Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 32

Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 550 börn og unglingar í 12 flokkum æfa knattspyrnu með KR og er það þre- földun á iðkendafjölda 20 ára tímabili. Á sama tíma hefur að- staða félagsins til æf- inga á grasi staðið í stað eða jafnvel minnkað. Bætt aðstaða hefur því verið eitt af hagsmunamálum fé- lagsins undanfarin ár, en í samanburði við önnur félög, er mjög illa búið að börnum í vesturbænum til knattspyrnuiðkunar. Til lausnar á þessu vandamáli hafa forsvarsmenn KR sérstaklega horft til uppfyllingar við Ánanaust og Eiðsvík, en þar er fyrirhuguð nokkur íbúðabyggð, framhaldsskóli og æfingasvæði fyrir börn og ung- linga í vestari hluta borgarinnar. Unnið hefur verið að skipulagningu svæðisins af hálfu borgarinnar, þar sem reynt hefur verið að koma til móts við óskir íbúa í grennd og fé- lagsins. Að undanförnu hefur hins vegar nokkurn ugg sett að KR-ingum, en svo hefur mátt skilja á málatilbún- aði frambjóðenda D-lista; að Sjálf- stæðisflokkurinn sé á móti fyrir- hugaðri landfyllingu. Kom þetta m.a. fram í máli Hönnu Birnu Kjartansdóttur frambjóðanda í um- ræðum gegn Degi B. Eggertssyni R-lista, í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag, en þar sagði hún að litla nauðsyn vera á uppfyllingu við Ánanaust í Reykja- vík. Hér gefur að líta útskrift af samtali þeirra: Dagur: „Þeir [D-listinn] leggjast á móti uppfyllingu í Ánanaustum eða Eiðsvík einsog kölluð er. Það er nú svolítið athyglisverð afstaða því þar er ekki bara gert ráð fyrir baklandi miðborgar- innar, nýrri íbúða- byggð, heldur líka nýj- um framhaldsskóla og ekki síst nýju æfinga- svæði fyrir KR.“ Spyrill: „Nú, það er bara fullt af nýju þarna í uppfylling- unni.“ Hanna: „Við viljum ekki þessa uppfyllingu, það er ljóst.“ Dagur: „Ég var á fundi með Gísla Marteini í Mennta- skólanum í Reykjavík þar sem eru margir góðir KR-ingar. Það sem mér fannst athyglisvert var að það var einsog þau [D-listi] hafi ekkert hugsað, af hverju þau væru með þessa afstöðu, að vera á móti þess- ari uppfyllingu.“ Hanna: „Það er nóg land í Reykjavík. Það þarf engar uppfyll- ingar.“ Dagur: „Hvar ætlar þú að setja æfingasvæði fyrir KR?“ Hanna: „Þetta snýst ekkert um æfingasvæði KR.“ Stundum finnst manni borgar- stjórnapólitíkin vera á lágu plani og hin bestu mál daga uppi, sökum þess að uppruna þeirra má rekja til pólitískra andstæðinga. Það er sorglegt til þess að vita að D-listi hyggist nú láta mjög svo nauðsyn- lega landvinninga vestur í bæ, vera hluta af þessari refskák. Vesturbæingar allir sjá nauðsyn þess að KR fái viðunandi aðstöðu til að búa sómasamlega að börnum og unglingum. Knattspyrna er vinsæl- asta íþróttagrein barna og unglinga í heiminum, á Íslandi og í vest- urbænum. Knattspyrna er tvímæla- laust mjög þroskandi og uppbyggj- andi og hefur mikið forvarnargildi bæði gegn vímuefnum og offitu sem stefnir í að verða eitt stærsta heil- brigðisvandamál landsins. Spurningin sem brennur á KR- ingum er sú hvort hagsmunamál fé- lagsins sé nú að falla á milli and- stæðinga í borgarstjórnarkosning- um eða hvort D-listi sé tilbúinn til að vinna með KR að því mikilvæga starfi sem þar er unnið, á sama hátt og R-listi hefur gert á und- anförnum árum. Knattspyrnudeild KR hefur mótað metnaðarfulla stefnu fyrir starf sitt í framtíðinni og skilgreint hvaða aðstöðu þarf til að geta unnið eftir þeirri stefnu. KR og kjósendur í vesturbæ hljóta að vilja fá skýr svör frá frambjóð- endum D-lista, hvort flokkurinn sé tilbúinn til að stuðla að því að KR geti starfað í samræmi við uppeld- isstefnu sína og verið áfram stolt vesturbæinga um ókomin ár. Það er ljóst að hefði KR við- unandi aðstöðu, væri líklegt að iðk- endur knattspyrnu í KR væru allt að 50% fleiri. Sem stendur eru val- kostir deildarinnar því aðeins tveir; að bæta aðstöðuna umtalsvert eða breyta stefnunni í þá átt að fækka iðkendum markvisst og sinna að- eins þeim bestu. Ég vona svo sannarlega að D-listi beygi af leið og gangi til liðs við KR-inga og styðji heilshugar á bak- við nauðsynlega bragarbót á að- stöðu til íþróttaiðkunar í vestur- bænum. Borgar- stjórnarkosn- ingar og KR Magnús Orri Schram Kosningar Spurningin sem brenn- ur á KR-ingum er sú, segir Magnús Orri Schram, hvort hags- munamál félagsins sé nú að falla á milli andstæð- inga í borgarstjórn- arkosningum. Höfundur er KR-ingur. ÉG er 26 ára ein- stæð 3ja barna móðir, með börn á aldrinum 2–10 ára. Ég hef úr litlu að moða og hef á tímum þurft að þiggja hjálp úr ýmsum átt- um. Þegar ég las greinina Falin fátækt, sem birtist í Morgun- blaðinu 7. apríl. sl., varð ég slegin yfir frásögn þeirra hjóna sem þar rita um sína persónulegu hagi. Ég skil og veit hvernig það er að þurfa alltaf að horfa í hverja ein- ustu krónu, að þurfa að setja börnin sín í notuð og jafn- vel margbætt föt, að þurfa að for- gangsraða öllum hlutum og að þurfa að neita sér og börnum sín- um um hina ýmsu hluti. Ég þekki örvæntinguna, vonleysið, varnar- leysið og hræðsluna sem á tímum hellist yfir líkt og frostköld, nið- dimm nótt. Það má ekkert út af bregða. En ég skil ekki í því að í þessari umræddu grein sem fjallar um svo mikilvægt málefni, sem er svo löngu tímabært að vekja máls á, skuli ekki vera vandaðari frásagnir fólks sem dæmi eru tekin af. Maður nokkur nefnir í þessari grein að hann geti ekki horft upp á börnin sín svelta og fari því frekar út í búð og steli til að þau fái að borða og það hafi hann þurft að gera margoft. Ég þekki „kerfið“ ágætlega og veit að það úrræði að þurfa að stela mat fyrir börnin sín er ekki úrræði sem neinn þarf að grípa til á meðan til eru stofnanir og samtök eins og Félagsmála- stofnun, Hjálpræðisherinn, Hjálp- arstofnun kirkjunnar, Rauði kross- inn og mæðrastyrksnefnd. Nú og svo eru alltaf til úrræði í sjálfshjálparviðleitni sem ég held að fólk sem hefur lifað lengi í fá- tækt komi oft ekki auga á og því tel ég mikla þörf á að það verði einfaldlega kennt á námskeiðum kostuðum af viðkomandi sveitar- félögum. Oft kennir neyðin jú naktri konu að spinna. Mig langar líka að benda Jó- hönnu á að það er vel hægt að halda reisn sinni án þess að greiða 7.000 krónur á mánuði fyrir hvort barn í íþróttaiðkun, nú á ég son sem hefur verið í handbolta, karate og breakdansi en hef aldrei heyrt um svo há mánaðargjöld, jafnvel þótt gjöld fyrir viðeigandi búninga sé tekið með í reikninginn. En velji hún að hafa drengina sína í svo dýru sporti á hún rétt á að fá að- stoð með þau gjöld hjá Félags- málastofnun. Ég er henni þó sam- mála að einstætt foreldri sem veit hvað það er að vinna sér til hnífs og skeiðar á svo sannarlega fullt erindi á þing. Jón og Gunna! Ég skil það vel að Jón og Gunna ætli að skilja á pappírum til að bæta fjárhagslega stöðu sína, enda má segja að á Íslandi séu það forréttindi ríka fólksins að gifta sig. Þar sem kerfið býður ekki uppá auð- veldari lausn fyrir barnafólk en að það sé farið á bak við kerfið þá verður fólk bara að spila eftir því. En ég fæ ekki með nokkru móti skilið að undir nokkrum kring- umstæðum sé það skynsamlegra að þiggja bætur í stað þess að vinna fyrir sér og sínum til þess eins að komast hjá því að þurfa að greiða skattana og skuld- irnar sínar. Ætlar þessi umræddi Jón þá að framfleyta sér og fjöl- skyldu sinni með skattpeningum samlanda sinna um alla ævi og láta skuldirnar sínar vaxa svo mjög að þær lendi á ættingjum hans og okkur hinum jafnvel líka? Mér finnst það vera mikil mistök í grein um fátækt að tekið skuli dæmi um þvílíkan aumingjaskap. Og svo er fólk hissa á að svo mikið sé um þuglyndi á Íslandi, hvernig er ann- að hægt en að verða þunglyndur við þessar aðstæður sjálfskaparvít- is og sjálfsblekkingar sem Jón og fólk með hans hugsunarhátt hlýtur að vera í. Nú, svo ekki sé minnst á okkur hin sem vinnum heiðarlega myrkranna á milli að íslenskum sið og greiðum okkar skatta og horf- um svo á eftir peningunum okkar fara í að fullnægja hinum und- arlegustu þurftum smákónga þessa lands og fólks sem ekki nennir að standa upp og sleppa spenanum. Það er á ábyrgð þeirra háttsettu herra sem stjórna þessu landi að breyta lögum og reglum svo að ekki sé þörf á að fara á bak við lögin til þess eins að verða ekki undir í þjóðfélaginu. Takið til at- hugunar hvers vegna verkamenn geta ekki séð fyrir sér og sínum án þess að svindla á skattinum. Hvers vegna getur lágtekjufólk, jafnvel hin meðal kjarnafjölskylda, ekki komist hjá því að lifa í feluleik og skömm yfir því að þurfa að lifa í óskráðri sambúð? Og svo mætti lengi telja. Í barnslegri einfeldni minni hefði ég haldið að svo háttvirtir herrar sem valdir hafa verið til að leiða þessa þjóð ættu að vera vel viti bornir og hámenntaðir menn með ráðgjafahjörð við hvurn sinn fingur og ættu því að vera ábyrgðinni vaxnir og geta sett fram gallalaus og fyrir alla vel viðunandi lög og reglur sem veittu öllum þegnum þessa lands tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi með verðskuld- aðri trú og trausti til þessara miklu manna sem hafa það að leiðarljósi að gera það sem okkur er fyrir bestu. Háttsettu karlar og konur! Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er nokk sama hvort verið er að reka stórt fyrirtæki eins og borgina okkar, eða allt heila klabbið, þ.e. íslenska ríkið. Það er eins og með fjölskyld- una: Jón getur til að mynda ekki leyft sér að byggja sólpall úti í garði eins og nágranninn þegar hann á bara rétt fyrir mjólk handa börnunum sínum. Og borgarstjórn- in getur ekki leyft sér að eltast endalaust við nýjustu menningar- og tískustefnur í heiminum, þar sem allar brækur eru þegar fullar af skít vegna skulda. Hvar er rökhugsunin? Hver er forgangurinn? Vegna grein- arinnar Falin fátækt Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Höfundur er einstæð þriggja barna móðir. Fátækt Mér finnst það vera mikil mistök, segir Katrín Sigurgeirsdóttir, að í grein um fátækt skuli tekið dæmi um þvílíkan aumingjaskap. ATVINNULÍF og stjórnsýsla á Íslandi hefur ekki setið hjá í þeirri þróun og um- ræðu sem á sér stað í heiminum í tengslum við rafræn viðskipti og samskipti. Þannig hafa samskiptahættir og viðskiptaumhverfi á örfáum árum breyst í grundvallaratriðum og horft er fram á jafnvel enn örari vöxt og viðgang tækninýj- unga í daglegum við- skiptum. Netið á þar hvað stærstan þátt. Íslensk fyrirtæki og stjórnvöld hafa sýnt að þau eru reiðubúin til að halda í við þessa þróun og vera jafnvel meðal þeirra sem eru í fararbroddi í alþjóð- legum samanburði. Ef rétt er að verki staðið, er fátt sem mælir gegn því að sú verði reyndin. Áhugi, mikil fjárfesting í tækni og nýir vinnuhættir í viðskiptum eru mikilvægar forsendur fyrir því að þessar væntingar rætist. En ýmis ljón eru í veginum. Þannig er hætta á að jafnt notendur sem og seljendur og þjónustufyrirtæki á sviði hugbúnaðar og upplýsinga- tækni útfæri lausnir sem takmark- ast við einstök tilvik og sérþarfir. Skortur á samræmdum vinnu- brögðum, stöðlum og stefnu í upplýsinga- tæknimálum atvinnu- lífs og hins opinbera getur þannig orðið til þess að Ísland missi af lestinni og dragist aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Þar með yrði gullnu tækifæri kastað á glæ. Vettvangurinn SARÍS; Samráð um rafrænt Ísland, varð til í samstarfi fernra samtaka sem láta sig upplýsingatækni og rafræn viðskipti varða. Þessi samtök eru Skýrslu- tæknifélag Íslands, EAN á Íslandi, ICEPRO, nefnd um rafræn við- skipti og Staðlaráð Íslands/FUT. Sameiginleg skoðun samtakanna og um leið kjarni samstarfsins er að sameinaðir kraftar og sam- ræmd vinnubrögð, markviss miðl- un upplýsinga og þekkingar, staðl- ar og stefna í upplýsinga- tæknimálum atvinnulífs og hins opinbera geti orðið til þess að Ís- land sé í fararbroddi með þeim þjóðum sem við berum okkur sam- an við. Í grundvallaratriðum er gert ráð fyrir að öll samtökin starfi sjálf- stætt með sama hætti og áður, en sameini krafta sína undir for- merkjum SARÍS og njóti þar með faglegs stuðnings hvert frá öðru og þess baklands sem SARÍS mun hafa. Með auknu upplýsinga- streymi milli samtakanna og sam- eiginlegri framtíðarsýn þeirra í SARÍS-verkefninu verður til sam- starfsnet um stöðlun og samræm- ingu í rafrænum viðskiptum, sem viðskiptalífið styður og getur reitt sig á upplýsingar og ráðgjöf frá. Ráðstefna SARÍS sem haldin verður miðvikudaginn 17. apríl er fyrsta verkefnið sem aðildarsam- tök SARÍS vinna saman að. Með ráðstefnunni er ætlun SARÍS að bjóða aðilum atvinnulífs og stjórn- sýslu jafnt sem einstaklingum tækifæri til að hlýða á erindi um rafræna viðskiptahætti, möguleika þeirra og vandamál. Almennt er viðurkennt að þessi nýja tækni hefur skapað meiri væntingar en lausnirnar geta staðið undir og að e.t.v. er þekking okkar á þessum nýja vettvangi enn á frumstigi. Eitt er þó alveg öruggt, en það er að markviss sókn á sviði rafrænna viðskipta kallar á samræmda nálg- un og samstarf hagsmunaaðila. Vettvangur til framfara Rúnar Már Sverrisson SARÍS Gert er ráð fyrir, segir Rúnar Már Sverrisson, að öll samtökin starfi sjálfstætt en sameini krafta sína undir for- merkjum SARÍS. Höfundur er formaður SARÍS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.