Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 54
KIRKJUSTARF 54 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVONEFND Tómasarmessa verð- ur í Egilsstaðakirkju sunnudags- kvöldið 14. apríl kl. 20.30. Þessi messa er ættuð frá Finnlandi en hefur um allmörg ár verið í Breiðholtskirkju, mánaðarlega yf- ir veturinn. Þar er það hópur presta og leikfólks sem þjónar með margvíslegum hætti. Nágrannaprestar og fleiri hafa einnig komið að Tómasarmessum á Egilsstöðum ásamt organista og kór en þetta er í þriðja skiptið sem þessi háttur er hafður á messuhaldi á Egilsstöðum. Tómasarmessan er kennd við postulann efagjarna sem þurfti að þreifa á sárum Krists til að trúa upprisunni. Áhersla er á þátt upplifunarinnar og að auka víxlverkun milli fólks í kirkjunni og gefa svigrúm fyrir fjölþættari þjónustu sem stundum fer fram á fleiri en einum stað í einu. M.a. er möguleiki á sérstakri fyrirbæn og þátttöku í bæn fyrir öðrum með mismunandi hætti. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving taka með ýmsu móti þátt í messunni en organisti er Torvald Gjerde og félagar í Kór Egilsstaðkirkju leiða sönginn. Þessa helgi er hollenski guð- fræðingurinn Teo van der Weele einnig á Egilsstöðum þó hann verði væntanlega farinn fyrir sunnudagskvöldið. Fræðslu- og fyrirbænasamvera verður með honum í Egilsstaðakirkju laug- ardagskvöldið 13. apríl kl. 20. Sérgrein hans er raunar sálgæsla í sambandi við misnotkun og ýmis áföll, en hann hefur einmitt í vet- ur kennt á námskeiði syðra um slíka hluti. Allir eru velkomnir, bæði kvöldin. Sóknarprestur. Kvennakirkjan í Árbæjarkirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Árbæjarkirkju sunnu- daginn 14. apríl kl. 20.30. Yf- irskrift messunnar er friður þar sem talað verður um jafnvægið milli þess sem gerist innra með okkur og í kringum okkur. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Kvennakirkjukonur fjalla um efnið með leik og dansi. Telma Huld Ragnarsdóttir, sem fermdist í vor, les eigið ljóð. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Ævintýri Kuggs og Málfríðar í Graf- arvogskirkju Á SUNNUDAGINN kemur 14. apríl kl. 11 verður sameiginleg barnamessa Grafarvogskirkju og Engjaskóla. Stopp leikhópurinn sýnir hið vinsæla leikrit um Æv- intýri Kuggs og Málfríðar, leik- gerð sem byggð er á bókum eftir Sigrúnu Eldjárn. Leikarar eru: Eggert Kaaber og Katrín Þor- kelsdóttir. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Hið blómlega barna- starf mun halda áfram alla sunnudaga til 12. maí nk. í Graf- arvogskirkju kl. 11 og í Engja- skóla kl. 13. Barnamessuferð verður farin laugardaginn 4. maí ( nánar auglýst síðar). Lagt verð- ur af stað frá Grafarvogskirkju kl. 10. Grillað og sungið saman. Kór Flensborg- arskóla syngur við messu í Hafnarfjarð- arkirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 14. apríl, mun kór Flensborgarskóla sækja Hafnarfjarðarkirkju heim og syngja við helgihald dagsins. Mun kórinn syngja öll messusvör, leiða almennan safnaðarsöng og syngja valin kórverk. Hrafnhildur Blomsterberg er kórstjóri. Fé- lagar í kórnum lesa einnig ritn- ingarlestra. Ræðuefni dagsins er tekið úr Lúkasarguðspjalli: „Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem myrðir spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín.“ Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en organisti Natalía Chow. Eftir stundina er boðið upp á hress- ingu í safnaðarheimilinu. Guðs- þjónustan hefst kl. 11. Færeyskur söngur í Langholtskirkju FÆREYSKA söngkonan Eivør Pálsdóttir syngur færeyskan sálm við messu í Langholtskirkju sunnudaginn 14. apríl kl. 11. Eivør, sem er um tvítugt, nýtur mikilla vinsælda í sínu heima- landi og syngur bæði rokk sem klassíska tónlist. Þá mun einn af kórum kirkjunnar, Graduale nobili, syngja og leiða almennan safnaðarsöng, en kórinn hefur getið sér gott orð innan lands sem utan fyrir söng sinn. Kórinn er skipaður stúlkum á aldrinum 18–24 ára og heldur hann tón- leika í kl. 16 sama dag í Lang- holtskirkju. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Tómasarmessa og Teo van der Weele í Egils- staðakirkju Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. All- ir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Fé- lagstarf aldraðra laugardaginn 13. apríl kl. 14. Vigfús og Pálmi Hjartarsynir sýna lit- skyggnur frá fyrirhuguðum ferðaslóðum í Herðubreiðarlindir. Borinn verður fram létt- ur málsverður. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan, Akureyri: Brauðs- brotning kl. 20. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Gísli Sig. Grafarvogskirkja ATVINNUHÚSNÆÐI Skeifan — verslunarhúsnæði til leigu Eitt besta verslunarhúsnæðið í ný uppgerðu húsi í Skeifunni. Stærð um 820 m². Næg bílastæði. Frábært auglýsingagildi. Upplýsingar í síma 894 7997. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Ný lífssjón heldur aðalfund mánudaginn 22. apríl nk. kl. 20.00 á lofti Grafarvogskirkju. Efni fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Ný lífssjón eru samtök fólks sem vantar á útlimi og aðstandendur þeirra. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Þorbjarnar Fiskaness hf. fyrir árið 2001 verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl 2002 kl. 15.00 í húsnæði félagsins á Hafnargötu 12 í Grindavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Þorbjarnar Fiskaness hf. HÚSNÆÐI Í BOÐI Íbúð í Barcelóna Til leigu íbúð í Barcelona, laus: 28. apríl—10. maí 28. maí—1. júní 15. júní—22. júní 29. júní—6. júlí 20. júlí—27. júlí 29. júlí—3. ágúst 28. sept.—31. des. Einnig laus næsta ár. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Nám í læknisfræði 2002 Aðgangur að almennu námi í læknisfræði á ensku og námi í tannlækningum við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Nú eru meira en 160 nemendur frá Skandinavíu og Íslandi við nám í háskólanum. Viðtöl við einstaklinga fara fram á Íslandi í Reykja- vík 8. júní. Viðtölin eru ÁN GJALDS. Nánari upplýsingar um skólagjöld, tímasetningar og hvar viðtöl fara fram fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D., H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Ungverjalandi. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@elender.hu Heimasíða: http://www.tinasmedical.com Vigtarmenn Vornámskeið 2002 til löggildingar vigtar- manna verða haldin sem hér segir; Ef næg þátttaka fæst! Á Sauðárkróki 6., 7. og 8. maí. Endurmenntun 6. og 7. maí. Skráningu þátttakenda lýkur 26. apríl. Í Reykjavík 13., 14. og 15. maí. Endurmenntun 16. maí. Skráningu þátttakenda lýkur 3. maí. Námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 510 1100. Námskeiðsgjald kr. 24.000. Endurmenntunarnámskeið kr. 10.000. Löggildingarstofa. TIL SÖLU Lagerúrsala Í dag, laugardaginn 13. apríl, verðum við með lagerútsölu frá kl. 13.00 til 16.00 síð- degis. Seld verða leikföng í úrvali; bílar, dúkk- ur, gæsaveiðitækið vinsæla, tölvustýrðir jeppar og fjórhjól, boltar, vatnsbyssur, ofl. ofl. Einnig nokkuð af ódýrum KAFFIVÉLUM, brauðristum, SAFAPRESSUM, handþeyturum. Herðatré plast og tré, fægiskóflur, plastborðdúkar, serví- ettur, plasthnífapör. VEIÐARFÆRI, hjól, stangir, vöðluskór, spúnar, túbu-Vise o.fl. Ódýrar vöðl- ur í stærðunum 41—42, hagstætt verð. VERK- FÆRAKASSAR á tilboðsverði. Eldhúsvogir, baðvogir, hitakönnur, bakkar fyrir örbylgjuofna. Hleðslubatterí, einfaldir álstigar, 2,27 m, tak- markað magn. Vagn á hjólum með þremur hill- um, tilvalinn á lager, í mötuneyti o.fl. Trilla fyrir lager. Lítið við, því nú er tækifæri til þess að gera góð kaup, allt á að seljast. Kredit- og deb- etkortaþjónusta. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF  GIMLI 6002041315 I kl. 15.00.  RÚN 6002041314 I kl. 14 Fundur Rúnar í Reykjavík Grindaskarðaleið/Selvogs- mannaleið sunnud. 14. apríl, gengið frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Kaldárseli. Komið við í Kershelli, skoðaðar fornar minjar o.fl. Fararstjóri Jónatan Garðarsson, verð 800/1000. Bakpokanámskeið mánudag- inn 15. apríl kl. 20 í Risinu, Mörkinni 6. Nauðsynlegt að skrá þátttöku, takmarkaður fjöl- di, ekkert þátttökugjald. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Munið spurningaleikinn á heimasíðu FÍ. Staðfestið pantan- ir í sumarleyfisferðir, margar eru þegar uppseldar. Fyrsta afmælisganga FÍ verð- ur sunnud. 21. apríl, verið með frá byrjun, sjá bls. 11 í prentaðri áætlun. Húsbyggjendur! Húsasmíðameistari með 3 vana menn getur bætt við sig verkefnum. Hef mikla reynslu jafnt í nýbyggingum sem viðhaldi. Get verið meistari, byggingarstjóri og gert verðtilboð ef óskað er. Jónas, sími 863 9371. ÞJÓNUSTA R A Ð A U G L Ý S I N G A R Meðalfell í Kjós. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir félaga, 1.700 fyrir aðra. Fararstjóri: Bergþóra Bergsdóttir. 17. apríl — Geldinganes (Útivistarræktin). Brottför á eigin bílum kl. 18.30 frá skrif- stofu Útivistar. Ekkert þátttöku- gjald. 19.—21. apríl Hveravellir — akstur á jökul (Jeppadeild). Ferð í samvinnu við Arctic Trucks. Keyrt á föstu- dag í Reykholt og gist. Á laugar- deginum er ekið yfir Langjökul að Hveravöllum og gist. Kjölur til baka. Skráning á skrifstofu. Verð kr. 5.500 fyrir félaga, 6.400 fyrir aðra. Fararstjóri: Ragnar Einarsson. 21. apríl — Reykjavegur — Stóra Sandvík — Þorbjarnar- fell (R1). Fyrsti hluti Reykjaveg- arins (af átta). Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir fé- laga, 1.700 fyrir aðra. 21. apríl — Árnastígur. Brott- för kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir félaga, 1.700 fyrir aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.