Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján JónMagnús Jónsson fæddist á Ísafirði 20. júlí 1918. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Ísafjarðar 5. apríl síðastliðinn. Kristján var sonur hjónanna Jóns Páls- sonar Andréssonar frá Kleifum í Kald- baksvík á Ströndum og Þorgerðar Krist- jánsdóttur frá Álfta- firði við Ísafjarðar- djúp. Hann var næstelstur tíu systk- ina, en sex eru enn á lífi. Einn bróðir þeirra systkina lést í bernsku, en hann hét Kristján Jón Markús og hlaut Kristján tvö af nöfnum bróður síns við skírn sína auk Magnúsarnafnsins. Elst í systkinahópnum sem ólst upp á Hlíðarenda, nú Urðarvegi 10 á Ísafirði, var Björg Aðalheiður sem nú er látin. Þá kom Kristján og næstur honum í röðinni er Tryggvi Andrés sem enn er bú- ára og ein dóttir var þeim and- vana fædd. Börnin eru: 1) Jón Þorberg, f. 1945, kvæntur Hjör- dísi Ólafsdóttur og búa þau í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn, Auði, Kristján, Ólaf og Ingunni. 2) Magnús, f. 1946, kvæntur Hildi Jósefsdóttur og eru þau búsett á Ísafirði. Þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. Börnin eru Grétar Þór, Edda Björk, Hilmar og Árni. 3) Þorgerður Margrét, f. 1947, gift Pétri I. Péturssyni, en þau eru búsett á Akureyri. Þau eiga fjögur börn, Jónu Kristínu, Huldu, Pétur og Hálfdán. 4) Indr- iði Arnar, f. 1951, kvæntur Carol- yn Ruth Kristjánsson (fædd Merc- er) og eru þau búsett í Vancouver í Kanada. Þau eiga tvö börn, Lindu Marie og Jónathan David. 5) Hörður, f. 1955, kvæntur Fríðu Kristínu Albertsdóttur, en þau eru búsett í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Börnin eru Haukur Már, Jón Al- bert, Hörður Páll og Auðunn Birgir. 6) Kristján Friðrik, f. 1962, kvæntur Guðnýju Heiðu Yngvadóttur og eiga þau tvö börn. Þau eru Yngvi Örnólfur og Kristján Fannar. Útför Kristjáns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. settur á Hlíðarenda. Þá kemur Guðbjörg Rósa sem einnig er búsett á Ísafirði, síð- an Þorgerður Sigríð- ur sem lengst af hef- ur verið búsett í Vestmannaeyjum og Lovísa Guðrún sem búsett er í Reykjavík. Þar á eftir er Mar- grét Anna sem búsett er í Kópavogi, Ásta Sigurbjörg sem einn- ig er búsett í Kópa- vogi og yngst þeirra systkina var Valdi- mar Sigurbjörn sem var búsettur í Garðabæ, en hann lést á síðasta ári. Kristján giftist Jónu Örnólfs- dóttur frá Skálavík árið 1945. Þau bjuggu lengst af á Skriðu, Seljalandsvegi 54 á Ísafirði, en þangað fluttu þau frá Engjavegi 3 árið 1959. Undanfarin ár hafa þau búið á dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði. Sex börn eignuðust þau sem öll eru komin til fullorðins- Hann pabbi okkar, Kristján Jón Magnús Jónsson, eða Kitti á ýtunni eins og sennilega flestir Ísfirðingar þekktu hann, hóf fulla þátttöku í erfiðisvinnu aðeins barn að aldri við hlið föður síns sem þá var verk- stjóri við saltfiskvinnslu á reitunum á Torfnesi. Aðeins sjö ára gamall var hann farinn að vinna við hlið þeirra sem eldri voru og ekki var óalgengt að hann stæði sína pligt tíu tíma á dag þótt ungur væri. Slíka vinnu stund- aði hann á sumrin og utan skóla þegar færi gafst næstu árin. Vinnan gekk fyrir öllu og í þá daga var lífið sannkallaður saltfisk- ur. Svo mikil kvöð var á piltinum að þótt hann væri sjálfur búinn að vinna sér inn fyrir skólaferðalagi til Reykjavíkur vorið 1932 þá var ekki hægt að gefa honum frí til slíkrar ferðar. Breiða þurfti salfisk á reit- ina um morguninn og engar refjar. Hann varð því að horfa á eftir skólafélögunum sigla út fjörðin með Brúarfossi þann sama dag. Þetta sárnaði honum mjög enda hafði hann hlakkaði mikið til að fara. Auk fiskvinnu stundaði faðir hans búskap og var með kindur, kýr og hesta til burðar. Þegar vinnu lauk á reitunum þurfti að sjálfsögðu að sinna skepn- unum á kvöldin. Undan þeirri kvöð komst Kristján ekki frekar en aðrir á heimilinu. Skepnurnar voru und- irstaða fæðu heimilisfólksins auk fiskjar sem gjarnan var róið eftir á bát föðurins út á fjörð og jafnvel út á Hnífsdalsvík. Fyrir skepnurnar þurfti mikið hey og þá dugði Hlíðarendatúnið ekki til og jafnvel ekki skikar sem fengust til brúks til sláttar í ná- grenninu. Sækja þurfti lengra, svo sem inn í fjörð og jafnvel yfir í Álftafjörð. Á Svarfhóli við innan- verðan Álftafjörð var tún sem gaf vel af sér. Til að komast þangað var enginn akvegur og því sjóleiðin eina almennilega samgönguleiðin. Það var hins vegar seinfarið og ekki viðlit ef skreppa þurfti eftir vinnu á kvöldin. Því var gjarnan brugðið á það ráð að ganga inn fjörð margra kílómetra leið, inn Engidal og yfir fjallið um Þóris- skarð yfir í Álftafjörð. Má nærri geta að það hefur þurft meira en meðalhörku til að pína sig áfram til slíkra verka. Þetta var hins vegar verk sem ekki var talið að komist yrði hjá að vinna til að fjölskyldan gæti séð sér farborða. Hvort ein- hver skynsemi væri í þessu var lítt eða ekki rætt, en þegjandi gengið til verka. Heyið sem þurrkað var á Svarfhóli var síðan flutt á bátum til Ísafjarðar og í þessari vinnu tók systkinahópurinn á Hlíðarenda gjarnan þátt. Seinna kom svo til jörðin Fossar í Engidal sem nýtt var til heyöflunar. Öll þessi vinnuharka mótaði án efa mjög hugsun og líf Kristjáns. Hann reyndi að brjóta sjálfum sér leið til sjálfstæðis og koma upp sínu eigin heimili á Ísafirði. Reyndar hafði honum ungum að árum tekist að eignast bíl sem hann stundaði leigubílaakstur á um tíma. Aldrei var þó gamla heimilið langt undan er rétta þurfti hjálp- arhönd við heyskapinn. Það átti líka við eftir að hann hóf eiginn bú- skap meðfram vinnu eftir að hann flutti ásamt sinni eigin fjölskyldu að Skriðu við Seljalandsveg. Um sumarið 1939 fór Kristján á síld á vélbátnum Stathav frá Siglu- firði. Síðar gerðist hann landmaður á Morgunstjörnunni frá Ísafirði eft- ir að síldveiðum lauk það sama haust. Hjá þessari útgerð vann Kristján í sex ár. Árið 1945 fór hann að aka vörubíl hjá Charles Bjarnasyni, vegaverk- stjóra á Ísafirði. Það var svo í lok júnímánaðar 1946 sem hann var valinn til að taka að sér það verk sem hann var kenndur við allar götur síðan. Þá var hann valinn til að gerast fyrsti jarðýtustjóri á Vestfjörðum. Var það á jarðýtu af gerðinni Allis-Chalmers HD 10. Á þessari ýtu ruddi hann veg um nán- ast ófærar skriður um Óshlíð til Bolungarvíkur sem opnaðist 1949. Þá ruddi hann einnig veginn að verulegum hluta frá Ísafirði til Súðavíkur og tók þátt í gerð fyrstu jarðganga á Íslandi í gegnum Ham- arinn á Súðavíkurhlíð. Göngin voru formlega opnuð 1950. Þegar hér er komið sögu hafði pabbi kynnst mömmu okkar Jónu Örnólfsdóttur sem fædd var og uppalin í Skálavík, næstu vík við Bolungarvík. Þau giftu sig 1945 og stofnuðu eigið heimili. Eftir vega- gerðarþáttinn vann pabbi að gerð Ísafjarðarflugvallar og var síðan vörubílstjóri hjá Kaupfélagi Ísfirð- inga og hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga. Frekar en fyrri daginn þá hefur það ekki verið létt verk á þessum árum að koma sex börnum til manns. Hann var því löngum stundum að heiman við vinnu og iðulega var komið langt fram á kvöld eða nótt þegar vinnudegi lauk. Þá tók gjarnan við vinna við eigin fjárbúskap. Líkt og á sínum bernskuárum hefur þessi mikla vinna haldið áfram að móta hans lund og fá tækifærin sem gáfust til að gera sér glaðan dag. Það var því ekkert skrítið að okkur systkinunum gæf- ust fá tækifæri á að kynnast þeim innri manni sem faðir okkar geymdi. Hans takmark var alla tíð að standa sig og vera ekki upp á aðra kominn. Öll hans lífsbarátta bar keim af þessu. Hann ætlaðist þá líka til að aðrir gerðu slíkt hið sama. Þetta voru kaup kaups og fyrir þá sem ekki þekktu pabba virkaði hann án efa sem hrjúfur og orð- hvass. Átti það trúlega ekki hvað síst við eftir að hann hóf störf sem bílstjóri og síðar vélamaður á flök- unarvélum hjá Íshúsfélagi Ísfirð- inga. Þar hóf hann störf haustið 1962, en lét þar af störfum eftir 32 ár 1994. Þá var hann 76 ára að aldri. Harðneskja brauðstritsins skap- aði pabba óneitanlega hrjúft yfir- borð. Við systkinin minnumst oft harðra orðaskipta við matarborðið ekki síst eftir að sum okkar fóru að hafa eitthvert vit á pólitík. Þótt hörð orð flygju á stundum risti það sjaldan mjög djúpt, enda var mamma sáttasemjarinn aldrei langt undan ef á þurfti að halda. Í pólitík var hann sjálfstæðis- maður í eiginlegri merkingu þess orðs og af gamla skólanum eins og sagt er. Engum sögum fer þó af því hvort hann hefur alltaf kosið „rétt“. Ef hann vissi um einhverja í kring- um sig sem voru veikir fyrir póli- tískri umræðu var hann í orði um- svifalaust búinn að skipa sér í sveit með andstæðingunum. Ef íhalds- menn áttu í hlut lét hann sem arg- asti kommúnisti. Það sama átti við ef hann hitti vinstrimenn. Þá var hann svo stækur hægrimaður að hörðustu íhaldsmenn fóru hjá sér. Á þennan hátt skemmti hann sér í daglegu lífi. Þá var æði oft stutt í stríðnina sem átti það til að hleypa jafnvel skapstilltustu mönnum upp á háa séið. Á þessu sviði unnu þeir saman sem einn maður, pabbi og Guðmundur heitinn Ingibjartsson sem líka var vörubílstjóri hjá Ís- húsfélagi Ísfirðinga. Þannig var pabbi, í senn stríðinn, stundum hrjúfur í viðmóti, en undir niðri maður sem aldrei fékk tæki- færi til að vera barn. Þetta sá mað- ur greinilega þegar við systkinin fórum að leiða til hans okkar börn. Þá hvarf skyndilega allur hrjúfleiki og glettnin skein úr augum hans. Þá reyndi hann að endurgjalda þeim það sem hann hafði farið á mis við. Önnur hlið var á pabba sem hann flaggaði aldrei og nefndi ekki nema örsjaldan á síðustu árum. Það var sá eiginleiki hans að sjá fyrir hluti sem flestum okkar er ekki gefið. Þannig hefur gamall vinnufélagi hans úr Vegagerðinni, Óli Villa, nefnt atvik sem hann telur hafa bjargað lífi sínu. Það gerðist á Ós- hlíðarvegi við snjómokstur um vet- ur. Pabbi var að moka á ýtunni og Óli gekk á undan, en hans hlutverk var að vara ýtustjórann við snjó- flóðum. Skyndilega stöðvar pabbi ýtuna, rífur upp hurðina og kallar út í hríðarbylinn á Óla. Hann skyldi drífa sig inn í ýtuna því hann hafði séð mórauða kind á veginum. Óli var tregur til en lét til leiðast. Hann var varla sestur inn í húsið á ýtunni þegar mikið snjóflóð féll á þeim stað þar sem hann hafði áður staðið. Færði snjóflóðið skóflu ýt- unnar á kaf. Pabbi nefndi oftar í tveggja manna tali þessa mórauðu kind eða kindur sem hann sá á leið sinni á jarðýtunni. Alltaf tengdi hann það skriðuföllum og stoppaði þá gjarnan og beið þar til allt var yfir staðið. Hann hræddist því aldr- ei að aka um Óshlíð eða Súðavík- urhlíð, hann var þess fullviss að hann yrði varaður við ef eitthvað óvænt væri að gerast. Það var greinilegt á viðmóti pabba að hann vissi sinn vitjunar- tíma. Í lok mars hugðist hann fara til Reykjavíkur ásamt mömmu í fermingarveislu sonarsonar síns. Af einhverjum ástæðum leist honum þá illa á að leggja upp í ferðalag. Hann baðst undan því, en lét þó til leiðast að pantaður yrði flugmiði. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að nýta flugmiðann, því stuttu seinna fékk hann hjartaáfall sem leiddi hann til dauða að morgni 5. apríl. Sá dagur er sumum í okkar fjölskyldu afar minnisstæður, enda dagur sorgar og sviplegs flugslyss. Svo einkennilega vill til að þessi dagsetning minnti einnig á sorgina í hans eigin lífi. Það var nefnilega hinn 5. apríl 1935 sem hann missti mömmu sína Þorgerði Kristjáns- dóttur. Það var honum mikill missir þótt systir hennar Guðrún gengi honum í móður stað. Var þó hlý- hugur mikill á milli hans og Gunnu gömlu eins og við þekktum hana. Það þarf því engan að undra að hann skyldi ákalla mömmu sína upphátt í móki síðustu daga lífs síns sem og Valda bróður sinn. Við systkinin sendum pabba okk- ar hinstu kveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að styrkja mömmu á erfiðum tímum. Sá sem þetta skrifar þakkar ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum ómetanlegar samverustundir í gegnum tíðina. Ekki síst fölskva- lausa gleði í góðu tómi í Hnífsdal á liðnum árum með fjölskyldunni á heimili okkar Fríðu á Garðaveg- inum og síðar í Hlégerði 2. Hörður Kristjánsson. Horfinn er til feðra sinna Krist- ján Jón Magnús Jónsson fyrrum bílstjóri og ýtustjóri á Ísafirði og síðar fiskverkamaður þar. Hann var borinn og barnfæddur á Ísafirði og átti þar alla tíð heima. Hann var næstelztur hinna mörgu Hlíðar- endasystkina; sonur hjónanna Þor- gerðar Kristjánsdóttur úr Álftafirði og Jóns Andréssonar verkstjóra og athafnamanns, sem var Stranda- maður að uppruna. Þegar Kristján var 15 ára gamall lézt móðir hans frá níu eftirlifandi börnum sínum, sem þá voru á aldr- inum 6-19 ára. Áfram veitti faðir hans heimilinu trausta forstöðu og naut þar fulltingis Guðrúnar, móð- ursystur Kristjáns. Mikil samheldni og formfesta einkenndi uppvöxt og samskipti fjölskyldunnar alla tíð. Kristján þótti strax hinn mann- vænlegasti enda stóð að honum þekkt kjarnafólk. Var faðir hans annálaður fyrir dugnað og harðfylgi auk meiri þrautseigju en gekk og gerðist. Æska Kristjáns og ung- lingsár runnu hins vegar skeið sitt á enda án þess að sérstaklega væri hlúð að þroska hans og sú hvatn- ing, sem honum stóð til boða, fólst einkum í því að vinna föður sínum og vinna mikið. Sjálfræði munu þau systkini lítt hafa fengið að kynnast í föðurgarði. Þessi uppvaxtarskil- yrði höfðu sín áhrif á skaphöfn og lífsviðhorf Kristjáns, þótt vel greiddist úr aðstæðum hans síðar með kvonfangi hans. Hann kvænt- ist árið 1945 eftirlifandi konu sinni, Jónu Örnólfsdóttur frá Breiðabóli í Skálavík, og varð þeim sex barna auðið, er upp komust. Með fágæt- um mannkostum sínum bjó hún manni sínum það heimili, sem varð hans farsæla kjölfesta í lífinu. Vinnusemi og samvizkusemi voru afar ríkir þættir í fari Kristjáns heitins eins og við mátti búast. Hann vandist barn að aldri á það að þræla sér út eins og kraftar leyfðu og hélt þeim hætti fram á elliár. Þegar um hægðist kom í ljós hve vanbúinn hann var því að nýta frístundirnar í eigin þágu. Helzta dægrastytting hans á sumrum var að skreppa dag og dag í stangveiði. Þótt hann væri maður dulur og flík- aði lítt tilfinningum sínum hygg ég að hann hafi að eðlisfari verið fé- lagslyndur. Þar sem brauðstritið hafði jafnan forgang, tók hann lít- inn þátt í félagslífi, en vann samt nokkuð að réttindamálum fisk- verkafólks. Var ungur þátttakandi í starfi KFUM, söng með karlakór í nokkra vetur og hafði alla tíð yndi af söng. Heiðarleika og drengskap hafði hann jafnan að leiðarljósi og réttlætistilfinningin varð honum ósjaldan tilefni til hvatvíslegra við- bragða, sem þó stóðu ekki í vegi fyrir því, að hann væri vel liðinn af samferðafólki sínu. Í blóma lífs síns vann hann sem jarðýtustjóri við vegagerð á Vestfjörðum við lífs- hættulegar aðstæður, og var Ós- hlíðarvegur eitt af erfiðari verk- efnum hans, sem hann leysti af hendi af sömu skyldurækninni og flest annað. Að hann skyldi sleppa lifandi frá þeirri iðju ber verk- hyggni hans, athyglisgáfu, forsjálni og gætni fagran vitnisburð, þótt hann hefði tilhneigingu til að eigna öðru það lán. Með Kristjáni er genginn flekk- laus maður, sem jafnan setti ann- arra hag ofar sínum. Blessuð sé minning hans. Pétur Pétursson. Þegar ég var yngri þótti mér af- skaplega merkilegt að eiga bæði sama afmælisdag og Kitti afi og heita í höfuðið á honum. Ekki spillti fyrir að það var alltaf einhver grall- arablær yfir honum sem höfðaði til mín og annarra krakka. Mér fannst afi líkjast jólasveini að skegginu undanskildu. Hvítt hár og veður- barið andlit. Skeggið var þarna en afi leyfði því ekki að vaxa, hann hélt því í skefjum kvölds og morgna með áhugaverðri raf- magnsrakvél. Kitti afi var matvandur og sagði oft, meira í gríni en alvöru, að grænmeti væri skepnufóður. Hann gretti sig til dæmis yfir maísbaun- unum sem við systkinin reyndum að fá hann til að borða. Þegar amma og afi komu í heimsókn til Reykjavíkur var oft borin upp klassísk spurning við kvöldmatar- borðið: „Afi, má ekki bjóða þér ör- lítið grænmeti?“ Þá hnussaði afi og muldraði upphátt: „Grænmeti!“ Eftir matinn settist hann niður og oft mátti sjá hann eins og í leiðslu með fingurna saman og þumalputt- ana á hringsnúningi. Kitti afi kom öðruvísi fyrir á Ísa- firði þar sem hann átti heima alla tíð. Fyrir mér var afi miðpunktur samfélagsins fyrir vestan sem ég þekki annars lítið til. Auður systir vann nokkur sumur í frystihúsinu með afa og ömmu og kynntist þeim mun betur. Ég komst ekki nær vinnunni þeirra en í bílinn hans afa sem lyktaði af léttri fisklykt. Alloft fór afi með okkur Óla bróður í bíl- túr um bæinn, stoppaði við höfnina eða annars staðar til þess að ræða við einhvern. Hann virtist þekkja til alls og allra í kringum sig. Eitt sumar bjuggum við Óli bróðir, þá tólf ára, hjá afa og ömmu og hjálpuðum Andrési afa- bróður við heyskapinn. Þetta var ævintýralegur tími í framandi um- hverfi. Ég minnist þess að akstur okkar bræðra á traktornum hafi farið í taugarnar á afa. Andrés hafði nefnilega sagt okkur fyrir alla muni að koma ekki nálægt gír- stönginni. Við þjösnuðumst því á traktórnum á ósléttu túninu alltaf í sama gírnum. Þetta fannst afa misþyrming á vélinni og eftir karp við Andrés fékk afi okkur til þess að fríkúpla niður brekkurnar. Það leiddi til þess að annar hvor okkar Óla endaði út í læk. Ekki er laust við að hlakkað hafi í afabróður við atvikið. Ég er mjög þakklátur fyrir þær stundir sem gáfust með Kitta afa og eflaust munu fleiri taka í sama streng. Nú er Kitti afi dáinn en hann lifir í minningunni og í afkom- endum sínum. Kristján Jónsson. KRISTJÁN J.M. JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.