Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er ekkert yfirmátatrúaður maður og því síður að
hann hafi miklar áhyggjur af enda-
lokunum. Eigi að síður hefur hann
bitið það í sig að þegar yfir móðuna
miklu er komið vilji hann láta brenna
líkamlegar leifar sínar í stað þess að
þær verði grafnar. Kemur þetta til af
því að fyrir nokkru reit Víkverji
grein um kosti bálfara umfram hefð-
bundnar jarðarfarir. Fyrir utan það
hversu miklu minni jarðvegsmengun
stafar af slíkum útförum taka grafir
fyrir duftker aðeins brot af því land-
rými sem hefðbundnar grafir taka.
Er skortur á landrými fyrir kirkju-
garða víða farinn að gera vart við sig
og er skemmst að minnast fregna af
því að kirkjugarðurinn í Hafnarfirði
er að fyllast en garðurinn átti að anna
eftirspurn eftir greftrun til ársins
2048 samkvæmt fyrstu áætlunum.
Þrátt fyrir þetta eru bálfarir ein-
ungis á milli 12 og 13 prósent allra út-
fara á landsvísu þó að á Reykjavík-
ursvæðinu sé hlutfallið að nálgast 20
prósent. Er þetta hlutfall mun minna
en gengur og gerist í nágrannaríkj-
um okkar og ef litið er til fjarlægari
og fjölmennari landa eru líkbrennsl-
ur víðast hvar í miklum meirihluta
útfara.
Oft er það svo að ættingjar látinna
eru sér ekki meðvitandi um vilja
þeirra í þessum efnum og hika jafn-
vel við að velja líkbrennslu umfram
hefðbundna jarðarför af þeim sökum.
Hins vegar geta þeir sem óska eftir
slíkri útför gert viðvart hjá Kirkju-
görðum Reykjavíkur þannig að þeg-
ar stundin rennur upp sé ósk viðkom-
andi um bálför þar á skrá.
x x x
Í TENGSLUM við áðurnefndagrein átti Víkverji viðtal við konu
sem hugðist láta brenna sig og hafði
látið nánustu ættingja vita um vilja
sinn í þeim efnum. Reyndar var það
dóttir konunnar sem benti Víkverja á
að tala við hana en þegar Víkverji
hringdi í hana og sagðist vera að
skrifa um bálfarir og að dóttir henn-
ar hefði bent á hana brást hún hin
versta við og skildi ekkert í því hvers
vegna stelpunni hefði þótt hún eiga
erindi í umfjöllunina.
Eftir nokkrar útskýringar skildi
Víkverji mætavel hörð viðbrögð kon-
unnar því í ljós kom að henni hafði
heyrst að Víkverji væri að skrifa um
bólfarir!
x x x
LAGAFRUMVARP sem gerir ráðfyrir að heimilt verði að dreifa
ösku látinna yfir haf og óbyggðir
bætir nýrri vídd í þessa umræðu en
mörgum hefur löngum fundist það
ókostur að hafa ekki haft tækifæri til
slíks. Einhverjir muna kannski eftir
hinstu ósk erlendrar konu en hluti
ösku hennar barst hingað til lands.
Hafði hana í lifandi lífi dreymt um að
ferðast um heiminn og vildi því að
ösku sinni yrði dreift í náttúrunni
víðsvegar um jörðina. Öskukornin
sem hingað komu rötuðu þó beint í
vígða mold þar sem lög heimiluðu
ekki annað en að jarðneskar leifar
væru greftraðar á slíkum vettvangi.
Þetta hefur Víkverja alltaf fundist
hálfsmásmugulegt enda er aska lát-
inna í eðli sínu eins og önnur aska og
því engin mengunarleg rök sem
mæla með svo ströngum reglum.
Þvert á móti getur það verið sálu-
hjálparatriði fyrir marga að fá að
hvíla á stöðum sem eru þeim kærir,
eins og t.d. á hálendinu eða á hafi úti.
Tapað/fundið
Gleraugu
töpuðust
KVENGLERAUGU í
gylltri umgjörð töpuðust
laugard. 6. apríl sl. senni-
lega við Leikbæ í Faxafeni,
á bílastæðinu eða á gang-
stéttinni. Finnandi vinsam-
legast hafi samb. í s. 699-
1185.
Dýrahald
Hefur einhver séð
Jakob?
JAKOB týndist frá Vífils-
götu 5 í R. 28. mars sl.
Hugsanlega er Jakob bú-
inn að tína hálsólinni. Hann
er gulbröndóttur á litinn.
Ef einhver hefur séð Jakob
látið þá vita í síma 899-
8559, Harpa.
Páfagaukur fannst
við Laugarásveg
GRÁR páfagaukur með
gult höfuð fannst við Laug-
arásveg föstudaginn 12.
apríl sl. Eigandi getur haft
samband í síma 553-4893
eða 862-6761.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
JÆJA, nú getum við op-
inberlega horft niður í
klof og muldrað: „Ha, ég
... þjóðarstolt?? Nei, ég er
bara Íslendingur.“ Menn-
ingararfurinn sjálfur er á
uppboði hjá Ebay í
Bandaríkjunum: http://
cgi.ebay.com/
ebaymotors/ws/eBay-
ISAPI.dll?ViewIt-
em&item=1818986250
Þetta er í annað sinn sem
við Íslendingar förum í
víking til Norður-
Ameríku og klúðrum svo
málunum, nema í þetta
sinn þá hirða frumbyggj-
arnir líka skipið. Það er
ekki líklegt að nokkur
annar Íslendingur leggi í
það að smíða víkingaskip
eftir það stapp sem Gunn-
ar Marel, smiður Íslend-
ings, er búinn að standa í
við að fjármagna þetta
skip. Nú er svo komið að
vegna fjárskorts þarf að
selja skipið til útlanda.
Við Íslendingar erum af
skipum komnir, af skip-
um mataðir og skipum
háðir með öll aðföng ... en
samt er metnaður þjóðar
á þessum stærsta þætti
sögu sinnar ekki meiri en
svo að við látum selja eina
víkingaskipið okkar í
burtu, á ebay.com. Vér
mótmælum allir! Hvað er
svona merkilegt við vík-
ingaskipin? Það vita allir
að á þeim bárumst við til
þessa lands, það vita það
hinsvegar ekki allir að
hámarkshraði þessara
skipa er ótrúlega nálægt
hámarkshraða hrað-
skreiðustu kjölbáta heims
í dag. Íslendingur gæti
tekið þátt í nútíma sigl-
ingakeppnum eins og
Sydney-Hobart keppninni
og átt góða sigurmögu-
leika. Það vita það heldur
ekki allir að vík-
ingaskipin voru smíðuð
þannig að kjölurinn
sveigðist með öldunum,
sem gerði það að verkum
að stórir bátar brotnuðu
ekki í miklum öldugangi.
Þetta leyndarmál
gleymdist eftir að vík-
ingaskipin hurfu og hefur
grandað mörgum stórum
nútíma skipum.
Það er hellingur í við-
bót sem fæstir vita um
víkingaskipin ... en ef en-
hverjir ættu að vita það,
þá eru það Íslendingar.
En þetta er bara kostn-
aður! Það er fátt sem út-
lendingum finnst merki-
legra um Ísland en
einmitt sagan okkar. Vík-
ingamenningin finnst
framandi þjóðum sér-
staklega heillandi. Ég á
marga útlenda vini sem
hafa rakið úr mér garn-
irnar um víkinga fram og
til baka. Það er eins og
þeir fái aldrei nóg. Hins-
vegar er það nú svo að
það er afskaplega fátt
sem minnir á víkinga þeg-
ar komið er til Íslands.
Væri ekki tilvalið að setja
þessar 150 milljónir, sem
nú eru að fara í að kynna
Ísland erlendis, í það að
bjóða fólki að koma til Ís-
lands og sjá gömlu vík-
ingamenninguna? Þar í
fararbroddi myndi vera
hið stolta víkingaskip
okkar, Íslendingur. Það
hefði miklu meiri áhrif á
meðal Lundúndabúa, sem
eru að fara í lestina, að
sjá vígreifan víking í
stafni víkingaskips með
fyrirsögn eins og „Hef-
urðu séð alvöru víking“
eða „Land hinna villtu“
en að sjá ungt par með
kokteil í glasi (en þannig
er landkynninguni ein-
mitt háttað núna, hluti af
þessum 150 milljónum).
Er ekki einhver til í að
hringja í þá Davíð og Ólaf
og minna þá á að hluti af
starfinu þeirra er að
varðveita menningararf-
inn? Bestu kveðjur,
Valberg Lárusson.
valberg@hi.is
Íslendingur á uppboði hjá Ebay
LÁRÉTT:
1 fúla, 4 heilbrigð, 7 tób-
aks, 8 brúkar, 9 nöldur,
11 líkamshlutinn, 13 karl-
fugl, 14 samgönguleið-
ina, 15 digur, 17 grannur,
20 frostskemmd, 22 hæð-
in, 23 þyrmum, 24 brýtur
í smátt, 25 rýja.
LÓÐRÉTT:
1 viðburðarás, 2 geisla-
dýrð, 3 svara, 4 fóstur í
dýri, 5 bumba, 6 skipu-
lag,10 missa marks, 12
þegar, 13 skinn, 15 á bux-
um, 16 gestagangur, 18
tignarmanns, 19 lang-
loka, 20 þvingar, 21
óþétt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kunngerir, 8 kosts, 9 reiði, 10 kið, 11 kargi, 13
innan, 15 hrátt, 18 flakk, 21 afl, 22 skarð, 23 orgar, 24
glaðsinna.
Lóðrétt: 2 ufsar, 3 níski, 4 eirði, 5 iðinn, 6 skák, 7 vinn,
12 gat, 14 nál, 15 hæsi,16 áfall, 17 taðið, 18 floti, 19 arg-
an, 20 korg.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Natcha kemur í dag. Jo
Elm og Arnomendi fara
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Wolthousen og Sava
Lake koma í dag.
Mannamót
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga á föstudögum kl
11. Kóræfingar hjá Vor-
boðum, kór eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum fimmtud.
kl. 17–19.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Á mánud.
Púttað í Bæjarútgerð kl.
10–11.30, félagsvist kl
13.30. Skoðunarfeð að
Kleifarvatni miðvikud.
17. apríl, lagt af stað frá
Hraunseli kl. 13. Kaffi í
Kænunni í lok ferðar.
Skráning í Hraunseli, s.
555 0142.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Þriðjud. kl.
13.30 spilað í Kirkju-
hvoli, vinnustofurnar
opnar, tréskurður, mál-
un, keramik og postulín.
Þriðjud. 23. apríl kl.
19.30 félagsvist í Kirkju-
hvoli. Uppskerudagar,
sýningar á tómstunda-
starfi vetrarins 22.–24.
apríl kl. 14–18. Fjöl-
breyttar sýningar og
skemmtidagskrá. Kaffi-
veitingar. Garðaberg, ný
félagsmiðstöð á Garða-
torgi, opið kl. 13–17.
Kaffiveitingar.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Heilsa
og hamingja í dag laug-
ard. kl. 13.30 í Ásgarði,
Glæisbæ. Á eftir hverju
erindi gefst tækifæri til
spurninga og umræðna.
Sunnud.: Félagsvist kl.
13. Dansleikur kl. 20
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánud.: Brids kl.
13. Danskennsla kl. 19
fyrir framhald og byrj-
endur kl. 20.30. Farin
verður skoðunarferð um
Reykjavík á vegum
Fræðslunefndar FEB
miðvikud. 17. apríl.
Ferðakynning á innan-
landsferðum félagsins í
sumar verður í Ásgarði
föstud. 19. apríl kl. 16.
Söguslóðir á Snæfells-
nesi og þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull, 3 daga
ferð 6.-8. maí. Skráning
hafin á skrifstofu FEB,
s. 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf,
Í dag myndlistarsýning
Braga Þórs Guðjóns-
sonar opin frá kl. 13–16.
Veitingar í „Kaffi
Bergi“. Sund og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug á vegum ÍTR
á mánu- og fimmtudög-
um kl. 9.30, umsjón
Brynjólfur Björnsson,
íþróttakennari. Boccia á
þriðjud. kl. 13 og á
föstud. kl. 9.30, gler-
málun á fimmtud. kl. 13.
Fimmtud. 20. apríl kl.
13. félagsvist í samstarfi
við Hólabrekkuskóla.
Allir velkomnir. Laug-
ard. 20. apríl kl. 16 tón-
leikar Gerðubergskórs-
ins í Fella- og
Hólakirkju. Nánar
kynnt síðar.
Vesturgata 7. Tísku-
sýning verður föstud.
19. apríl kl. 14. Sýndur
verður dömufatnaður í
vor- og sumarlínunni.
Að lokinni sýningu
verður dansað við laga-
val Sigvalda, kaffi-
veitingar, allir velkomn-
ir. Fimmtud. 18. apríl
kl. 10.30 verður fyr-
irbænastund.
Námskeið í mósaik
verður í júní, kennt
verður á miðvikudögum
fyrir og eftir hádegi.
Skráning í s. 562 7077.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
frá Gjábakka í Kópa-
vogi alla laugar-
dagsmorgna.
Krummakaffi kl. 9. Allir
velkomnir.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjud. kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla,
kl. 18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ, Síðu-
múla 3–5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánud. kl. 20 á
Sólvallagötu 12. Stuðst
er við 12 spora kerfi
AA-samtakanna.
Krabbameinsfélag
Hafnarfjarðar. Aðal-
fundurinn verður hald-
inn mánud. 15. apríl kl.
20 í Hásölum, Hafnar-
fjarðarkirkju v/Strand-
götu. Venjuleg
aðalfundarstörf. Erindi:
Halldór Blöndal, forseti
alþingis. Umræður og
fyrirspurnir. Kaffiveit-
ingar.
Krabbameinsfélag
Akraness og nágrennis
opnar þjónustuskrif-
stofu miðvikud. 17. apríl
á Kirkjubraut 40 (efstu
hæð) og verður opin
tvisvar í viku, á mánud.
kl. 10–16 og á miðvikud.
kl. 16–18. S. 431 5115
Akurnesingar og nær-
sveitamenn eru boðnir
velkomnir á opnunina
milli 16–18.
Kraftur, stuðningsfélag
ungs fólks sem greinst
hefur með krabbamein
og aðstandendur, aðal-
fundur verður haldinn í
húsi Krabbameinsfélags
Íslands, Skógarhlíð 8,
miðvikud. 17. apríl kl.
20. Venjuleg aðalfund-
arstörf. Kynnt verða
verkefni sem unnið er að
þessa dagana og fram-
tíðaráform.
Styrkur. Opið hús verð-
ur í Skógarhlíð 8
þriðjud. 16. apríl kl. 20.
Sigurður Böðvarsson,
krabbameinslæknir
ræðir um sortuæxli. All-
ir velkomnir.
Söngvinir, kór aldraðra
í Kópavogi, heldur vor-
konsert í Digra-
neskirkju laugard. kl.
17. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara í
Garðabæ. Félagsfundur
verður í Kirkjuhvoli
laugard. 20. apríl kl. 14.
Hjálmar Bárðarson
verður með myndasýn-
ingu frá Ísafjarðar-
sýslum. Oddur Friðrik
Helagason ættfræð-
ingur kynnir ættfræði-
forrit. Kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Félag eldri borgara á
Selfossi, Mörkinni 5,
Selfossi. Handverkssýn-
ing eldri borgara á Sel-
fossi verður í austur-
enda Hótel Selfoss,
13.–21. apríl kl. 14–18.
Sýningin hefst laugard.
13. apríl kl. 14. Vorfagn-
aður verður í Básnum
föstud. 10. maí kl. 13.30.
Ferðaáætlun sumarsins
kynnt. Veitingar, söng-
ur, fróðleikur og dans.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Sambandið ver
ágóðanum af þessu til
boðunar- og hjálpar-
verkefna í Eþíópíu og
Kenýu. Móttaka í húsi
KFUM&K, Holtavegi
28, Rvík og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Svifflugfélag Íslands.
Þriðjud. 16. apríl verður
haldinn félagsfundur á
Sandskeiði sem hefst kl.
20.30. Guðmundur Haf-
steinsson veður-
fræðingur heldur fyr-
irlestur um veðurfræði
Kaffiveitingar. Allir vel-
komir.
Húsmæðraorlof Gull-
bringu- og Kjósarsýslu
býður upp á ferð til
Kaupmannahafnar 30.
maí til 2. júní. Upplýs-
ingar veita Svanhvít, s.
565 3708, s. Ina, s.
421 2876, Guðrún, s.
426 8217, Valíd, s.
566 6635, Guðrún, s.
422 7174.
Átthagafélag Stranda-
manna heldur vorball
laugard. 13. apríl í
Breiðfirðingabúð við
Faxafen. Hljómsveitin
Upplyfting leikur fyrir
dansi. Húsið opnað kl.
22.
Í dag er laugardagur 13. apríl, 103.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Fagnið á þeim degi og leikið af gleði,
því laun yðar eru mikil á himni, og á
sama veg fóru feður þeirra með
spámennina.
(Lúk. 6, 22.)