Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 39 SUMARIÐ 1809 kom ævin- týrariddarinn til Íslands og leysti landið um stund und- an dönsku krúnunni svo forfeður okkar áttu eitt sumar á landinu bláa í frjálsu og sjálfstæðu lýð- veldi. Það launuðum við honum með hundadaga- kóngsnafnbót. Fall Jörundar frá Íslandi var mik- ið; hann var handtekinn í Englandi og fluttur í hlekkjum til Ástralíu. Á Tasmaníu snerist lífs- lukkan honum enn í hag, en kippti svo undan hon- um fótunum aftur. Nú liggur leg hans undir litlum garði í miðborg Hobart. Soffía M. Gústafsdóttir bjó í Tasmaníu í sjö ár, þar sem hún m.a. fetaði í fótspor Jörundar sem bezt hún mátti. „Jörundur var minn maður strax í skóla. Það var eitthvað við sögu hans, sem gekk í augun á mér; ævintýraþráin og dirfskan heilluðu mig. Og ævintýraeyjan Tasmanía. Henni kynntist ég af munni ömmu minnar. Pabbi hennar var norskur skipstjóri og sigldi í mörg ár á hverju ári til Ástralíu og kom til hafnar í Tasmaníu, þar sem hann sótti meðal annars epli. Jólaeplin voru lengi vel frá Tasmaníu í mínum huga. Þessi langafi minn vildi svo setjast að í Tasmaníu og hafði séð sér þar út land til epla- ræktar í Huondal. En langamma mín vildi hvergi fara frá Noregi. Þar með datt epladal- urinn upp fyrir. Amma mín var hins vegar ekki sátt við þessa niðurstöðu. Hún hafði heillazt af sögum pabba síns um þessa fjarlægu eyju. Forlögin leiddu hana aftur á móti til annarrar eyju; Íslands, þar sem hún giftist og settist að. Og seinna sat ég við ömmuknéð við Sundin og hlustaði á dásemdir Tasmaníu. Bæði Jörundur og Tasmanía viku svo úr huga mér, en skutu þar aftur upp kollinum, þegar ég var orðin gift kona. Þá bauðst manninum mínum fyrrverandi starf við laxeldi í Tasmaníu og þegar það kom upp, hvarflaði aldrei að mér að feta í fótspor langömmu minnar og segja nei. Það kom ekki ann- að til greina en að fara. Og þegar sú ákvörðun var tekin barst upp í hend- urnar á mér bók um Tasmaníu. Í þeirri bók var kafli um Jörund og þar með var hann kominn í farangurinn.“ Soffía fann epladalinn hans langafa síns á Tasmaníu og eignaðist þar lítinn búgarð. En hennar fyrsta verk var að hefja leitina að Jörundi hundadaga- kóngi. Hún byrjaði í fornbókaverzlun- um og söfnum og síðan rakti hún þráð- inn, eins langt og hún komst. Til Tasmaníu kemur Jörundur í hlekkjum 29. apríl 1826, 46 ára, dæmd- ur maður í Englandi fyrir hvinnsku, fjárhættuspil og fyllirí. En á siglingunni suður eftir rís sól Jörundar enn einn ganginn. Skæð pest herjar á skipið og er læknirinn með þeim fyrstu, sem hún leggst á og dregur til dauða. Jörundur sat fyrir ferðina tvö ár í fangelsi, þar sem hann starfaði í sjúkradeildinni. Nú kemur sú reynsla honum vel og samferðamönnum hans til góða. En áður en landi er náð í Tasmaníu veikist skipstjórinn og mál æxlast svo, að Jörundur að- stoðar þá, sem uppi standa, við að sigla skipinu til hafnar. Það vill nefnilega svo til, að þetta er ekki hans fyrsta ferð til eyjunnar. Tuttugu árum fyrr kom hann þangað sextán ára háseti og fór þá meðal annars í land með þeim, sem völdu höfuðplássinu, Hobart stað. Innsiglingin til Hobart er enn jafn- varasöm og fyrir tuttugu árum, en margt á landi er með öðrum brag, þegar Jörundur kemur þar öðru sinni. Það fyrsta, sem mætir auganu, er að Hobart er orðið vísir að þeirri borg sem Jörundur sá sér aðeins fyrir hugskotssjónum tuttugu árum áður. Þegar kemur á bryggjuna er strax farið í að flokka fangana tvo hópa; þá, sem á að hengja strax, og hina, sem eiga að fara til Port Arthur, en þar er illræmdasti fangastaður nýlendunnar sem enginn sleppur frá. Til Port Arthur á Jörundur að fara. En á bryggjunni kemur í ljós að þessi bjarg- vættur fangaskipsins er bæði læs og skrifandi. Það er ekki lítið þá á þessum stað. Jörundur er tekinn út úr fangahópnum og honum fenginn starfi við höfnina þar sem hann skal annast birgðaskráningu. Fljótlega kemst hann á snoðir um svindl og svínarí sem hann tilkynnir yfirboðurum sínum og kemur þar með upp um stórtækt þjófagengi. Nú þykir mönnum sem verðlauna beri Jörund með betri starfa og öðrum samastað en Port Arthur. Það ber til að ungur Breti er með fjárfesting- arfélag upp á vasann sem vantar að fá eyjuna rannsakaða og kortlagða. Jörundur kann auðvit- að á áttavita og það verður ofan á að hann er ráð- inn leiðangursstjóri hóps fanga og frumbyggja til að kortleggja ákveðin svæði á eyjunni. Þetta reynist gífurlega erfið ferð; leiðangurinn lendir í miklum hrakningum en Jörundur lýkur verkinu og leiðir sína menn til baka. Hann skrifar merkar skýrslur um störf leiðangursins; þ.á m. um nátt- úrufar og náttúrugæði, sem hluthafar í fjárfest- ingarfélaginu verða forríkir út á. Jörundi er laun- aður greiðinn með sakaruppgjöf og hann verðlaunaður með landskika og lögreglustjóra- embætti í Ross. Það embætti stendur þó stutt við í höndum hans því hann reynist of röggsamur embættis- maður. Hann berst gegn misnotkun á föngum, sem málsmetandi menn höfðu lengi stungið und- an til alls kyns starfa í sína þágu. Þar er ekki við neina smákalla að eiga og Jörundur neyðist til að segja af sér lögreglustjóraembættinu síðla árs 1833. Hann snýr sér þá alfarið að skrifum og leggst hart gegn þeirri stefnu stjórnvalda að út- rýma frumbyggjunum sem hann vill að menn læri af og gangi til samstarfs við. Og hann semur orða- bók yfir mál frumbyggja Tasmaníu. Einnig stofn- ar hann blað, sem hann kallar Hobart Courier, og ritstýrir af miklum móð. „Ég hef aldrei getað séð Jörund sem þann fjár- hættuspilara og fyllibyttu sem svo margir vilja halda fram. Það sem mér finnst einkenna hann er dirfska hans og hugkvæmni og um leið réttsýni og samhygð með öðrum mönnum. Hann var þannig karakter að hann sá hlutina í allt öðru ljósi en samferðamenn hans. Hann var svo manneskju- legur og hlýr. Og hann var nú aldeilis ekki að skara eld að eigin köku, heldur vildi hann virki- lega vinna öðrum gagn og leggja samfélaginu lið. Hann var lýðræðissinni og konungstignin á Ís- landi var ekki hans vegtylla; það voru aðrir, sem titluðu hann svo. Sjálfur kallaði hann sig verndara Íslands og vildi aðeins fara með völd þar til ís- lenzkt þing hefði kosið landinu stjórn. Öll hans verk í Tasmaníu voru sömu gerðar og þegar hann hvatti Íslendinga til sjálfbjargar og sjálfstæðis.“ En þegar veraldarlukkan leikur fyrst við Jör- und í lögreglustjóraembættinu leggjast örlögin á aðra sveif. Jörundur kynnist írskri konu; Nóru Corbett að nafni, og kvænist henni. Nóra hafði verið í vist á Englandi en var sökuð um þjófnað; barnið hennar var tekið frá henni, hún sett í fang- elsi og svo flutt í sakamannanýlenduna hinum megin á hnettinum. Nóra er drykkfelld með afbrigðum og má Jör- undur hafa sig allan við að stemma stigu við vand- ræðaganginum í henni. Þau kynnast á stað, sem heitir Vonin og akkerið og svo sannarlega reynir Jörundur að vera von Nóru og akkeri. En allt kem fyrir ekki og þá fellur hann sjálfur fyrir Bakkusi. Nú hallar fljótt undan fæti aftur. Hinn 20. janúar 1841; ári eftir að Nóra deyr, deyr Jörundur úr lungnabólgu; einstæður og heillum horfinn. „Saga Nóru og Jörundar er mikið örlaga- drama. Ég hef séð bréf, sem Jörundur skrifaði brezkum yfirvöldum, þar sem hann biður um að- stoð til að finna barn Nóru. Hann trúði því að fengi hún barnið aftur myndi hún taka gleði sína á ný og hætta að drekka. En það varð ekki og ég held að þetta persónu- lega stríð hafi að lokum orðið Jörundi um megn. Hann átti það ekki til í sér að láta Nóru róa og fyrst hann ekki gat bjargað henni úr klóm áfengisþursins gekk hann einfaldlega sjálfur í bjargið til hennar. Eftir mikla leit fann ég staðinn þar sem Jör- undur var lagður í ómerkta gröf. Þar er nú lítill garður í miðborg Hobart. Ég heimsótti hann oft. Og í þeim garði var mér alltaf gott að dvelja.“ Morgunblaðið/Þorkell Jörundur og Nóra – Myndhöggvarinn Daniel Herbert hjó myndir af Jörundi og Nóru í nyrðri væng Ross-brúarinnar. Hann krýndi Jörund þeirri kórónu, sem hann aldrei vildi bera í lifanda lífi. Pílagríminn – Soffía M. Gústafsdóttir fetaði í fótspor Jör- undar á Tasmaníu. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is …meður sóma og sann… „Kristín var drifkrafturinn í að koma þessu verkefni áfram, en hún lést ári síðar. Það hlýtur að hafa ver- ið henni mikils virði að skilja við fé- lag sitt í endurnýjun lífdaga, með nýtt og verðugt verkefni.“ Málefnum barnaspítala haldið vakandi Eftir að nýtt markmið félagsins var samþykkt jókst félagafjöldi til muna og ungar konur bættust í hóp- inn. Þegar Barnaspítali Hringsins var opnaður árið 1965 var stóru markmiði félagsins náð, en áður höfðu Hringskonur lagt fram fé til að opnun barnadeildar gæti orðið að veruleika árið 1957. Næstu árin ein- beittu þær sér að börnum sem áttu við geðröskun að stríða og aðstoðuðu við uppbyggingu barnageðdeildar. Á 80 ára afmæli Hringsins var kveðið upp úr með að þaðan í frá myndi Hringurinn leggja allt sitt í að reistur yrði nýr barnaspítali á lóð Landspít- alans. „Í áranna rás hafa Hringskon- ur með málflutningi sínum haldið vakandi málefnum barnaspítala, þær hafa unnið stórvirki við að tækja- væða deildirnar eftir því sem nýjung- um og tækni fleygir fram og þær hafa kostað börn til lækninga erlend- is þegar þörf krafði,“ segir Björg. Draumurinn verður að veruleika Áslaug segir að allar götur síðan 1942 hafi aðalstefnumál og hug- sjónamál félagsins verið að reistur yrði sérhannaður barnaspítali með þarfir barna, aðstandenda þeirra og heilbrigðisstarfsfólks í huga. „Það er því okkur mikið gleðiefni að þetta mál skuli loks vera komið í höfn og draumurinn að verða að veruleika. Helsti styrkur Hringsins alla tíð hefur verið eljusemi Hringskvenna sem unnið hafa að þessu markmiði félagsins af krafti á fórnfúsan hátt. Sérstök er saga þeirra kvenna sem ruddu brautina og þetta starf sýnir hversu miklu er hægt að fá áorkað ef staðið er saman.“ – En hvað veldur því að hópur kvenna á nærri hundrað ára tímabili vinnur að líknarmálum sem krefjast mikils tíma? „Velferð barna er okkur öllum hjartfólgin,“ svarar Áslaug. „Það sem sameinar krafta okkar er sú sýn að við getum lagt eitthvað af mörkum við að bæta aðstöðu og hjúkrun sjúkra barna á Íslandi.“ – Hvað með framtíðarmarkmið Hringsins, nú þegar bygging barna- spítala er vel komin á veg? „Það er miklum áfanga náð þegar nýr Barnaspítali Hringsins hefur risið. En góður spítali er ekki aðeins bygging. Starfsemi hans byggist á frábæru starfsfólki sem hefur yfir að ráða góðum tækjabúnaði. Það verður ávallt þörf fyrir stuðning við rekstur slíks spítala, bæði við starfs- fólk hans og endurnýjun á tækja- búnaði. Því verkefni lýkur aldrei.“ s 50 milljóna króna gjöf til kaupa á búnaði Morgunblaðið/Golli ur öllum hjartfólgin. Það sem sameinar krafta etum lagt eitthvað að mörkum við að bæta að- a barna á Íslandi,“ segir Áslaug Björg Viggós- ttir, formaður Hringsins. nokkurra stofnfélaga Hringsins, fljótlega eftir síðustu aldamót. Á myndinni eru frá dóttir, Kristrún Hallgrímsson, Ásta Hallgrímsson, Kristín Vídalín (fyrsti formaður acobson), Ingibjörg Brands, dans- og sundkona (kona Guðmundar Eggertz sýslu- Jónasson Hall, Elín Laxdal (dóttir Matthíasar Jochumsson) og Fredlukke f. Holten. sstjórnin gnum en kinu það ð öllum 942 var efnis að ðis beita yrði upp við heil- aka þátt ala með andspít- rnadeild n unnið ans. Árið din í sitt vestur- ur heitið ingsins í ið helsta styrktaraðilann. Báðar þessar barnadeildir bjuggu Hrings- konur húsgögnum og öðrum búnaði; en einnig lét Hringur- inn margar milljónir í sjálfa bygginguna.  Geðdeild Barnaspítalans við Dalbraut fékk allt innanstokks frá Hringnum við opnun 1971 og þegar vökudeild var endur- nýjuð 1976 áttu Hringskonur þátt í að búa hana út.  Hringskonur munu leggja fjár- muni í byggingu nýs Barna- spítala Hringsins sem ráðgert er að verði opnaður í haust. Þá munu þær einnig leggja til fjár- magn til búnaðar á sjúkrastof- um og tækjakaupa sjúkrahúss- ins. Þetta er því í fjórða sinn sem Hringskonur gefa fé til kaupa á rúmum og búnaði fyrir barnaspítala. gsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.