Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 49
✝ Sigríður Bjarna-dóttir fæddist á
Álfhólum í Landeyj-
um í Rangárvalla-
sýslu 13. júní 1929.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 6. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Pálína
Þorsteinsdóttir frá
Hrafntóftum í Djúp-
árhreppi í Rangár-
vallasýslu, f. 7.5.
1893, d. 23.5. 1970,
og Bjarni Jónsson frá
Álfhólum í Vestur-
Landeyjum í Rangárvallasýslu, f.
8.6. 1885, d. 23.12. 1928. Systkini
Sigríðar eru Jón, f. 5.11. 1923, d.
11.2. 2001; Þorsteinn, f. 6.5. 1926,
d. 26.3. 1997; Bjarni, f. 28.4. 1928;
og Ingi Þór Guðmundsson, f. 8.8.
1935.
Hinn 17. desember 1953 giftist
Sigríður Guðjóni Kristni Pálssyni
rafvirkjameistara, f. 3.10. 1924 á
Þverá á Síðu í V-Skaft. Foreldrar
hans voru Páll Jónsson og Guðrún
Jónsdóttir. Börn Sigríðar og Guð-
jóns eru: 1) Grétar Bjarni, f. 13.7.
1954, hagfræðingur, kvæntur
Svövu A. Kristjánsdóttir og eiga
þau þrjá syni. 2) Guðrún Ásta, f.
20.6. 1956, uppeldisfræðingur,
gift Tryggva Marinóssyni og eiga
þau þrjá syni. 3)
Bryndís, f. 12.10.
1959, íslenskufræð-
ingur, gift Óskari
Reykdalssyni og
eiga þau þrjár dætur
og einn son. 4) Páll
Kristinn, f. 21.4.
1964, rafvirki,
kvæntur Auði Árna-
dóttur og eiga þau
saman eina dóttur.
Páll á áður tvær
dætur. 5) Guðni Guð-
jónsson, f. 8.12. 1965,
rafvirki, kvæntur
Ebbu Ólafíu Ásgeirs-
dóttur og eiga þau þrjá syni.
Sigríður flutti með móður sinni
og bræðrum að Hrafntóftum á
fimmta ári og ólst þar upp hjá
móður og stjúpföður, Guðmundi
Þorsteinssyni. Eftir barnaskóla
stundaði Sigríður nám í Hús-
mæðraskóla Suðurlands á Laug-
arvatni. Vann hún í Reykjavík við
ýmis störf, þ.á m. verslunarstörf,
þar til hún giftist. Fluttist þá til
Hveragerðis og bjó þar eftir það. Í
Hveragerði stofnaði hún með eig-
inmanni sínum Rafmagnsverk-
stæði Guðjóns Pálssonar og ráku
þau það til ársins 2000.
Útför Sigríðar fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Jesús sagði: „Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa,
þótt hann deyi.“ (Jóhannes 11.25.)
Í dag kveð ég með sorg í hjarta
elskulega tengdamóður mína Sigríði
Bjarnadóttur.
Tengdaforeldrar mínir tóku mér
opnum örmum frá fyrsta degi og
hafa ætíð sýnt mér hlýju og kær-
leika. Sigríður var afar hógvær kona
með góða kímnigáfu og hallmælti
aldrei nokkrum manni. Hún bar hag
barna sinn ávallt fyrir brjósti og
hvatti þau til náms. Börnin þeirra
fimm svo heilsteypt og vönduð sem
þau eru, bera vott um gott atlæti
foreldra sinna. Þau eru ágætlega
menntuð og hafa verið send vel und-
irbúin út í lífið.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Um leið og ég þakka samfylgdina
vil ég votta Guðjóni, tengdaföður
mínum, börnum þeirra og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Á náð legg ég mig lausnarans
lífið mitt er á valdi hans.
Gæskan þín hefur grát minn stillt,
Guð, far þú með mig sem þú vilt.
(Hallgr. Pét.)
Guð veri með ykkur öllum.
Svava.
Með fáeinum línum langar mig að
minnast tengdamóður minnar Sig-
ríðar Bjarnadóttur, sem lést 6. apríl
sl. Það er svo undarlegt til þess að
hugsa hversu tilveran er fljót að
breytast. Það er þó gangur lífsins að
ástvinir hverfa á braut hversu óvænt
og ótrúlegt sem það er þegar það
gerist. Skyndilega er veruleikinn
einhvern veginn svo fjarlægur en
eftir standa minningarnar. Minning-
ar sem þjóta í gegnum hugann þann-
ig að á augabragði virðist maður lifa
upp löngu liðna atburði sem væru
þeir að gerast nú. Mér er það minni-
stætt þegar ég fyrir 25 árum stóð á
tröppunum hjá Sigríði sem verðandi
tengdasonur. Hún sagði ekkert í
fyrstu en virti fyrir sér þennan unga
mann, kominn alla leið frá Akureyri
með dótturinni, sem farið hafði
norður í menntskóla. Ég kom ekki
upp einu orði og meðan ég stóð
þarna að mér fannst í heila eilífð
skynjaði ég að hún var að vega mig
og meta. Loks segir hún: Velkom-
inn, væni minn, svo þú ætlar að gift-
ast henni Guðrúnu minni.
Þannig var Sigríður, það var aldr-
ei neinn vafi í mínum huga á því
hvað hún meinti. Hún var ákveðin í
skoðunum en þó alltaf tilbúin að
ræða málin og velta þeim fyrir sér
og gefa góð ráð. Oft var setið og mál-
in rædd því vel var hún að sér og
fylgdist jafnan sérlega vel með öllu
sem var að gerast. Hún hafði ein-
stakt lag á að fá mann til að hugsa
málin upp á nýtt út frá öðrum og oft
óvæntum sjónarhornum
Eftir að ég kynntist Sigríði starf-
aði hún mest heima við og eins og
gengur var hugur hennar mjög
bundin við börnin og fjölskyldur
þeirra. Stolt hennar af barnabörn-
unum og umhyggja hennar fyrir
þeim var einstök, allir áttu stórt og
hlýtt rúm í hjarta hennar enda
fundu þau það vel og nutu mjög ná-
vistar hennar.
Vegna búsetu í sitthvorum lands-
hluta urðu samverustundirnar færri
en ella hefði orðið og því var það
ætíð sérstakt tilhlökkunarefni sona
minna þegar fara átti til Hvergerðis
í heimsókn til ömmu og afa. Þeir
fundu þessa takmarkalausu ást og
umhyggju sem umvafði þá, enda
sóttust þeir mjög eftir að dvelja hjá
ömmu sinni í góðu yfirlæti.
Seint verða metin þau áhrif sem
Sigríður hefur haft á uppeldi barna-
barna sinna, allar þær lífsreglur sem
hún lagði þeim til, hafa og munu
reynast þeim dýrmætt veganesti í
lífinu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þetta orð sem þú notaðir, „væni“,
þegar við hittumst í fyrsta sinni á vel
við á kveðjustundu. Með þakklæti og
söknuði kveð ég þig, væna mín.
Blessuð sé minning þín.
Tryggvi Marinósson.
Tengdamóðir mín Sigríður
Bjarnadóttir húsmóðir í Hveragerði
er látin. Hún talaði einu sinni um að
hún hefði beðið Guð að gefa börnum
sínum góða maka og sagðist hafa
verið bænheyrð þá sem oftar, enda
var hún alveg sérstaklega trúuð.
Mér hlotnaðist sá heiður að vera eitt
af þessum tengdabörnum.
Ævistarf hennar var uppeldi
barna þeirra Guðjóns og höfðu þau
það í fyrirrúmi að koma börnunum
til manns og mennta.
Sigríður fæddist í föðurhúsum á
Álfhólum í Landeyjum. Faðir henn-
ar Bjarni Jónsson, Jóns Nikulásson-
ar, var þá látinn en hann hafði dáið á
Þorláksmessu 1928 úr lungnabólgu.
Móðir Sigríðar var Pálína Þorsteins-
dóttir, Þorsteins Jónssonar á Hrafn-
tóftum, varð þá ekkja barnshafandi
af Sigríði, með þrjá kornunga
drengi, Jón fimm ára, Þorsteina
tveggja ára og Bjarna sjö mánaða.
Það má reyna að geta sér til um
hvernig þau jól hafa verið hjá fjöl-
skyldunni.
Pálína bjó á Álfhólum í tæp fimm
ár. Þá flutti hún með börnin fjögur
að Hrafntóftum í Djúpárhreppi en
þar bjó þá faðir hennar Þorsteinn
Jónsson og synir hans. Það hefur
verið ótrúlegt afrek á þessum tíma
að geta haldið fjölskyldunni saman
en ósegjandi framsýni og kraftur
þessa fólks leiddi til þess að það
tókst. Pálína giftist Guðmundi Þor-
steinssyni frá Berustöðum í Holtum
og var hann stjúpfaðir Sigríðar og
hjá þeim ólst hún upp á Hrafntóft-
um.
Hugur Sigríðar stefndi til Reykja-
víkur og var hún þar í nokkurn tíma
áður en hún fór í Húsmæðraskóla
Suðurlands á Laugarvatni. Á Hrafn-
tóftum var lögð mikil áhersla á
dugnað og menntun og endurspegl-
aðist sá metnaður í öllu lífi Sigríðar.
Hún fór aftur eftir skóla til Reykja-
víkur og vann þar við ýmis störf, s.s
saumaskap og verslunarstörf. Sig-
ríður flutti til Hveragerðis 1953 og
giftist Guðjóni Kr. Pálssyni rafverk-
taka og stofnuðu þau og ráku raf-
magnsverkstæði hans í mörg ár.
Þegar ég tengdist fjölskyldu Sig-
ríðar var heimili þeirra fyrirtækið.
Guðjón var með lærlinga og verk-
stæði í bílskúrnum en Sigríður sá
um bókhaldið inni í stofu. Þau voru
sem ein manneskja í þessu og unnu
af krafti og létu ekki deigan síga. Á
þessum tíma voru tveir yngstu synir
þeirra heima og tók fjölskyldan öll
meira og minna þátt í rekstri þessa
fyrirtækis. Sigríður var starfandi við
bókhald fyrirtækisins og mátti sjá
möppur á stofuborðinu þar sem Sig-
ríður handskrifaði alla reikninga og
skjöl. Hún var einstaklega ósérhlífin
og skipulögð í þessari vinnu sem var
bæði tímafrek og erfið.
Sigríður og Guðjón eiga fimm
börn og eru barnabörnin 16 á lífi.
Það var kappsmál hjá Sigríði að
koma börnunum til mennta enda
taldi hún það vera forsendu fram-
fara og víðsýnis. Hún vildi fylgjast
með og sjálf var hún afskaplega vel
að sér um ólíklegustu mál. Það var
nærri því sama hvar umræðurnar
bar niður, t.d. íþróttir, bókmenntir,
stjórnmál, heimsmálin eða mann-
kynssagan, allt vissi hún og á öllu
hafði hún skoðun sem hún lá ekki á.
Hún hafði mikið samband við
börnin sín og vildi ræða við þau um
pólitík og það sem efst var á baugi í
heimsmálunum hverju sinni frekar
en að ræða hversdagslega atburði.
Draumar og dulspeki voru sam-
ofin í uppeldi Sigríðar og lagði hún
mikla merkingu í drauma sína. Hún
gat lagt þá út og túlkað, jafnvel
reyndi hún oft að sporna við því sem
hún taldi vera slæma fyrirboða og
drauma sína mundi hún lengi. Hún
gat nefnt mörg dæmi þar sem
spárnar höfðu komið fram.
Þegar við ræddum við hana um
dulspeki þá sagði hún að eflaust
væru þetta hégiljur einar en … það
sem skiptir máli er það góða,
guðstrúin, hvatningin, uppeldi og
velferð barnabarnanna.
Vegna giktarsjúkdóms Sigríðar
sem hún tók með æðruleysi, dró hún
sig til hlés en hún fylgdist með gegn-
um fjölmiðla og las mikið af bókum.
Nærvera hennar var sterk í látlausri
kurteisi og glettni sem við munum
minnast með söknuði. Megi hún
hvíla í friði.
Óskar Reykdalsson.
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
(Einar Ben.)
Þessi staka lýsir Sigríði og hennar
lífsviðhorfum betur en mörg orð.
Sigríður var einstök kona, búin
mörgum og góðum kostum sem
nýttust henni vel í öllu því sem hún
gerði, meðal annars uppeldi fimm
barna sem og rekstri heimilis og
vinnu við rafmagnsverkstæði Guð-
jóns eiginmanns síns, en þar sá hún
um bókhald og reikninga í fjölda
ára.
Í þau tæplega 19 ár sem ég hef
verið í fjölskyldunni hef ég fengið að
njóta góðs af þeirri miklu hjartahlýu
og góðmensku sem Sígríður bjó yfir
og vináttu sem mun ávallt fylgja
mér í öllu sem ég tek mér fyrir
hendur um ókomin ár.
Þín verður sárt saknað, elsku
Sigga mín .
Þín tengdadóttir,
Ebba Lóa.
Ég kveð ömmu mína sem er ein af
þeim manneskjum sem hafa haft
mest áhrif á líf mitt. Ég tel að upp-
eldisaðferðir ömmu hafi mótað og
gert mig af því sem ég er. Hennar
skoðun var sú að bækur væru leik-
föng, þroskaleikföng. Amma og afi
áttu margar bækur um allt mögu-
legt, bækurnar voru ekki skraut,
þær voru til notkunar. Sjálfsagt var
að skoða bækur frá unga aldri jafn-
vel þó svo bækur séu viðkvæmar.
Amma taldi að betra væri að eiga
slitnar bækur sem væru notaðar en
fínar bækur í hillu. Fróðleikur hefur
lítið gildi meðan hann býr eingöngu í
bókum. Lítil börn eiga því að alast
upp með bókum, byrja að skoða
myndir og síðan kemur áhuginn. Ég
leyfi mér að fullyrða að þessi upp-
eldisstefna ömmu hafi borið ríkuleg-
an ávöxt. Öll börn og barnabörn hafa
fetað menntaveginn og ég held að
það sé að miklu leyti ömmu að
þakka.
Amma var greind kona og hafði
skoðanir á flestum málum. Það var
sama hvað maður talaði um við
ömmu, hún hafði iðulega vit á mál-
unum og gat komið fram með áhuga-
verð sjónarhorn. Ég mun sakna um-
ræðnanna úr eldhúsinu hjá henni
ömmu.
Ég dvaldi oft hjá afa og ömmu á
sumrin og fyrir það verð ég ávallt
þakklátur.
Það er ómetanlegt að hafa fengið
að kynnast afa og ömmu. Ég held
mér hafi hvergi liðið betur en hjá
þeim. Þegar ég var yngri dreymdi
mig um að búa nær þeim svo ég gæti
hitt þau daglega. Eftir að ég flutti
suður hef reynt að heimsækja þau
oft og þær heimsóknir eru mér mik-
ils virði, mér fannst fátt skemmti-
legra en að líta austur yfir fjall til
afa og ömmu.
Afi var með rekstur og amma sá
um bókhaldið. Þegar ég var yngri
fylgdist ég með ömmu vinna í papp-
írunum og fylgdist hrifinn með
dugnaði hennar þegar hún lagði
saman tölur á strimlareiknivél. Mér
þótti samt stundum erfitt að bíða
eftir að hún lyki vinnu sinni og gæti
sinnt mér. Hún fann lausn við óþol-
inmæði minni. Eitt sinn bað amma
mig að hjálpa sér og fólst hjálpin í
því að hún lét mig fá talnastrimil úr
reiknivél sem hún hafði lagt saman.
Hún bað mig að leggja þetta aftur
saman til þess að athuga hvort þetta
væri ekki örugglega allt rétt, því að
vandvirkni væri nauðsynleg. Litlum
dreng fannst hann stækka um tugi
sentimetra, hann var nytsamlegur,
hann gat hjálpað ömmu með papp-
írana. Eftir þetta var það mitt starf
að sitja við hliðina á ömmu með mína
reiknivél, hún reiknaði, ég fékk
strimilinn og athugaði hvort ekki
væri allt rétt. Auðvitað voru engar
villur í reikningunum hennar ömmu
en með þessu fékk ég mitt fyrsta
starf. Starf sem mér hefur alltaf
fundist sérstakt, amma var einstök
og starfið hennar mikilvægt. Lík-
lega hefur það verið vegna áhrifa frá
ömmu sem ég ákvað að leggja fyrir
mig viðskiptanám.
Amma var einstaklega vel gift, ég
hef aldrei séð hamingjusamari hjón
en ömmu og afa. Reyndar efast ég
um að það sé möguleiki, samband
þeirra var fullkomið. Þau dáðu hvort
annað. Ef ég ætti eina ósk væri hún
að eiga langt og hamingjusamt
hjónaband eins og hún átti. Þau eru
sönnun þess að sumt fólk er ætlað
hvað öðru. Mér finnst erfitt að hugsa
til þess að amma sé farin en sökn-
uðurinn hlýtur að vera afa óbærileg-
ur. En hægt er að hugga sig við að
þau eru sálufélagar og munu hittast
á ný og verða það án efa fagnaðar-
fundir.
Í gegnum tíðina hef ég ósjálfrátt
tengt góðmennsku við ömmu. Í
æsku fannst mér hún guðdómleg,
hún var mér fyrirmynd. Ég er stolt-
ur af að vera afkomandi ömmu og
hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi
að hafa umgengist hana töluvert.
Vonandi hef ég erft sem mest frá
henni því hún var einstök. Eitt veit
ég að ef allir líktust Sigríði Bjarna-
dóttur svolítið, væri heimurinn betri
staður.
Ég kveð þig með þakklæti og
söknuði, amma, þú gerðir mig að því
sem ég er.
Marinó Örn Tryggvason.
SIGRÍÐUR
BJARNADÓTTIR
Mig langar að minn-
ast með nokkrum orð-
um frænda míns Héðins Magnús-
sonar sem fórst með Svanborgu
SH 7. desember síðastliðinn. Héð-
inn ólst upp hjá foreldrum sínum
en eftir að þau skildu ólst hann að
mestu upp hjá föður sínum. Það
var á þessum árum sem ég kynntist
Héðni og fram að 1990 að Magnús
faðir hans lést. Þá var Héðinn þeg-
ar orðinn fullorðinn og fór sínar
eigin leiðir og fluttist til móður
sinnar í Ólafsvík. Á þessum árum
fjarlægjast oft þeir sem áður voru
á vegi manns.
Á svona stundum fer maður oft
að hugsa um liðna stund og að lífið
er ekki sjálfgefinn hlutur. Ég vildi
að ég hefði fengið að kynnast
Héðni meir á seinni árum en svo
var ekki og því vil ég fá að kveðja
hann með þessum fátæklegu orðum
HÉÐINN
MAGNÚSSON
✝ Héðinn Magnús-son fæddist í
Reykjavík 9. maí
1970. Hann fórst
ásamt Sæbirni Ás-
geirssyni og Vigfúsi
Elvan Friðrikssyni
með Svanborgu SH,
7. desember síðast-
liðinn. Minningarat-
höfn um þá Héðin og
Vigfús Elvan var
haldin í Ólafsvíkur-
kirkju 16. mars.
sem þó koma oft seint.
Nokkrum dögum áður
en þessi hræðilegi at-
burður varð, sem tók
líf þriggja sjómanna,
sagði Héðinn að hann
væri á hamingju-
punkti lífsins. Hann
var mjög ánægður
með lífið og ástin var í
blóma og yngri dóttrin
tæplega 7 mánaða
gömul.
Héðinn hóf sjó-
mennsku ungur að ár-
um og varð hún hans
lifibrauð. Sjómennska
við Íslands strendur getur verið
hættulegt starf eins og dæmin
sanna en að leggja það á eina
manneskju eins og móður hans,
Hrönn Héðinsdóttur, að missa ekki
aðeins son sinn í svo hræðilega
slysi, heldur einnig eiginmanni sinn
Vigfús Elvan er of mikið á eina
mannlega veru lagt.
Héðinn var hraustur með af-
brigðum og stundaði líkamsrækt að
staðaldri, en þrátt fyrir mannlega
hreysti, dugði ekkert í því stríði
sem hann háði í lokin, sem var við
sæöflin við Íslands strendur.
Ég votta Jóhönnu Ósk og dætr-
um hans, Hafþóri bróður hans og
Hrönn móður hans og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Gunnar Jacobsen
Vancouver.