Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á eftirminnilegum tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið, þar sem Vladimir Ashkenazy stjórnaði Draumi Gerontíusar eftir Edward Elgar, kom kona til mín og sagðist þá um daginn hafa farið með rauðar rósir á leiði manns síns vegna þess að fyrr þennan dag hafði verið ritað undir samkomu- lag ríkis og Reykjavík- urborgar um byggingu tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar við Austurbakka í Reykjavík. Þetta atvik er til marks um, hve mörgum er annt um að hér rísi fullbúið tónlistarhús. Það minnir einnig á óeigingjarnt starf fjöl- margra tónlistarunnenda á síðustu áratugum til að halda hugmyndinni um húsið á lofti, meðal annars innan Samtaka um tónlistarhús. Tveir menn veittu mér sem menntamála- ráðherra ómetanlega aðstoð í mál- inu, þeir Stefán Pétur Eggertsson verkfræðingur og Ólafur B. Thors forstjóri. Ólafur tók að sér fyrir mín orð að leiða samninganefndina um kostnaðarskiptingu milli ríkisins og Reykjavíkurborgar, en hún lauk far- sælum störfum með undirritun sam- komulagsins fimmtudaginn 11. apríl. Eftir að hafa haft hönd á þessu máli síðan 1996, er skýrt í mínum huga, að næsta skref, fjármögn- un og framkvæmdir, hefur verið vel und- irbúið. Öllum spurn- ingum hefur verið velt fyrir sér oftar en einu sinni, þannig að ekkert ætti að koma á óvart. Er brýnt, að vel og skipulega sé unnið áfram og innan þess tímaramma, að einka- framkvæmdarútboð verði í lok þessa árs og framkvæmdir hefjist í ársbyrjun 2004. Ekki má slaka á neinum kröfum vegna hljómburðar í tónlistarhúsinu, en að ráði Vladimirs Ashkenazys á sínum tíma óskaði ég eftir því, að leitað yrði til Artec í New York, þess fyrirtækis í heim- inum, sem skarar fram úr við hönn- un hljómgæða. Síðan höfum við notið ráðgjafar þess við allan undirbúning og kröfur vegna hljómburðar. Á fyrstu stigum málsins átti ég fundi með erlendum ferðamálasér- fræðingum, sem lögðu mat á gildi þess að sameina með þessum hætti tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel. Þeir sögðu, að væri staðið þannig að hönnun tónlistarsalarins, að hann fullnægði ströngustu kröf- um, myndi hann ekki síður hafa að- dráttarafl fyrir ferðamenn til lands- ins en góð ráðstefnuaðstaða. Síðan hef ég sannreynt þessi orð með því að kynna mér aðsókn að söl- um, sem hafa verið hannaðir af þeim Artec-mönnum og nefni ég þá hús í Lathi í Finnlandi, Luzern í Sviss og Birmingham í Bretlandi. Hvarvetna hafa hinir einstæðu salir gjörbreytt viðhorfi fólks langt út fyrir þessi bæjarfélög á tónlistarflutningi þar og þeir eru aðdráttarafl fyrir heims- kunna listamenn og vandláta áheyr- endur. Með þeim framkvæmdum, sem nú hafa verið staðfestar með samningi, sköpum við nýja vídd í íslensku þjóð- lífi og styrkjum stöðu Reykjavíkur sérstaklega sem menningar- og ferðamannaborgar. Rauðar rósir vegna tónlistarhúss Björn Bjarnason Tónlistarhús Eftir að hafa haft hönd á þessu máli síðan 1996, segir Björn Bjarnason, er skýrt í mínum huga, að næsta skref, fjár- mögnun og fram- kvæmdir, hefur verið vel undirbúið. Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. FYRR Á öldum þóttu sögur og manna- fundir æðimerkilegir. Fólk safnaðist saman, sagði sögur af ferðum sínum og bar saman bækur sínar og siði og lærði hvert af öðru. Þó voru líklega alltaf ein- hver veslings grey þar innan um sem voru lítt gefin fyrir að opna sig sérstaklega vegna feimni. Þessi meinta þögn þótti líklega gefa til kynna lítinn áhuga á mannblendni þessa fólks, en kenning mín er sú að svo sé alls ekki í öllum tilfellum. Samfélagið hefur í dag úr ótrúleg- um fjölda mismunandi tjáningar- miðla að velja, s.s. útvarpi, sjónvarpi, ráðstefnum, saumaklúbbum svo ein- ungis brot af þeim sé talið upp. Þess- ir miðlar koma þó kenningu minni ekki til hjálpar við rökstuðning, því glögglega má sjá að til þess að tjá sig í flestum þessara miðla þarf vissa persónugerð og jafnvel þjálfun, svo viðkomandi verði sér nú ekki til skammar fyrir framan alþjóð. Sá miðill sem í dag er notaður í síaukn- um mæli var í upphafi hannaður af aðilum sem oftast nær hafa verið nefndir feimnir eða mannfælnir og þá til samskipta þeirra á milli. Þessi miðill kallast í dag spjallrásir eða IRC (Internet Relay Chat). Netið fer óðum stækkandi með nýrri tækni og auknum áhuga almennings og fyrirtækja og hefur uppá að bjóða gríðarlega stóran heim spjallrása sem velflestir ef ekki allir tölvunot- endur heims hafa aðgang að. Útskýring á þessu fyrirbæri getur bæði verið æðiflókin og sáraeinföld. Til að byrja með má segja að spjall- rásakerfið sé gríðarlega stórt net sem sér um alþjóðasamskipti fólks af öllum kynþáttum, þjóðum og menn- ingu, sem fram fara í nafnleynd ef fólk óskar þess. Nafnleyndin kemur öllum til góða að því leyti að allir byrja jafnir og eru þá ekki dæmdir nema fyrir hvað þeir segja þarna inni. Nú er þó svo komið að í dag eru um 3-5 þúsund Íslendingar sem nýta sér spjallrásir til skoðanaskipta við fólk af öllu tagi og þá undir vissu gælunafni sem þeir kjósa sér. Um- hverfið er mismunandi og getur spjall farið fram bæði í einrúmi, þ.e. tveir einstaklingar að spjalla sín á milli og svo eru spjallrásir í boði af öllu mögulegu tagi og skiptast þá iðulega eftir áhugamálum og stað- setningu. Á hverri rás fyrir sig eru stjórnendur sem hafa auga með rás- inni og hafa þá réttindi til að vísa þeim aðilum út er ekki þykja æski- legir á viðkomandi rás. Íslendingar hafa stofnað þónokkuð margar rásir og virðast vera nokkuð hátt hlutfall þeirra sem netspjallið stunda miðað við höfðatölu eins og svo oft er nefnt. Þar á meðal er ein stærsta rás Ís- lendinga, #Iceland, sem stjórnað er af Félagi íslenskra ircara, en félagið stendur fyrir inntöku stjórnenda og viðhalds á rásinni. Rásin hefur stækkað svo ört síðustu ár, að í dag mæla stjórnendur að gróflega 2.500 til 3.000 manns fari þarna inn að meðaltali á sólarhring. Þessi gífurlega umferð hefur orðið til þess að hlutverk stjórnenda hefur orðið margþættara og sömuleiðis erfiðara viðureignar, þó svo að um vana menn sé að ræða. Mikið virðist bera á því að foreldrar láti börn sín afskiptalaus við tölvuna og leyfi þeim að vafra um á netinu að vild. Stendur til boða hjá vissum internetþjónustu- aðilum að kaupa læsingu á vefefni sem ekki er ætlað börnum, s.s. klám- og ofbeldisefni af öllu tagi. Stað- reyndin er þó alltaf sú að í stafræna heiminum tekst alltaf að finna ein- hverja leið. Þetta efni er auðvelt að nálgast á hinum og þessum spjallrásum, þó svo reynt sé að hindra slíkt á þeim rásum er þykja frekar opinberar og miðaðar að öllum aldurshópum, svo sem #Iceland, sem áður var nefnd. Hin opinbera rás IsIRCs er mjög vinsæl meðal ungs fólks sem langar að viðra skoðanir sínar og kynnast fólki á svipuð- um aldri og ræða við- burði og áhugamál sín á sameiginlegum vett- vangi. Eins og áður sagði er mikil umferð um rásina. Sumir líta við og spjalla við vini sína og kunningja, aðrir eru í leit að hjálp við allt milli himins og jarðar og enn fleiri eru að kynnast nýju fólki, eignast vini og jafnvel leita sér að ástinni sem sögð er leyn- ast alls staðar. Þegar svo stór hópur fólks kemur saman (jafnan 300-400 manns inni á rásinni hverju sinni) þarf reglur og skipulag svo allt fari ekki í bál og brand, því fólk er jú eins misjafnt og það er margt og hegða því ekki allir sér eins og skyldi. IsIRC er nokkurs konar sjálf- boðastarf sem þó krefst þess að með- limir félagsins séu reiðubúnir að sinna þeim skyldum sem lýtur að eft- irliti með börnum og unglingum á rásinni ásamt samvinnu við stjórn- endur annarra rása. Þetta kostar fé- lagsmenn IsIRC mikla vinnu og til að anna þessu starfi sem hefur ávallt verið og verður enn sjálfboðastarf samfara áhugamáli meðlima félags- ins þarf vefþjón, aðgang að svæðum víðs vegar um heiminn þar sem keyrður er hugbúnaður til að halda stöðugleika og loks umfjöllun og við- urkenningu til meðlima félagsins fyrir það viðamikla starf að stýra nokkurs konar dagheimili og það án launa. Sem mikill áhugamaður um spjall- rásir og hlutverk þeirra í lífi unga fólksins skal því komið á framfæri að til þess að halda áfram að þjónusta þessa rás er IsIRC nú fyrst allra að bjóða uppá möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja höfða til fólks á aldrinum 12-22 ára að nálgast þennan hóp net- verja. Þessi miðill hentar vel til kynningar á vörum og þjónustu sem stuðlar að frekari raf- og tæknivæð- ingu unga fólksins sem er sífellt að færast í aukana. Þá skal þess einnig getið að um endalausa möguleika er að ræða varðandi kynningar á vörum og þjónustu auk þess sem þetta þekkist ekki hér á landi fyrr en nú. Umferð notenda er mikil og tiltölu- lega auðveldara að nálgast fólk á þessum miðli en á hefðbundnum vef- síðum. Notandinn verður jú að skoða vefsíðuna sérstaklega til að koma auga á auglýsinguna. Þegar spjall- rásir hins vegar eru mörgum áhuga- mál og rásir eins og #Iceland fast- astaður fólks, er mun áreiðanlegri ályktun að fólk muni taka eftir þess- um skilaboðum. Vettvangur feiminna, víðátta vina Finnbogi Ásgeir Finnbogason Höfundur er í Félagi íslenskra Ircara, www.isirc.is. Netspjall Tiltölulega auðveldara, segir Finnbogi Ásgeir Finnbogason, er að nálgast fólk á þessum miðli en á hefðbundnum vefsíðum. Meira á mbl.is/Aðsendar greinar ER Ómar Ragnars- son kominn í heilagt stríð gegn Austfirð- ingum eða er hann óháður fréttamaður? Ég var að hlusta á fréttirnar um daginn og þá kom afskaplega jákvæð frétt sem Óm- ar Ragnarsson flutti um að reisa ætti stál- verksmiðju á Suður- nesjunum, nánar til- tekið í Helguvík. Fréttin var varla byrjuð þegar hann fór að blanda fyrirhug- aðri álverksmiðju við Reyðarfjörð inn í fréttina og bera saman orkueyðslu á þessum verksmiðjum, viðkom- andi verksmiðja við Helguvík eyddi nánast engri orku en álverk- smiðjan eyddi margfalt meiri orku. Ég spyr: Hvað kom orkueyðsla álvers við Reyðarfjörð þessari frétt við? Ég spyr líka: Er neikvætt að selja umhverfisvæna raforku og skapa þannig útflutnings- tekjur? Ef hinn hlutdrægi fréttamaður hefði nú látið staðar numið í áróðrinum gagnvart stóriðju við Reyðar- fjörð hefði ég ekki nennt að skrifa þessa grein og látið duga að rövla yfir þessu heima í stofu. Nei hann þurfti þá að hafa orð á því hversu góð hafn- araðstaðan er í Helguvík sem jafn- framt er jákvætt en bætti síðan við að dýpi væri ekki nægjanlegt í Eyjafirði og Reyð- arfirði þannig að þau skip sem hugsanlega kæmu með aðföng til og frá verksmiðjunni kæmust ekki þar inn eða þannig skildi ég hinn hlutdræga Ómar Ragnarsson. Ég spyr: Af hverju var maðurinn að bæta þessu við fréttina? Mig langar að benda lesendum á að dýpi í Reyðarfirði og sennilega Eyjafirði líka er með því besta sem gerist á landinu en í tengslum við fyrirhugað álver við Reyðar- fjörð var gert hættumat (nýjasta tískuorðið á Íslandi í dag, en eins og menn kannski vita er gert hættumat fyrir nánast allt þó eng- in sé hættan). Út úr því kom að stærstu skip ættu mjög auðvelt með að athafna sig í firðinum. Er ekki kominn tími til að gefa mönnum frí sem misnota svona að- stöðu sína sem fréttamenn? Heilagt stríð Andrés Elísson Fréttaflutningur Af hverju, spyr Andrés Elísson, var Ómar að bæta þessu við fréttina? Höfundur er bæjarfulltrúi D-listans í Fjarðabyggð. ÞEGAR Ásdís Halla Bragadóttir var ráðin bæjarstjóri í Garðabæ í október 2000 gerði Laufey Jóhannsdóttir forseti bæjarstjórnar upp á sitt einsdæmi ráðningarsamning við hana. Í 54. gr. sveitar- stjórnarlaga (45/1998) er kveðið á um að sveit- arstjórn skuli skuli gera skriflegan ráðn- ingarsamning við fram- kvæmdastjóra sveitar- félags þar sem starfskjör skulu ákveð- in. Ráðningnarsamn- ingurinn við Ásdísi Höllu var hins vegar ekki lagður fram til samþykktar í bæjar- stjórn eins og lög kveða á um. Bæjarstjóri Garðabæjar þiggur í laun fyrir störf sín hærri greiðslur en bæj- ar- og borgarstjórar stóru sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hinar háu launa- greiðslur til bæjar- stjórans eru eðlilega feimnismál, en réttlæt- ir alls ekki að ráðning- arsamningur sé læstur ofan í skúffu án þess að bæjarstjórn fjalli um hann eins og skýrt er kveðið á um í lögum. Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ verð- ur æ meira íhugunarefni eftir 36 ára samfelldan valdatíma flokksins í Garðabæ. Óeðlileg stjórnsýsla Einar Sveinbjörnsson Garðabær Hinar háu launa- greiðslur til bæjarstjór- ans, segir Einar Svein- björnsson, eru eðlilega feimnismál. Höfundur er bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.