Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÁLFU ári eftir kosningarnar,
sem komu dönsku hægriflokk-
unum til valda, virðist sem
mörgum kjósandanum hafi snú-
ist hugur.
Ef kosið væri í Danmörku nú
myndi núverandi samsteypu-
stjórn Hægriflokksins og
Venstre með stuðningi Danska
þjóðarflokksins aðeins fá einn
þingmann umfram stjórnarand-
stöðuna. Kemur þetta fram í
Berlingske Tidende.
Meginástæðan er aukinn
stuðningur við jafnaðarmenn að
því er fram kemur í skoðana-
könnunum. Þeir fengju nú 31,7%
atkvæða, 2,6 prósentustigum
meira en í kosningunum og
bættu við sig fjórum þingsætum.
Venstre hefur hins vegar tapað
fylgi, 3,2 prósentustigum, og er
nú bara annar stærsti flokkur-
inn í landinu. Mælist hann nú
með 28,1% en það svarar til, að
hann missti sex þingsæti.
Jafnaðarmenn í
sókn í Danmörku
HUGO Chavez, forsetiVenesúela, var handtek-inn í gær eftir að hannsagði af sér embætti
vegna þrýstings frá hernum, sem
kenndi honum um götuóeirðir sem
kostuðu ellefu manns lífið. Fór her-
inn þess á leit við kaupsýslumanninn
Pedro Carmona að hann tæki að sér
forsæti í bráðabirgðastjórn, og var
þar með bundinn endi á þriggja ára
valdatíð Chavez, sem hafði tekið af-
stöðu gegn ráðandi öflum í samfélag-
inu.
Chavez sagði af sér eftir að þriggja
daga allsherjarverkfall í landinu náði
hámarki í götuóeirðum er
brutust út í fyrradag.
Auk þeirra 11 sem féllu í
óeirðunum slösuðust um
hundrað manns. Óeirð-
irnar leiddu til uppreisn-
ar æðstu manna hersins
og ríkisstjórnarinnar.
Lucas Rincon yfirhers-
höfðingi tilkynnti um af-
sögn Chavez skömmu
eftir þrjú í fyrrinótt að
staðartíma (uppúr klukk-
an sjö í gærmorgun að ís-
lenskum tíma), og batt
þar enda á margra
klukkustunda óvissu um
afdrif forsetans.
„Leiðtogar hersins eru
miður sín vegna þeirra atburða sem
áttu sér stað í höfuðborginni í gær ...
og kröfðust þess að forseti lýðveld-
isins segði af sér embætti, og varð
hann við því,“ sagði Rincon við frétta-
menn eftir að hafa tilkynnt afsögn
forsetans. Skömmu síðar tilkynnti
Carmona að „ráðandi öfl meðal al-
mennra borgara og í her Venesúela“
hefðu beðið hann að fara fyrir bráða-
birgðastjórn.
Carmona er forseti samtaka kaup-
sýsluforkólfa, Fedecameras, en þau
samtök höfðu tekið þátt í að skipu-
leggja allsherjarverkfallið, sem
beindist gegn stefnu Chavez í at-
vinnumálum. Chavez tók fyrst við
forsetaembættinu 1998, og var end-
urkjörinn 2000.
Áður en Chavez sagði af sér höfðu
fjármálaráðherrann, Francisco
Uson, sem er foringi í hernum, og að-
stoðaröryggismálaráðherrann, Luis
Camacho Kairuz, sem er yfirmaður
þjóðvarðliðsins, sagt af sér. Tíu aðrir
háttsettir menn í hernum gengu í lið
með þeim og gerðu uppreisn gegn
Chavez. Eiginkona forsetans, Mar-
isabel, fékk að fara úr landi „af
mannúðarástæðum“, að því er foringi
í hernum greindi frá.
Mannfallið í óeirðunum í fyrradag
varð þegar stuðningsmönnum Chav-
ez og andstæðingum hans laust sam-
an og þjóðvarðliðar skiptust á skot-
um við lögreglumenn. Vasquez segir
að þá hafi hann ákveðið að ganga í lið
með þeim er kröfðust afsagnar for-
setans. „Ég var þér trúr uns yfir
lauk, ég var þjónn þinn þar til nú síð-
degis, en manndrápin í dag get ég
ekki látið óátalin. Í dag hafa öll
mannréttindi verið brotin,“ sagði
Vasquez.
Í átökunum beittu þjóðvarðliðar
táragasi gegn múgn-
um og skyttur uppi á
þökum og stuðnings-
menn Chavez skutu
hvað eftir annað á
fólkið, er krafðist af-
sagnar forsetans, og
jafnvel líka á öku-
menn sjúkrabíla er
reyndu að koma
særðum til hjálpar.
Chavez fór fram á
það, eftir afsögn sína,
að fá að fara í útlegð
til Kúbu, en herinn
hafnaði þeirri beiðni,
sagði hershöfðinginn
Roman Fuemayor.
„Hann verður að
svara til saka hér í landi.“ Chavez var
í gær í haldi í Fort Tiuna-herstöðinni
í Caracas, og sagði Vasquez að hann
yrði þar uns rannsókn leiddi í ljós
fyrir hvað hann yrði ákærður vegna
óeirðanna á fimmtudaginn.
Auk Fedecameras stóðu Laun-
þegasamtök Venesúela, sem í eru um
ein milljón manna, að allsherjarverk-
fallinu, sem var boðað til að styðja
framkvæmdastjóra í ríkisolíufyr-
irtækinu, Petroleos de Venezuela,
sem voru óánægðir með þá menn
sem Chavez hafði skipað í stjórn fyr-
irtækisins.
Venesúela er fjórða mesta olíu-
framleiðsluríki heims, og 80% af út-
flutningstekjum ríkissjóðs eru af ol-
íusölu. Framkvæmdastjórar
fyrirtæksins sögðu að stjórnarmenn-
irnir sem Chavez skipaði hafi ekki
verið starfinu vaxnir, og hafi einungis
verið skipaðir til að styrkja tök for-
setans á fyrirtækinu.
Á þeim þrem árum sem Chavez
hafði setið á forsetastóli hafði honum
tekist, með óbilgjörnum yfirlýsingum
sínum, að ávinna sér óvild fólks á svo
að segja öllum sviðum samfélagsins.
Hann atyrti fjölmiðla, leiðtoga róm-
versk-kaþólsku kirkjunnar, neitaði
að ráðgast við frammámenn í við-
skiptalífinu og mistókst að ná völdum
í launþegasamtökum. Þegar hann
tók við völdum tók hann einnig við
opinberum skuldum að jafnvirði
2.100 milljarða króna vegna
ógreiddra launa. Þá skuld gat hann
aldrei borgað. Meint tengsl hans við
vinstrisinnaða skæruliða í Kólumbíu
vöktu reiði margra í hernum og er-
lendis.
Framkvæmdastjórar olíufélagsins
fóru í síðustu viku að hægja á fram-
leiðslunni og dró þá úr afköstum
Paraguana-olíuhreinsistöðvarinnar,
sem er ein sú stærsta í heimi, um
50%. Annarri hreinsistöð var lokað,
tafir urðu á afgreiðslu gasolíu og
hleðslu olíuskipa var svo að segja
hætt. Regulo Anselmi, yfirmaður
flughersins, sagði að herinn hefði á
miðvikudaginn hvatt Chavez til að
semja við framkvæmdastjórana, en
þeir hefðu þá ekki haft áhuga á slíku.
Eftir óeirðirnar á fimmtudaginn
ákvað yfirstjórn hersins að Chavez
yrði að víkja, og fóru yfirmenn hers-
ins allir saman á fund forsetans á
skrifstofum hans, sagði Anselmi.
Þjóðvarðliðar tóku á sitt vald rík-
issjónvarpið og skriðdrekum var ekið
um götur. Svo fór, að Chavez, um-
kringdur ráðherrum sínum, afhenti
Anselmi og tveim öðrum foringjum í
hernum afsögn sína.
„Sem vinur hans til margra ára
ráðlagði ég honum að segja af sér og
afstýra því, að íbúar Venesúela yrðu
að þola meira blóðbað,“ sagð Uson.
Vasques hershöfðingi sagði að 95%
heraflans væri undir sinni stjórn,
sem og allir flugvellir og stærstu her-
stöðvar. Öllu flugi erlendis frá var af-
lýst um óákveðinn tíma.
Carmona, hinn nýi bráðabirgða-
forseti landsins, mun væntanlega
sitja þar til kosningar verða haldnar.
Hann hefur gegnt lykilhlutverki í
mótmælunum gegn forsetanum und-
anfarið. „Það eina sem ég hef verið
að hugsa um undanfarna daga er
baráttan gegn stjórn Hugo Chavez.
En ég barðist ekki fyrir þessu, held-
ur aðeins af brýnni nauðsyn,“ sagði
Carmona við fréttamenn í gærmorg-
un.
Carmona er hagfræðingur, lærði í
Venesúela og Belgíu. Frá því hann
var kosinn forseti Fedecameras í júní
í fyrra hefur hann leitt uppreisn í við-
skiptageiranum gegn Chavez, vegna
efnahagsstefnu forsetans.
AP
Hershöfðingjarnir Lucas Rincon, fyrir miðju, Regulo Anselmi, yfirmaður flughersins, og Jorge Tierralta, yf-
irmaður flotans, á fréttamannafundi í Caracas þar sem þeir greindu frá því að Chavez hefði látið af völdum.
Hugo Chaves, forseti Venesúela, er sagður hafa með óbilgirni
áunnið sér óvild fjölda landa sinna, og svo fór, að eftir verkföll og
blóðugar götuóeirðir neyddi herinn forsetann til afsagnar.
Hugo Chavez
Caracas. AFP, AP.
Chavez segir af sér
að kröfu hersins