Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 8

Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Líffræðifélagið er opið félag Að drífa áfram umræðuna LÍFFRÆÐIFÉLAGÍslands var í frétt-unum í vikunni er ráðstefna sem það hugð- ist halda með Siðfræði- félagi Íslands, um sið- fræði og lífvísindi, var blásin af. Á næstunni, eða 30.apríl nk., heldur Líf- fræðifélag Íslands aðal- fund sinn. Ólöf Ýrr Atla- dóttir er formaður Líf- fræðifélagsins og hún svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um félagið og ráðstefnuna sem ekki var haldin. Hvaða félagsskapur er Líffræðifélagið? „Líffræðifélagið er fé- lagsskapur áhugafólks um líffræði. Það var stofnað 1979 og markmið þess eru m.a. að auka þekkingu á líffræði og auðvelda samband og skoðanaskipti milli félaga. Það er þannig ekki fagfélag líffræð- inga, heldur opið öllum sem áhuga hafa á fjölbreyttum við- fangsefnum líffræðinnar, líf- fræðingum sem og öðrum.“ Hvað eru félagarnir margir og fyrir hvað stendur félagið? „Félagar eru á fjórða hundrað. Starfsemi Líffræðifélagsins hef- ur einkum fólgist í fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi, en auk þess höfum við blásið til fagnaðar á haustin, og stundum haldið nám- skeið og myndakvöld.“ Hvernig gengur að hafa svona félagsskap fyrir bæði lærða og leika? „Á undanförnum árum hafa langflestir meðlimir verið líf- fræðingar eins og er kannski skiljanlegt, en við bjóðum alla velkomna sem áhuga hafa á að ganga í félagið. Ég tel að áhuga- fólk og fagfólk um líffræði eigi tiltölulega auðvelt með að sam- einast í þessum félagsskap enda eru mörkin milli lærðra og leikra nú stundum óljós, viðfangsefni líffræðinnar eru afar margvísleg og líffræðingar yfirleitt sérhæfð- ir á ákveðnu sviði. Því má segja að það eina sem þarf að einkenna félagsmenn er löngun til að leita sér nýrra upplýsinga á sviði líf- fræðinnar. Það er afar dýrmætt að áhugafólk geti leitað sér fróð- leiks til sérfróðra félagsmanna. Viðfangsefni líffræðinnar tengjast nú orðið flestum þáttum daglegs lífs okkar. Burtséð frá því sem blasir við, matnum sem við látum ofan í okkur og tengslum læknis- og líffræði, má benda á umhverfismál af hvers kyns toga, sem verða æ mikil- vægari þáttur í pólitískum ákvörðunum, og einnig iðnað sem tengist líftækni og örveru- fræði, svo fátt eitt sé nefnt. Það má kannski segja að líffræðileg- ar vangaveltur séu snar þáttur í framtíðarsýn alls mannkyns. Ég tel því að starfsemi félagsins sé afar þörf nú í dag og mikilvægt að til sé félag sem kynnir líf- fræðileg viðfangsefni á breiðum grundvelli.“ Nú stendur fyrir dyrum aðalfundur, hver verða helstu við- fangsefni hans? „Það verða að mestu venjuleg aðalfundarstörf, en okkur í stjórninni langar líka að vekja upp umræðu um hlut- verk félagsins og leita nýrra leiða til að framfylgja markmið- um þess. Það er ljóst, að til að viðhalda áhuga félagsmanna sinna þurfa félög að vera í sí- felldri naflaskoðun.“ Hverjar verða helstu áherslur félagsins í nánustu framtíð? „Áherslurnar munu nú kannski lítið breytast, því mark- miðin eru enn þau sömu. Þar á ég við þau markmið að miðla fróðleik, vekja til umhugsunar og skapa umræður um líffræði- leg viðfangsefni. Líffræðin er í raun mjög flókin fræðigrein í dag og mörg viðfangsefni hennar vekja umræður og jafnvel deilur í samfélaginu. Félagið þarf að finna leiðir til að leggja sitt af mörkum til þess að drífa slíka umræðu áfram á upplýstum og uppbyggilegum nótum.“ Þið hættuð nýverið við ráð- stefnu undir yfirskriftinni „sið- fræði og lífvísindi“, hvers vegna? „Það var ekki hætt við ráð- stefnuna, heldur var henni frest- að um tíma. Það skapaðist skyndilega óvissa um þátttak- endur og í kjölfar þess varð und- arlegt fjölmiðlaupphlaup sem var að mestu leyti byggt á rang- færslum. Það má kannski segja að þetta óvissuástand sem þarna skapaðist og það hversu skamm- ur tími var til stefnu þegar það skapaðist hafi leitt til þess að við neyddumst til að fresta ráðstefn- unni. Okkur og Siðfræðistofnun, sem hafði unnið að þessu með okkur, þótti þetta náttúrulega afar leiðinlegt, bæði vegna þeirra sem lagt höfðu vinnu í skipulagningu ráðstefnunnar og þeirra fyrirlesara sem tilbúnir voru með erindi sín.“ Ráðstefnan verður þá haldin? „Já, á haustdögum. Ég held að það sé nauðsynlegt að skapa umræðugrundvöll fyrir þá sem láta sig þessi mál varða. Mark- mið ráðstefnunnar, að kynna al- menningi nýjustu viðfangsefni líffræðinnar og að fjalla um ágreiningsmál sem tengjast þeim, eru jafn gild og áður. Ég vona að þegar að ráðstefnunni kemur verði áhugi á henni bæði innan vísindasamfélagsins og meðal almennings.“ Ólöf Ýrr Atladóttir  Ólöf Ýrr Atladóttir er fædd 1967. Stúdent frá MA 1986 og BA-nám í íslensku 1994 og B.Sc. í líffræði v/HÍ 1997. Veitti for- stöðu tilraunaverkefni um Fræðagarð við Mývatn 1997 og 1998 hófst rannsóknarnám til M.Sc. í stofnerfðafræði v/ University of East Anglia. Rann- sóknir á Hafró í tengslum við námið til 2000, varði þá ritgerð- ina. Frá 2000 hefur Ólöf verið sérfræðingur hjá Íslenskri erfða- greiningu. Maki er Jón Magnús Einarsson líffræðingur. Hann á tvö börn af fyrra hjónabandi, Heiðu Dóru og Daníel Jón. … að auka þekkingu á líffræði Eftir það sem á undan er gengið eru litlar líkur á að nestið og nýju skórnir endist út eftirleitina. Sérblað alla sunnudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.