Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 15 Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu Upplýsingar veitir umboðsmaður Elínborg Þorsteinsdóttir í síma 421 3463 og 896 3463 Sumarafleysingafólk ós ast í Keflavík Geirsnef Ártúnshöfði Sæ va rh öf ði M a la rh ö fð i Ártúnsbrekka Ingvar Helgason hf. HREYSTI heildversl. Þórðarhöfði ÓMAR Jónsson, forseti bæjarstjórn- ar Grindavíkur, leiðir lista Sjálfstæð- isflokksins í bæn- um við komandi sveitarstjórnar- kosningar. Sig- mar Eðvarðsson verður í öðru sæt- inu og Margrét Gunnarsdóttir, fyrrverandi for- seti bæjarstjórn- ar, er að nýju í framboði, nú í þriðja sæti. Tillaga stjórnar fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna var samþykkt sam- hljóða á félagsfundi í Sjálfstæðis- félagi Grindavíkur í fyrrakvöld. Sjálfstæðismenn eru með tvo full- trúa í bæjarstjórn, Ólaf Guðbjarts- son og Ómar Jónsson, og eiga aðild að meirihluta. Ólafur gefur ekki kost á sér í efstu sæti listans að þessu sinni en Ómar tekur að sér að leiða listann. Athygli vekur að Margrét Gunnarsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi framboðs við síðustu kosningar eftir átta ára starf í bæjarstjórn, skipar nú þriðja sæti listans. Í fréttatilkynningu er vakin at- hygli á því að sex konur eru á listan- um. Listinn er þannig skipaður: 1. Óm- ar Jónsson verslunarstjóri, 2. Sig- mar Eðvarðsson útibússtjóri, 3. Margrét Gunnarsdóttir, húsmóðir og kennari, 4. Klara Halldórsdóttir sölufulltrúi, 5. Guðmundur Pálsson tannlæknir, 6. Pétur Guðmundsson rekstrarstjóri, 7. Jóna Rut Jónsdótt- ir leikskólakennari, 8. Hrafnhildur Björgvinsdóttir húsmóðir, 9. Viktor Jónsson skipstjóri, 10. Karen Matth- íasdóttir förðunarfræðingur, 11. Magnús Már Jakobsson vaktstjóri, 12. Eiríkur Dagbjartsson útgerðar- stjóri, 13. Kristín Sigurjónsdóttir verslunareigandi og 14. sætið, heið- urssæti listans, skipar Ólafur Guð- bjartsson bæjarfulltrúi. Ómar Jónsson í efsta sæti D-listans Ómar Jónsson Grindavík ÁRLEGIR vortónleikar Kvenna- kórs Suðurnesja verða endurteknir 16. apríl næstkomandi en fyrri tón- leikarnir fóru fram í fyrrakvöld. Tónleikarnir verða í Ytri-Njarðvík- urkirkju og hefjast klukkan 20.30. Kvennakór Suðurnesja stendur fyrir kóramóti kvennakóra landsins, í Reykjanesbæ í maímánuði og eru 14 kórar væntanlegir. Efnisskrá vortónleikanna er fjöl- breytt, m.a. sígild verk gömlu meist- aranna, óperettulög, þjóðlög og dæg- urlög, innlend sem erlend. Stjórn- andi er Sigurður Sævarsson tón- skáld og undirleikarar eru Geir- þrúður Bogadóttir, píanó, Þórólfur Þórsson, bassagítar, og Þorvaldur Halldórsson á trommur. Vortónleikar kvennakórs Njarðvík EFTIRLITSNEFND með fjármál- um sveitarfélaga telur ekki ástæðu til að hafa sérstakt eftirlit með fjár- málum Sandgerðisbæjar og Vatns- leysustrandarhrepps, samkvæmt bréfum sem lögð hafa verið fram í sveitarstjórnum. Bæði sveitarfélögin fengu fyrr á árinu fyrirspurnir og athugasemdir um fjármál sín á árinu 2000. Er nið- urstöðu nefndarinnar nú fagnað í ályktunum hreppsnefndar Vatns- leysustrandarhrepps og bæjarstjórn Sandgerðis. Laus undan sér- stöku eftirliti Sandgerði/Vogar SAMFYLKINGIN í Reykjanesbæ boðar til málefnafundar um skólamál næstkomandi mánudag að Hólm- garði 2 í Keflavík. Fundurinn er op- inn öllum og hefst klukkan 20. Á fundinum verður farið yfir stöð- una í skólamálum og mun Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri hafa framsögu. Fundarstjóri verður Ey- steinn Eyjólfsson. Fundað um skólamál Reykjanesbær BÆJARSTJÓRN Sandgerðis og hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps leggjast gegn byggingu íbúða aldraðra á eignarlóð hjúkrun- arheimilisins Garðvangs í Garði, en þar hefur Gerðahreppur skipulagt byggingu íbúðanna. Gerðahreppur óskaði eftir því við stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suð- urnesjum að fá að byggja íbúðir aldr- aðra á lóð Garðvangs. Hreppsnefnd- in óskaði raunar eftir því að formleg afstaða lægi fyrir eigi síðar en 3. apr- íl síðastliðinn, enda er útboðsferlið hafið. Hefur málið verið kynnt í sveit- arstjórnunum sem eiga aðild að dval- arheimilunum. Fyrir liggur að hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps og bæjarstjórn Sandgerðis- bæjar leggjast gegn fyrirhugaðri staðsetningu, hreppsnefndin telur að hún muni þrengja um of að starfsemi Garðvangs og skerða verulega út- sýni úr sólskála heimilisins og bæj- arstjórn Sandgerðis telur að hún muni þrengja að hugsanlegri fram- tíðastarfsemi heimilisins. Bæjarstjórn Sandgerðis hvetur hreppsnefnd Gerðahrepps til að finna góðri hugmynd betri stað, þar sem full sátt yrði um málið, enda sé mikil landrými fyrir hendi í Gerða- hreppi. Afstaða bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar liggur ekki fyrir. Leggjast gegn staðsetn- ingu íbúða aldraðra Garður EIGENDUR lands í nágrenni sorp- hauga varnarliðsins á Stafnesi hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Sandgerði að fá stuðning við að taka út mengun á haugunum og kanna efnainnihald jarðvegs sem þangað hefur verið fluttur af neðra-nikkel- svæði. Fyrirhugað er að leggja af núver- andi urðunarstað varnarliðsins á Stafnesi en koma upp nýjum urðun- arstað fyrir Sorpeyðingarstöð Suð- urnesja, utan varnarsvæðis. Land- eigendur hafa gert athugasemdir við flutning á menguðum jarðvegi af neðra-nikkelsvæði í Njarðvík á urð- unarsvæðið en fyrirhugað er að nota hluta af efninu til að hylja gömlu öskuhaugana. Fulltrúar landeigenda komu á fund bæjarráðs Sandgerðis í fyrradag og þar voru óskir þeirra bókaðar. Landeigendurnir óska eftir því að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur til að standa undir kostnaði við að fá fagaðila til að kanna mengun á haugunum á Staf- nesi og kalla eftir greinargerð um þau sem efni sem þar er að finna. Og að sami aðili verði fenginn til að kanna efnainnihald á jarðvegi sem fluttur hefur verið af nikkelsvæðinu inn á svokallað Dye-5-svæði á Staf- nesi. Fulltrúar landeigenda óska einnig eftir því að bæjarráð láti kanna það lögfræðilega hvort rétt hafi verið staðið að framkvæmd efnisflutning- anna af hálfu varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, með tilliti til svæðisskipulags Keflavíkurflugvall- ar. Þá er farið fram á það að bæj- arstjóri fái úr því skorið hvort jarð- vegur sem talinn er vera hættulegur og átti að hreinsa upp og senda til út- landa sé nú fluttur á Dye-5-svæðið og kannað verði hvort úrgangi úr flugvélum sé nú komið fyrir á urð- unarstað á Stafnesi. Óskir landeigenda verða teknir fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar, væntanlega annan miðvikudag. Óska eftir stuðningi við úttekt á mengun Sandgerði STOFNAÐUR var nýlega fé- lagsskapur foreldra í Grindavík sem hefur það markmið að styðja við bakið á þeim sem eiga börn sem eru í vímuefnavanda. Þar kom fram ósk um að gera eitthvað í málefnum sem snúa að forvörnum og stuðningi við þá foreldra sem þurfa að taka á vímuefnavanda. Meðal þess sem þá var lagt til var að hægt væri að hringja eitthvað eða koma nafn- lausum skilaboðum áleiðis til for- eldra sem vita ekki af neyslu barna sinna. Vandamálið hefur verið að fólk sem hefur upplýsingar um neyslu ungmenna veigrar sér við að hafa samband beint við foreldra við- komandi. Nú eru þessi samtök að gefa út veggspjald en þar er meðal annars að finna þær upplýsingar að nafnlaus skilaboð gætu bjargað manneskju frá ömurlegum örlögum, geðveiki. Þar stendur ennfremur: „Ekki óttast að vera ábyrgur, ekki bíða.“ Þá geta Grindvíkingar sent nafn- lausar upplýsingar inn á netfang eða talhólf sem komið verður áfram til foreldra en þær upplýsingar eru á áðurnefndu veggspjaldi og er 100% nafnleynd heitið. Þá stóðu samtökin fyrir því að tveir krakkar komu og héldu fund með unglingum í 8.–10. bekk. Það voru þau Bryndís Gwenný Bond og Hákon Einar Júlíusson sem sáu um þessa jafningjafræðslu. Með- al þess sem kom fram hjá þeim var hvernig sjúkdómurinn lýsir sér og hvaða leiðir eru færar. Þau lýstu að- stæðum sínum og ræddu um stjórn- leysið sem fylgir vímunni þar sem allt snýst um að skemmta sér. „Ég byrjaði eins og svo margir í grunn- skólanum í neyslu. Reyndar í 6. bekk og stóð neyslan í 5 ár. Þetta er víta- hringur þar sem allt gengur út á að gera eitthvað verra en áður var gert,“ sagði Hákon Einar. Stuðningur við foreldra barna í vímuefnavanda Nei, það er ekki í lagi að þegja! Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Bryndís Gwenny Bond með veggspjaldið sem hún kynnti nemendum. Grindavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.