Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sælkera kaffi
og te.
sími 462 2900
Blómin
í bænum
Enskuskóli á Suður-Englandi
Gist hjá enskum fjölskyldum,
unglingar 14-18 ára.
2-4 vikna ferðir, enska,
fótbolti - íþróttir.
Viðskiptaenska, 18 ára
og eldri, allt árið.
50 ára og eldri, 2 vikna ferðir,
gott verð, góður skóli.
Uppl. eftir kl. 17 í síma 862 6825
Jóna María.
Vöru- og þjónustusýning
Nú gefst fyrirtækjum, stofnun-
um, félagasamtökum og öðr-
um sem áhuga hafa kostur á
að kynna starfsemi sína á fjöl-
breyttri sýningu.
Vinsæl og vel sótt sýning
Sýnendur eiga þess kost að
kaupa sýningarpláss í aðalsal
íþróttahallarinnar, anddyri eða
á malbikuðu útisvæði.
Tryggðu fyrirtæki þínu
pláss á sýningunni
Allar nánari upplýsingar:
Fremri kynningarþjónusta
símar 461 3666 og 461 3668. Bréfasími 461 3667. Netfang: fremri@nett.is
í Íþróttahöllinni á Akureyri 10.–12. maí 2002
Frá fyrri sýningu
DALVÍSKIR iðnaðarmenn verða
fyrirferðarmiklir á Akureyri næstu
mánuði, í tengslum við tvö af
stærstu byggingaverkum í bænum.
Stjórn Lundar samþykkti í gær að
ganga að tilboði fyrirtækjanna Ár-
fells á Dalvík og Viðars í Reykjavík í
byggingu nýrra nemendagarða við
Menntaskólann á Akureyri. Þá hef-
ur Tréverk á Dalvík samið við Ís-
lenska aðalverktaka um að sjá um
uppsteypu á undirstöðum í nýju fjöl-
nota íþróttahúsi á félagssvæði Þórs
við Hamar.
Sameiginlegt byggingafélag Ár-
fells og Viðars átti lægsta tilboð í
byggingu nemendagarða MA og
hljóðaði það upp á um 590 milljónir
króna, eða 85% af kostnaðaráætlun.
Hjá Árfelli starfa um 10 manns og
um 40 hjá Viðari. Daníel Hilm-
arsson framkvæmdastjóri Árfells
sagði ljóst að fyrirtækið þyrfti að
fjölga iðnaðarmönnum vegna bygg-
ingu nemendagarðanna og yrði leit-
að eftir þeim á Akureyri. Hann
sagði stefnt að því hefja fram-
kvæmdir sem fyrst en áætluð verk-
lok eru 20. ágúst á næsta ári.
Bæjaryfirvöld á Akureyri sömdu
við Íslenska aðalverktaka um bygg-
ingu fjölnota hússins. Kostnaður við
bygginguna er rúmar 400 milljónir
króna en heildarkostnaður verksins
er áætlaður um 450–500 milljónir
króna. Jarðvegsframkvæmdir fóru
fram í sl. haust en næstu daga mæta
6–8 smiðir frá Tréverki til vinnu á
svæðið í rúma þrjá mánuði. Björn
Friðþjófsson framkvæmdastjóri
sagði að uppsteypu á undirstöð-
unum ætti að vera lokið 10. ágúst.
Hann sagði að ekki þyrfti að fjölga
starfsmönnum vegna þessa verk-
efnis en hjá fyrirtækinu starfa 17
manns. „Það er ekki mikið fram-
undan í byggingamálum á Dalvík og
ef við ætlum að halda svipaðri starf-
semi áfram þurfum við að sækja
verkefni annað. Hvort það er á Ak-
ureyri eða annars staðar ræðst af
því hvar menn geta náð sér í verk-
efni en allt er þetta byggt á útboð-
um í dag,“ sagði Björn en fyrirtæki
hans hefur unnið að stórum verk-
efnum á Akureyri undanfarin ár.
Norðurstál í Reykjavík mun sjá
um að reisa stálgrindina í fjölnota
húsinu og verður hafist handa við
það verk í byrjun júní. Húsið verður
9.400 fermetar að stærð og er stefnt
að því að taka það í notkun í byrjun
desember nk.
Nemendagarðar MA munu rísa
austan við núverandi heimvistarhús
skólans. Það verður 4.800 fermetr-
ar að stærð, að mestu á fimm hæð-
um en að hluta á sex hæðum.
Dalvíkingar í stórverk-
efnum á Akureyri
Útlitsteikning af nýjum nemendagörðum MA.
Harpa Sigurðardóttir formaður,
Böðvar Pétursson, Guðrún María
Valgeirsdóttir, Jóhanna Kristjáns-
dóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Sól-
veig Erla Hinriksdóttir og Sigurður
Böðvarsson. Tilgangur félagsins er
að halda uppi íþróttastarfsemi og
annarri heilbrigðri félagsstarfsemi.
Umf. Mývetningur var gamalt og
gróið félag, stofnað 1909, en Íf. Ei-
lífur hafði starfað í rúm 30 ár eftir
að þéttbýlismyndun varð í Reykja-
hlíð. Í sameinuðu félagi eru um 200
félagar. Íbúar Mývatnssveitar eru
450.
AÐ undanförnu hafa stjórnir Umf.
Mývetnings og Íf. Eilífs kannað hug
félagsmanna til sameiningar þeirra.
Þetta hefur leitt til þess að nýlega
var á fundum í hvoru félagi um sig
samþykkt að sameina félögin.
Nú nýlega var síðan stofnfundur
nýs félags haldinn í Skjólbrekku.
Þar var sameining endanlega sam-
þykkt einróma.
Hið nýja félag heitir Mývetningur
Íþrótta- og ungmennafélag. Í stjórn
félagsins voru kjörin: Jóhanna
Morgunblaðið/BFH
Stjórn Mývetnings: Guðrún M. Valgeirsdóttir, Böðvar Pétursson, Jóhanna
H. Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson og Sólveig Erla Hinriksdóttir.
Mývatnssveit
Íþróttafélög sameinast
LÁRUS H. List opnar málverka- og
ljósmyndasýningu í Deiglunni í dag,
laugardaginn 13. apríl, kl. 18.
Lárus H. List hefur haldið fjöl-
margar einkasýningar, bæði á Ís-
landi og í útlöndum og tekið þátt í
mörgum samsýningum. Nú sýnir
Lárus H. List í fyrsta skipti úrval
listrænna ljósmynda sem hann hefur
tekið á undanförnum árum og stillir
upp með nýlegum málverkum. Sýn-
ingin stendur til 29. apríl og er opin
daglega frá kl. 14-16. Ekki hafa verið
send út boðskort en allir eru vel-
komnir.
Sýningin A-396
KAMMERTÓNLEIKAR verða í
Laugaborg á morgun, sunnudaginn
14. apríl, kl. 16.
Flytjendur á tónleikunum eru þau
Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleik-
ari og Kristinn Örn Kristinsson pí-
anóleikari. Flytjendurnir eiga það
sameiginlegt að hafa slitið barns-
skónum á Eyjafjarðarsvæðinu og
stundað grunnnám sitt í tónlist við
Tónlistarskólann á Akureyri. Efnis-
skrá tónleikanna er fjölbreytt og er
þar að finna verk eftir Robert Schu-
mann, Dimitri Shostakovich, Max
Bruch og Paul Hindemith.
Kammertónleikar
í Laugaborg
UNGUR drengur varð fyrir bifreið
sem ekið var eftir Þórunnarstræti
skammt ofan við Lögreglustöðina á
Akureyri síðdegis í gær.
Drengurinn kom að sögn lögreglu
hlaupandi út úr runna við hús og út á
götu. Hann var fluttur á slysadeild, en
meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.
Barn fyrir bíl
GRÓFARGIL ehf. á Akureyri og
matvöruverslanakeðjan Samkaup hf.
hafa gengið frá samningi um að Gróf-
argil annist bókhaldsþjónustu fyrir
Samkaup ásamt miðlægri skráningu
vörukaupa og launaútreikningi.
Samningurinn er til þriggja ára.
Grófargil var stofnað á grunni
þeirrar bókhalds- og fjármálastarf-
semi sem Kaupfélag Eyfirðinga hafði
innan sinna vébanda og er stærst fyr-
irtækja utan höfuðborgarsvæðisins á
sínu sviði með um 30 starfsmenn. Fé-
lagið er í eigu Kaldbaks, eignarhalds-
félags KEA. Samkaup er þriðja
stærsta matvöruverslunarkeðja
landsins með á níunda milljarð króna
í veltu á liðnu ári. Starfsmenn eru um
500 talsins, en félagið rekur 24 versl-
anir um allt land.
Samkaup semja
við Grófargil
♦ ♦ ♦