Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÍÞRÓTTAÞÁTTTAKAN hef- ur hjálpað mér að keyra mig áfram inn í það sem ég er í dag. Ég hef alltaf hugsað um að halda áfram og ekki leitt hug- ann að því hve mikið ég meidd- ist, hef kannski keyrt mig um of áfram og látið gamla keppn- isskapið ráða heldur mikið en maður er ekkert fyrir það að væla,“ sagði Hjalti Sigurðsson rafvirki sem lenti í alvarlegu slysi 22. ágúst í fyrra. Hann féll út stiga af annarri hæði í nýju atvinnuhúsnæði sem hann var þá að koma upp. Hjalti var í gjörgæslu í 10 daga og man fyrst eftir sér á 11. degi. Á 12 degi var hann flutt- ur á sjúkrahúsið á Selfossi. Hjalti var einn í húsinu þegar hann varð fyrir slysinu og lá á gólfinu í blóðpolli þegar komið var að honum. Þeir sem komu að Hjalta gerðu sér grein fyrir að um mjög alvarlegt slys var að ræða og hann var fluttur með al- gjörum forgangi í sjúkrabíl til Reykjavíkur, á undan sjúkrabíln- um fór lögreglubílli til þess að „ryðja“ brautina. Hjalti höfuð- kúpubrotnaði og fékk áverka í kringum hálsinn ásamt því að fá mar á heila. Hvet fólk til að stunda íþróttir „Ég var mjög sáttur við að koma á Selfoss og vera innan um fólkið á sjúkrahúsinu og spjalla við það, sjúklinga og starfsfólk en ástand mitt var nú þannig þá að ég veit ekkert hvað ég var að tala um á þessum tíma. Maður bara hélt áfram og annað komst ekki að, sagði Hjalti, en sex mánuðum síðar var hann farinn að vinna í hálfu stafi á rafvélaverkstæði sínu. „Læknirinn sagði mér að ég væri með sterkan skrokk og hefði greinilega stundað íþróttir en það tæki mig árið að komast í form en ég er ákafamaður eins og þeir vita sem mig þekkja og vildi drífa mig áfram og ná mér á tveimur mán- uðum en það tekur allt sinn tíma og auðvitað þurfti ég lengri tíma en það. Eftir þessa lífsreyslu áttar maður sig á því hvað starfsfólk sjúkrahúsanna vinnur fórnfúst og óeigingjarnt starf. Ég held að ég hafi fengið þessa drift úr íþróttunum og tel að þær hafi komið að gagni í þessum hremmingum mínum. Ég hvet þess vegna fólk til þess að halda áfram íþróttaiðkun og útivist þótt það hætti keppni, það viðheldur and- legum og líkamlegum krafti og maður veit aldrei hvenær maður þarf á þessum aukakrafti að halda. Ég er líka viss um að þegar ég datt þá hafi ósjálfráð viðbrögð, frá því maður var í marki eða í körfu- bolta, komið í veg fyrir að ég meiddist meira en ég keppti í knattspyrnu, körfubolta og badminton á mínum yngri arum ásamt því að skokka hin síðari ár. Fannst afi standa vaktina Fjölskylda mín, vinir og kunn- ingjar stóðu sig mjög vel og vökt- uðu mig mjög vel og leiddu mig áfram með hvatningu og komu í veg fyrir að ég færi offfari í að halda áfram. Það komu ótrúlega margir til mín á spítalann og þó ég vissi ekkert af því þá er ég viss um að það hjálpaði mér og það gefur mér mikið að vita að þetta fólk kom til mín, sagði Hjalti. Hann sagði einnig frá óvenju- legum orðum sínum þegar hann var fluttur frá gjörgæsludeild- inni inn á venjulega stofu á spít- alanum. Á leiðinni spurði hann um afa sinn Hildiþór Loftsson sem var kaupmaður á Selfossi. Kona hans svaraði og sagði að afi hans væri nú dáinn fyrir fimm árum en Hjalti svaraði. „Ég held nú ekki hann er búinn að vera hérna hjá mér og það var indíáni með honum.“ Þetta sagði Hjalti og var grjótharður á því að svo hefði verið. Honum finnst þetta sýna að það sé margt til sem erfitt sé að út- skýra og finnst hann hafi verið vaktaður. Maður hugsar öðruvísi núna Ég held að ég sé eins og fjöldi annarra að hugsa sem svo að ekkert komi fyrir mig og hef reyndar verið lánsamur með það, slys hafa verið fjarlæg. Nú hugsa ég öðruvísi um slysin en áður, þau eru nær manni núna. Svo hugsar maður auðvitað öðruvísi eftir svona atvik, verður jákvæðari og tekur ekki harða afstöðu. Fjöl- skyldan er mikilvægasti hlekk- urinn og manni verður það ljóst að það er nauðsynlegt að rækta sam- bandið vel við sína nánustu, þeir eru það dýrmætasta sem maður á. Ragnheiður Högnadóttir eig- inkona mín stóð við hliðina á mér eins og klettur allan tímann og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda sem var auðvitað ómetanlegt og lykilatriði í að efla með mér kraft. Maður leiðir hugann að því að það hefði getað farið verr og að þeir séu til sem hafa lent í verri áföllum en ég. Þegar ég fæ höf- uðverk þá hugsa ég svona og verk- irnir hverfa. Það er um að gera að finna jákvæða hlið á öllum málum og hugsa út frá því,“ sagði Hjalti Sigurðsson rafvirki á Selfossi sem nú rekur rafvélaverkstæði sitt í nýju húsnæði. Hjalti Sigurðsson lenti í alvarlegu slysi fyrir tæplega ári Krafturinn úr íþróttunum hefur komið að miklu gagni Hjalti Sigurðsson rafvirki á rafvélaverk- stæði sínu á Selfossi. Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jónss. GLEÐI ríkti á Heilsustofnun NLFÍ, þegar fyrstu skóflu- stungurnar að nýju baðhúsi voru teknar í vikunni. Margt gesta var komið til að samfagna þess- um nýja áfanga í sögu stofnun- arinnar og voru þar m.a. Guðni Ágústsson landbúnarráðherra og Ísólfur Gylfi Pálmason þing- maður. Til að tryggja að verkið takist vel urðu skóflustungurnar þrjár í stað einnar eins og alsiða er, eins og Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri stofnunar- innar sagði í upphafi máls síns. Ásta Jónasdóttir, 91 árs göm- ul og eina eftirlifandi barn Jón- asar Kristjánssonar læknis og eiginkonu hans, Hansínu Bene- diktsdóttur, tók fyrstu skóflu- stunguna. Jón Guðmundsson trésmíðameistari, einnig 91 árs, tók aðra skóflustunguna. Jón starfaði við stofnunina í rúma fjóra áratugi og var 83 ára þegar hann lét af störfum. Jón hafði yfirumsjón með smíði flestra eldri húsanna, sem eru á lóð- inni. Þriðju og síðustu skóflustunguna tók Guðmundur trésmíðameistari, sonur Jóns, sem fetaði í fótspor föður síns og hefur unnið við Heilsustofn- unina í 37 ár. Guðmundur hefur haft umsjón með smíði þeirra húsa sem reist hafa verið frá árinu 1978. Um þessar mundir eru 42 ár liðin frá því að brautryðjandinn og stofn- andinn Jónas Kristjánsson læknir lést. Heilsustofnun NLFÍ hefur nú verið starfrækt í tæp 47 ár. Þangað hafa þreyttir og sjúkir leitað sér lækninga og heilsubótar. Nýtt baðhús mun breyta aðstöðu til mikilla muna og auka gildi stofnunarinnar. Þegar skóflustungurnar höfðu ver- ið teknar, var gestum boðið upp á veitingar í borðsalnum og þar gerði forseti NLFÍ og formaður rekstrar- stjórnar, Gunnlaugur K. Jónsson, grein fyrir byggingaframkvæmdum og áætlunum. Stefnt er að því að nýja baðhúsið verði tilbúið eftir rúmt ár og ef fjármögnun tekst verður hafist handa við byggingu nýrrar her- bergjaálmu á næstunni. Þrjár skóflu- stungur að nýju baðhúsi Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri ásamt Guðmundi Jónssyni, Ástu Jón- asdóttur og Jóni Guðmundssyni. Hveragerði HJÓNIN Ingibjörg Sigmundsdóttir og Hreinn Kristófersson sem reka Garðyrkjustöð Ingibjargar keyptu nýja vél á dögunum. Um er að ræða prikklvél, sem tekur við af manns- höndinni að miklu leyti. Orðið prikkl er notað yfir það, þegar plönturnar eru komnar svolítið upp úr moldinni og þurfa aukið vaxtarrými. Jóhann Ísleifsson garðyrkjumað- ur í Hveragerði hefur einnig fest kaup á samskonar vél og munu það vera fyrstu vélar sinnar tegundar hérlendis. Svipaðar vélar hafa verið notaðar víðs vegar um heiminn, en hafa verið svo stórar að þær hafa ekki hentað hér á landi, þar sem garðyrkjustöðvarnar eru tiltölulega litlar á mælikvarða hins stóra heims. Þau Ingibjörg og Hreinn sáu þessa vél á sýningu í Hollandi og ákváðu að prófa hana í sinni stöð. Afköstin eru mikil, því vélin getur prikklað 2.500 plöntum á klukku- tíma. Fólk prikklar að meðaltali 4– 5.000 plöntum á dag. Þessi vél er bresk og segja þau Ingibjörg og Hreinn að til að byrja með ætli þau aðallega að nota hana til að prikkla stjúpunni, en stjúpan er alltaf jafn vinsæl og er um 60% af sumar- blómaframleiðslunni. Tíminn verður svo að leiða í ljós hversu miklu meira vélin nýtist og hvaða plöntum hún hentar best. Nú eru starfsmenn stöðvarinnar 11 en á sumrin eru þeir í kringum 20. Að- spurð um álagstíma segir Ingibjörg að þau skipuleggi ræktunina á árs- grunni. Þegar sumarblómin eru tilbúin tekur jólastjarnan við og þegar hennar tími er kominn er röð- in komin að páskaliljum og túlipön- um. Það er vinna allt árið í garð- yrkjunni, ekki eingöngu á vorin og sumrin. Nýjung í garð- yrkju Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Ingibjörg Sigmundsdóttir og Hreinn Kristófersson við prikklvélina. Hveragerði „ÉG hef unnið við þetta í aukavinnu hingað til en núna ætla ég að taka þetta með átaki og vinna við þessi hús sem eftir eru yfir daginn,“ sagði Árni Steinarsson, 19 ára, sem býður til sölu lítil sumarhús og hefur stillt einu upp við Eyraveginn á Selfossi, í alfaraleið, en Árni er á samningi í húsasmíði. „Maður er auðvitað að þessu til þess að hafa aura og vinnu. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og er búinn að selja einn bústað og á eftir níu til viðbótar. Þetta virðist vinsælt, fólk tekur húsin og notar sem gestahús við sumarbústaði eða sem geymslu í garðinum heima hjá sér. Svo nefna sumir að þetta séu góð pönnukökuhús í garðinn og eiga þá við að þeir ætli að nota húsið sem samverustað fjöl- skyldunnar,“ sagði Árni. Árni Steinarsson, 19 ára, á Selfossi Morgunblaðið/Sig. Jónss. Árni Steinarsson við eitt af sumarhúsunum sem hann hefur sett saman. Setur saman og selur lítil sumarhús Selfoss EYJÓLFUR Stur- laugsson, skólastjóri grunnskóla Siglufjarð- ar, hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra sam- einaðs grunnskóla Sel- foss. Fjórir umsækjendur sóttu um stöðuna og voru tveir taldir upp- fylla skilyrði til að gegna henni, Eyjólfur og Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri og kennari á Selfossi. Ráð- gjafarhópur um stöðu- veitinguna mælti með ráðningu Eyjólfs og tóku skólanefnd og fræðslustjóri undir þá niðurstöðu og sam- þykkti bæjarráð að hann yrði ráðinn í stöð- una. Ráðinn skólastjóri Eyjólfur Sturlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.