Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALMENNUR KYNNINGARFUNDUR Alþjóðlega Sam-Frímúrarareglan „Le Droit Humain“ hef- ur nýlega undirritað samvinnu- og samstarfssamning við tvær aðrar frímúrarareglur, Grand Orient de France og Grande Loge de France. Samtals telja þessar þrjár reglur liðlega 100 þúsund meðlimi og starfa í meira en 70 löndum. Af þessu tilefni efnir Sam-Frímúrarareglan til almenns kynningarfundar í húsakynnum reglunnar á Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi, sunnudaginn 14. apríl kl. 16.00. Á fundinum mun dr. Njörður P. Njarðvík, stórmeistari Sam-Frímúrarareglunnar, kynna störf frímúrara al- mennt, sögu þeirra, táknfræði, hugsjónir og heimspeki og Alþjóða Sam-Frímúrararegluna sérstaklega. Hann mun einnig svara spurningum fundarmanna. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. STJÓRN Olíufélagsins hf. leggur áherslu á að rannsókn Samkeppn- isstofnunar á meintu ólöglegu sam- ráði olíufélaganna verði lokið á sem skemmstum tíma svo að allri óvissu verði eytt sem fyrst. Þetta kom fram í máli Kristjáns Lofts- sonar, stjórnarformanns Olíufé- lagsins, á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja fullan trúnað og traust á milli félagsins, annars vegar, og viðskiptavina og hluthafa, hins vegar. Aðalatriðið sé að starfsemi Olíufélagsins verði færð í lögmætt horf, í því tilvikum sem hún verður talin ganga gegn einstökum ákvæðum samkeppnislaga. Þá verði leikreglur um samskipti olíu- félaganna skýrðar svo enginn þurfi að velkjast í vafa um réttindi sín og skyldur. Samþykkt var á aðalfundinum að breyta nafni Olíufélagsins hf. í Ker hf. Kristján greindi frá því að Ker hf. verði eignarhaldsfélag, sem muni einbeita sér að rekstri fasteigna og fjárfestingum í ýmissi atvinnustarfsemi. Þetta sé niður- staða stefnumótunar sem unnið hafi verið að frá haustmánuðum ársins 2000. Skýr skil hafi verið mótuð milli aðalstarfsemi félagsins og eignaumsýslunnar, en 1. janúar síðastliðinn var stofnað nýtt fyr- irtæki um olíuviðskiptin, Olíufélag- ið ehf. Hann sagði að markmiðið með þessum breytingum sé að ein- falda reksturinn og gera stjórnun markvissari og hagkvæmari en verið hefur. Samrekstur bensínstöðva ekki vegna kærleika Kristján sagði að rannsókn Sam- keppnisstofnunar á meintu ólög- legu samráði olíufélaganna taki meðal annars til samrekinna bens- ínstöðva félaganna vítt og breitt um landið. Olíufélagið sé aðili að 13 slíkum stöðvum. Þessi sam- rekstur eigi sér í flestum tilvikum áratuga langa forsögu en sam- keppnislög í núverandi horfi séu um 9 ára gömul. „Ástæða þessa samrekstrar með hinum olíufélögunum er ekki til- komin vegna sérstaks kærleika í viðskiptum, heldur af illri nauðsyn og jafnvel nauðung,“ sagði Krist- ján. „Dæmi eru um að sveitar- stjórnir hafi sett olíufélögunum þá úrslitakosti að einungis yrði veitt rekstrarleyfi fyrir einni bensínstöð í sveitarfélaginu. Í öðrum tilvikum er samstarfið grundvallað á hag- kvæmnisástæðum þar sem sumir byggðakjarnar bera ekki nema eina bensínstöð og tæplega það í sumum tilvikum. Þannig geta olíu- félögin boðið íbúum landsbyggð- arinnar svipað vöruúrval og íbúum þéttbýlisins stendur til boða.“ Kristján sagði að Samkeppnis- stofnun hafi verið sendar ítarlegar upplýsingar um þennan samrekst- ur samkvæmt beiðni stofnunarinn- ar á árinu 1994 en frá þeim tíma hafi ekki verið minnst á samrekst- urinn fyrr en nú. Eftir meira en hálfrar aldar starfsemi, lengst af í viðjum opinberrar forsjár og hafta, þá þurfi engum að koma á óvart þótt ekki hafi tekist að öllu leyti að aðlaga starfsemi félagsins, takti tiltölulega nýlegra samkeppnis- laga, enda hafi Samkeppnisstofnun ekki sýnt neina tilburði í þá veru að leiðbeina í þeim efnum. „Samkvæmt upplýsingum sem kynntar voru stjórn Olíufélagsins hf. á fundi hennar 1. mars síðast- liðinn, og byggðist á rannsókn þeirra gagna sem Samkeppnis- stofnun lagði hald á 18. desember, þá eru komnar fram vísbendingar um að ákveðnir þættir í starfsemi Olíufélagsins hf. hafi á undanförn- um árum að einhverju leyti stang- ast á við ákvæði samkeppnislaga. Olíufélagið hefur ekkert að fela í þessum efnum, og því var tekin ákvörðun í stjórn félagsins að vinna með samkeppnisyfirvöldum að upplýsa málavexti um meint samráð milli olíufélaganna.“ Viðunandi hagnaður í fyrra Kristján sagði að rekstraraf- koma Olíufélagsins á árinu 2001 hafi verið lakari en á árinu 2000. Óhagstæð gengisþróun, hátt verð- bólgu- og vaxtastig og samdráttur í efnhagslífinu almennt hafi sett sitt mark á reksturinn. Aðrar ytri aðstæður, svo sem sjómannaverk- fall og minnkandi flugumferð, hefðu einnig afgerandi áhrif á af- komu ársins. Miðað við aðstæður í efnahagsmálum og þróun í geng- ismálum á árinu verði að telja að hagnaður ársins upp á 378 millj- ónir króna sé viðunandi. Hagnaður Olíufélagsins árið áður var 429 milljónir. Um rekstrarhorfur þessa árs sagði Kristján að með stöðugleika í gengismálum, stöðugleika í verði á heimsmarkaði með olíuvörur, ásamt jafnvægi í íslensku efna- hagslífi, muni rekstur Olíufélagsins og dótturfélaga ganga vel. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, sagði er hann gerði grein fyrir ársreikningi félagsins á aðal- fundinum, að gert væri ráð fyrir batnandi afkomu á þessu ári. Af- komandi á síðasta ári hafi ekki verið í takt við áætlanir en við- unandi þó. Fram kom í máli hans að markaðshlutdeild Olíufélagsins í sölu eldsneytis hér á landi væri 34,2%. Þórður Már Jóhannesson var kjörinn í stjórn félagsins á aðal- fundinum í stað Frosta Bergsson- ar, sem gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir en þeir eru: Kristján Loftsson, Gísli Jónatansson, Mar- geir Daníelsson og Ólafur Ólafs- son. Samþykkt að breyta nafni Olíufélagsins í Ker hf. Rannsókn Samkeppnis- stofnunar ljúki sem fyrst Morgunblaðið/Golli Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins hf., sagði á aðalfundi fé- lagsins að skýra þyrfti leikreglur um samskipti olíufélaganna svo enginn þyrfti að velkjast í vafa um réttindi sín og skyldur. IÐNAÐUR á sviði upplýsingatækni myndi eflast hér á landi ef sú hug- búnaðarþjónusta sem starfrækt er innan opinberra stofnana og fyrir- tækja yrði færð út á markaðinn, að sögn Ara Edwald, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að það liggi fyrir að starfsemi á þessu sviði innan stofnana ríkisins sé umtalsverð. Fram kom í máli Ara í setning- arræðu sem hann flutti á ráðstefnu TölvuMynda um ávinning upplýs- ingatækninnar síðastliðinn fimmtu- dag, að opinberir aðilar veiti fyrir- tækjum í hugbúnaðargeira óeðlilega samkeppni með því að starfrækja sína eigin hugbúnaðarþjónustu. Hann segir að virðisaukaskattur leggist á þjónustu hugbúnaðarfyrir- tækja, þegar hún sé útseld til rík- isstofnana. Skatturinn sé hins vegar ekki að sama skapi innheimtur af starfsemi deildar innan ríkisstofnun- ar sem sinnir þessum verkum. Þetta stuðli að uppbyggingu slíkrar starf- semi innan stofnana í stað þess að hún flytjist út á markaðinn. Virðisaukaskattsskyld starfsemi Ari segir að að mati skattyfirvalda eigi þessi starfsemi að bera virðis- aukaskatt þó hún fari fram innan stofnana ríkisins. Erfiðleikar séu hins vegar við þá framkvæmd að skilja að hvað sé eðli- legur hluti af kjarnastarfsemi við- komandi aðila og hvað ekki. Þetta eigi ekki eingöngu við um ríkisstofn- anir heldur einnig sveitarfélög og aðra sem séu ekki virðisaukaskatts- skyldir, s.s. fjármálageirann. Það hljóti að standa upp á opinbera aðila að marka sér þá stefnu að bjóða út verkefni á sviði hugbúnaðar til einkafyrirtækja, sem myndi tví- mælalaust stuðla að æskilegri þróun í greininni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Upplýsingatæknin eflist ef ríkið hættir á því sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.