Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 27 STOPPLEIKHÓPURINN sýnir leikritið Það var barn í dalnum, eftir Þorvald Þorsteinsson, í þremur grunnskólum á Suðurlandi í dag: Hveragerði, Laug- arvatni og Þorlákshöfn. Leikritið gerist inni á sal ónefnds grunnskóla og það fjallar um Barða og Rúnu sem eru nýnemar í skól- anum, nútímaunglingar af ólíkum uppruna sem þó eru búin að reyna eitt og ann- að í lífinu. Þau eru að fara í tónlistartíma í skólanum. Í verkinu koma fyrir ým- isleg þjóðsagnaminni, at- burðir Íslandssögunnar og frum- samin rapptónlist byggð á Ókindarkvæði eftir Pálma Sig- urhjartarson er flutt í verkinu. Leikarar eru Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Morgunblaðið/Þorkell Úr leikritinu Það var barn í dalnum. Stoppleikhópurinn á Suðurlandi HAFI einhver haldið að miðaftann á laugardegi væri slæmur tónleika- tími reyndist slíkt ekki raunin þegar Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir sellóleikari kvaddi sér hljóðs í fyrsta sinn á tónleikum á Íslandi í Listasafni Íslands á laugardaginn var. Fjöl- menni var í salnum enda jafnan for- vitnilegt að heyra í einleikara sem hefur ekki spilað hér áður eftir að námi lýkur. Ekki sakaði að efnisskrá- in var sérstaklega forvitnileg, þrjú færeysk verk, íslenskt, sænskt, pólskt og ísraelskt, öll tiltölulega ung; það elsta, Lettneskt lag eftir Joachim Stutschewskí samið um miðja síðustu öld og það yngsta, Landslag eftir Kristian Blak samið í fyrra fyrir Gunnhildi Höllu. Verk eins af höfuðtónskáldum Svía, Ingvars Lidholms, Fantasia sopra laudi, er fallegt verk; fer hægt af stað með pizzicato og hægferðugum ein- földum laglínum. Það er einhver íhug- ull tónn í þessu verki, – andlegur og áleitinn í senn. Gunnhildur Halla lék það mjög fallega; mjúkt og lipurt eins og karakter verksins bauð. Færeysku verkin þrjú, Landslag eftir Kristian Blak, Ups a la Musik eftir Edvard Nyholm Debess og Warnings eftir Sunleif Rasmussen voru merkilega ólík; Landslagið, einhvers konar tón- rænt panorama byggt á þrábassa eða dróna, sem gat allt eins merkt nið eða undirleik hafsins við sjóndeildar- hringinn frá bænum Mykinesi sem verkið lýsir; Ups a la Musik (Uppsala- músík), kraftmikið og litríkt; – og Warnings, ljóðræn og rismikil stemn- ing. Það hefur verið lán að fá að heyra óvenju mikið af færeyskri músík upp á síðkastið, sérstaklega verk eftir Sunleif, og þetta verk hans var góð viðbót við þá mynd af tónskáldinu sem lesa má úr kammermúsík hans. Kristian Blak er elstur þeirra þriggja og verk hans líka elst í músíklegum skilningi; Debess (sem mun vera af- komandi Debess vitavarðar sem Heinesen sagði svo vel frá í sögum sínum) á rætur í djassi og verk hans var það fjörmesta þessara þriggja. Verk Þorkels Sigurbjörnssonar, Mild und (meistens) leise var eins og gam- all kunningi innan um hin verkin sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst hér áð- ur. Verk Þorkels er firnagott, samið fyrir hartnær þrjátíu árum fyrir Haf- liða Hallgrímsson, en hefur elst af- skaplega vel. Lettneskt lag, eftir Stutschewskí, gæti verið byggt á jidd- ískri laglínu, yndisleg og ljúfsár lítil melódía. Viðamesta verkið á tónleik- unum var Einleikskaprísa, – Solo Capriccio eftir Krzyztof Penderecki, samin 1968 fyrir sellóleikarann Sig- fried Palm. Þetta var tilkomumikið verk og gríðarlega fallega spilað. Leikur Gunnhildar Höllu á tónleikun- um var sérstaklega kraftmikill og lif- andi. Sums staðar örlaði á óhreinum tónum, mest í tvígripum í verki Þor- kels. Það var eins og ákefð og skap Gunnhildar Höllu bæri hana örlítið af leið af og til; – en þessi sama ákefð var þó það sem gerði leik hennar svo ferskan og skapríkan sem raunin var. Þetta var gott debút, verkefnin ögr- andi og spilamennskan músíkölsk. Fersk frumraun Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Listasafn Íslands Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir lék á selló verk eftir Ingvar Lidholm, Kristian Blak, Þorkel Sigurbjörnsson, Edvard Ny- holm Debess, J. Stutschewskí, Sunleif Rasmussen og Krzsyztof Penderecki. Laugardag kl. 18. EINLEIKSTÓNLEIKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.