Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Líffræðifélagið er opið félag Að drífa áfram umræðuna LÍFFRÆÐIFÉLAGÍslands var í frétt-unum í vikunni er ráðstefna sem það hugð- ist halda með Siðfræði- félagi Íslands, um sið- fræði og lífvísindi, var blásin af. Á næstunni, eða 30.apríl nk., heldur Líf- fræðifélag Íslands aðal- fund sinn. Ólöf Ýrr Atla- dóttir er formaður Líf- fræðifélagsins og hún svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um félagið og ráðstefnuna sem ekki var haldin. Hvaða félagsskapur er Líffræðifélagið? „Líffræðifélagið er fé- lagsskapur áhugafólks um líffræði. Það var stofnað 1979 og markmið þess eru m.a. að auka þekkingu á líffræði og auðvelda samband og skoðanaskipti milli félaga. Það er þannig ekki fagfélag líffræð- inga, heldur opið öllum sem áhuga hafa á fjölbreyttum við- fangsefnum líffræðinnar, líf- fræðingum sem og öðrum.“ Hvað eru félagarnir margir og fyrir hvað stendur félagið? „Félagar eru á fjórða hundrað. Starfsemi Líffræðifélagsins hef- ur einkum fólgist í fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi, en auk þess höfum við blásið til fagnaðar á haustin, og stundum haldið nám- skeið og myndakvöld.“ Hvernig gengur að hafa svona félagsskap fyrir bæði lærða og leika? „Á undanförnum árum hafa langflestir meðlimir verið líf- fræðingar eins og er kannski skiljanlegt, en við bjóðum alla velkomna sem áhuga hafa á að ganga í félagið. Ég tel að áhuga- fólk og fagfólk um líffræði eigi tiltölulega auðvelt með að sam- einast í þessum félagsskap enda eru mörkin milli lærðra og leikra nú stundum óljós, viðfangsefni líffræðinnar eru afar margvísleg og líffræðingar yfirleitt sérhæfð- ir á ákveðnu sviði. Því má segja að það eina sem þarf að einkenna félagsmenn er löngun til að leita sér nýrra upplýsinga á sviði líf- fræðinnar. Það er afar dýrmætt að áhugafólk geti leitað sér fróð- leiks til sérfróðra félagsmanna. Viðfangsefni líffræðinnar tengjast nú orðið flestum þáttum daglegs lífs okkar. Burtséð frá því sem blasir við, matnum sem við látum ofan í okkur og tengslum læknis- og líffræði, má benda á umhverfismál af hvers kyns toga, sem verða æ mikil- vægari þáttur í pólitískum ákvörðunum, og einnig iðnað sem tengist líftækni og örveru- fræði, svo fátt eitt sé nefnt. Það má kannski segja að líffræðileg- ar vangaveltur séu snar þáttur í framtíðarsýn alls mannkyns. Ég tel því að starfsemi félagsins sé afar þörf nú í dag og mikilvægt að til sé félag sem kynnir líf- fræðileg viðfangsefni á breiðum grundvelli.“ Nú stendur fyrir dyrum aðalfundur, hver verða helstu við- fangsefni hans? „Það verða að mestu venjuleg aðalfundarstörf, en okkur í stjórninni langar líka að vekja upp umræðu um hlut- verk félagsins og leita nýrra leiða til að framfylgja markmið- um þess. Það er ljóst, að til að viðhalda áhuga félagsmanna sinna þurfa félög að vera í sí- felldri naflaskoðun.“ Hverjar verða helstu áherslur félagsins í nánustu framtíð? „Áherslurnar munu nú kannski lítið breytast, því mark- miðin eru enn þau sömu. Þar á ég við þau markmið að miðla fróðleik, vekja til umhugsunar og skapa umræður um líffræði- leg viðfangsefni. Líffræðin er í raun mjög flókin fræðigrein í dag og mörg viðfangsefni hennar vekja umræður og jafnvel deilur í samfélaginu. Félagið þarf að finna leiðir til að leggja sitt af mörkum til þess að drífa slíka umræðu áfram á upplýstum og uppbyggilegum nótum.“ Þið hættuð nýverið við ráð- stefnu undir yfirskriftinni „sið- fræði og lífvísindi“, hvers vegna? „Það var ekki hætt við ráð- stefnuna, heldur var henni frest- að um tíma. Það skapaðist skyndilega óvissa um þátttak- endur og í kjölfar þess varð und- arlegt fjölmiðlaupphlaup sem var að mestu leyti byggt á rang- færslum. Það má kannski segja að þetta óvissuástand sem þarna skapaðist og það hversu skamm- ur tími var til stefnu þegar það skapaðist hafi leitt til þess að við neyddumst til að fresta ráðstefn- unni. Okkur og Siðfræðistofnun, sem hafði unnið að þessu með okkur, þótti þetta náttúrulega afar leiðinlegt, bæði vegna þeirra sem lagt höfðu vinnu í skipulagningu ráðstefnunnar og þeirra fyrirlesara sem tilbúnir voru með erindi sín.“ Ráðstefnan verður þá haldin? „Já, á haustdögum. Ég held að það sé nauðsynlegt að skapa umræðugrundvöll fyrir þá sem láta sig þessi mál varða. Mark- mið ráðstefnunnar, að kynna al- menningi nýjustu viðfangsefni líffræðinnar og að fjalla um ágreiningsmál sem tengjast þeim, eru jafn gild og áður. Ég vona að þegar að ráðstefnunni kemur verði áhugi á henni bæði innan vísindasamfélagsins og meðal almennings.“ Ólöf Ýrr Atladóttir  Ólöf Ýrr Atladóttir er fædd 1967. Stúdent frá MA 1986 og BA-nám í íslensku 1994 og B.Sc. í líffræði v/HÍ 1997. Veitti for- stöðu tilraunaverkefni um Fræðagarð við Mývatn 1997 og 1998 hófst rannsóknarnám til M.Sc. í stofnerfðafræði v/ University of East Anglia. Rann- sóknir á Hafró í tengslum við námið til 2000, varði þá ritgerð- ina. Frá 2000 hefur Ólöf verið sérfræðingur hjá Íslenskri erfða- greiningu. Maki er Jón Magnús Einarsson líffræðingur. Hann á tvö börn af fyrra hjónabandi, Heiðu Dóru og Daníel Jón. … að auka þekkingu á líffræði Eftir það sem á undan er gengið eru litlar líkur á að nestið og nýju skórnir endist út eftirleitina. Sérblað alla sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.