Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ ÆTLAR ekki að verða
átakalaust fyrir landbúnaðarráð-
herra að koma paprikumálunum,
sem hafa aðdraganda síðan í fyrra
eða hitteðfyrra, í farsæla höfn.
Hinir vísustu menn sátu í átta
mánuði í grænmetisnefnd og kom-
ust að niðurstöðu um það, hvernig
lækka ætti grænmetisverð til neyt-
enda og um leið að gera bændum
lífvænlegt í breyttu umhverfi.
Aðaltillögurnar voru, að tollar
skyldu felldir niður en í þess stað
teknar upp beingreiðslur beint til
bænda. Reiknað var út með yf-
irlegu og með samanburði við
markaðsverð í Hollandi hvernig
okkur yrði bættur skaðinn, þannig
að við lifðum af. Útreikningarnir
voru engir slumpreikningar heldur
upp á krónu, t.d. 73 kr. á agúrku-
kíló.
Allir þeir nefndarmenn sem eg
hef talað við um þetta mál urðu
vægast sagt hissa þegar eg tjáði
þeim að taka ætti af þessari upp-
hæð fyrir rekstur heildsöluaðil-
ans.Við bændur vorum líka grun-
lausir þegar hringt var frá SFG og
við beðnir að koma á fund til að
tala um beingreiðslur.
Ekkert var tekið fram hvað til
stæði og engin tillaga boðuð. Menn
voru því allsendis óundirbúnir að
taka svo stóra ákvörðun einsog að
afsala sér 40 milljónum á einu
bretti.
Eg vil því leyfa mér að álykta
sem svo að samþykkt þessara
álagna sé markleysa,og lágmarks-
krafa væri að boða nýjan fund um
málið, skriflega og undir réttum
formerkjum.
Í Morgunblaðinu fyrir skömmu
hrósar framkvæmdastjóri sölu-
samsteypunnar sér af því að gúrk-
ur á Íslandi séu þær ódýrustu í
víðri veröld. Eg veit ekki til þess
að við bændur hefðum ráðið hann
til að setja verðið niður úr öllu
valdi. Ef við vildum gefa þessa
vöru þá gætum við gert það milli-
liðalaust, en vitaskuld aðeins í tak-
markaðan tíma.
Í febrúarmánuði, þegar nýju raf-
magnsniðurgreiðslurnar höfðu tek-
ið gildi, var gúrkuverðið enn mjög
hátt, alveg upp í 557 kr. út úr búð.
Eg hef alla tíð verið mikið á móti
þessum stóru sveiflum á grænmet-
isverði. Ef þetta á að vera vara
fyrir almenning, sem fólk reiknar
með í daglegu fæði, þarf verðið að
vera sem jafnast.
Í Kastljósþætti í gærkvöldi varði
stjórnarformaður samsteypunnar
þessar ákvarðanir stjórnarinnar
um svokallað kílógjald. Hann
nefndi t.d. að SFG væri með pökk-
un á grænmeti. Það er rétt að það
komi hér fram að allir gúrkubænd-
ur pakka sinni vöru sjálfir og nota
margir til þess dýrar pökkunarvél-
ar sem þeir eiga vitaskuld sjálfir.
Hinsvegar eru í búðum í dag fínt
pakkaðir íslenskir tómatar sem
kosta reyndar 700 kr. kílóið og
eiga líklega ekki heimsmet í lágu
verði eins og gúrkurnar.
Í lokin vil eg árétta það sem
kemur skýrt fram í skýrslu græn-
metisnefndar, að smásöluálagning
hér á landi er 26,58% (innifalið
umbúðir og flutningur), ekki 21%.
Það er afturámóti umsýsluþókn-
unin sem er 21% og er verulegur
munur á þessu tvennu sem eg bið
menn að athuga þegar við berum
okkur saman við önnur lönd.
Svo vona eg að náist sátt í þessu
máli og allir geti við unað, bæði
neytendur, framleiðendur og
skattgreiðendur, sem vissulega
leggja sitt í púkkið, ekki síst í
formi mikilla niðurgreiðslna á raf-
magni.
ÓLAFUR STEFÁNSSON,
garðyrkjubóndi,
Syðri-Reykjum, Selfossi.
Silfur Guðna
Frá Ólafi Stefánssyni:
ÉG ÞAKKA bréf Kaupþings hf. dags.
21. mars sl. í tilefni bréfa minna dags.
4. og 11. mars varðandi ávöxtun á sér-
lífeyrissjóðseign fjölmargra laun-
þega.
Því ber að fagna að nýverið (þ.e. á
fundi sínum hinn 13. mars. sl. eða
tæplega viku eftir birtingu fyrra bréfs
míns í Mbl. hinn 6. mars) ákvað stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins,
LSR, að fela vörsluaðila sérlífeyris-
sjóðsins, þ.e. Kaupþingi hf., að bjóða
upp á fjárfestingar í innlánum sem
valkost í fjárfestingarleiðum. Nú tæp-
lega mánuði síðar virðist þessi leið þó
ekki enn hafa verið kynnt hlutaðeig-
andi launþegum.
En jafnframt ber að harma að and-
vara- og aðgerðarleysi ábyrgðaraðila,
þ.e. stjórnar LSR og forráðamanna
Kaupþings hf., skuli undanfarin tvö ár
eða frá því að niðursveiflan í ísl. efna-
hagslífi hófst í marslok 2000, hafa
bakað þúsundum launþega í landinu
fjárhagstjón svo tugum milljóna
króna skiptir. Slík ábyrgð hlýtur að
vera þung.
Í flestum þeim löndum sem okkur
er tamt að bera okkur saman við,
hefðu stjórn lífeyrissjóðs og ábyrgð-
araðilar fjárvörslustofnunar jafnvel
sagt af sér af minna tilefni en hér um
ræðir.
En það er önnur saga.
Virðingarfyllst,
TORBEN FRIÐRIKSSON,
fv. ríkisbókari.
Ávöxtun
sérlífeyrissjóða
Frá Torben Friðrikssyni: