Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þessa frábæru og vinsælu
EMMALJUNGA BARNAVAGNA
sem hægt er að breyta í kerru
eigum við í mörgum litum og gerðum.
Einnig eigum við EMMALJUNGA
BARNAKERRUR
í mörgum litum og gerðum.
VARÐAN EHF.
Grettisgötu 2, sími 551 9031
Netfang: vardan@vardan.is
Heimasíða: www.vardan.is
„VIÐ upplifum þetta
nánast eins og helför
vitandi af því, sem er
að gerast í Jenin,“
sagði Sveinn Rúnar
Hauksson, læknir og
formaður félagsins
Ísland-Palestína, í
viðtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann
var þá staddur í
Austur-Jerúsalem
ásamt Viðari Þor-
steinssyni, stjórnar-
manni í félaginu.
Sveinn Rúnar
sagði, að þeir Viðar
hefðu komið til
A-Jerúsalem í fyrra-
kvöld og haldið strax til Augusta
Victoria-sjúkrahússins en það
hefur verið eitt helsta sjúkra-
húsið fyrir palestínskt flóttafólk
allt frá árinu 1948.
„Fyrir utan sjálfa sjúkrahús-
starfsemina er nú þarna miðstöð
fólks, sem er að vinna að mann-
úðar- og hjálparstörfum, til
dæmis palestínsku læknishjálp-
arsamtakanna, helstu hjálpar-
samtakanna hér. Þetta fólk hef-
ur flest orðið að flýja frá borgum
og bæjum á Vesturbakkanum og
höfuðstöðvar læknishjálparsam-
takanna í Ramallah hafa Ísrael-
ar sprengt upp,“ sagði Sveinn
Rúnar.
Sagði hann, að þeir hefðu
heimsótt núverandi höfuðstöðv-
ar samtakanna í Beit Hanina,
sem er skammt frá Jerúsalem,
og komið á óvart að sjá hve þar
var mikið af lyfjum, lyfjaköss-
um, sem lyfjafyrirtækin hafa
gefið. Mesta vinnan væri þó í að
taka á móti lyfjum frá fólki, sem
gefið hefði lyfin sín, kannski
upptekin og búið að nota að ein-
hverju leyti. Þessi lyf væru
flokkuð og síðan reynt að senda
þau nauðstöddu og einangruðu
fólki.
Sveinn Rúnar sagði, að þetta
hefði verið ánægjulegt að sjá því
þeir Viðar hefðu velt
því fyrir sér fram á
síðustu stundu að
taka með sér lyfja-
pakka frá lyfjafyrir-
tækjunum heima,
sem væru öll af vilja
gerð.
„Það er því ljóst,
að lyfin eru til en
vandinn er að koma
þeim til fólksins í
sundursprengdum
heimilum og flótta-
mannabúðum. Best
kemur sér að fá pen-
inga til að kaupa
þau lyf, sem þörf er
á,“ sagði Sveinn
Rúnar og bætti því við, að það
væri skelfileg reynsla að verða
vitni að því ástandi, sem nú ríkir
í Palestínu.
Velvilji hjá íslenskum
stjórnvöldum
„Við upplifum þetta eins og
helför vitandi af því, sem er að
gerast í Jenin þar sem grimmdin
hefur náð nýju hámarki. Frétt-
irnar þaðan eru skelfilegar. Ég
vil raunar ekki fjölyrða um það,
það gera margir aðrir, en við
vildum sjá þetta með eigin aug-
um og reyna að átta okkur á
hvaða aðstoð er brýnust.
Það er mikill velvilji hjá ís-
lenskum stjórnvöldum, hjá utan-
ríkisráðherra og heilbrigðisráð-
herra, en mestu skiptir, að
stöðva grimmdaræði Sharons.
Fyrr verður kannski lítið hægt
að gera,“ sagði Sveinn Rúnar.
Þeir Sveinn Rúnar og Viðar
ætla til Ramallah í dag með bíla-
lest ísraelskra mannúðar- og
friðarsamtaka, með vatn og mat-
væli til fólksins, það er að segja
ef Ísraelsher leyfir. Kvaðst
Sveinn Rúnar að lokum geta
staðfest, að það fé, sem safnast
hefði heima, hefði komið í góðar
þarfir og til stæði að reyna að
efla söfnunina á næstunni.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir
er staddur í Austur-Jerúsalem
„Við upplifum
þetta nánast
eins og helför“
Sveinn Rúnar
Hauksson
FYRRVERANDI ráðherra í Serbíu,
sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi,
liggur milli heims og helju eftir að
hafa reynt að fyrirfara sér fyrir utan
þinghúsið í Belgrad til að mótmæla
nýjum lögum sem heimila að meintir
stríðsglæpamenn verði framseldir til
stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna í Haag.
Ráðherrann fyrrverandi, Vlajko
Stojiljkovic, skaut sig með byssu í
höfuðið við þinghúsið í fyrrakvöld,
nokkrum klukkustundum eftir að
stríðsglæpalögin voru samþykkt.
Læknir á sjúkrahúsi í Belgrad,
þar sem Stojiljkovic liggur, sagði að
ástand hans væri „mjög alvarlegt“.
„Líkurnar á bata eru nánast engar.“
Stojiljkovic er á meðal helstu
bandamanna Slobodans Milosevic,
fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem
hefur verið dreginn fyrir stríðs-
glæpadómstólinn í Haag. Stojiljko-
vic var innanríkisráðherra Serbíu
frá mars 1998 og þar til Milosevic
hrökklaðist frá völdum í október
2000.
Kostunica kennir leiðtogum
Vesturlanda um
Stojiljkovic skildi eftir bréf þar
sem hann kvaðst ætla að fyrirfara
sér og skellti skuldinni á Zoran
Djindjic, forsætisráðherra Serbíu,
og Vojislav Kostunica, forseta Júgó-
slavíu. „Serbneskir föðurlandsvinir
vita hvernig þeir geta hefnt mín,“
skrifaði hann.
Kostunica, sem var tregur til að
framselja meinta stríðsglæpamenn
þar til lögin voru samþykkt, sagði
hins vegar að leiðtogar Vesturlanda
ættu sök á því að Stojiljkovic hefði
gripið til þessara örþrifaráða. „Þetta
er viðvörun til alþjóðasamfélagsins
sem setur alltaf ný skilyrði, beitir
okkur þrýstingi og segir fyrir verk-
um.“
Utanríkisráðherra Júgóslavíu,
Goran Svilanovic, sagði að „þessi
hörmulegi atburður“ gæti haft póli-
tískar afleiðingar en kæmi ekki í veg
fyrir að nýju lögunum yrði fram-
fylgt.
Serbar eru klofnir í afstöðunni til
þess hvort framselja eigi meinta
stríðsglæpamenn. Margir þeirra
telja að stríðsglæpadómstóllinn í
Haag sé hlutdrægur og saka hann
um þjónkun við ráðamenn í Banda-
ríkjunum og öðrum vestrænum lönd-
um.
Háttsettur embættismaður í heil-
brigðis- og félagsmálaráðuneyti
Júgóslavíu fyrirfór sér í hótelher-
bergi í Madrid í gær en talsmaður
júgóslavneska sendiráðsins í borg-
inni sagði að dauði hans tengdist á
engan hátt lögunum um framsal
stríðsglæpamanna. Embættismað-
urinn hefði eingöngu stytt sér aldur
af persónulegum ástæðum.
Meintur stríðsglæpamað-
ur reynir að fyrirfara sér
Skaut sig í höfuðið fyrir utan þinghúsið í Belgrad
Belgrad, Madrid. AFP.
FLAK flugvélar er fórst í flugtaki á Mallorca í gær-
morgun flutt burt af slysstað í gær. Tveir flugmenn
voru í vélinni og fórust báðir. Vélin var í póstflugi
og lá leiðin til Madrid, en í flugtaki frá vellinum í
Palma hrapaði vélin. Hún var af gerðinni Fairchild
Metro og í eigu flugfélagsins Tadair. Ekki er vitað
um orsök slyssins, en að sögn lögregluyfirvalda var
veður gott er vélin fór af stað.
Reuters
Tveir fórust á Mallorca