Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 1
SEX Ísraelar biðu bana og meira en
áttatíu særðust þegar ung palestínsk
kona sprengdi sjálfa sig í loft upp í
miðborg Jerúsalem í gær. Atburður-
inn olli því að Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sem
staddur er í Ísrael, hætti við að hitta
Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, að máli í dag eins og fyrirhug-
að hafði verið og munu Bandaríkja-
menn hafa gefið Arafat sólarhring til
að fordæma árásina.
Powell sagði við fréttamenn að
árásin í gær sýndi hversu eldfimt
ástandið væri í Mið-Austurlöndum en
þangað kom hann á fimmtudag í því
skyni að reyna að koma á vopnahléi.
Sprengjutilræðið átti sér stað á
strætisvagnastöð á Jaffa-götu í
Jerúsalem en þar hafa fjölmargar
fyrri árásir Palestínumanna einnig
átt sér stað. Voru aðstæður á vett-
vangi afar ljótar, að sögn vitna, lík
hinna látnu voru illa brunnin og
margir hinna særðu voru alvarlega
slasaðir.
Al-Aqsa, vopnuð samtök sem
tengsl hafa við Fatah-hreyfingu Yass-
ers Arafat, leiðtoga Palestínumanna,
lýstu tilræðinu á hendur sér.
Sharon gefur sig ekki
Powell fordæmdi sprengjutilræðið
en hann hafði fyrr um daginn rætt við
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, í því skyni að reyna að telja Ísr-
aelsstjórn á að hætta hernaðarað-
gerðum sínum á svæðum Palest-
ínumanna. Hann viðurkenndi á
fréttamannafundi eftir viðræður hans
og Sharons að sér hefði mistekist að
fá Sharon til að sættast á áætlun um
hvenær aðgerðunum yrði hætt. „Ég
vona að við getum náð samkomulagi
um það,“ sagði Powell aðeins.
Sharon ítrekaði hins vegar að Ísr-
ael ætti í stríði og að markmiðið væri
að uppræta þá ógn sem stafaði af pal-
estínskum hryðjuverkamönnum. Því
markmiði hefði enn ekki verið náð.
Ísraelar brugðust hart við
sprengjutilræðinu í gær. Sagði Daniel
Seaman, talsmaður stjórnvalda, að
árásin sýndi að sú ákvörðun Ísraela
að halda áfram hernaðaraðgerðum
sínum þrátt fyrir mótmæli Banda-
ríkjastjórnar, væri fyllilega réttmæt.
„Hvað annað getum við gert?“ spurði
hann. „Heimurinn getur séð að við
eigum engra annarra kosta völ.“
Mohammad Dahlan, yfirmaður
palestínsku öryggislögreglunnar á
Gazasvæðinu, sagði Sharon hins veg-
ar bera ábyrgð á sprengjutilræðinu
vegna áframhaldandi aðgerða Ísr-
aelshers. „Þetta er afleiðing þeirrar
andúðar sem Ariel Sharon hefur
skapað með blóðbaðinu og glæpunum
sem framdir hafa verið gegn palest-
ínsku þjóðinni í Jenín, Nablus og ann-
ars staðar,“ sagði hann og vísaði þar
til staðhæfinga um að Ísraelsher hafi
framið fjöldamorð á Palestínumönn-
um á undanliðnum dögum.
Powell frestar fundi
sínum með Arafat
Jerúsalem. AFP, AP.
Við upplifum/26
Reuters
Frá vettvangi sjálfsmorðsárásarinnar í Jerúsalem í gær. Auk ódæðismannsins biðu a.m.k. sex bana.
Sex Ísraelar féllu í sjálfsmorðsárás ungrar palestínskrar konu í Jerúsalem
85. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 13. APRÍL 2002
ÞRJÁTÍU og níu ára gömul
áströlsk kona, sem missti mann
sinn af slysförum fyrir tólf ár-
um, hefur áfrýjað til hæstarétt-
ar Ástralíu úrskurði undirrétt-
ar þess efnis að bætur, sem
konan fékk vegna fráfalls eig-
inmannsins, skuli lækkaðar
sökum þess hversu hugguleg
hún er.
Undirréttur í Perth úrskurð-
aði í desember 2000 að bætur
konunnar, Teresu de Sales,
skyldu lækkaðar um 20% – nið-
ur í um 30 milljónir ísl. króna –
sökum fegurðar de Sales en
gömul áströlsk lög kveða á um
að hafa beri í huga möguleika
konu til að finna sér nýjan eig-
inmann þegar dánarbætur eru
ákvarðaðar.
Löggjöfin endurskoðuð
De Sales er allt annað en
ánægð með úrskurðinn og segir
lögin sem stuðst var við úrelt.
„Maður á ekki að giftast til fjár
heldur vegna þess að maður
elskar einhvern,“ segir hún.
Vill hún fá fullar bætur frá hinu
opinbera burtséð frá því hversu
líklegt það er að hún finni sér
annan eiginmann.
Eiginmaður de Sales
drukknaði árið 1990 þar sem
hann vann að stífluviðgerðum
og það varð því hlutskipti de
Sales að ala ein upp tvö börn
þeirra hjóna. Hæstiréttur Ástr-
alíu fjallar um mál hennar í
næstu viku en yfirvöld í Vestur-
Ástralíuríki hafa hins vegar
þegar ákveðið að láta endur-
skoða umrædda löggjöf.
Of huggu-
leg til að
hljóta full-
ar bætur
Perth. AFP.
PEDRO Carmona, sem tekið hefur
við embætti forseta Venesúela til
bráðabirgða, sagði í gær að boðað yrði
til nýrra forsetakosninga í landinu
innan árs. Þá er fyrirhugað að efna til
þingkosninga í desember nk. Hugo
Chavez lét af forsetaembætti í gær-
morgun vegna þrýstings frá hernum,
í kjölfar götuóeirða í Caracas á
fimmtudag þar sem að minnsta kosti
ellefu létu lífið, og um hundrað særð-
ust. Áhöld eru þó um hvort Chavez
sagði af sér eða var steypt af stóli.
Verð á olíu hélt áfram að lækka í
gær þar eð brottför Chavez af for-
setastóli var talin auka líkurnar á
meira framboði á olíu frá Venesúela,
sem er fjórða mesta olíuframleiðslu-
ríki heimsins. Virtist sem allsherjar-
verkfall, sem staðið hefur í Venesúela
í fjóra daga, væri að leysast, en það
hafði heft framleiðslu ríkisolíufélags-
ins, PDVSA. Stjórnendur fyrirtækis-
ins sneru aftur til vinnu sinnar í gær-
dag og fullyrtu að framleiðsla yrði
komin í eðlilegt horf innan örfárra
daga.
Ari Fleischer, talsmaður Banda-
ríkjastjórnar, sagði að stjórn Venes-
úela hefði með
gjörðum sínum
valdið því að for-
setinn hraktist frá
völdum. „Stjórnin
bældi niður frið-
samleg mótmæli
fólksins,“ sagði
hann. Hefðu
stuðningsmenn
forsetans „haft
skipanir“ um að
skjóta á óvopnaða mótmælendur, en
her og lögregla hefðu neitað að styðja
þátt stjórnvalda í slíkum mannrétt-
indabrotum.
Síðasti menntamálaráðherrann í
stjórn Chavez, Aristobulo Isturiz,
sagði að forsetinn hefði ekki sagt af
sér, heldur hefði hann hreinlega verið
tekinn til fanga. Isturiz var við hlið
Chavez í forsetahöllinni uns forsetinn
var fluttur til herstöðvar í Caracas,
skömmu eftir að hópur herforingja
kom á skrifstofu hans og krafðist þess
að hann léti af völdum.
„Chavez sagði herforingjunum að
hann myndi ekki segja af sér, að þeir
skyldu halda áfram með byltinguna
og axla ábyrgð á henni,“ sagði Isturiz.
„Þeir fluttu hann á brott sem fanga.“
Clodosvaldo Russian ríkisendur-
skoðandi tók enn dýpra í árinni en
hann sagði að Chavez hefði verið
steypt af stóli, valdarán hefði átt sér
stað í Venesúela.
Boða forsetakosn-
ingar innan árs
Caracas, Washington, London. AFP.
Pedro
Carmona
Chavez segir af sér/24
XANANA Gusmao, frelsishetja
Austur-Tímora, lofaði friði, lýð-
ræði og vinsamlegum samskiptum
við Indónesíu í gær á síðasta
kosningafundi sínum fyrir for-
setakosningarnar á morgun. Búist
er við að hann sigri með miklum
yfirburðum og verði forseti Aust-
ur-Tímors sem fær fullt sjálfstæði
20. maí.
Gusmao var leiðtogi skæruliða
Fretelin-hreyfingarinnar, núver-
andi stjórnarflokks landsins, í 24
ára baráttu hennar fyrir sjálf-
stæði frá Indónesíu. Hann hefur
sagt skilið við Fretelin og býður
sig fram sem óháður.
Eftirlitsmenn Evrópusambands-
ins sögðu að andstæðingar
Gusmaos hefðu hafið herferð fyrir
því að kjósendur skiluðu ógildum
atkvæðaseðlum. Stuðningsmenn
Gusmaos segja að nokkrir menn í
Fretelin standi fyrir þessu og
markmiðið sé að minnka meiri-
hlutastuðning hans og draga úr
áhrifum hans eftir kosningarnar.
Aðeins einn annar er í fram-
boði, Francisco Xavier do Amaral,
sem lýsti yfir sjálfstæði Austur-
Tímors 1975 og var forseti lands-
ins í níu daga fyrir innrás
Indónesíuhers. Stuðningsmaður
Amarals er hér á kosningafundi í
Dili.
Xanana
Gusmao
lofar friði
Reuters