Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 69
andi lönd um heim allan. Þeir eru alveg ótrúlega glöggir þessir menn. Eitt sinn kom það fyrir að við sendum þeim tillögu að kvenmanns- rödd. Og viðbrögðin komu um hæl: „Heyrðu, hún er aðeins of feit.“ Og það merkilega var að það var alveg hárrétt hjá þeim – konan var alltof feit! Þannig eru til bæði feitar raddir og mjóar. En þessar kröfur þeirra eru það sem gerir starfið skemmti- legt og mikil áskorun að reyna að uppfylla þær.“ Örn: „Það er óneitanlega hvetjandi að fá klapp á bakið frá stórveldi á borð við Walt Disney.“ Ferskar raddir Það er ljóst að við erum orðin vön ákveðnum röddum og gefum okkur ýmsa hluti sem eiga kannski ekki al- veg við rök að styðjast í þeim efnum. Veltum fyrir okkur hverjir eigi radd- irnar og látum á stundum blekkjast. Þannig velti blaðamaður lengi fyrir sér hvaða kornungi drengur talaði af FYRSTA skýringin semkemur upp í hugann á þvíhvers vegna íslensk tal-setning þykir með því besta sem gerist í heiminum – og kannski sú augljósasta – er sú að að henni standa jafnan nokkrir af hæf- ustu leikurum og tæknimönnum þjóðarinnar. Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason hafa verið helstu forkólfar í Lótus-Hljóðsetningu, einu afkastamesta fyrirtæki landsins á þessu sviði síðastliðin ár, fyrirtækis sem sérhæfir sig í talsetningu á barnaefni jafnt fyrir sjónvarp, mynd- bönd og kvikmyndir. Nýjasta verkefni Lótus- Hljóðsetningar er talsetning á tölvu- teiknimyndinni um snillinginn unga hann Jimmy Neutron sem frumsýnd er um helgina og sem oft áður hefur fyrirtækið hlotið lof fyrir frá ann- ars sérdeilis kröfuhörðum erlend- um framleiðendum. Leik- stjóri talsetningarinnar er leikarinn Jakob Þór Einarsson og upptökustjóri Gunnar Árna- son en þeir er báðir í hópi okkar helstu talsetningarsérfræðinga og hafa haft yfirumsjón með talsetningu á barnaefnið og hefur stýrt talsetn- ingu á fjölmörgum kvikmyndum. Þeir Sigurður, Örn og Jakob segja skýringuna á gæðum íslensku tal- setningarinnar samspil nokkurra þátta. Auðvitað sé sú helsta hversu mikið af hæfileikaríku fólki fáist til starfsins en einnig vegi mjög þungt þær ströngu kröfur sem erlendu framleiðendurnir gera jafnan. Prinsaröddin En hvernig er svo vinnuferlið frá því mynd með erlendu tali berstu uns hún er farin að tala á íslenku? Leik- stjórinn og upptökustjóri byrja nátt- úrlega á því að gaumgæfa myndina, kynna sér persónur og þau fyrirmæli sem gefin eru þeim tengd. Og svo hefst leitin að réttu röddunum. Þær eru margar raddirnar sem farnar eru að hljóma kunnuglegar en aðrar þegar horft er á talsett efni og svo virðist sem að eftir íslenskri talsetn- ingarhefð varð til þá hafi myndast hópur af listamönnum sem segja má að séu orðnir sérfræðingar í talsetn- ingu. En er það svo; eru það oftast nær sömu einstaklingarnir meira og minna sem fá vinnu við að ljá teikni- myndafígúrunum íslenska rödd? Örn: „Það hefur komið í ljós, allavega hvað snýr að Disney og viðlíka ris- um, að það eru 24 raddir sem eru mest notaðar. Raddir sem falla best að séstökum smekk þeirra og upp- fylla ströngustu kröfur. Við rekum okkur stundum á að finnast einhver rödd svínvirka sem Kaninn hafnar síðan alfarið, vegna þess að viðkom- andi rödd er hreinlega ekki að hans skapi. Hann hefur mjög ákveðinn og vel ígrundaðan smekk.“ Sigurður: „Þetta virkar þannig hvað stóru kvikmyndirnar varðar að við sendum út 3–4 prufur, sem við höfum lagt blessun okkar yfir, fyrir hverja rödd. Þegar við leitum að röddum þá reynum við náttúrlega að fara sem víðast.“ Örn: „Já við sendum út al- veg helling af pruf- svo miklu öryggi fyrir aðalpersónuna Jimmy og sló sér því á læri og varð aldeilis hlessa þegar honum var tjáð að það var í raun stúlka sem talaði fyrir hann, Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir sem nú býr og starfar í Tor- onto í Kanada. Þá rifjaðist nátt- úrlega upp að þetta er ekkert einsdæmi því Nancy nokkur Cart- wright talar fyrir einhvern vinsæl- asta teiknimyndastrák í sögunni, nefnilega Bart Simpson. Jakob: „Þegar við héldum radd- prufur fyrir þessa mynd Jimmy, var það meðvituð ákvörðun hjá okkur að fara út fyrir þennan hefðbundna hóp, nota aðrar raddir en þær allra kunn- uglegustu. Og mér finnst bara hafa lukkast býsna vel. Þannig tóku nokkrir þátt í talsetningunni sem aldrei höfðu gert slíkt áður og því nýjar raddir að finna í myndinni sem hefur vissulega í för með sér ákveð- inn ferskleika.“ Þótt Bragi Þór Hinriksson kvik- myndagerðarmaður sé síður en svo einhver nýgræðingur þegar kemur að talsetningu þá er hann gott dæmi um einhvern sem kemur svo að segja alveg óvart til leiks, hefur enga leik- listarmenntun eða reynslu af því að koma fram. Hæfileiki hans liggur er því fyrst og fremst að vera talsetjari. Og sem slíkur þykir hann vera kom- inn í hóp með þeim betri hér á landi, sem sannast í Jimmy Neutron þar sem hann fer á kostum í hlutverki Obba kóngs, æðsta valdahafa hinna grimmu eggjageimvera. En hvernig álpast einhver sem ekki er leikari í að verða talsetjari? Bragi: „Þetta byrjaði allt með því að ég var eitthvað að sniglast í kring, að starfa við upptökurnar, þegar vant- aði einhverja til uppfyllingar fyrir einhver hópatriði, eins og gengur. Ég var kallaður til og gerði ein- hverjar kúnstir sem virðast hafa virkað.“ Jakob: „Við sáum það fljótt að Bragi býr yfir miklum hæfileikum og að við gætum haft frekari not fyrir hann sem við höfum haft. Hann stendur sig að mínu mati sérlega vel í Jimmy, t.d. Það kemur þannig stundum fyrir að leita þarf út fyrir leikarahópinn að réttu röddunum. Bragi var einhver sem við þekktum fyrir en stundum þurfum við hreinlega að auglýsa, eins og t.d. þegar við leituðum að Andrési Önd. Það höfðu á annað hundrað manns samband, margir mætti í pruf, nokkrir þreyttu þær í gegnum síma en á endanum völdum þeir hjá Disney menntaskólastrák á Laugarvatni, Hreiðar Inga Þor- steinsson, sem talar enn fyrir Andrés en hefur síðan getið sér gott orð sem tónlistarmaður (samdi m.a. flest lög- in á plötu Páls Óskars og Moniku sem kom út fyrir síðustu jól).“ Réttar raddir Ef fleiri en leikarar geta orðið góð- ir talsetjarar hvað er það þá ná- kvæmlega sem góður talsetjari þarf til brunns að bera? Jakob: „Það er margt. Hann þarf að vera músíkalskur, rytmískur. Tíma- setningar skipta máli. Annars ætti Örn að geta skýrt það best því hann er sá besti.“ Örn: „Ja, maður þarf að vera meðvit- aður um að nota réttu áherslurnar og þá í samræmi við myndina og vara- hreyfingarnar. Það verður stundum að laga íslensku áhersluna og setn- ingarröðina að þeirri ensku – í flest- um tilvikum – til að það passi saman. Þar skiptir þýðingin miklu máli. Þýð- andinn verður að skilja út á hvað tal- setningin gengur.“ Sigurður: „Við notum upprunalega talið, sem oftast er enskan, til við- miðunar, bæði hvað varðar tímasetn- ingar og líka hvernig leikstíllinn er. Markmiðið er samt ekki að herma sem best eftir fyrirmyndinni heldur að ná sama karakternum. Þar getur talsetjari gefið heilmikið af sér. Laddi er gott dæmi um þetta og hlut- verk hans sem andinn í Aladdín. Hann býr yfir viðlíka eiginleikum og Robin Williams og gat því búið til sína útgáfu af andanum.“ Leitin að réttu röddunum Íslensk talsetning á teiknimyndum hefur ítrekað verið lofuð af kröfuhörðum erlend- um framleiðendum – nú síðast vegna tölvu- teiknimyndarinnar Jimmy Neutron sem frumsýnd er nú um helgina. Skarphéðni Guðmundssyni lék forvitni á að vita hvernig finna ætti réttu raddirnar. Morgunblaðið/Golli Sigurður og Örn geifla sig í framan við talsetningu á Jimmy. skarpi@mbl.is Bragi Þór Hinriksson, sem talar fyrir Úbba kóng, er orðinn eft- irsóttir talsetjari. Jakob Þór Einarsson hefur leikstýrt ófáum fígúrunum í gegnum árum. Jimmy Neutron kann líka að tala íslensku. um en oftar en ekki þá kjósa þeir sömu talsetjarana og léð hafa fyrri myndum þeirra raddir sínar, ein- hverja sem klárlega eru að þeirra skapi. Svo ég taki þá hjá Disney aft- ur sem dæmi þá vinna þeir eftir ákveðnum stöðlum. Eins og t.d. Felix Bergsson, hann er með prinsarödd að þeirra mati, alveg sama í hverju það þarf að vera.“ Jakob: „Já, hann er alveg með þessa rödd góðu gæjanna á hreinu.“ Feitar raddir og mjóar Þannig eru þessir stóru teikni- myndaframleiðendur orðnir nokkuð vel kunnugir þeim allra atkvæða- mestu í talsetningunni hér og eiga til að stinga upp á þeim í ákveðin hlut- verk að fyrra bragði. Jakob: „Eitt sinn þegar við vorum búnir að prófa heilan helling af liði þá fengum við ábendingu að utan: „Eru þið búnir að prófa Þórhall Sigurðs- son?“.“ Sigurður: „Það merkilega er að þessi sami maður er ekki bara með Ísland á sínum herðum, heldur fleiri fram- FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.