Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 67
DAGBÓK
EIGNIR ÓSKAST TIL KAUPS
ÁKVEÐNIR KAUPENDUR
400-600 fm einbýlishús óskast
Fjársterkur kaupandi óskar eftir 400-600 fm einbýlishúsi
á sjávarlóð eða góðum útsýnisstað.
Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast
Höfum kaupendur að góðum einbýlishúsum á Seltjarnarnesi.
Mjög góðar greiðslur í boði.
Tvíbýlishús óskast
Tveggja íbúða hús með rúmgóðri aukaíbúð óskast strax.
Staðsetning vestan Elliðaáa. Verðbil 25-40 millj.
Einbýli óskast - staðgreiðsla
Æskileg staðsetning: Stigahlíð - Hlíðar (t.d. Háahlíð) -
Stóragerðissvæðið - Norðurmýri - Þingholt.
Traustur viðskiptavinur óskar eftir 280-400 fm einbýlishúsi
á einhverjum af ofangreindum stöðum. Staðgreiðsla í boði.
Raðhús við Vesturbrún óskast
Fjársterkur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Vesturbrún.
Raðhús í Fossvogi og Hvassaleiti óskast.
Höfum verið beðnir að útvega góð raðhús í Fossvogi og Hvassaleiti.
Hæð í Hlíðunum
Höfum kaupanda að 110-140 fm hæð í Hlíðunum.
Einbýlishús í Þingholtunum óskast.
Fjársterkur kaupandi óskar eftir góðu
250-400 fm einbýlishúsi í Þingholtunum. Hæð á Teigum, Lækjum eða Heimum
óskast. Höfum kaupanda að 5 herb. hæð í einhverju af ofangreindum svæðum.
Íbúð í Kópavogi óskast - 4ra herb.
Traustur kaupandi óskar eftir 110-120 fm 4ra herb. íbúð í nýlegri blokk
í Kópavogi. Íbúð í stórri lyftublokk í Reykjavík kemur vel til greina.
2ja herbergja íbúð óskast
Höfum kaupanda að 2ja herbergja íbúð á 1. eða 2. hæð.
Svæði: Háaleiti, Fossvogur, Smáíbúðahverfi eða Heimar.
Garðabær
Gott raðhús í Garðabæ, gjarnan á einni hæð
m. fjórum herbergjum og góðum stofum, óskast.
Kolbeinsstaðamýri
Traustur kaupandi óskar eftir góðu raðhúsi eða parhúsi í Kolbeinsstaðamýri.
Einbýlishús í Smáíbúðahverfi, Stigahlíð eða Fossvogi óskast. Höfum trausta
kaupendur að góðum einbýlis- og raðhúsum á þessum svæðum.
Sérhæðir óskast
120-160 fm sérhæðir óskast. Æskileg staðsetning: Vesturbær, Hlíðar,
Þingholt, Fossvogur eða Kringlusvæðið.
120-160 fm íbúð í lyftuhúsi óskast
Æskileg staðsetning: Klapparstígur, Skúlagata eða Kirkjusandur.
Atvinnuhúsnæði óskast
Höfum kaupendur að ýmiss konar atvinnuhúsnæði, t.d. 100-200 fm skrifstofu-
og verslunarplássum. Einnig höfum við sterka fjárfesta
sem óska eftir stórum eignum sem eru í útleigu.
110-150 fm skrifstofuhæð (pláss) óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm skrifstofuhæð (rými). Staðgreiðsla í boði.
500-700 fm skrifstofuhæð í Reykjavík óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 500-700 fm skrifstofuhúsnæði. Staðgreiðsla.
Plássið mætti gjarnan vera í austurborginni.
Byggingarlóð í Reykjavík óskast
Traustur byggingameistari óskar eftir góðri byggingarlóð í Reykjavík.
„Lélegt“ hús á góðri lóð kemur einnig vel til greina.
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur þroskast mikið við
að vinna í sjálfum þér. Aðrir
leita til þín um ráð varðandi
framtíðina.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þótt það sé stundum gott að
fá athygli skaltu gæta þess
að það sé ekki á annarra
kostnað. Njóttu kvöldsins
með bestu vinum þínum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að leysa fjárhags-
legt vandamál sem upp hef-
ur komið. Fáðu einhvern til
þess að fara í gegnum málin
með þér því þá færðu betri
yfirsýn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Breyting verður til batnað-
ar á sambandi þínu við and-
stæðing þinn enda hefurðu
unnið að því á bak við tjöld-
in. Batnandi fólki er best að
lifa.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Láttu ekki hugfallast þótt
eitthvað sé á móti þér.
Renni þér eitthvað úr greip-
um verðurðu að trúa því að
eitthvað nýtt komi í staðinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur ákveðnar hug-
myndir um það hvernig þú
vilt haga vinnu þinni og
þarft að sannfæra yfirmann
þinn um að báðir aðilar geti
hagnast á því.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Eitthvað verður til þess að
trufla þig við störf þín.
Leyfðu þér að njóta augna-
bliksins því það er ekki víst
að það komi aftur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Tækifærin eru allt í kring-
um þig og þú þarft bara að
grípa þau. Ef þú ert já-
kvæður og hefur augun opin
eru þér allir vegir færir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Eitthvað verður til þess að
gamlar minningar koma
upp, bæði góðar og sárar.
Leyfðu þeim góðu að ylja
þér og þeim sáru að auka
þroska þinn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú þarft að létta á hjarta
þínu við einhvern sem þú
getur treyst því það hjálpar
þér til að sjá málin í öðru og
bjartara ljósi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú færð óvæntar gleðifrétt-
ir svo full ástæða er til að
gera sér glaðan dag.
Gleymdu samt ekki að
þakka þeim sem öllu ræður.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Oft var þörf en nú er nauð-
syn á að þú beinir athygl-
inni að því að rækta sjálfan
þig andlega og líkamlega.
Byrjaðu strax í dag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þú viljir helst leggjast
á koddann og hvíla þig
skaltu rífa þig upp og fara
út á meðal vina þinna því
góðar samræður gera þér
gott.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
AÐALTVÍMENNINGUR
Bridsfélags Reykjavíkur
hófst á þriðjudaginn með
þátttöku 40 para. Strax í
fyrstu umferð var boðið upp á
slemmu:
Norður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ ÁK5
♥ Á862
♦ ÁDG
♣1095
Vestur Austur
♠ DG1043 ♠ 9872
♥ 3 ♥ DG7
♦ K874 ♦ 10965
♣G72 ♣K3
Suður
♠ 6
♥ K10954
♦ 32
♣ÁD864
Reyndar tóku ekki margir
því „boði“ og yfirleitt létu NS
duga að spila fjögur hjörtu og
taka þar ellefu slagi – vörnin
fékk slag á tromp og annan á
laufgosa, enda er hin „eðli-
lega“ spilamennska að tví-
svína fyrir KG í laufi og
henda tígli niður í spaðakóng.
Sex hjörtu má þó vinna ef
sagnhafi velur aðrar svíning-
ar – svínar fyrir tígulkóng og
laufkóng. Út kemur spaða-
drottning, sem sagnhafi tek-
ur og spilar ÁK í hjarta.
Svínar svo tíguldrottningu,
hendir laufi í spaðakóng og
trompar spaða. Svínar aftur í
tígli, tekur á tígulás, svínar
laufdrottningu og tekur lauf-
ás. Spilar loks austri inn á
tromp í þessari stöðu:
Norður
♠ --
♥ 86
♦ --
♣10
Vestur Austur
♠ G ♠ 9
♥ -- ♥ D
♦ K ♦ 10
♣G ♣--
Suður
♠ --
♥ 109
♦ --
♣8
Þegar austur lendir inni á
hjartadrottningu verður
hann að spila tígli eða spaða
út í tvöfalda eyðu og þá hverf-
ur tapslagur sagnhafa í lauf-
inu.
Þessi leið er heldur verri
en tvísvíning í laufi, því auk
þess sem tvær svíningar
þurfa að ganga má austur
ekki eiga þriðja laufið.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. febrúar sl. í Há-
teigskirkju af sr. Ólafi Jó-
hannssyni Linda Hölludótt-
ir og Vífill Ingimarsson.
Ljósmyndaverið Skugginn
80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13.
apríl, er áttræður Marías Þ.
Guðmundsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, Skip-
holti 54, Reykjavík. Eigin-
kona hans er Málfríður
Finnsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur.
LJÓÐABROT
Vorvísur
Þú vordísin fagra, sem vefst mér að barmi,
þú vekur í sál minni lífsþrótt og fjör,
þú drekkir í sólbaði sérhverjum harmi,
því síunga gleðin er með þér í för.
Þú lætur mig finna, að ljósið er veldi,
þú lyftir mér hátt yfir jarðlífsins þraut,
þú sýnir mér grundina grænum í feldi
og gullroðið, töfrandi fjallanna skraut.
Ó, ljúft er að hlusta á lækinn og ána
og líðandi fuglinn í heiðbláum geim,
er vekur þú allífsins voldugu þrána
ó, vordís, þú blíðasta drotning í heim.
– – –
Jarþr. Jónsdóttir
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1
b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3
Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12.
Rbd2 cxd4 13. cxd4 Rc6 14.
d5 Rb4 15. Bb1 a5 16. a3 Ra6
17. b4 axb4 18. axb4 Bd7 19.
Db3 Db7 20. Bd3 Bd8 21.
Rf1 Bb6 22. Bg5 Rh5 23.
Be7 Hfe8 24.
Bxd6 Bxh3
25. Bxe5 Dd7
26. R1h2
Bxg2 27.
Kxg2 Hxe5
28. Rxe5
Rf4+ 29.
Kh1 Dh3 30.
Hg1 Bd4 31.
Bc2 Bxe5 32.
Dxh3 Rxh3
33. Rg4 Bxa1
34. Hxa1 Rc7
35. Hxa8+
Rxa8 36.
Kg2 Rf4+
37. Kf3 g5
38. d6 Rb6
39. Rf6+ Kg7 40. e5 h6 41.
Bf5 Kf8 42. Ke4 h5 43. Rh7+
Ke8 44. Rxg5 Rfd5 45. d7+
Ke7
Staðan kom upp í fyrsta
móti bikarkeppni FIDE sem
lauk fyrir skömmu í Dubai.
Nigel Short (2.663) hafði
hvítt gegn Peter Svidler
(2.688). 46. Rxf7! og svartur
gafst upp fátt til varnar eftir
t.d. 46. ...Rxd7 47. Kxd5
Rb6+ 48. Kc5.
Skák
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Með morgunkaffinu
Faróinn hefur skipt um skoðun. Hann ætlar að láta
brenna sig og dreifa öskunni í Níl.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á netfang-
ið ritstj@mbl.is. Einnig
er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060