Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Einarssonfæddist 16. maí 1929 á Sperðli í V-Landeyjum í Rang- árvallasýslu. Hann lést á heimili sínu, Strönd í V-Landeyj- um, 25. mars sl. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir, húsmóðir á Sperðli, f. 26. jan- úar 1889 í Króktúni í Hvolhreppi, d. 4. október 1980, og Ein- ar Einarsson, bóndi á Sperðli, f. 2. nóvem- ber 1887 á Krossi, A-Landeyjum, d. 8. nóvember 1967. Systkini Jóns eru: Kjartan, húsasm.meistari á Hvolsvelli, f. 22. maí 1923, d. 31. desember 1961, kvæntur Katrínu Aðalbjörnsdóttur, f. 17. ágúst 1922, d. 10. júlí 1986, og áttu þau tvö börn; Helgi, múrarameistari á Hvolsvelli, f. 31. júlí 1926, d. 20. júní 1998, kvæntur Guðrúnu Að- albjörnsdóttur, f. 10. febrúar 1928, og eignuðust þau fjögur börn; Anna Elín, húsmóðir í Garðabæ, f. 10. júlí 1931, gift Sig- urði Haukdal, f. 14. desember 1930 og eiga þau þrjú börn. Jón kvæntist 16. desember 1962 Helgu Magnúsdóttur, f. 1. maí 1944, en þau slitu samvistir. Sonur þeirra var Kjartan, f. 19. september 1964, d. 3. október 1991. Jón ólst upp á Sperðli, stundaði farskólanám og starfaði við búskap með foreldrum sín- um þar til hann tók við búi þeirra árið 1964. Bjó hann þar til ársins 1974 er hann seldi jörðina. Eftir það stundaði hann ýmis störf. Hann var m.a. á vertíðum í Þor- lákshöfn, vann í sláturhúsum, stundaði hefðbundin landbúnað- arstörf á sveitabæjum í V-Land- eyjum ásamt byggingarvinnu o.fl. Hann flutti að Skipagerði í V-Landeyjum árið 1976 og átti þar lögheimili síðan. Árið 1996 flutti hann að Strönd í sama hreppi og bjó þar til dánardags. Jón hafði yndi af tónlist og þá aðallega söng sem hann tók þátt í með sveitungum sínum og fleir- um. Útför Jóns fer fram frá Akur- eyjarkirkju í V-Landeyjum í dag, laugardaginn 13. apríl, og hefst athöfnin klukkan 14. Föðurbróðir minn, Jón Einarsson, fyrrverandi bóndi, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Strönd í Vestur-Land- eyjum, mánudaginn 25. mars sl. Jón fæddist og ólst upp á Sperðli í V-Landeyjum, þriðji í röðinni af fjór- um börnum þeirra ömmu minnar og afa, Hólmfríðar Jónsdóttur hús- freyju og Einars Einarssonar bónda, sem þar stunduðu búskap árin 1925– 1964. Fyrstu minningar mínar um Jón eru frá því um fimm ára aldur þegar ég, borgarbarnið, var sent í sveitina til þeirra ömmu og afa, sem ásamt börnum sínum, Jóni og Önnu Elínu, voru þar búsett. Eldri synir þeirra, Kjartan faðir minn og Helgi, voru þá fluttir að heiman. Á Sperðli dvaldi ég síðan öll sumur fram til 14 ára aldurs í góðu yfirlæti og hlaut einstakt upp- eldi. Ekki gáfust tækifæri til mikillar skólagöngu á þessum árum, því ekki veitti af öllu því liðsinni sem bauðst við búverkin. Farskólanám var því látið duga í þeim efnum. En einn er þó sá skóli sem öllum er hollt að stunda en gefst ekki kostur á, en það er sá skóli lífsins sem mér bauðst á Sperðli. Sá sami skóli og Jón og önn- ur börn þeirra ömmu og afa nutu. Allt það fóður í formi lestrarkennslu og annars fróðleiks ásamt bænum og söng að morgni sem kveldi hefur gef- ist mörgum manninum vel í lífsins ólgusjó. Úr þessum jarðvegi var Jón sprottinn og nutu fleiri góðs af, þ.á m. undirritaður og fjöldi barna og unglinga sem þar voru í sveit. Mér er það minnisstætt hversu mjög ég laðaðist að Jóni og leit upp til hans sem barn. Hann var eins og hann kom mér þá fyrir sjónir, ávallt glaður og kátur og tók mér vel. Okk- ur varð vel til vina og gott var að leita til hans ef einhver vandamál komu upp. Hann var hreystin uppmáluð og var forkur mikill til vinnu hvort sem var við heyskaparstörf eða önnur bú- verk. Sú mynd er mér ofarlega í minningunni að horfa á Jón við hey- skaparstörfin kófsveittan, sólbrúnan og sællegan, staldra örlítið við, leggja frá sér hrífuna, þurrka af sér svitann og teyga í sig vatnssopann til að slökkva þorstann. Þetta þótti mér tilkomumikil sjón. Þetta var eitthvað sem sagði barninu að þarna færi hraustur og sterkur maður og öðrum fremri. Jón þótti liðtækur mjög á fleiri sviðum en við búverkin, þar sem hann þótti fara afar vel með skepnur og umgekkst þær sem vini sína. Hann var eftirsóttur mjög við flán- ingar í sláturtíðinni. Mörg haustin sinnti hann þeim störfum í sláturhúsi Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ og var þar oftast fremstur meðal jafningja. Hann kom að framfara- málum í sveitinni, svo sem vegagerð og fleiru í þeim dúr, og hjálpaði sveit- ungum sínum við byggingar og önn- ur verk. Til Þorlákshafnar réð hann sig á stundum til fiskvinnslu og svo mætti lengi telja. Árið 1964 tók Jón, ásamt þáver- andi konu sinni, við búskap af for- eldrum sínum á Sperðli. Skömmu síðar byggðu þau hjón nýtt íbúðar- hús á jörðinni, enda gamli bærinn kominn vel til ára sinna og búinn að þjóna góðu hlutverki. Eftir ágætis búskaparár næstu tíu árin kom til þess, að þau hjón slitu samvistir, og lauk málum svo, að Jón seldi jörðina árið 1974. Nú tók nýr tími við í lífshlaupi Jóns frænda míns. Hann átti ekki í vandræðum með að fá vinnu, enda dugnaðarforkur til allra verka. Hann stundaði m.a. vertíðarstörf, bygging- arvinnu, sveitastörf o.fl. Árið 1976 flutti Jón að Skipagerði í Vestur-Landeyjum, til frænda síns Sigmundar Felixsonar, bónda og byggingarmeistara, og þáverandi konu hans, Katrínar Ragnarsdóttur. Þar vann hann við búskaparstörf ásamt því að vinna við byggingar með Sigmundi, bæði í heimasveit- inni, þar sem stærsta verkefnið var bygging félagsheimilisins Njálsbúð- ar, og víðar. Meðal annars vann hann hjá undirrituðum og undir verk- stjórn Sigmundar inni á fjöllum við virkjunarframkæmdir. Einnig kom hann að ýmsum verkum sem til féllu í byggingarvinnu á Hvolsvelli og víð- ar. Þá kom Jón að ýmsum búverkum hjá sveitungum sínum og m.a. gegndi hann um tíma ráðsmannsstörfum á Bergþórshvoli hjá Eggerti Haukdal, þáverandi oddvita og alþingismanni, en tengsl eru á milli fjölskyldna þeirra. Jón bjó á þessum árum í góðu yf- irlæti hjá fjölskyldunni í Skipagerði, sem var honum að mínu mati mikils virði, en eftir að þau hjónin slitu sam- vistir fluttist hann til Gunnars bónda Karlssonar á Strönd í sömu sveit árið 1996, þar sem hann gerðist vinnu- maður. Þar varð Jón bráðkvaddur við fjósstörfin að morgni mánudags- ins 25. mars sl. Ekki gafst Jóni mikill tími til fé- lagsstarfa, en eitt áhugamál hafði hann þó umfram annað, en það var söngurinn. Flest létt músík var hon- um að skapi, en þó var kórsöngur og ættjarðarsöngur honum ef til vill huglægastur. Um tíma var hann meðlimur í karlakór Vestur-Land- eyja. Á Sperðli var um árabil til takkaharmonikka sem Helgi bróðir hans hafði eitt sinn komið með og skilið eftir. Þetta þótti okkur frænd- um hinn mesti kostagripur og lædd- umst við stundum til þess að þenja gripinn milli þess sem gafst til bú- verka. Þá hafði Jón ánægju af stangaveiði og kom fyrir að hann brá sér í veiði í Rangárnar og Hólsá. Á þeim árum sem undirritaður hafði með Rang- árnar að gera var góður kunningi okkar beggja, Tómas í Miðkoti, sem lést á síðasta ári, félagi í Stangaveiði- félagi Rangæinga og tóku þeir sér stundum dagstundir til veiða þegar svo bar við. Margs er að minnast nú er Jón frændi er genginn til feðra sinna. Ég sé hann fyrir mér á Sperðli sitja við eldhúsborðið í gamla bænum við rjúkandi mat móður sinnar, Fríðu ömmu. Fara út á tún eða til engja með föður sínum, Einari afa. Slá og snúa heyi, fyrst með hestum og hríf- um og síðar með traktor. Binda bagga og lyfta þeim á heyvagn með handafli. Rýja ærnar. Stinga út skánina. Gefa kúnum og mjólka þær. Þeyta 30–40 l mjólkurbrúsum á brúsapall. Setja niður og taka upp kartöflur. Lagfæra girðingar og dytta að byggingum. Búa sig upp á og fara á skemmtanir, svo sem hesta- mannamót, héraðsmót og böll. Taka á móti gestum og bjóða þeim næt- urstað meðan hann sjálfur hreiðraði um sig á loftinu og svo mætti lengi telja. Jón ólst upp á tímum mestu tækniframfara þessarar aldar, t.a.m. með tilkomu dráttarvéla, síma- og rafvæðingar. Það voru Jóni áreiðanlega erfið spor að þurfa að hætta búskap á Sperðli eftir erfiðan skilnað, ásamt því að missa síðar einkason sinn, Kjartan, ungan að árum. En hann átti sem betur fer marga góða að og ber þar m.a. að nefna systur hans Önnu Elínu og fjöl- skyldu hennar, fjölskyldu Helga heitins bróður hans á Hvolsvelli, Sig- mund og fjölskyldu í Skipagerði og hin síðustu ár Gunnar og fjölskyldu hans á Strönd. Fyrir það ber að þakka. Við Dúna og fjölskylda þökkum samfylgdina og þá sérstaklega und- irritaður fyrir samverustundirnar og uppeldisárin ánægjulegu og góðu á Sperðli. Öllum skyldmennum og vin- um flytjum við samúðarkveðjur. Megi Jón frændi minn Einarsson frá Sperðli hvíla í friði. Guð blessi hann. Aðalbjörn Kjartansson og fjölskylda. Nonni frændi er dáinn, en Nonni, eins og hann var alltaf kallaður, var bróðir Kjartans afa míns sem dó áð- ur en ég fæddist og því skipuðu systkini afa, Helgi, Anna og Nonni, allnokkurn sess hjá mér alla tíð. Þeg- ar ég var ungur fór ég af og til í sveit- ina í heimsókn til Fríðu langömmu að Sperðli í Vestur-Landeyjum en þar tók Nonni við búskapnum að föður sínum látnum. Þetta eru í minning- unni skemmtilegar stundir að minn- ast, sögurnar hjá ömmu fyrir svefn- inn, gantaskapurinn og kitluleikirnir með Nonna og allt það sem barn úr kaupstaðnum þráir í hinu óendan- lega frelsi víðáttunnar í sveitinni. Nafni minn og frændi, Kjartan, sonur Helgu og Nonna, varð leik- félagi minn og vinur alla tíð allt þar til yfir lauk hjá honum fyrir aldur fram. Að Sperðli var oft gestkvæmt og mikið af börnum að hitta ömmu og ekki fór það neitt í skapið á Nonna því alltaf var hann mikið fyrir börn og lék sér við þau sem jafn væri, og engan hef ég um dagana séð sem jafnmikið gat breytt andliti sínu með grettum, þar var hann á heimavelli. Ég var um lengri og skemmri tíma á sumrin að Sperðli í Landeyjum og oft kippti Nonni mér upp í á Rakara- stofunni á Selfossi hjá pabba. Mér þótti ekkert leiðinlegt, eftir að yfir Varmadalsbrúna var komið, að sitja í Skodanum hans Nonna alla leið í sveitina. Ég held þó að Skodinn hafi verið sérstakur vinur Nonna því stundum gat verið svolítið hlaup í stýrinu síðasta spölinn en alltaf redd- aðist það. Bílategundin Skoda var uppáhald Nonna og gladdi það hann mjög þegar Skodinn var framleiddur aftur í breyttri og bættri útgáfu frá Volkswagen og átti hann einn slíkan sem hann var mjög montinn af. Nonni og Helga skildu og eftir það bjó hann að mestu einn en stærsta áfallið í lífi hans hefur efalaust verið þegar hann missti eina barn sitt, Kjartan, en hann hafði átt við veik- indi að stríða. Það var því ekki þrautalaust lífið hjá Nonna frænda en hann reyndi stundum að létta sér stundirnar með því fá sér örlítið í aðra tána eins og hann kallaði það og hygg ég að það hafi veitt honum það sem upp á vantaði. Nonni var vinnu- samur og bar hann það utan á sér en síðari árin naut hann sérstaks vel- vilja hjá góðu fólki bæði að Strönd og Skipagerði í Landeyjum þar sem hann vann og hafði aðsetur. Nonni hafði yndi af góðri tónlist og munaði ekki nema hálfum að mér tækist að lokka hann á tónleika með Karlakór Selfoss á Hvolsvelli fyrir nokkrum árum. Nonni var góður maður, hann var hjálpsamur og vildi öllum vel. Þegar Nonni varð sjötugur kom hann í boði mömmu til okkar á Sel- foss og átti góða stund. Þar sungu tvö eldri börn mín fyrir hann Stjörn- ur og sól, hann táraðist og sagði svo: „Þetta myndi ég vilja að þið syngjuð yfir mér,“ og það munu þau gera, Nonni minn. Ég vil fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar allrar þakka samfylgdina og góða vináttu sem hélst allt til dauðadags. Kjartan Björnsson. JÓN EINARSSON ✝ Lýður Brynjólfs-son fæddist á Ytri-Ey á Skaga- strönd í Austur- Húnavatnssýslu 25. október 1913. Hann lést 12. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Lýðsson og kona hans Kristín Indriða- dóttir. Eftirlifandi eiginkona Lýðs er Auður Guðmunds- dóttir, f. 27. jan. 1918. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Ólafsson, vélstjóri í Vest- mannaeyjum, og kona hans Soffía Þorkelsdóttir. Börn Lýðs og Auð- ar eru Ásgeir, f. 1942, Brynhildur, f. 1949, og Skúli, f. 1951. Lýður stundaði nám við Ung- lingaskólann á Blönduósi og Höskuldsstöðum 1932–1934, við Hér- aðsskólann á Laug- arvatni 1934–1935 og lauk kennara- prófi 1937. Hann stundaði nám við Dansk Slöjdlærer- skole í Kaupmanna- höfn og lauk þaðan prófi 1938. Lýður hlaut iðnbréf í húsa- smíðaiðn 1957. Hann var kennari við Barnaskólann að Búðum í Fáskrúðs- firði 1937–1939, síð- an við Barnaskóla Vestmannaeyja 1939–1964. Lýður var skólastjóri við Iðnskólann í Vestmannaeyjum 1964–1978. Útför Lýðs fór fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 16. mars. Lýður Brynjólfsson, kennari og skólastjóri í Vestmannaeyjum, er látinn. Ég kynntist Lýð fyrst þegar ég kom til Vestmannaeyja að loknu námi 1974. Þá var hann skólastjóri Iðnskólans í Vestmannaeyjum og ég tók að mér stundakennslu við skólann hjá honum. Ég fann strax að Lýður var sérstakur heiðurs- maður. Hann átti einkar góð sam- skipti við nemendur sína og hann hafði lag á því að byggja námið og starfið við skólann þannig upp að flestöllum líkaði vel og það var jafn- an léttleiki yfir skólastarfinu, skóla- andinn var góður. Lýður var sér- lega vandvirkur í teiknivinnu og hann naut þess sannarlega að leið- beina nemendum sínum á því sviði. Þá hafði hann mikið dálæti á stærð- fræði og þar var hann á heimavelli og náði vel að miðla þeirri grein til nemenda sinna. Lýður hafði og ákaflega fallega rithönd og eru fundargerðir sem hann var oft feng- inn til þess að rita hreinasta lista- verk. Lýður hafði mjög létta lund. Hann var skemmtilegur og naut þess vel að sitja að spjalli um menn og málefni. Hann hafði gaman af því að segja frá og þá list kunni hann vel. Oft var unun að hlusta á frá- sagnir hans sem oftar en ekki gátu verið spaugilegar. Hann var vel les- inn og vitnaði oft í bókmenntir þeg- ar rætt var um málefni dagsins. Í umræðunni um bókmenntir var aldrei komið að tómum kofa þegar Lýður var annars vegar. Lýður tók virkan þátt í pólitísku starfi. Starf hans með Alþýðu- bandalagsfélagi Vestmannaeyja var heilladrjúgt og margar góðar hug- myndir hans nýttust þar og urðu margar hverjar bæjarfélaginu til heilla. Skólamálin voru honum eðli- lega hugleiknust en á öðrum sviðum sýndi hann einnig að hann hafði þekkingu og næman skilning á bæj- ar- og þjóðfélagsmálum. Hann hafði ríka réttlætiskennd og gagnrýndi misrétti óspart í hverri mynd sem það birtist og var þannig trúr þeirri grundvallarhugsun að jafnrétti ætti að ná til allra þátta samfélagsins. Þannig lagði hann sannarlega sitt af mörkum til að byggja réttlátt sam- félag og vissulega hafði hann trú á því að það væri unn að gera. Lýður naut virðingar samferða- manna sinna, bæði nemenda og annarra þeirra sem umgengust hann. Ég veit að honum þótti sér- lega vænt um það þegar hann fór að eldast og var hættur að vinna, að ófáir ungir nemendur úr skólum bæjarins leituðu til hans til þess að fá leiðsögn í stærðfræði. Það eitt nægir til þess að sýna hve góður og virtur kennari hann var og hve hon- um var vel treyst á þessu sviði. Þar lagði hann sig enda allan fram eins og jafnan áður og árangurinn lét ekki á sér standa. Með Lýð Brynjólfssyni er geng- inn góður samferðamaður sem skil- ur eftir eftirsjá en góðar minningar með okkur sem þekktum hann. Ég votta Auði og fjölskyldu sam- úðarkveðjur okkar hjóna við lát góðs eiginmanns og fjölskylduföð- ur. Blessuð sé minning Lýðs Brynj- ólfssonar. Ragnar Óskarsson. LÝÐUR BRYNJÓLFSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.