Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 35
Smáskór
sérverslun með barnaskó
í bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919.
Opið virka daga frá kl.10-18, laugardaga frá kl. 11-15
Lagersala næstu daga
Eldri gerðir af sumar- vetrar-, og spariskóm
með minnst 40% afslætti beint af lagernum
- gengið inn að norðan -
Nýkomnir yndislegir skór fyrir
brúðarmeyjar og aðrar prinsessur
5 gerðir í stærðum 22-37
Verð frá kr. 3.790
Barnaskór
Bíldshöfða
OPNUM Í DAG KL. 12
bakhús inni í porti
VÉLAR
Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699
Plöstunar
Vefsíða: www.oba.is
TVEIR einstakling-
ar úr íþróttahreyfing-
unni hafa að undan-
förnu skrifað greinar í
Morgunblaðið til að
endurtaka ásakanir í
garð framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ, varðandi
lyfjaeftirlit innan hreyf-
ingarinnar. Ennfremur
eru dómstólar hreyf-
ingarinnar sakaðir um
að hafa kveðið upp
dóma samkvæmt pönt-
un frá forseta ÍSÍ eða
einhverjum öðrum.
Fullyrt er að Íslands-
meistaratitlar hafi unnist í krafti
lyfjamisferlis.
Þess er krafist að forysta ÍSÍ beri
af sér sakir.
Hér er með öðrum orðum verið að
væna forystumenn ÍSÍ, fólk í dóm-
stólum hreyfingarinnar, íþróttafólk
og aðra sem að þessum málum koma,
um óheiðarleika og
undanbrögð.
Að því tilefni skal vís-
að til skýrslu fram-
kvæmdastjórnar ÍSÍ
dags. 21. ágúst 2001,
sem send var mennta-
málaráðherra og enn-
fremur til yfirlýsingar
starfsmanna lyfjaeftir-
litsnefndar ÍSÍ, hvor-
tveggja má lesa á
heimasíðu ÍSÍ, isi-
sport.is. Sömuleiðis er
vísað til dóms lyfjadóm-
stólsins, greinargerðar
KKÍ (sem lesa má á
heimasíðu sambandsins
kki.is) og Morgunblaðsgreina forseta
og varaforseta frá því í ágúst og sept-
ember á síðasta ári.
Þess skal getið að lagðar verða
fram á íþróttaþingi, eftir hálfan mán-
uð, endurskoðaðar og endurbættar
tillögur um skipulag lyfjamála, eftir-
lit og meðferð. Þær tillögur hafa verið
sendar út í hreyfinguna til kynningar
og engar athugasemdir hafa borist.
Mál er að þessari umræðu linni og
íþróttahreyfingin og forysta hennar
liggi ekki undir röngum og tilhæfu-
lausum sökum.
Höggvið í
sama knérunn
Stefán
Konráðsson
ÍSÍ
Mál er, segir Stefán
Konráðsson, að þessari
umræðu linni.
Höfundur er framkvæmdastjóri ÍSÍ.
ÞAÐ blása ferskir
norrænir vindar hér á
landi þessa dagana í
aðdraganda fjöl-
mennrar þemaráð-
stefnu Norðurlanda-
ráðs sem haldin
verður á Grand Hótel
í Reykjavík dagana
15. til 16. apríl nk.
Þemaráðstefnan
markar upphaf hátíð-
arhalda vegna 50 ára
afmælis Norðurlanda-
ráðs. Á ráðstefnunni
verður fjallað um nor-
rænt lýðræði í víðu
samhengi, undir yfir-
skriftinni ,,Norrænt
lýðræði 2020“. Rætt verður um
þætti á borð við norræna velferð-
arríkið og lýðræðið, virkni þegn-
anna og áhrif innflutnings fólks frá
öðrum menningarsvæðum á afstöð-
una til lýðræðis á Norðurlöndum.
Á ráðstefnunni verður einnig unnið
út frá þeirri lykilspurningu hvort
norrænar lýðræðishefðir geti haft
áhrif á önnur stjórnkerfi í heim-
inum í framtíðinni.
Það er fengur fyrir okkur Ís-
lendinga að fá jafn spennandi og
viðamikla ráðstefnu hingað til
lands, en gert er ráð fyrir allt að
300 þátttakendum ráðstefnudag-
ana. Um leið hlýtur það að teljast
viðeigandi, þar eð Alþingi var hér
stofnað fyrir ríflega þúsund árum
og löng hefð er fyrir rökræðu um
lýðræði á eyjunni okkar í norðri.
Hver kynslóð hefur
sín einkenni
Við Íslendingar byggjum á
langri og djúpri lýðræðishefð og
berum mikla virðingu fyrir rétt-
inum til þess að tjá sig í ræðu og
riti. Við erum einnig stolt af mikl-
um áhuga landsmanna á stjórn-
málum og hinum ríka vilja fólksins
í landinu til þess að hafa bein áhrif
á sitt nánasta umhverfi. Um þetta
vitnar mikil kosningaþátttaka hér
á landi, sem er mun meiri en í
flestum öðrum löndum, og spenn-
andi og frjó umræða um stjórnmál
sem fjölmiðlar miðla til lands-
manna hvern einasta dag.
Lýðræði síðustu aldar þarf þó
ekki að hafa sömu merkingu í hug-
um fólks og sú tegund lýðræðis
sem við nú miðum við. Hið sama
má segja um lýðræði framtíðarinn-
ar, t.d. norrænt lýð-
ræði árið 2020. Hér
hefur hver kynslóð sín
einkenni. Eftirstríðs-
kynslóðin, sem nú sit-
ur að mestu við völd í
landinu, hefur t.d.
annað gildismat en
hin s.k. „x-kynslóð“
eða „gleymda kyn-
slóðin“ sem næst er í
röðinni til áhrifa og
enn aftar bíður
„@-kynslóðin“ eða
„raf-kynslóðin“. Tvær
síðarnefndu kynslóð-
irnar láta hvorki
stjórnast af landa-
mærum né átthaga-
böndum heldur grípa fremur þau
spennandi tækifæri sem bjóðast,
hvort heldur er í heimahögunum á
Íslandi eða í fjarlægum heims-
hluta.
Þessar kynslóðir binda sig ekki
við átthaga, vinnustaði né stjórn-
málaöfl, heldur taka frekar afstöðu
út frá hverju máli fyrir sig.
Þær eru leitandi fjöldahreyfing-
ar sem munu hafa mjög vaxandi
áhrif í samfélaginu í nánustu fram-
tíð.
X- og @-kynslóðirnar munu
þurfa að stýra íslensku samfélagi á
lýðræðislegan hátt til sóknar í sí-
breytilegum heimi alþjóðavæðing-
ar.
Það hlutverk hlýtur að teljast
mjög ögrandi.
Fimm áhersluatriði
Á fundi norrænu samstarfsráð-
herranna í Finnlandi í fyrra komu
nýjar áherslur í norrænu samstarfi
og breytt uppbygging Norður-
landaráðs m.a. til umræðu. Nor-
rænt samstarf er í örri þróun til að
mæta breyttu umhverfi í ljósi al-
þjóðavæðingar og upplýsingabylt-
ingarinnar. Nýju áhersluatriðin
fimm sem norræna ráðherranefnd-
in vinnur að eru: tækniþróun, sér í
lagi málefni upplýsingasamfélags-
ins, velferðarmál, innri markaður á
Norðurlöndum og afnám landa-
mærahindrana, samstarf við ná-
grannalöndin og síðast en ekki síst
umhverfismál og sjálfbær þróun.
Vitaskuld er mikilvægt að Norð-
urlöndin færi sér í nyt hversu lík
þau eru að flestu leyti í allri upp-
byggingu. Þetta hefur stundum
verið orðað þannig að Norðurlönd-
in hafi sama menningarbakgrunn,
svipað tæknistig og sömu lýðræð-
ishefðir.
Þannig hafa löndin t.d. afar
mikla hagsmuni af því að standa
saman til að efla sig í þeirri al-
þjóðavæðingu sem blasir við. Þau
ná sameinuð meiru fram í Evrópu-
samstarfinu og ekki síður gagnvart
ýmsum alþjóðastofnunum. Um leið
og við Íslendingar bjóðum vini
okkar frá hinum Norðurlöndum
velkomna hingað til lands á þem-
aráðstefnu um lýðræði skulum við
minnast sameiginlegrar arfleifðar
okkar og sameiginlegra hagsmuna.
Framundan eru nýir tímar;
ókunnar lendur og spennandi tæki-
færi sem við getum nýtt á lýðræð-
islegum grunni.
Norrænt lýðræði 2020
Siv
Friðleifsdóttir
Höfundur er samstarfsráðherra
Norðurlanda.
Lýðræðisráðstefna
X- og @-kynslóðirnar
munu þurfa að stýra ís-
lensku samfélagi á lýð-
ræðislegan hátt, segir
Siv Friðleifsdóttir, til
sóknar í síbreytilegum
heimi alþjóðavæðingar.
REYKJAVÍKURLISTINN er
sammála þeirri skoðun ritstjóra
Morgunblaðsins að „draugarit-
un“ (ghostwriting) á greinum
vegna kosninga hafi ekki bæt-
andi áhrif á stjórnmálaumræðu í
landinu. Við sjáum þegar í að-
draganda borgar- og bæjar-
stjórnarkosninga að talsvert er
orðið um staglgreinar þar sem
tönnlast er á sömu fullyrðing-
unum nánast orðrétt í grein eft-
ir grein.
Við hjá Reykjavíkurlistanum
höfum ákveðið með hvaða hætti
verður staðið að kynningar- og
auglýsingamálum hjá okkur.
Í fyrsta lagi starfar kynning-
ar- og áróðurshópur þar sem
ýmsir fagmenn úr stuðnings-
mannahópi Reykjavíkurlistans
leggja á ráðin um framsetningu
á stefnumiðum sem frambjóð-
endur búa í hendur þeirra.
Í öðru lagi tók auglýsingastof-
an Tunglið að sér að hanna
heildarútlit á merki Reykjavík-
urlistans, vefsíðu, auglýsingum
og myndstefnu.
Í þriðja lagi er fitjað upp á
þeirri nýbreytni að setja saman
eigin kynningar- og auglýsinga-
stofu í kosningamiðstöð Reykja-
víkurlistans á Túngötu 6. Hún
tekur til starfa á sunnudag þeg-
ar kosningamiðstöðin verður
opnuð og mun sjá um útfærslu
og samsetningu á öllu kynning-
arefni fram að kosningum. Stof-
an hefur fengið nafnið Frjór ak-
ur.
Í fjórða lagi hefur
Reykjavíkurlistinn ákveðið að af
hans hálfu verður ekki höfð
milliganga um sendingar á
greinum, orðsendingum, frétta-
tilkynningum eða bréfum til
fjölmiðla nema frá framboðinu
sjálfu, frambjóðendum Reykja-
víkurlistans, kosningastarfs-
mönnum og þeim sem hafa hlut-
verki að gegna í starfshópum á
vegum framboðsins. Með þessu
teljum við að gengið sé til móts
við það sjónarmið að hrein-
skiptni þurfi að ríkja í samskipt-
um framboða og fjölmiðla.
Ingvar Sverrisson
Tekið undir með
Morgunblaðinu
Höfundur er kosningastjóri
R-listans.
Listhúsinu Laugardal, sími 552 5540
Ódýrari orðabækur