Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 6

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEFUR tileinkaður sveitar- stjórnarkosningunum 25. maí næstkomandi hefur verið opn- aður á Fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is. Komast má inn á hann með því að smella á sérstakan hnapp á forsíðu mbl.is en vefslóð vefjarins er annars www.mbl.is/frettir/ kosningar/. Auk frétta sem varða að- draganda kosninganna verður á vefnum að finna upplýsingar um öll sveitarfélög sem kosið er í. Á hægri jaðri vefjarins er hægt að fara inn á sérsíðu um hvert sveitarfélag fyrir sig, þar sem er að finna úrslit síð- ustu kosninga í því, tölfræði- legar upplýsingar um sveitar- félagið, íbúafjölda þess og heildartekjur og gjöld og skuldir á íbúa. Í stærstu sveit- arfélögunum er einnig að finna fréttir tengdar þeim. Ennfremur er til gamans efnt til könnunar á hverri sveitarfélagssíðu um hvernig gestir vefjarins ætli að kjósa. Síðast en ekki síst geta gestir kosningavefjar mbl.is lagt spurningar fyrir einstaka flokka, eða þá alla, og verður lögð á það áhersla við flokkana að svör birtist við þessum spurningum sem skjótast. Sú þjónusta verður virk frá 5. maí nk. þegar framboð allra flokk- anna liggja fyrir. Kosn- inga- vefur á mbl.is Á LAUGARDAG gengu fé- lagskonur í Hringnum ásamt gest- um að grafhýsi Kristínar Vídalín Jacobson í kirkjugarðinum við Suð- urgötu og lögðu þar blómsveig. Kristín var hvatamaður að stofnun Hringsins árið 1904 og fyrsti for- maður hans. Í tilefni þess að 60 ár voru á laugardag liðin frá því Hringurinn ákvað að beita sér fyrir byggingu fullkomins barnaspítala á Íslandi var Ásgeiri Haraldssyni, forstöðulækni Barnaspítala Hrings- ins, afhent gjafabréf að verðmæti 50 milljónir króna til kaupa á bún- aði fyrir nýja spítalann sem til stendur að taka í notkun í haust. Afhenda 100 milljónir á næstunni Þá munu Hringskonur á næst- unni afhenda forsvarsmönnum spít- alans 100 milljónir til viðbótar til sjálfrar byggingarinnar. Athöfnin í kirkjugarðinum við Suðurgötu hófst á því að Oddur Björnsson básúnuleikari lék eitt lag. Að því loknu setti Áslaug Björg Viggósdóttir núverandi formaður Hringsins athöfnina. Þá talaði séra Ingileif Malmberg sjúkra- húsprestur og tveir síðustu for- menn Hringsins, Borghildur Fen- ger og Elísabet Hermannsdóttir, lögðu blómsveig að grafhýsi Krist- ínar. Forstöðulækni barnaspítalans afhentar 50 milljónir króna til kaupa á búnaði Minning fyrsta formanns Hringsins heiðruð Morgunblaðið/Jim Smart Hringskonur lögðu á laugardag blómsveig að grafhýsi fyrsta formanns Hringsins, Kristínar Vídalín Jacobson, í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Séra Ingileif Malmberg ávarpaði Hringskonur og gesti þeirra. VÍSITALA neysluverðs stóð nánast í stað í síðasta mánuði og eru nú góð- ar líkur taldar á að rauða strikið svo- nefnda, sem aðilar vinnumarkaðar- ins sömdu um í maí, muni halda og ekki komi til uppsagnar kjarasamn- inga í næsta mánuði. Skv. frétt Hagstofunnar í gær var neysluverðsvísitalan 221,9 stig mið- að við verðlag í aprílbyrjun 2002 og hafði hækkað um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitalan án húsnæðis var 220,8 stig og lækkaði um 0,2% milli mánaða. 0,3% svigrúm til hækkunar í apríl svo rauða strikið haldi Hækkun vísitölunnar er talsvert undir spám fjármálamarkaðarins, en spádeildir fjármálastofnana höfðu að meðaltali spáð því að vísitalan myndi hækka um 0,2% á milli mánaða. Rauða strikið er sett á 222,5 vísitölu- stig í maí og má vísitalan því hækka um 0,3% í aprílmánuði án þess að það bresti. Grænmeti lækkaði um 10,8% Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði um 1,7% í marsmánuði (áhrif þess á vísitöluna eru 0,28%). Verð á grænmeti, kartöflum o.fl. lækkaði umtalsvert í mánuðinum eða um 10,8% (0,13% vísitöluáhrif). Í frétt frá Hagstofunni er bent á að vetrarútsölum er nú lokið og leiddi það til 2,6% verðhækkunar á fötum og skóm (0,15% vísitöluáhrif). Hús- næðisliður vísitölunnar hækkaði um 0,9% sem hafði í för með sér 0,17% vísitöluhækkun. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 7,5% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2%, sem jafngildir 0,7% verðbólgu á ári. Endurskoðun á vísitölugrunni leiddi til 0,15% lækkunar Fram kemur í greinargerð Hag- stofunnar að gerðar hafa verið breytingar á útreikningi dagvöruliða í vísitölunni í framhaldi af síðustu endurskoðun á grunni vísitölunnar. Þetta hefur leitt til um 0,1% lækk- unar á neysluverðsvísitölunni í apríl frá því sem verið hefði að óbreyttu. Bensínkaup hafa einnig breyst mik- ið, skv. upplýsingum Hagstofunnar, þar sem fólk kaupir í auknum mæli ódýrara bensín með því að dæla því sjálft á bíla sína. Hefur Hagstofan einnig tekið áhrif þessarar breyting- ar inn í vísitölumælinguna sem leiddi til um 0,05% lækkunar á vísitölunni í apríl. Samtals leiðir endurskoðun á grunni neysluverðsvísitölunnar því til 0,15% lækkunar vísitölunnar á milli mánaða. Kemur á óvart að húsnæðislið- urinn leiði enn til hækkunar Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í gær að það væru mjög ánægjuleg tíðindi að vísitala neyslu- verðs hafi einungis hækkað um 0,04% frá fyrra mánuði og að það staðfesti að raunhæft sé að búast við því að rauðu strikin haldi í maí. ,,Hækkunin er nokkru minni en markaðsaðilar höfðu spáð og ég tel það gefa góða von um að rauðu strik- in muni halda ef ekkert óvænt kemur upp á,“ sagði hann í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær. Geir sagði það þó koma nokkuð á óvart að húsnæðisþátturinn skuli enn leiða til hækkunar eins og sjá megi af því að vísitala án húsnæðis hafi lækkað. Bjartsýnn á lækkandi verðlag á næstu mánuðum Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir það hafa verið sannfæringu Alþýðusam- bandsmanna að yfirgnæfandi líkur væru á að takast myndi að halda verðlagi innan rauða striksins. ,,Það hafa þó verið brekkur í vegi okkar frá því í desember, sem hefur leitt til efasemda hjá sumum. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi,“ segir hann um niðurstöður vísitölumælingar Hagstofunnar. ,,Styrking krónunnar hlýtur að fara að koma fram enn sterkar í vöruverði. Vaxtalækkunin um síð- ustu mánaðamót hlýtur líka að fara að skila sér og kannski sjáum við meiri vaxtalækkanir, ég er bjart- sýnismaður. Þetta hvort tveggja hlýtur að auka líkurnar á að okkur takist að vera undir rauða strikinu í maí og í öðru lagi að við munum halda áfram á næstu mánuðum að sigla inn í tímabil lækkandi verðlags og lægri verðbólgu. Það er ekkert til- efni til annars við þessar aðstæður. Það er ekki annað að sjá en að krón- an sé orðin nokkuð stöðug, þótt ég vilji ekki gerast spámaður um hvar hún endar en þróunin hefur öll verið á einn veg síðan í desember. Hægt og bítandi hefur hún þróast ótrúlega vel. Ég tel því að allt mæli með því að við séum að sigla áfram inn í lækk- andi verðlag og verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Grétar. Hann bendir einnig á að með styrkingu krónunnar hafi verðlag á innfluttri vöru lækkað verulega. ,,Flutningar til landsins eru allir tengdir gengi, þannig að flutnings- kostnaðurinn lækkar líka. Það liggur því í hlutarins eðli að verðlag hlýtur að halda áfram að lækka,“ segir hann. Aukin trú á verðstöðugleikann ,,Ég tel að líkurnar á því að mark- miðið náist hafi aukist verulega með þessari mælingu,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Aðspurður segist Ari telja að verð- stöðugleikinn muni haldast til lengri tíma litið. ,,Ég tel að meginástæðan fyrir því að verðlagið er stöðugra, sé vegna þróunar meginstærða í hag- kerfinu en ekki vegna einhverra tímabundinna aðgerða. Það er því alls ekki rétt að það sé við því að bú- ast að þegar komið er fram yfir maí verði þróunin á allt annan veg en hún hefur verið undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að ég telji að samkomulag okk- ar á vinnumarkaðnum og aðgerðir stjórnvalda hafi haft þau áhrif að stuðla að þessari þróun þá held ég að þau hafi ekki síst verið í þá átt að stuðla að aukinni trú á verðstöðug- leikann,“ segir Ari. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04% á milli mánaðanna mars og apríl                                     !"# $%&'   ()* $%&'  + ,% #- . - $ %&'          !  " #  $%!&' ( )  * "   , /  $% &' "$%!   ()+!%' ,+, *   $+! &!+  #  # ' +  " *  +   #  " $+% &' + 0  $%&' *-! !.)    /0)!  )         $+  !' " "  1' 2!    !"#" $%&#'%() *+, 3 # 4  3  1 %& ./ 1+%& 4  1% & 4  4 " 4 4 4  1 % & 2%& 4 / 1 %& Góðar líkur taldar á að rauða strikið haldi HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt Landssíma Ís- lands til að greiða karlmanni rúmar 855 þúsund krónur í bætur en mað- urinn slasaðist þegar snjór féll af þaki húss í eigu Landssímans við Hafnarstræti á Akureyri í janúar ár- ið 1999 er hann átti leið þar um. Í kjölfar slyssins fór maðurinn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Við skoðun kom í ljós, að hann hafði fengið mar á hnakka og heilahristing. Þá kenndi hann til eymsla í hálsvöðvum. Var hann síðar til meðferðar hjá sjúkraþjálfara vegna slyssins. Maðurinn óskaði eft- ir áliti örorkunefndar um varanlegar afleiðingar slyssins 1999 á heilsu sína. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að um væri að ræða 5% varanleg- an miska og 5% varanlega örorku. Landssíminn hafnaði hins vegar bótaskyldu. Höfðaði maðurinn síðar mál á hendur fyrirtækinu og hefur nú sem fyrr segir fengið dæmdar rúmar 855 þúsund krónur í bætur vegna slyssins. Dæmdar bætur fyrir snjó sem féll af þaki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.