hús. Ég fór að Syðra-Seli með tvo
hestvagna að keyra möl í grunninn.
Ég teymdi hestana á milli. Um
haustið gáfu þeir mér flekkótta
gimbur. 30.janúar 1948 lagðist
mamma á sæng. Aðalheiður ljós-
móðir óskaði eftir að ná í lækni.
Pabbi fór ríðandi upp að Flúðum til
að fara í síma. Læknirinn í Laug-
arási kom gangandi yfir Hvítá sem
var á ís. Engin brú var þá á Iðu.
Gestur og Böðvar lögðu á tvo hesta
BÖÐVAR
GUÐMUNDSSON
✝ Böðvar Guð-mundsson fædd-
ist á Sólheimum í
Hrunamannahreppi í
Árnessýslu 24. júní
1911. Hann lést á
Ljósheimum á Sel-
fossi 26. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá
Hrunakirkju 9. mars.
og Böðvar reið af stað.
Um klukkutíma reið er
fram að Auðsholti,
snjór var yfir öllu,
sums staðar skaflar og
reiðfæri ekki gott. Eft-
ir rúman klukkutíma
sáum við snjóstrók
rísa upp af Laxárbökk-
um. Knúti lækni fannst
hratt riðið og hestarnir
duga vel. Það fæddust
tvíburastelpur. Var
önnur skírð Jóhanna
Sigríður og hin Ástríð-
ur Guðný. Samvinna
var mikil á bæjunum.
Við fluttum mjólkina til skiptis en
hana þurfti að flytja daglega um tvo
og hálfan km á hestvögnum. Ef við
þurftum einhverrar hjálpar með þá
var það alltaf meira en sjálfsagt.
Þeir bræður voru mjög fjárglöggir
og þekktu allar okkar kindur. Eftir
fjárskiptin 1952 vissu þeir frá hvaða
bæ í Mývatnssveitinni hver kind
var. Að umgangast kindur fara í
fjallferðir, það var þeirra líf og yndi
en Gestur var fjallkóngur Hruna-
manna í tólf ár. Oft fóru þeir í
grenjaleitir saman, ríðandi um allan
afrétt og unnu mörg tófugreni.
Böðvar hafði gaman af veiðiskap.
Hann var líka laginn við að ná í
mink. Þegar einhver átti afmæli var
öllum boðið í kaffi. Einu sinni þegar
ég átti afmæli, 4. júlí, var búið að
slá og um hádegið var farið að
draga í loftið. Ég fór að raka í múga
með hestarakstrarvél, pabbi hlóð
upp í smásæti með heykvísl,
mamma og Dísa systir rökuðu
dreifina. Þá komu þau að hjálpa
okkur. Gestur og Ása, Böðvar og
Fjóla, og elstu krakkarnir þeirra.
Þegar fyrstu droparnir féllu, var
verið að ganga frá síðustu sátunum.
Allir fóru þá heim í afmæliskaffi.
Ég, mamma og systur mínar send-
um Fjólu og systkinunum frá
Syðra-Seli samúðarkveðjur.Við er-
um þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta vináttu, hjálpsemi og samvista
við þau og aldrei borið skugga á.
Blessuð sé minning Ásu, Gests og
Böðvars, þessara góðu granna.
Helgi Daníelsson.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina