Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru líklega fáir, sem ekki of- býður hrottaskapur Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísr- aels, gagnvart Pal- estínumönnum. Það er furðulegt að nokkrum manni skuli detta í hug að hann fái einhverju framgengt með því að leggja heimili óbreyttra borgara í rúst. Og niðurlægja þá, og kjörinn leið- toga þeirra, með því að bjóða honum að fara í útlegð. Það er enn erfiðara að skilja þetta, þegar haft er í huga að Ísrael er eina lýð- ræðisríkið í þessum heimshluta. Maður skyldi því ætla að Sharon sýndi lýðræðinu einhverja virð- ingu, hvað sem líður hatri hans á Yasser Arafat. Þrátt fyrir það er ekki hægt að komast hjá því að segja að umræð- an um það sem er að gerast í Mið- Austurlöndum er dálítið, um of, einfölduð. Palestínumenn eru ekki bara saklaus fórnarlömb. Það eru ekki sakleysingjar sem myrða fólk, tug- um saman, í strætisvögnum, í mat- vöruverslunum, á kaffihúsum eða diskótekum. Ekki frekar en þeir sem ryðjast um á skriðdrekum. Það verður líka að hafa í huga að það var Yasser Arafat sem hleypti þessu stríði af stað, eftir að hafa hafnað tilboði Ehuds Baraks, þá- verandi forsætisráðherra Ísraels, um lausn á deilunni. Barak sam- þykkti sjálfstætt ríki Palestínu- manna. Hann samþykkti að draga allt herlið til stöðva sinna. Hann samþykkti að leggja af landnema- byggðir Ísraela, á Vesturbakkan- um og Gaza. Hann samþykkti að Austur-Jerúsalem yrði höfuðborg hins nýja ríkis Palestínu. Hann samþykkti nánast allt sem Palest- ínumenn höfðu krafist. Og það átti aðeins að vera áfangi, í áframhald- andi friðarviðræðum. Arafat sagði nei, og hrinti af stað því blóðuga stríði sem síðan hefur geisað. Það var hann, persónu- lega, sem gerði það, og ekki í fyrsta skipti. Arafat hefur marg- sinnis espað til blóðsút- hellinga, til þess að ná fram pólitískum mark- miðum sínum. DÆMI: Árið 1996 hleypti hann öllu í bál og brand, þeg- ar hann hélt því fram að Ísraelar væru að grafa jarðgöng undir Muster- ishæðina, þar sem er þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekka og Medina. Sannleikurinn er sá að Ísraelar voru að opna munna á göngum sem höfðu verið grafin fyrir tvö þúsund árum. Og þessi göng voru um hálfan kílómetra fyrir neðan Musterishæðina. En fylgismenn Arafats trúðu honum, og blóðugar óeirðir fylgdu í kjölfarið. Þessar lygar Arafats kostuðu tugi manna lífið. George Bush, forseta Bandaríkj- anna, hefur verið legið á hálsi fyrir að bjóða ekki Arafat í heimsókn, til Washington, og líklega eru margir sammála um að það sé skammsýni hjá forsetanum. Ástæðan er eink- um sú að Bush er heimatilbúinn, gamaldags Texasbúi, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Þótt það kunni að virðast furðulegt, í dag, er einn mæli- kvarði forsetans sá að menn segi honum satt. Þegar Ísraelar stöðv- uðu skip sem var að flytja fimmtíu tonn af vopnum og sprengiefni til Palestínu, sagði Arafat að sér væri alls ókunnugt um málið. Þegar frekari gögn litu dagsins ljós, varð hann að viðurkenna að hann hefði vitað allt um þessa sendingu. Hann hefði logið, að Bush. Arafat hefur einnig fordæmt sprengjuárásir sem hafa kostað hundruð óbreyttra borgara lífið. Skjöl, sem ísraelskir hermenn hafa fundið í árásum sínum á stöðvar palestínsku heimastjórnarinnar, sýna að samtök eins og Hamas Bara Ísraelum að kenna? Óli Tynes HÉR Á landi er málræktsjálfsögð. Andmæli viðhana þykja ekki verð-skulda yfirveguð svör, þeim er tekið eins og relli í krakka sem neitar að þrífa sig. Og sá sem styngi upp á því að henni yrði hætt fengi lakari hljómgrunn en maður sem rétti upp hönd á neyðarfundi fyrirtækis er stæði höllum fæti í baráttunni um sálir neytenda og segði: Hvað ef við hættum að láta fólk borga fyrir vörurnar og gæf- um því í staðinn inneignarnótu? Sá síðarnefndi yrði bara rekinn. Hinn yrði grýttur í hel með gullmolum úr nýyrðasöfnum. Sá sem fer að nudda við málrækt þarf því ekki að réttlæta iðju sína. Menn rengja það ekki að þeir þurfi andrúmsloft. Þá getur greint á um það hvort sá sem segist ætla til Sel- foss eigi skilið að komast þangað en ekki hvort við eigum að tala ís- lensku. Samband okkar við málið er næstum talið lífrænt. Erum við ekki með íslenska tungu? Hvaða þjóðtunga skyldi henta henni best? Menn hafa jafnvel dáðst að því í ógáti hve ættleidd börn að utan væru fljót að ná íslenskunni þótt þau væru ekki þessleg á litinn. Málið er sem sagt eitt af helstu líffærunum. Málrækt felst að miklu leyti í því að varðveita, dýpka og bæta í sjálfsmynd ákveðins hóps – ís- lensku þjóðarinnar. Náttúran virð- ist ekki hafa gert ráð fyrir þjóðum og raunar vera frekar á móti þeim. En nú hafa menn tekið slíku ást- fóstri við þetta fyrirkomulag að þeim er ekki úr að aka. Þjóð skul- um við vera. Og það kostar okkur stanslaust streð á málakrinum. Við bogrum yfir arfanum, farin í baki. Málrækt er ekki eins og hver önnur rækt. Hún er þjóðrækt. – – – Stundum þykir fara vel á því að tala vitlaust. Oft er byggt á hefð í þessu efni og það finnst mér notalegt að hald- ið sé upp á gamlar málvenjur sem nú eru orðnar ósiðir eða jafnvel af- brot. Það er eitthvað ósjarmerandi við samræmda þróun. Eitt dæmið er fleirtöluendingin -ir í þjóðaheit- um sem enda á -i í eintölu: Danir, Grikkir, Tyrkir. Því miður styður sagan ekki þá tilgátu að þannig beygjum við þjóðir sem hafa beygt okkur. Samt er eitt dæmið enn Serkir og það voru þeir sem frömdu „Tyrkjaránið“. Þetta hefur svo breiðst út: Ástralir og Japanir og oft fljóta Portúgalir með þótt Senegalar beygist eins og venju- legir næturgalar. Verst er að mega þá ekki líka segja Belgir. Er ekki nóg komið? Að brjóta reglur er holl skemmtun en best í hófi. Ég legg til að Danir, Grikkir og Tyrkir njóti hefðarréttarins en um aðra gildi að breyttu breytanda hin gamla bannfær- ing: Þeir sem segja Japanir eru asnir. – – – Verðbólga hefur fylgt okkur Ís- lendingum nær alla mína daga. Nú man ég ekki lengur hver sagði þá sögu en þetta er myndrænasta verðbólgulýsing sem ég hef heyrt: Kona setti glas fyrir ungan dreng, hellti það hálft af mjólk og sagði honum að drekka. Því næst hellti hún það aftur hálft af mjólk, fyllti með vatni og sagði honum að drekka. Þá skildi hann hvað verð- bólga var. Helmingi meira og helmingi þynnra. Verðbólgan hefur hlaupið í málið eins og annað og einkennin eru mörg. Eitt er það að manni er sagt hið sama tvisvar með svo stuttu millibili að það rúmast jafnvel í sama orði. Þannig er um orðin veiðimagn og veiðarfærabúnaður, fjarnámsnemar, farsímasímtöl, körfuknattleiksleikmenn og risa- stórborg. Svo má þynna enn frekar og veita fjárframlag, bjóða afslátt- artilboð, reyna innbrotstilraun og gera það þá kannski aðfaranótt gærdagsins. Nema maður megi ekki vera að því vegna þess að maður sé alltaf sívinnandi. Þannig koll af kolli: Heildarfjölda farþega fækkaði um 6%. Þeir eru báðir í fremstu röð bestu leikara. Á endanum er mjólkurliturinn horfinn og maður verður að dýfa fingri í glasið til að sannfærast um að hann sé yfirhöfuð að drekka vökva: Þrátt fyrir nokkra fækkun í fjölda umsókna [hefur] mjög mikill fjöldi fólks sótt [stöðina] und- anfarið. Er fjöldi þeirra sem hafa komið meiri en í fyrra en þá var fjöldi þeirra sem komu 3000. Stundum bætir listrænt gildi upp það sem tapaðist: Allir eru sammála um að þessir dagar hafi verið þrír mest árekstralausu dag- ar sem menn muna. Og stundum opnast sýn í óvænta átt: Sauð- fjárburður hefst senn í Wales. Þetta gæti verið venjulegur sauð- burður en líka forn íþróttagrein. Wales var lengi afskekkt. Kannski er það algengasta ein- kennið við lestur verðbólgins máls af öllu tagi að manni finnst eins og vitið seytli úr hausnum og loft komi í staðinn. Til þess þarf ekki nema eitt orð: stórhöfuðborgarsvæðið. – – – Að lokum gálauslegt tal til að létta þeim drunga sem sest jafnvel að vonglöðustu mönnum við lestur þessa þáttar. Fyrir kemur að maður rekst á nýyrði sem falla svo vel að málinu að ekki sér minnstu misfellu á, það er eins og þau hafi alltaf verið þarna. Þetta er fátítt, yfirleitt tek- ur einhvern tíma að venjast nýyrð- um. En svona er um orðið sigur- kýr. Sigurkýr. Það hljómar eins og gamalt kvenmannsnafn; konan gæti verið á lífi, þó líkast til háöldr- uð. En á þennan gimstein glóði í hversdagslegri frétt úr sveitinni: Sérstök dómnefnd valdi sigurkúna. Stundum dreymir menn um að málið lyti betur lögmálum en það gerir, væri svolítið reglulegra, þeim finnst það, eins og barninu, ekki nógu eins. Málið yrði einfald- ara og þar með lífið. En skyldi ein- falt líf vera ofmetið? Dæmi: Snjó- karl er karl úr snjó. En snjó- tittlingur? Þann fugl hyggjum vér að fáar konur mundu fúsar að verma. ÍSLENSKT MÁL Eftir Ásgeir Ásgeirsson Að brjóta regl- ur er holl skemmtun en best í hófi asgeir@mbl.is ÞAÐ er athyglisvert í allri þeirri umræðu, sem orðið hefur um fjármál Reykjavíkur- borgar, að frambjóð- endur Sjálfstæðis- flokksins hafa forðast það eins og heitan eld- inn að geta um þá góðu einkunn, sem Reykja- víkurborg fær hjá eft- irlitsnefnd félagsmála- ráðuneytisins um fjárreiður sveitarfélaga í landinu. Þar fær Reykjavík langhæstu einkunn allra stóru sveitarfé- laganna, eða 8,0 í meðaleinkunn. Til fróðleiks er birt hér tafla, sem sýnir einkunnagjöfina. Reykjavík 8,0, Kópa- vogur 5,8, Hafnarfjörð- ur 0,8, Garðabær 7,6, Seltjarnarnes 6,0, Mos- fellsbær 0,6, Reykja- nesbær 0,0, Bessa- staðahreppur 0,2. Í flestum þessara sveitarfélaga fara sjálf- stæðismenn með meiri- hluta. Ýmsar eðlilegar skýringar geta verið á því hvers vegna þau fá ekki hærri einkunn fyr- ir fjármálastjórn og verður það ekki rakið hér. Hin góða útkoma Reykjavíkur í úttekt félagsmálaráðuneytisins afsannar hins vegar fullyrðingar sjálfstæðis- manna um lélega fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Hér er á ferð- inni hlutlaus aðili, sem kveður upp sinn dóm, hvort sem sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík líkar betur eða verr. Fær 8,0 í ein- kunn fyrir fjár- málastjórn Alfreð Þorsteinsson Reykjavík Reykjavík, segir Alfreð Þorsteinsson, fær lang- hæstu einkunn allra stóru sveitarfélaganna. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. MENNTAMÁL hafa lengi verið vinsælt um- ræðuefni hjá stjórn- málamönnum og fræði- mönnum landsins en minna hefur farið fyrir þátttöku námsmanna sjálfra í þeirri umræðu. Þessu viljum við ungir jafnaðarmenn breyta. Þegar litið er á menntastigin tvö eftir skólaskylduna teljum við að mikil stöðnun hafi átt sér stað. Við Ís- lendingar útskrifum nemendur síðast allra þjóða heimsins. Ungir jafnaðarmenn telja að stytta eigi framhaldsskólann úr fjór- um árum í þrjú ár, en með því yrðum við samkeppnishæfari á alþjóðlegum markaði. Ef Ísland á áfram að geta talist velferðarríki er nauðsynlegt að stuðla að framþróun á sviði mennta- mála. Einhæft nám Á meðan aðrar þjóðir leggja mikið upp úr því að mennta sem flesta er brottfall úr bæði framhaldsskólum og háskólum hérlendis gríðarlegt. Að mati ungra jafnaðarmanna er námið of einhæft. Einstaklingurinn fær ekki að njóta sín til fulls þegar ham- ast er við að steypa alla í sama mótið, mót meðalmennskunnar. Sárlega vantar aukið val og fjölbreytni. Við þurfum hvetjandi menntastefnu sem hentar fleirum. Til að mynda þarf að efla iðn- nám í landinu og gera það að eftirsóknarverð- um kosti fyrir nemend- ur. Ýmislegt sem snert- ir jafnrétti til náms má betur fara. Dæmi um þetta er aðstöðuleysi fyrir fatlaða og lítil raunveruleg úrræði fyrir fólk með námsörð- ugleika. Heit umræða fer nú fram í Bandaríkjunum og Evrópu um svokall- aða skólatékka. Við vilj- um vekja upp umræðu hérlendis um þann möguleika. Myndi það e.t.v. efla samkeppni milli skóla og ef svo er yrði sú samkeppni nemendum til bóta? Röð umræðufunda Til að skapa umræðu um mennta- mál hafa ungir jafnaðarmenn ákveðið að efna til þriggja umræðufunda um málefni framhaldsmenntunar í land- inu. Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30 á efri hæð Húss málarans. Umræðuefnið verður stytting framhaldsskólans úr 4 árum í 3 ár og brottfall úr námi. Frummælendur koma úr ýmsum átt- um. Þar koma fram viðhorf nemenda, stjórnmálamanna og fræðimanna. Annar fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl kl. 12.15 í stofu 101 í Odda. Á fundinum verður varp- að fram þeirri spurningu hvort það sé þjóðinni hagkvæmt að sem flestir mennti sig. Til að svara því fáum við til liðs við okkur fræðimann af sviði hagfræðinnar. Þriðji og síðasti fundurinn verður svo haldinn laugardaginn 20. apríl á annarri hæð á Húsi málarans. Sá fundur ber yfirskriftina Umræða um menntamál. Verður þá tekið á mál- efnum er varða jafnrétti til náms, menntatékkum og iðnnámi. Markmið fundanna er að skapa málefnalega umræðu um mennta- mál. Tími er kominn til að ungt fólk láti í sér heyra og komi sínum sjón- armiðum á framfæri. Ungir jafnaðar- menn telja að framtíð okkar sé betur borgið með samvinnu námsmanna við ráðamenn þjóðarinnar þar sem okkar skoðanir og reynsla hafa mót- andi áhrif á stefnuna í þessum mik- ilvæga málaflokki. Liður í því er að auka umræðuna um menntun. Þess vegna viljum við hvetja sem flesta til að koma og taka þátt í umræðu um þetta brýna hagsmunamál og taka ábyrgð á framtíð okkar. Umræðufundir um menntamál Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir UJ Markmiðið, segir Bryn- dís Ísfold Hlöðvers- dóttir, er að skapa mál- efnalega umræðu um menntamál. Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.