Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 51 andartaks tif augnablik eitt og lífið það er hérna það er núna – því á morgun er það annað og breytt (Egill Ólafsson.) Við minnumst elskulegrar frænku okkar með hlýju og söknuði. Enn og aftur er okkur sýnt hversu mikilvæg stundin hér og nú er og hversu mik- ilvægt er að nýta hana. Ég ætla, ég vildi, ég skal … orð sem þessi hafa litla merkingu nú. Hvers vegna héldum við að þú yrðir alltaf með okkur. Sennilega vegna þess hversu vel þú barst veikindi þín. Þú varst of dugleg, kvartaðir aldrei, gerðir góðlátlegt grín að veikindum þínum, sama hversu mikið á þig var lagt. Þú varst merki þess hugrakka og þannig verður þín alla tíð minnst, alltaf. Fjölskylda þín hefur fylgt þér í veikindum þínum á aðdáunarverðan hátt. Tómleiki og sorg verður hluti af þeirra lífi næstu vikur, mánuði og ár. Megi góður guð veita þeim styrk á komandi tímum til að aðlagast lífinu og tilverunni án þín. Erla, Arnar, Freyr og fjölskyldur. Það er mikil gæfa í því fólgin að vera kennari, ekki síst vegna þess að á hverju hausti kynnist maður stórum hópi af eftirminnilegum nem- endum. Veturinn 1994–5 fékk ég sem umsjónarbekk í Menntaskólanum á Akureyri 1. bekk D. Í minningunni er þetta sérlega glaðvær og skemmtilegur bekkur sem brallaði margt og færði mér í lok skólaársins tvo gullfiska að gjöf. Einn af þessum lífsglöðu nemendum var Lilja Krist- ín. Mér finnst sem hún hafi alltaf ver- ið brosandi og stráð gleði í kringum sig. Hún tók vel öllu sem hún átti að gera í náminu og vildi gera sitt besta og því átti ég ekki síður eftir að kynn- ast þegar ég kenndi henni í efri bekkjum, í hinum fjörmikla 3. og síð- ar 4. G. Það er mikill harmur að þurfa að horfa á eftir svo ungri konu, aðeins fjórum árum eftir að hún setti upp stúdentshúfuna 17. júní 1998. Ég votta allri fjölskyldu hennar og vinum samúð mína og þakka fyrir að hafa haft Lilju sem nemanda minn í MA í þrjú ár. Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir. Elsku Lilja mín. Það er svo erfitt að trúa því og sárt að horfast í augu við að þú sért dáin. Við vorum tíu ára þegar ég kom fyrst í bekkinn, en ég staldraði stutt við því fimm árum seinna flutti ég suður og við þá orðnar svo góðar vin- konur. Við héldum þó alltaf sambandi, heimsóttum hvor aðra á sumrin og um páska og áttum frábærar stundir saman. Eyddum einum mánuði sam- an á lestarferðalagi um Evrópu sem var hreint frábært. Daginn sem þú útskrifaðist úr MA, var ég yfir mig stolt, því þú varst svo flott í rauða kjólnum þínum orðin stúdent, þetta var yndislegur dagur og við hlógum mikið eftir á þegar við skoðuðum myndir frá veislunni og rifjuðum upp daginn. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig, við gátum hlegið endalaust enda varst þú svo frábær vinkona. Svo sumarið þegar við feng- um þá hugdettu að skella okkur til Spánar til þess að læra málið. Og þar bjuggum við í tæpa tvo mánuði. Það var frábært að búa með þér, við lentum í svo miklum hrakföllum og hlógum svo mikið. Þetta ásamt mörgum öðrum minningum um þig mun ég ætíð geyma í hjarta mínu því þér gleymi ég aldrei. Elsku Jónas, Sigrún, Sóley og Hanna Rós, hugur minn er með ykk- ur á þessum erfiðum tímum. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Anna vinkona. Elsku Lilja mín, ég á bágt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Við stelpurnar höfum átt svo margar góðar og eftirminnilegar stundir saman og þó þeim fækkaði með ár- unum þá héldum við uppi þeim sið að hittast einu sinni á ári og borða sam- an. Þær stundir voru okkur öllum mikilvægar og mun ég minnast þeirra með miklum hlýhug. Ég minnist þess eins og það hafi gerst í gær þegar ég hitti þig fyrst er þú mættir á þína fyrstu knattspyrnu- æfingu hjá Íþróttabandalagi Akur- eyrar, þar sem ég var að æfa. Þér fannst þessi íþrótt aldrei neitt sér- staklega áhugaverð en þrátt fyrir það tókst þú þátt í henni af heilum hug og tókst miklum framförum á stuttum tíma. Ég saknaði þín á æf- ingum eftir að þú hættir því mér fannst svo gaman að sjá hvað þú lagðir þig virkilega fram. Þú varst alltaf svo hress og kát og á margan hátt ólík hinum stelpunum og einmitt þess vegna fannst mér svo gaman að hafa þig nálægt mér. Þú varst alltaf svo hreinskilin, fyndin og með skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Ég minnist sérstaklega vetrarins 1994–1995 því þá eyddum við miklum tíma saman og var þetta einn skemmtilegasti vetur unglingsára minna. Þennan vetur vorum við dug- legar að stunda skíðaíþróttina, fór- um reglulega í Sjallann, gengum áleiðis á Súlur og gerðum margt fleira okkur til gamans. Þú varst mjög góð skíðakona og áttum við margar góðar stundir í Hlíðarfjalli á Akureyri. Það var mikið áfall fyrir mig að heyra um veikindi þín. Ég hugsaði aldrei út í það að neitt svona kæmi fyrir mína vini, ástvini eða ættingja. Þú háðir hetjulega baráttu, varst svo sterk og lífsglöð þrátt fyrir allt mót- lætið. Ég þorði aldrei að hugsa um það að veikindi þín myndu enda á þennan hátt. Ég sem átti eftir að eyða svo mörgum stundum með þér og stelpunum á spjalli um jákvæðar hliðar lífsins. Ég hitti þig í hinsta sinn þar sem þú sast í bíl með Sóleyju systur þinni við kirkjutröppur Akureyrarkirkju. Ég hefði aldrei trúað því að það væri síðasta stund mín með þér að sinni. Mér finnst sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig almennillega. Elsku vinkona, ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Megir þú hvíla í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri Jónas, Sigrún, Sóley, Hanna Rós og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að vera með ykkur í þessari miklu sorg. Ragnheiður Pálsdóttir. Ég vil minnast vinkonu minnar, Lilju Kristínar Jónasdóttur. Lilju kynntist ég í gegnum sam- eiginlega vinkonu en það var ekki fyrr en hún kom í Menntaskólann á Akureyri að við urðum góðar vinkon- ur, en þar var ég ári á undan henni. Í menntaskólanum var hún í góðum og samheldnum bekk þar sem bekkjar- partýin voru mörg og fjörleg og voru þessi ár henni mjög minnisstæð. Eftir menntaskólann fluttist Lilja til Reykjavíkur og var þar í nokkurn tíma og misstum við þá nokkuð sam- band en ég heyrði alltaf annað slagið í henni og var hljóðið alltaf gott. Lilja var nefnilega þannig að hún var alltaf svo jákvæð og áhyggjulaus, lífið lá einhvern veginn alltaf svo vel fyrir henni og naut hún hvers tíma mjög vel. Þegar Lilja ákvað svo haustið 1999 að fara til Spánar í spænskunám með vinkonu sinni, þá öfundaði ég hana. Þarna ætluðu þær vinkonurnar bara að skella sér til Spánar og ekki einu sinni búnar að fá sér gistipláss eða neitt slíkt, það átti að vera aðalævin- týrið, bara að redda sér... þetta fannst mér alveg magnað. Lilja var ekki búin að vera nema í stuttan tíma úti á Spáni þegar í ljós kom að hún var með krabbamein í fæti og fór hún tafarlaust heim og inn á sjúkrahús. Næstu tvö árin voru henni mjög erfið og gekk mikið á, en ég dáðist svo mikið að henni, hvernig hún barðist hetjulega við þennan ill- víga sjúkdóm og hvernig henni tókst að vera svona sterk út á við. Þegar ég heimsótti hana eða talaði við hana, þá var hún alltaf svo hress og reyndi að bera sig vel, þótt hún væri kannski mjög veik eða liði illa. Á meðan á öllu þessu stóð var Lilja í námi við Há- skóla Íslands. Var heimilið hennar í Reykjavík svo fallegt og var hún svo stolt af því, enda leið henni vel þar með systur sinni. Lilja var yndisleg manneskja, hún var hreinskilin, heiðarleg og góð vin- kona sem ég mun sakna mjög mikið og mun aldrei gleyma. Elsku Sigrún, Jónas, Sóley og Hanna Rós, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sætt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný Ég þakka ykkur þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þorbjörg Jóhannsdóttir. 2 3     ( $  4 $  (     $ 4!     !$  !  7.:AB )  " -$% "   CC  !" #$     ( && (      &&-(  ",&(    ",& & 2& 2 3   (   4$  &         $  4!     !$ !$   )*;.;  % -$%1=  !" #$ 3 %&((  ./ $% '   % (  7&$ 2& (  % (  4 & 45 &2 & / 4 & 5# $  # $  ::7; :;))7+ +          "   ! &   .          %  3  6  /**   !    45 && "            $        7+; /! # &(4&( ,  /                -  /** 7           &   #3   &- % 32   (  ;% & (  "5  & 2& &4"5 & (  D %   &&2&   & 2& D" $ (  && & 2& &( %"&(  "5/&& (  7&  & !2&  ( & 2&   7 $(  !&"   2& %&6: %#$(  2  3     4 $         # $  $  E:;7 ; 5/ 8%& $/5% 0  3      $  4  #        + / 7 &2& '  + /(  ; + /2& $ + /(  "5  + /(   $% 32  (   &%&((  5%# ' & 2& !&" %&((   / &&  2& $&%&((  ' & 7- &&2& +   # $  #  $   7;D?*) ; +  / , &&  $% -  D2- % F  /2     0 $     &  -  .-*   2//$  " & (  ' & 3 4 2& '   "5  " & (   % 7&   2& ?#   " & 2& % &' (  &  & (  &  " & 2& ' $ ;&&   $(   &&   &  " & (  A,%& 2& &4"5 ;&&  " & (  + %&(2& ; &- %  &4"5  " & (  "5 & %    $2& 4 & 45 &24 & 4 & 45 &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.