Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 43 brjóta niður þann klett sem þú varst. En í einni svipan varstu tekin í burtu frá mér, loksins þegar þú varst farin að njóta lífsins. Fyrstu minningar mínar um þig voru þegar við syst- urnar komum í heimsókn til þín og afa í Garðinn, það fannst öllum svo fyndið að við myndum geyma slíkan fjarsjóð í garðinum. Þá sátum við og spiluðum því þér fannst alltaf svo gaman að spila. Svo lékum við okkur í garðinum og fórum í fótbolta með afa. Þegar þið fluttuð á Selfoss bröll- uðum við ýmislegt saman. Til dæmis fannst þér alltaf svo gaman að fara á rúntinn, eða, eins og þú sjálf sagðir, „á stredderí“. Þegar afi var með okk- ur fórum við einatt niður að strönd til að afi gæti heilsað upp á hafið. En þó ekki út á bryggjuna því þú hélst að einmitt þá myndi bryggjan brotna og við öll detta í sjóinn. Eftir að afi dó keyrðum við yfirleitt um á Selfossi eða í Hveragerði og enduðum alltaf á því að fá okkur ís. Það var það besta og þá varstu svo glöð og ánægð. En því miður, amma mín, varstu oft svo döpur, þér leiddist oft og þó að dætur þínar á Selfossi gerðu allt fyrir þig og meira til leið þér oft svo illa og einveran bætti það ekki. En svo fórstu á Sólvelli á Eyrarbakka og þar skemmtirðu þér svo vel. Mikið óg- urlega hefðirðu haft gaman af því að vera þar aðeins lengur. Þegar ég kom að heimsækja þig á sjúkrahúsið á Selfossi eftir að þú veiktist rak ég augun í mynd á veggnum fyrir framan stofuna þína. Á henni stóð: „Það sem tungan meið- ir læknast seint.“ Þannig var, að þú sagðir svolítið við mig sem mér sárn- aði mikið og þó svo að við hefðum verið búnar að tala út um þetta ósætti okkar og sættast man ég þetta ennþá. Ég vona að með tím- anum hverfi þessi minning og eftir sitji minningin um þá yndislega konu sem þú hafðir að geyma, konu sem hafði frá svo miklu að segja og konu sem búin var að ganga í gegnum svo margt. Ég veit að núna líður þér vel, þú ert komin til afa sem þú saknaðir svo ógurlega og til barnanna ykkar tveggja sem þið fenguð ekki að kynnast hér á Hótel Jörð. Við dætur þínar á Selfossi sem hugsuðu svo vel um þig vil ég segja: Enginn getur verðlagt allt það sem þið gerðuð fyrir ömmu Dúllu, ef ykk- ar hefði ekki notið við hefðum við örugglega ekki haft hana svona lengi hjá okkur. Ég gleymi því aldrei. Vertu sæl, mér vakir yfir sífellt blessuð minning þín. Vertu sæl, ég veit þú lifir, veit þú hugsar enn til mín. (Col. Andrésd.) Vertu sæl, elsku amma, og við sjáumst síðar. Kristjana. Í örfáum orðum langar mig að minnast ömmu minnar sem nú hefur yfirgefið þennan heim. Hinn 5. apríl var ég að reyna að búa mig undir fréttir sem ég bjóst við að fá seinna um daginn. Þegar þær komu kom annað í ljós. Ég var alls ekki undirbúinn. Það sló á mig þögn, ég fór og fann íslenska fánann og dró hann í hálfa stöng hér fyrir framan húsið. Á meðan á þessu stóð rifjuðust upp margar minningar og eftir augnablik réð ég ekki við mig lengur. Eithvað brast innra með mér og tárin fóru að streyma. Amma Dúlla eins og við kölluðum hana hafði þangað til tveim vikum fyrir þennan dag verið hress en var nú dá- in. Þegar litið er til baka minnist maður ýmissa hluta. Allra bíltúranna sem við fórum í, allra spilanna sem við spiluðum og allra sagnanna sem þú sagðir mér af mömmu. Um jólin 2001 plötuðum við þig í að spila við okkur Trivial Pursuit og þar kom í ljós að þú varst fróðari en við öll. Okkur systkinunum var gersamlega rústað og þá fannst þér gaman. Allt- af þegar maður spilaði við þig þá varð maður að passa að leyfa þér að vinna a.m.k. annað hvert spil. Ann- ars fórstu í fýlu og vildir ekki spila við mig lengur. Það var samt svo gaman, við spjölluðum um heima og geima og þú vissir oft meira um litla strákinn þinn en margir aðrir fengu að vita. Í síðasta skipti sem ég náði að tala við þig sagðirðu við mig: „Siggi minn, þú ert góður strákur og mér þykir óskaplega vænt um þig.“ Þessari setningu á ég aldrei eftir að gleyma. Amma var líka dugleg að minna mig á að maður yrði ekki neitt nema með því að mennta sig og ég á henni ásamt foreldrum mínum mikið að þakka námsstöðu mína í dag. Amma var mikil bindindiskona og var alltaf hálfsúr þegar hún mætti manni gaufþunnum á ganginum á sunnudagsmorgnum. Hún lagði sig alltaf mikið fram um að tala um það hversu slæmt þetta væri nú að óharðnaður drengurinn væri farinn að drekka áfengi. Af þeim stelpum sem ég náði mér í og þú náðir að hitta leist þér bara á eina og talaðir alltaf um hana Önnu sem mikinn dýrgrip. Sem reyndist vera hárrétt hjá þér, hún Anna er mikill dýrgripur. Á dánarbeði ömmu lofaði ég henni því að ef hún kæmist aftur á fætur myndum við fara í stóran bíltúr í Garðinn og skoða allt sem hana lang- aði að skoða. Nú lítur út fyrir að ég fari einn í þá ferð. En amma mín, mikið óskaplega sakna ég þín og ef ég ætti að skrifa allt sem mig langaði til að skrifa þá þyrfti sérútgáfu af Mogganum. Áður en ég kveð þig, elsku amma, vil ég fara með eitt ljóð fyrir þig. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma, hvíl í friði. Sigurður Sv. Pálsson. Mér var brugðið þegar ég fékk þær fréttir að nú væri sjúkdóms- stríði þínu lokið og þú hefðir fengið hvíldina eftir mjög ströng veikindi undanfarnar vikur. Veikindi þín bar brátt að og minntu mig á hversu stutt er á milli lífs og dauða og hvað hvert tækifæri sem manni gefst skiptir miklu máli. Þótt mér væri ljóst hversu alvar- leg veikindi þín voru var mér brugð- ið. Ég var búin að sitja hjá þér og fylgjast með þér og sjá hversu dró af þér en í huga mínum varstu svo sterk, svo ósigrandi, svo mikil hetja. Það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér og deila með þér. Ég átti eftir að þakka fyrir allt sem þú kenndir mér, gafst mér, lánaðir mér. Þakka þér fyrir allar ávíturnar og huggunarorðin. Þakka þér fyrir alla hlátrana, öll sameiginlegu ævintýrin, alla spilamennskuna og spjallið. Fyr- ir að leyfa mér að búa hjá þér og fyr- ir að vera góða amma og langamma og fyrir svo margt annað sem ég gaf mér aldrei tíma til að segja þér. Ég á margar minningar til að ylja mér við um þær stundir sem við átt- um saman. Helgarferðirnar þegar þrjár litlar frænkur komu í Garðinn til ykkar afa með rútu. Okkur þótti þetta mikið ferðalag og ekki sat mað- ur aðgerðalaus í þessum ferðum því á milli máltíða var þeyst út um allt með litlu prinsessurnar. Þótt þið afi kvörtuðuð ekki er ég ekki hissa þótt þið hafið þurft alla vikuna á eftir til að jafna ykkur, svo mikill var hama- gangurinn í okkur. Einnig á ég góðar minningar frá því þegar ég bjó hjá ykkur afa í fjóra mánuði og vann í fiski. Eftir þá dvöl veit ég hvernig stjörnurnar hafa það þegar þær gista á fimm stjörnu hót- elum því þannig var stjanað við mig. Þá var gjarnan spilað og spjallað fram á nætur. Við vorum nú ekki alltaf sannmála, nöfnurnar, en það gerði samræðurnar bara skemmti- legri. Eftir að þið afi fluttuð á Selfoss var ég og fjölskylda mín í meira sam- bandi við ykkur og eftir að afi dó varstu mikið hjá mömmu og pabba og þar hittumst við gjarnan síðustu árin. Á þeim stundum gripuð þið Pétur ósjaldan í spil og þá var oft mikið rökrætt, bæði það sem tengd- ist spilinu og því sem sem var efst á baugi í þjóðfélagsumræðunni. Það var gaman að hlusta á ykkur í þess- um samræðum því skoðanir ykkar voru gjarnan ólíkar. Elsku amma mín, nú ertu komin til afa og barnanna ykkar tveggja sem dóu svo ung og ég veit að þið eig- ið eftir að fylgjast með okkur öllum um ókomin ár. Hafðu það gott þang- að til við sjáumst aftur. Þú hefur oft í hönd mér haldið, horft í augu mín. Aldrei svíkur, aldrei deyr endurminning þín. (Höf. ókunnur.) Kæra amma, minning þín er ljós í lífi okkar. Sofðu vært og takk fyrir allt. Þín Hanna Fríða og fjölskylda. Mig langar að minnast ömmu minnar, Bjarnfríðar Einarsdóttur, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 5. apríl síðastliðinn eftir erfið veikindi. Mér finnst ég alltaf hafa skipað stóran sess í lífi ömmu og afa. Afi valdi nafnið mitt og þótt ég heiti Eygló og afi Bjarni kallaði hann mig alltaf nöfnu sína. Ég var alltaf í ein- hverskonar heiðurssæti hjá ykkur afa vegna þessa og þú, amma, hafðir orð á því að afi héldi upp á mig. Eftir að afi dó hélt ég samt sem áður heið- urssætinu mínu hjá þér. Þar sem barnabörn og barna- barnabörn ykkar afa voru orðin svo mörg höfðuð þið þá reglu að gefa jóla- og afmælisgjafir fram að ferm- ingu en einhvern veginn féll ég ekki undir þessa reglu og bárust mér allt- af fallegar gjafir á þessum dögum. Elsku amma, þér þótti ekki mikið til þessara gjafa koma og vildir alltaf hafa þær stærri og fallegri. Síðustu ár bárust mér gjarnan fallegar gjafir frá þér sem þú bjóst til sjálf. Þessar gjafir koma til með að prýða heimili mitt í framtíðinni og er mér efstur í huga engillinn sem þú færðir mér á 24 ára afmælisdeginum mínum í febrúar síðastliðnum. Þú fylgdist alltaf vel með mér og hafðir áhuga á því sem ég hafði fyrir stafni, ekki síst námi mínu í hár- greiðslunni. Þú komst stolt og með bros á vör til mín á stofuna og alltaf varstu ánægð með það sem ég gerði fyrir þig. Þegar ég heimsótti þig á nýja heimilið þitt helgina fyrir páska varstu svo glöð og ánægð. Mér fannst þú ekki líta nógu vel út og spurði hvort þú værir lasin. Þú gerð- ir ekki mikið úr því og sagðist bara hafa sofið illa nóttina áður og værir því þreytt. Ekki datt mér í hug að tæpum tveimur vikum seinna yrðir þú búin að kveðja mig. Kæra amma, nú hefurðu fengið hvíldina og ert komin til afa og barnanna ykkar tveggja og ég veit að þið munuð halda áfram að fylgjast með mér í framtíðinni. Minningin um ykkur á eftir að ylja mér um ókomna tíð Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir allt og allt Ykkar nafna, Eygló Dögg. Elsku amma Dúlla. Það er erfitt til þess að hugsa að þú sért ekki lengur á meðal okkar, þú svona hress og kát fyrir nokkrum dögum, en núna ertu farin. Oft hringdumst við á, þú reyndar mun oftar í mig en ég í þig. Bara svona rétt til að heyra hvor í annarri, hvort eitthvað væri að frétta og hvort allir væru frískir. Oftast beind- ist talið síðan að drengjunum okkar þremur, því þú fylgdist alltaf svo vel með fólkinu þínu og þá sérstaklega börnunum sem þér var sérstaklega annt um. Ekki minnumst við þess að þú hafir nokkurn tíma þreyst eða gefist upp á að svara endalausum og oft mjög svo óvenjulegum spurning- um og athugasemdum Arnars Helga okkar, þó svo að vitað væri að ekki væru til nein „rétt“ svör við þeim. Þið spjölluðuð svo oft og mikið sam- an. Gaman var líka að sjá þegar litli Veigar Atli, aðeins sjö mánaða, lagði sína kinn við þína og sagði aaaaa. Með þessu þakkaði hann þér fyrir endalaust hrós sem þú varst svo óspör á, og græddi í leiðinni ennþá meira hrós. Við minnumst þess hvernig þú hlaust nafnið amma Dúlla innan fjöl- skyldunnar. Það var fyrir um átta ár- um, þegar Fannar Freyr okkar var u.þ.b. þriggja ára og við heimsóttum ykkur afa suður í Garð. Þið áttuð þá hana Dúllu, kisuna sem honum þótti ákaflega mikið til koma. Til þess að aðgreina þig svo frá hinum ömmun- um tók hann að kalla þig ömmu Dúllu. Þetta þótti þér stórsnjallt og alveg hreint tilvalið. Þetta vatt síðan upp á sig og í stórum afkomendahópi hér á Selfossi og víðar ertu aldrei kölluð neitt annað en amma Dúlla. Þú varst vel að þér í því sem var að gerast í kringum þig, ekki bara í þeim efnum sem manni fannst að fólk á þínum aldri ætti að vita heldur bara í öllu. Ég gleymi t.d. ekki er ég hringdi eitt sinn í þig. Fljótlega fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Þú virtist ekki vera með hugann við það sem við vorum að ræða um enda kom síðan í ljós að þú hafðir verið að horfa á „strákana okkar“ í handboltalandsliðinu í leik í sjónvarpinu á EM og máttir einfald- lega ekki vera að því að tala við mig. En svo hringdirðu, þegar leiknum lauk, ánægð með þína menn. Slíkur hafsjór af þekkingu sem þú er vandfundinn. Ég hef oft velt því fyrir mér hvaða titil þú hefðir fengið, hefðir þú fengið tækifæri til að ganga menntaveginn. Það hefði sko ábyggilega orðið eitthvað mikið og stórt því þetta lá svo vel fyrir þér. Þú hvattir okkur til þess að ganga menntaveginn og fylgdist vel með gangi mála. Þú áttir þrjár yndislegar vikur niðri á Sólvöllum á Eyrarbakka. Fé- lagsskapurinn við hitt heimilisfólkið svo og hið yndislega starfsfólk sem þarna vinnur gaf þér mikið og þú fannst greinilega fyrir svo miklu ör- yggi í návist þess. Þetta eru góðar minningar á erfiðum tímum og mikið hefði ég viljað að þú hefðir fengið að njóta þessa lengur. Síðasta stundin sem við áttum saman var þegar við fjölskyldan og þú fórum í bíltúr út í Þorlákshöfn nokkrum dögum áður en þú veiktist. Þessi ferð varð okkur dýrmætari en við gerðum okkur grein fyrir. Við geymum í hugum okkar sögurnar sem þú sagðir okkur, sönginn sem við sungum á leiðinni og síðast en ekki síst allan hláturinn sem ekki var sparaður í ferðinni. Já, við hlógum dátt að drengjunum og prakkara- strikunum þeirra. Í amstri dagsins gleymir maður sér oft, maður telur sjálfum sér jafn- vel trú um að tíminn sé ekki nægi- lega mikill. Þá verður oftar en ekki útundan eitthvað sem dýrmætt er. Á svona stundum sér maður að þetta eru lélegar afsakanir. Þú kenndir okkur og sýndir, að það þarf ekki mikinn tíma til að rækta vináttu- bönd. Eitt lítið símtal er nóg. Maður á að nota þann tíma sem maður hef- ur, á morgun getur það verið of seint. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast og vera nálægt manneskju eins og þér. Ég vil þakka þér, elsku amma, fyrir allar þær skemmtilegu samverustundir sem við áttum og öll samtölin. Hittumst kát og hress seinna, elsku amma mín, Guð geymi þig og mundu að við elskum þig. Anna Margrét og fjölskylda, Selfossi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma okkar. Nú er komið að kveðjustund. Aldrei datt okkur annað í hug en að þú myndir ná þér upp úr þessum veikindum sem lögðust á þig svo snöggt og algjörlega fyrirvaralaust. Baráttan var átakanleg og óvægin. Þú varst samt ákveðin í því allan tím- ann að ná heilsu á ný. Þú barðist hetjulega fram á síðustu stund. En allt kom fyrir ekki. Eftir sitjum við máttvana. Stórt skarð hefur verið höggvið í líf okkar. Því þó svo að þið afi hafið alltaf verið hluti af tilveru okkar, þá jókst sam- gangurinn til muna eftir að þið flutt- uð austur fyrir fjall. Okkur eru ofarlega í huga sunnu- dagsferðirnar til ykkar afa í Garðinn. Það var ómetanlegt hvað þið voruð natin við okkur; veiðiferðir á bryggj- una, bílferðir út á Skaga að vitanum, sjoppuferðir, skoðunarferðir í gróð- urhúsið hans afa og síðast en ekki síst var alltaf frábær matur á borð- um. Mikið sem þú varst dugleg og sterk þegar afi dó. Þú sýndir okkur hvers megnug þú værir. Það var nær ótrúlegt hve fljótt og vel þú virtist ná að aðlagast lífinu ein eftir þann missi. Okkur þótti gaman að ræða við þig um lífið og tilveruna, þótt ekki vær- um við alltaf sammála. Þú hafðir ætíð svör á reiðum höndum og hafðir skoðanir á flestu. Það virtist engu máli skipta hvert umræðuefnið var; heimsmálin, íþróttir eða uppáhaldið þitt, ættfræðin. Við krakkarnir, afkomendur þínir, vorum þér ávallt ofarlega í huga, og fylgdistu vel með því sem við vorum að gera. Afmæli og jól voru anna- tímar hjá þér, því þá varstu búin að finna gjafir fyrir tilefnið, áður fyrr keyptar en í seinni tíð handunnar af þér. Þessir hlutir eru okkur afar dýr- mætir nú. Elsku amma, við söknum þín sárt en nú vitum við að þér líður vel í faðminum hans afa og barnanna þinna tveggja. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú gafst okkur og við geymum minn- ingu þína í hjarta okkar. Þú verður alltaf amman okkar Dúlla. Þórunn Gróa, Bjarni Már og Anna Margrét. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Elsku langamma – takk fyrir allt. Þín langömmubörn, Arndís María og Sigmundur Nói. Elsku gamla. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig eftir svona stutt kynni. Við fengum aðeins rúm þrjú ár saman og við sem héldum að þessi vinátta væri rétt að byrja. En maður veit aldrei. Það var gott að við nýttum tímann vel. Ég kveð þig með sálmi sem ég hélt mikið upp á: Gegnum Jesú helgast hjarta, í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta, bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðar myrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Ég sendi aðstandendum samúðar- kveðjur mínar. Guð geymi þig, elsku Fríða mín, og þakka þér fyrir sam- verustundirnar. Þín Anna Margrét Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.