Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 61
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 61 Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI Berglind Ragnarsdóttir 29 ára Hestamannafélaginu Fáki Berglind er með frumtamningapróf og þjálfarapróf frá FT. Hún hefur unnið við bílaklæðingar og al- menn skrifstofustörf og stundar nám í við- skiptafræði við Há- skóla Íslands. Berg- lind hefur oft unnið til verðlauna í hesta- mennskunni. Hún var í 1. sæti í barna- flokki á fjórðungs- mótinu í Reykjavík 1985, varð Íslands- meistari í fjórgangi árin 2000 og 2001, Reykjavíkurmeistari í fjórgangi 2000 og 2001 og kjörin Hestaíþróttakona ársins 2000. Hrossin sem Berglind keppir á eru Bassi frá Möðruvöllum í fjórgangi og tölti, Hlynur frá Stóra-Hofi í fimmgangi og Tinna frá Sæfelli í hraðafimi og hraða- skeiði. Bergur Jónsson 42 ára Hestamannafélaginu Freyfaxa Bergur er frá Ketilsstöðum á Völlum, en starfar nú við tamningar á Selfossi. Bergur er með B-reiðkennararéttindi Fé- lags tamningamanna. Hann hefur sýnt fjölda kynbóta- hrossa í gegnum ár- in og á Heimsmeist- aramótinu í fyrra í Austurríki sýndi hann Ægi frá Ketils- stöðum sem var efst- ur 5 vetra stóðhesta. Bergur hefur einnig sigrað í gæðinga- keppni á Fjórðungs- móti og nokkrum sinnum verið í úrslitum á fjórðungs- og landsmótum. Lang flest hrossin sem Berg- ur hefur sýnt í kynbótadómi eða keppt á hafa verið frá Ketilsstöðum. Hrossin sem hann keppir á í Meistara- deildinni eru Höfgi frá Ketilsstöðum í fjór- gangi, Glitnir frá Ketilsstöðum í fimm- gangi, Tindur frá Vallanesi í tölti, Þjónn frá Ketilsstöðum í hraðafimi og Eldur frá Ketilsstöðum í skeiði. Eldur er eina keppn- isvana hrossið í þessum hópi. Brynjar Jón Stefánsson 41 árs Hestamannafélaginu Sleipni Brynjar rekur tamninga-, þjálfunar- og sölumiðstöð á Selfossi. Hann stundar markvissa hrossarækt og fær 2 til 3 folöld á ári. Stóðhesturinn Víkingur frá Voð- múlastöðum, sem verið hefur einn besti keppnishestur Brynjars, er angi úr þessari ræktun. Þeir náðu 4. sæti í B- flokki á síðasta landsmóti. Brynjar tekur jöfnum hönd- um þátt í gæðinga og íþróttakeppnum og er núverandi Íslands- meistari í gæðingaskeiði, opnum flokki, með hestinn Skemil frá Selfossi. Hann var með hross í verðlaunasætum í tveimur flokkum á síðasta landsmóti. Á síðasta keppnistímabili Meistaradeildar vann Bryjar hraðaskeiðið á Skemli og var annar í fimmgangi á Sindra frá Selfossi, en báðir þessir hestar eru Brynjari fæddir. Í lokamótum Meistaradeildar mun Brynjar keppa á Sindra í gæðingafimi og Sjóla frá Dalbæ í skeiðgreinum. Edda Rún Ragnarsdóttir 25 ára Hestamannafélaginu Fáki Edda Rún starfar við tamningar og rekur Reiðskóla Reykjavíkur. Hún hefur tvívegis sigrað á landsmóti, í ung- lingaflokki árið 1990 og í barnaflokki árið 1986. Auk þess hefur hún unnið þrjá Ís- landsmeistaratitla. Í Meistaradeild keppir hún á Þór frá Litlu-Sandvík og Svertu frá Þverá. Erlingur Erlingsson 31 árs Hestamannafélaginu Geysi Erlingur hefur haft atvinnu af tamning- um og þjálfun í 15 ár, þar af síðustu 7 á hrossaræktarbúinu Feti. Hann hefur sýnt fjölda kynbóta- hrossa frá búinu og voru þær Vigdís og Lokkadís efstar á landsmóti 1998 og Bringa efst af 6 vetra hryssum á landsmóti 2000. Hann sýndi efstu hryssu á heimsmeistara- mótinu 1999, Ásrúnu frá Ey, og Hlín frá Feti var efst á síðasta heimsmeistaramóti. Erlingur er að hefja aftur keppnisferil í íþróttagreinum eftir nokkurra ára hlé. Hann hefur náð góðum árangri á Surtsey frá Feti bæði á Ístöltinu og Ölfustölti. Í Meistaradeild ætlar Erlingur að reiða sig á Surtsey, en segist vera með leynivopn í skeiðið. Guðmar Þór Pétursson 22 ára Hestamannafélaginu Herði Guðmar er stúdent og með FT-þjálfara- próf og C-reiðkennarapróf frá Hólum. Guðmar er með 31 ís- landsmeistaratitil sem hann hefur unn- ið í barna-, unglinga og ungmennaflokk- um ásamt fjölda ann- arra verðlauna. Hann starfar við tamningar, þjálfun og kennslu í Hest- heimum í Ásahreppi. Eftir landsmót í sumar heldur hann til Bandaríkjanna þar sem hann hefur einnig starfað undanfarin ár við hestamennsku. Hrossin sem Guðmar er með í Meist- aradeild eru Ýmir frá Feti í fjórgangi, Hreimur frá Álftárósi í tölti, Kvistur frá Höskuldsstöðum í fimmgangi og skeiði og Háfeti frá Þingnesi í hraðafimi. Haukur Tryggvason 26 ára Hestamannafélaginu Létti Haukur er frá Mýri í Bárðardal. Hann stundaði nám við Hólaskóla, en hefur safn- að reynslu hjá Walt- er Feldman í Þýska- landi. Hann kenndi við Hólaskóla fram að áramótum í fyrra er hann byrjaði sem þjálfari Holtsmúla- búsins. Þrátt fyrir að Haukur hafi ekki verulega keppnis- reynslu hefur honum gengið vel í Meist- aradeild og sérstaklega hefur framganga hans á hryssunni Dáð frá Halldórsstöðum vakið athygli og verður hún honum eflaust mikilvæg í framhaldinu. Hjörtur Bergstað 37 ára Hestamannafélaginu Fáki Hjörtur er áhugamaður í hestaíþrótt- um. Hann rekur ásamt fjölskyldu sinni hrossaræktarbúið að Vakursstöðum í Holtahreppi, en al- hliðahryssan Hyll- ing, sem vakið hefur verðskuldaða at- hygli í töltkeppnum í vetur, er úr fyrsta árgangi hrossarækt- ar að Vakursstöðum. Hjörtur byrjaði að keppa í hestaíþrótt- um fyrir um 5 árum og hefur lagt áherslu á skeiðkappreiðar og náð þeim einstaka ár- angri að fara á 14,1 í 150 m skeiði og náð yf- ir 100 punktum í gæðingaskeiði. Hjörtur mun ríða Djákna frá Votmúla í gæðingafimi, Ósmann frá Stóragerði í ís- tölti, Bleikju frá Akureyri í gæðingaskeiði og Súperstjarna frá Múla í 150 m skeiði. Logi Laxdal 27 ára Hestamannafélaginu Andvara Logi hefur hestamennsku og tamningar að atvinnu. Athafnamaður. Hann varð heimsmeistari í 250 m skeiði á Sprengi- hvelli 1997 og er heimsmethafi í 150 m skeiði á Þormóði ramma með tímann 13,62 sek. Sigraði í A-flokki gæðinga á Hvítasunnukapp- reiðum Fáks á síð- asta ári á Adam frá Ásmundarstöðum. Hlaut hæstu ein- kunn í gæðinga- skeiði á árinu 2001 og náði annarri hæstu einkunn í fimmgangi á árinu 2001. Logi var kjörinn Hestaíþróttamaður árs- ins 2000 og Kappreiðaknapi ársins 2001. Hann er mjög hjátrúarfullur varðandi alla keppni. Logi reið Hnossi frá Ytra-Dalsgerði í annað sæti Meistaradeildar, og verður með Þormóð ramma og Neyslu frá Gili í 150 m skeiði. Nýir hestar hjá Loga á næsta keppnistímabili eru Kormákur frá Kjarn- holtum og Svaðalegur frá Svignaskarði. Páll Bragi Hólmarsson 31 árs Hestamannafélaginu Sleipni Páll Bragi býr og starfar sem tamninga- maður og reiðkennari í Austurkoti í Ár- borg. Hann er með þjálfararéttindi og reiðkennararéttindi C frá Félagi tamn- ingamanna. Páll Bragi hefur tvisvar verið í landsliði Íslands í hestaíþróttum. Hann komst í A-úrslit í tölti á Heimsmeist- aramótinu 1997 í Noregi og sigraði í fimmgangi og slak- taumatölti á Norð- urlandamótinu í Noregi 2000. Hann var í öðru sæti á landsmótinu árið 2000 í flokki hryssna 7 vetra og eldri. Í Meistaradeild ætlar Páll Bragi vænt- anlega að keppa í gæðingafimi á Röst frá Voðmúlastöðum eða Lampa frá Narfa- stöðum sem er undan hinum fræga Glampa frá Vatnsleysu. Reynir Aðalsteinsson 58 ára Hestamannafélaginu Faxa Reynir hefur verið atvinnumaður í hestamennsku frá 16 ára aldri. Hann rek- ur tamninga- og þjálfunarstöð að Ingólfs- hvoli í Ölfusi og er aðalreiðkennari Ís- lenska reiðskólans þar. Hann rekur hrossaræktarbú að Sigmundarstöðum í Borgarfirði, en öll hans keppnishross eru úr eigin ræktun. Reynir tók þátt í stofnun Félags tamningamanna 1970 og var sá fyrsti af fjórum til að hljóta meistaragráðu FT. Hann hefur keppt á 9 heimsmeistaramótum og hlotið 5 heimsmeistaratitla; í fjórgangi, tölti, 250 m skeiði, gæðingaskeiði og í samanlögðu í Austurríki 1987. Of langt mál yrði að telja upp alla þá titla sem hann hefur unnið á Ís- landi. Reynir hefur byggt upp kennslu- kerfi sem hann kallar „Reiðskóla Reynis“. Af keppnishrossum hans má nefna Leik frá Sigmundarstöðum undan hinni stór- brotnu Brá frá Sigmundarstöðum og Óði frá Brún. Án efa mun Leikur leika stórt hlutverk í síðustu mótum Meistaradeildar. Sigríður Pjetursdóttir 22 ára Hestamannafélaginu Sörla Sigríður starfar við tamningar og þjálf- un á Sólvangi á Eyrarbakka, þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum. Hún hefur unnið 14 Íslands- meistaratitla, var sigurvegari í ung- lingaflokki á Lands- móti 1994 og hefur hlotið yfir 350 önnur verðlaun. Hún hefur unnið við við tamn- ingar og þjálfun um nokkurra ára skeið og var í 2 ár í Aust- urríki að vinna við hesta og reiðkennslu. Hún stefnir á landsmótið í sumar og ætlar að stunda hestamennskuna af krafti í framtíðinni ásamt því að stunda nám við Háskóla Íslands. Í Meistaradeild keppir hún á Þyt frá Kálfhóli í fjórgangi, tölti og gæðingafimi, Lukku frá Vakursstöðum í skeiði, Iðu frá Sólvangi í hraðafimi og Andra frá Haf- steinsstöðum í gæðingaskeiði. Sigurbjörn Bárðarson 50 ára Hestamannafélaginu Fáki Sigurbjörn er atvinnumaður í hesta- mennsku og rekur hestamiðstöð í Víðidal og hrossaræktarbú á Oddhóli á Rangár- völlum. Sigurbjörn leggur jafna áherslu á alla þætti hestamennskunnar, tamningar, þjálfun, markaðssetningu, reiðkennslu, hrossarækt og sýningar. Sigurbjörn er blikksmiður að mennt en hefur nán- ast alfarið sinnt hestamennsku. Hann er einn fjög- urra með meistara- gráðu FT. Sigur- björn er þrettán- faldur heimsmeist- ari í hestaíþróttum og hefur hlotiðyfir 100 Íslandsmeistara- titla auk óteljandi annarra titla. Árið 1993 var Sigurbjörn kosinn íþróttamaður ársins og hefur margoft verið tilnefndur. Einnig hefur hann oft verið valinn knapi ársins af hestafréttamönnum. Sigurbjörn er heims- methafi í 250 metra skeiði og núverandi Ís- landsmeistari. Í Meistaradeild keppir Sigurbjörn á Markúsi frá Langholtsparti í gæðingafimi, Kóngi frá Miðgrund í ístölti og Neista frá Miðey í skeiðgreinum. Sigurður Vignir Matthíasson 25 ára Hestamannafélaginu Fáki Sigurður er félagi í FT. Hann starfar við tamningar og rekur Reiðskóla Reykjavík- ur. Sigurður hefur hlotið 31 Íslands- meistaratitil í hesta- íþróttum. Auk þess hampar hann tveim- ur heimsmeistara- titlum og hefur verið nokkrum sinnum í úrslitum á heims- meistaramótum. Sigurður hefur einn- ig náð góðum ár- angri í kappreiðum og kynbótasýningum. Í Meistaradeild keppir hann á Gyðju frá Syðra-Fjalli, Ölver frá Stokkseyri og fleiri hrossum. Sigurður Sigurðarson 33 ára Hestamannafélaginu Herði Sigurður stundar tamningar og þjálfun á Þjóðólfshaga í Holtum. Sigurður hefur verið iðinn við að sigra á Íslands- og lands- mótum. Hann hefur orðið Íslandsmeistari í tölti, fimmgangi, fjórgangi og gæð- ingaskeiði.. Til skamms tíma var Prins frá Hörgshóli aðalkeppnishestur Sigurðar og enduðu þeir sameiginlegan feril sinn á heims- meistaramóti. Hann sigraði á landsmóti í B-flokki og tölti á Kringlu frá Kringlu- mýri. Sigurður er núverandi deildarmeist- ari Meistaradeildar í hestaíþróttum og hefur forystu í keppninni núna. Sigurður teflir fram Fróða frá Miðsitju í gæðinga- fimi, Fífu frá Brún í ístöltinu og Fölva frá Hafsteinsstöðum í skeiðgreinunum. Sigurður Sæmundsson 52 ára Hestamannafélaginu Geysi Sigurður er hrossabóndi í Holtsmúla og hefur atvinnu af hrossabúskap og hesta- mennsku, auk þess að vera dáður stjórn- andi íslenska landsliðsins um margra ára skeið. Sigurður hefur verið annaðhvort liðsstjóri eða knapi á öllum heimsleikum íslenskra hesta nema tvennum frá upphafi. Hann varð heimsmeistari í skeiði og sam- anlögðum stigum á Leikni frá Dýrfinnu- stöðum árið 1977 í Danmörku. Árangur hrossaræktarinnar í Holtsmúla hefur ver- ið góður á undanförnum árum, en á síðasta landsmóti átti Holtsmúlabúið efstu hross í flokki fjögurra vetra stóðhesta og hryssna. Esjar frá Holts- múla verður aðal- keppnishestur Sig- urðar á lokamótum Meistaradeildar en trúlega mun Sigurð- ur grípa til yngri hrossa í skeiðgreinunum. Sveinn Jónsson 50 ára Hestamannafélaginu Sörla Sveinn er atvinnumaður í hesta- mennsku. Hann rekur hestamiðstöð í Hafnarfirði og legg- ur jafna áherslu á sölustarfsemi, tamn- ingar, þjálfun og reiðkennslu. Sveinn hefur þjálfaragráðu FT. Á heimsleikum í Sviss 1995 varð hann annar í tölti en einn- ig hefur hann unnið Íslandsmeistaratitla í tölti og fimi. Í Meistaradeild ríður Sveinn Djákna frá Búðarhóli í gæðingafimi og ístölti og Væntingu frá Ási og Fálka frá Kílhrauni í skeiðgreinunum. Þorvaldur Árni Þorvaldsson 26 ára Hestamannafélaginu Ljúfi Þorvaldur hefur hestamennsku að at- vinnu. Hann rekur eigin tamninga- og þjálfunarstöð að Hvoli í Ölfusi og sinnir reiðkennslu í hlutastarfi. Stundaði nám í hestamennsku við Hólaskóla og er með þjálfaragráðu og reiðkennara- gráðu C. Þorvaldur var meðal annars Reykjavíkurmeist- ari í ýmsum greinum bæði í barna- og unglingaflokki. Hin seinni ár hefur hann meira sýnt kynbótahross og má nefna að hann hefur verið með 5 vetra hryssur í verðlaunasætum á öllum lands- og fjórðungsmótum síðan 1996. Upp úr stendur sýning á hæst dæmda kynbóta- hrossinu á landsmóti 2000, Gleði frá Prestsbakka, með 8,70 í aðaleinkunn. Þorvaldur mun ríða stóðhestinum og hálfbróður Gleði, Þór frá Prestsbakka, í gæðingafimi og stóðhestinum Jöfri frá Syðra-Langholti í ístölti. Í skeiðgreinum reiðir Þorvaldur sig á Þór sem náð hefur yfir 100 stigum í gæðingaskeiði og Þokka frá Ytra-Kálfskinni en hann á best 7,8 sek. í 100 m hraðaskeiði. Þórarinn Eymundsson 25 ára Hestamannafélaginu Stíganda Þórarinn er stúdent og búfræðingur og er þjálfari og reiðkennari C í FT. Hann starfar nú á Hvoli í Ölfusi við þjálfun og reiðkennslu. Þórar- inn hefur hlotið 3 Ís- landsmeistaratitla í hestaíþróttum og reið hrossum til sig- urs í flokki 4 vetra stóðhesta og hryssna á lands- mótinu 2000. Hann var kjörinn Hesta- íþróttamaður Skagafjarðar árið 2000 og varð 3. í kjöri Íþróttamanns Skagafjarðar sama ár. Í Meistaradeild keppir hann á Glanna frá Ytra-Skörðugili í gæðingafimi, Eld- borgu frá Lækjarmóti í hraðaskeiði, gæð- ingaskeiði og 150 m skeiði og Spaða frá Hafurfellstungu II í tölti. Næsta mót Meistaradeildar er Gæð- ingafimi sem fram fer nk. þriðjudagskvöld kl. 20 í Ölfushöll. Gæðingafimi er grein með frjálsum æfingum og kallar á alla kosti íslenska gæðingsins til hámarksein- kunnar. Knapinn getur blandað saman at- riðum úr öllum íþróttagreinum hesta- mennskunnar og þar að auki bætt við sýninguna tónlist sem fellur að æfingunum og nýjungum. Engin keppnisgrein hefur jafn óbundið form og fáar gefa betra tæki- færi til glæsilegs samspils manns og hests. Þegar eftir er að keppa í fjórum grein- um af níu hefur Sigurður Sigurðarson for- ystu en Sigurbjörn Bárðarson er í öðru sæti og Erlingur Erlingsson í því þriðja. Kynning á keppendum í Meistaradeild í hestaíþróttum Breitt aldursbil og margþætt reynsla Í vetur og vor hefur farið fram keppni í Meistaradeild í hestaíþrótt- um í annað skiptið. Meistaradeildinni var komið á fót af áhugamönn- um um að auka fjölbreytni í keppni í hestaíþróttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.