Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Lilja SveinlaugSigurjónsdóttir
fæddist í Ási í Gler-
árþorpi 1. janúar
1940. Hún lést á
heimili sínu, Ásbyrgi
í Glerárhverfi á Ak-
ureyri, 5. apríl 2002.
Foreldrar Lilju
voru Ingibjörg Ok-
tavía Sveinsdóttir, f.
18.10. 1916, d. 5.6.
1996, og Sigurjón
Ármann Jónsson, f.
4.7. 1904, d. 29.10.
1964, hjón í Ási í
Glerárþorpi.
Systkini Lilju eru: Geirlaug, f.
8.9. 1938, maki Kristján Hann-
esson; Þórunn Ingibjörg, f. 24.1.
1945, maki Jóhannes Jóhanns-
son; Jósep, f. 22.2. 1949, maki
Pála Ragnarsdóttir; Guðrún
Matthildur, f. 27.3. 1951, maki
Höskuldur Þorsteinsson; Filippía
Jónheiður, f. 4.4. 1954, maki Pét-
ur Sigurðsson.
Lilja giftist 1. desember 1960
Helga Jakob Kristjánssyni, f.
30.11. 1939, d. 28.6. 1983. For-
eldrar Helga voru Inga Zenia
Jörgensen og Kristján Valdemar
Kristjánsson.
Börn Lilju og Helga eru: 1)
Skafti Ingi, f. 27.3. 1961, menn-
ingarfulltrúi í Noregi, maki 1
Gunn Kristin Skjortnes. Börn
þeirra: Helgi Ingemar, f. 22.7.
1988, og Inger Marie f. 14.6.
1990. Maki 2 Helene Henriksen.
Sonur þeirra: Sindri
Benjamín, 2.6. 1994;
2) Ármann Einar, f.
8.8. 1962, tölvuverk-
fræðingur í Noregi,
maki Petra Marie
Vollan; 3) Sigurjón
Valdimar, f. 8.5.
1966, sjómaður á
Akureyri, maki
Laura Lynn Law-
rence; 4) Agnar
Sveinn, f. 17.9. 1967,
leikskólakennari í
Danmörku; 5) Hólm-
fríður Inga, f. 22.3.
1970, skólaliði á Ak-
ureyri, fyrrverandi maki Inge
Ebeltoft. Sonur þeirra: Sverrir
Ingi, f. 8.2. 1992; 6) Jón Hregg-
viður, f. 26.9. 1971, fiskverka-
maður á Akureyri, fyrrverandi
maki Birna Björg Gunnarsdóttir.
Dóttir þeirra: Agnes Helga, f.
18.1. 1995; 7) Jósep Benjamín, f.
3.12. 1974, nemi á Akureyri.
Lilja vann í Ullarverksmiðj-
unni Gefjun og Sælgætisverk-
smiðjunni Lindu ásamt húsmóð-
urstörfum meðan heilsan leyfði
en vegna erfiðra hjartasjúkdóma
lamaðist starfsþrekið og sneri
hún sér þá nokkuð að félagsmál-
um ásamt heimilishaldinu. Lilja
bjó lengst af í Glerárhverfi og
síðustu 29 árin í Ásbyrgi (Skarðs-
hlíð 42).
Útför Lilju fer fram frá Gler-
árkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.00.
Kveðja frá
Kiwanisklúbbnum Emblu
Þegar vinir kveðja þennan heim
streyma minningarnar gegnum
huga okkar sem eftir lifum. Ein af
annarri birtast þær ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum okkar og við trúum
því vart að þessu sé lokið. Æviskeið
Lilju ætlum við ekki að rekja en
kynni okkar af Lilju Sigurjónsdóttur
hófust fyrir um 10 árum þegar þegar
Kiwanisklúbburinn Embla var stofn-
aður og var Lilja ein af mörgum
stofnfélögum klúbbsins og starfaði
óslitið fram á síðasta dag.
Ekki óraði okkur sem vorum á
Kiwanisfundi þriðjudagskvöldið 2.
apríl sl. að undirbúa tíu ára afmæl-
isfagnað klúbbsins að það yrði í síð-
asta sinn sem við sæjum Lilju okkar
en hún lést föstudagsmorguninn 5.
apríl á heimili sínu.
Lilja gekk ekki heil til skógar, um
árabil hafði hún verið hjartasjúkling-
ur en aldrei kvartaði hún heldur
vann sín störf innan klúbbsins af
mikilli eljusemi. Margar skemmti-
legar ferðir hafa verið farnar á veg-
um klúbbsins, hvort sem var í heim-
sóknir til Kiwanisklúbbanna í
nágrenninu eða á umdæmisþing til
Reykjavíkur, en sl. sumar er okkur
Emblufélögum í fersku minni. Þá
fórum við með Norrænu til Færeyja
á umdæmisþing og áttum þar
skemmtilega daga. Þar var Lilja eins
og alltaf glöð og kát í góðra vina hópi.
Lilja lét gott af sér leiða á fleiri stöð-
um, hún starfaði í kvenfélaginu Bald-
ursbrá til fjölda ára og var fulltrúi
þess í Mæðrastyrksnefnd og vann
þar ötult og gott starf. Þá var hún
virk í Félagi harmonikuunnenda og
hafði gaman af að dansa þegar heils-
an leyfði. Við kveðjum Lilju með
þessu litla ljóði.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
ífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Ástvinum Lilju sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
LILJA SVEINLAUG
SIGURJÓNSDÓTTIR
✝ Sigurður Guð-mundsson fædd-
ist að Streiti í Breið-
dal hinn 8. maí 1914.
Hann lést á heimili
sínu í Seljahlíð hinn
9. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur
Pétursson póstmaður
frá Þorvaldsstöðum
og Björg Höskuld-
sóttir frá Streiti.
Systkini Sigurðar
voru: Pétur Guð-
mundsson, f. 1906,
látinn, Ragnheiður,
dó ung, Höskuldur, f. 1912, látinn,
Björgvin Ragnar, f. 1915, látinn,
Anna Pálína, f. 1919, látin, Ólöf, f.
31.8. 1926, er ein eftirlifandi og
býr í Reykjavík, gift Ágústi Breið-
dal.
Sigurður kvæntist Þóreyju
Birnu Runólfsdóttir frá Innri-
Kleif í Breiðdal sem lést 25. jan-
úar 1998. Foreldrar hennar voru
Runólfur Sigtryggsson frá
Klausturseli í Jökuldal og Þórunn
Sigurlaug Jóhannsdóttir frá
Hvammi við Fáskrúðsfjörð. Þau
bjuggu á Innri Kleif í
Breiðdal. Börn Sig-
urðar og Birnu eru:
1) Björg Ragnheið-
ur, f. 9.2. 1940, gift
Ásgeiri Einarssyni,
þau eiga fjögur börn
og fjórtán barna-
börn. 2) Sigfríð Ólöf,
f. 12.4. 1941, gift
Tómasi Ólafssyni,
þau eiga tvö börn og
fimm barnabörn. 3)
Rannveig Hjördís, f.
27.1. 1945, gift Ósk-
ari Björgvinssyni,
þau eiga fjögur börn
og sex barnabörn. 4) Þór Sævar, f.
17.7. 1948, kvæntur Halldóru
Guðmundsdóttir, þau eiga tvö
börn og fjögur barnabörn.
Sigurður fluttist til Reykjavík-
ur árið 1947 og vann ýmis störf,
þar á meðal hjá Olíufélaginu Esso.
Síðan gerðist hann leigubílstjóri
hjá Borgarbílastöðinni en hóf síð-
ar störf hjá Hreyfli. Hann vann
þar á meðan heilsan leyfði.
Útför Sigurðar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Okkur systkinin langar til að minn-
ast föður okkar með fáeinum orðum.
Pabbi var mikill ferðamaður og dug-
legur að fara með okkur í ferðalög.
Fermingarárin okkar var oftast farið
austur á land á heimaslóðir hans. Það
var nú ekki farið eftir fjölda í bíl í þá
daga og oft vorum við of mörg. Það
fór svo lítið fyrir börnunum. Ferðin
austur var farin á tveimur dögum.
Þetta var alltaf voða gaman. Svo eftir
að hann gat ekki keyrt lengur var
komið að okkur að taka þau með okk-
ur í ferðalög. Þegar þau fluttu úr
Hvassaleiti í Seljahlíð fóru heilsa og
kraftar að minnka. Hann spurði alltaf
um fréttir að austan enda var hann
duglegur að fylgjast með því sem
fram fór í hans heimabyggð.
Seinni árin var pabbi orðinn lélegur
enda í hjólastól síðan um 50 ára aldur
en ávallt var hann hress í anda en oft
var erfitt að gera honum til hæfis.
Þegar mamma dó fór pabbi á
sjúkradeildina í Seljahlíð. Þar fékk
hann góða umönnum og eru starfs-
fólki Seljahlíðar færðar þakkir.
Við kveðjum þig, elsku pabbi, og
þökkum þér fyrir allar þær stundir
sem þú gafst okkur og nú vitum við að
þér líður vel og þið mamma eruð sam-
an á ný. Guð blessi minningu föður
okkar.
Börnin.
Elsku afi, það er erfitt að trúa því
að þú sért farinn frá okkur. Við
barnabörnin að austan hittum þig
ekki eins oft og við hefðum viljað. Allt-
af var gott að koma í heimsókn til
ykkar ömmu í Hvassaleitið og eigum
við margar góðar miningar þaðan
sem við geymum í hjörtum okkar.
Það verður tómlegt að koma til
Reykjavíkur þegar þið eruð bæði far-
in. Elsku afi, nú sameinist þið amma
aftur eftir fjögurra ára aðskilnað. Við
vitum að amma tekur vel á móti þér.
Við biðjum góðan guð að geyma afa
okkar. Megir þú hvíla í friði
Sigurbjörg, Birna Ósk,
Björgvin og Nína Heiðrún.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni
(Hallgr. Pét.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesú mæti
(Hallgr. Pét.)
Hvíl í friði, langafi.
Kveðja.
Unnur, Kristján Ingi, Bjarki
Freyr og Sigfríð Ólöf.
Í dag kveðjum við afa minn, Sigurð
Guðmundsson eða afa í Leiti eins og
við kölluðum hann.
Minningarnar um þig, afi minn, eru
margar, allar jafn góðar. Við fórum
saman í ferðalög. Þú hafðir svo gaman
af þeim að oftar en ekki tókstu lagið.
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(V. Briem.)
Ég kveð þig með söknuði, en ég
veit að þér líður betur núna. Hvíl í
friði.
Sigurður Tómasson.
Elsku afi. Nú hefur þú kvatt og ert
kominn á góðan stað þar sem þér líð-
ur vel. Þín er sárt saknað og upp í
hugann koma margar góðar minning-
ar. Eins og þegar ég kom til þín í mat í
hádeginu þau ár sem ég vann í Aust-
urveri. Þú varst svo stríðinn og oft var
mikið fjör hjá okkur.
Einu sinni sem oftar lagðir þú þig
eftir matinn og ég kom inn í herbergi
til að kyssa þig bless. Þá varst þú bú-
inn að setja vel af rakspíra á þig. Ég
fékk gott knús og góðan ilm. Þegar ég
kom í vinnuna var ég spurð hvar ég
hefði verið. Þessu höfðum við gaman
af.
Stundirnar í Seljahlíð voru líka oft
fjörugar. Þú sagðir að ég gæti orðið
góð hjúkrunarkona. En það gat ég
bara verið fyrir þig.
Guð geymi þig, elsku afi. Takk fyrir
allt.
Steinunn.
Elsku langafi. Ég var að spá í, að
nú verða sjálfsagt fallegir og góðir
englar sem taka við af mér að pússa
stólinn þinn. En þá rann upp fyrir
mér ljós. Þannig tryllitæki eru nátt-
úrlega óþörf í himnaríki. Og í fram-
haldi af þessum hugrenningum:
Skyldi þeim verða boðið í nefið eins og
mér?
Þitt langafabarn
Tómas.
Elsku langafi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þitt langafabarn
Sandra.
Afi okkar er látinn. Með einu sím-
tali stöðvaðist tíminn milli fortíðar og
dekkri sólarupprásar framtíðar. Sorg
okkar verður óskrifuð en minning
hans mun lýsa upp framtíðina. Hann
lifir með okkur eins og hann lifði fyrir
okkur.
Guðmundur, Theódóra
og barnabörn,
Kolbrún og barnabarn.
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
Fyrir 60 árum fædd-
ist hjónunum Ingi-
björgu Indriðadóttur
og Þorláki Björnssyni í
Eyjarhólum í Mýrdal
lítil stúlka, hún hlaut nafnið Guðrún
Steina, hún var ljóshærð og björt yf-
irlitum og færði með sér birtu í bæ-
inn. Gunna sleit barnsskónum í föð-
urhúsum ásamt stórum hópi
systkina.
Eins og siður var í sveitinni fór
hún snemma að gæta yngri systkina
sinna og taka til hendi við heimilis-
GUÐRÚN STEINA
ÞORLÁKSDÓTTIR
✝ Guðrún SteinaÞorláksdóttir
fæddist í Eyjarhólum
í Mýrdal 21. mars
1942. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 20. september
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Selfosskirkju 1.
október.
og bústörf. Það var
ekki leiðinlegt að
sækja kýrnar og getað
dólað á eftir þeim með
hugsanir sínar í friði,
sungið fyrir sjálfa sig,
brugðið létt á leik í mó-
anum og hólnum svona
rétt í leiðinni.
Gunna, mín kæra
vinkona, var sannur
mannvinur og börn
hændust sérstaklega
að henni og þarf þá
ekki mörgu við að bæta
hvern mann hún hafði
að geyma. Hún hafði
sínar ákveðnu skoðanir, en eftirlét
öðrum oft að hafa síðasta orðið. Vin-
skapur okkar hélst í hartnær fjóra
áratugi og margt upplifðum við sam-
an bæði gleði og sorgir, hún var góð
vinkona rík af kærleik og umhyggju,
lét mann fá orð í eyra af og til og það
var tekið fullkomið mark á athuga-
semdum hennar og heilræðum.
Margar góðar minningar tengjast
samvinnu okkar á Sjúkrahúsi Sel-
foss, sérstaklega frá fyrri árum, ár-
unum þegar fólk hafði tíma fyrir
hvað annað, margar ferðirnar höfum
við farið saman bæði með fjölskyldu
og vinum í útilegur og mannfagnaði.
Góðar minningar eru frá ferðum
okkar um Mýrdalinn þar sem hún
vildi fara sem oftast, þar þekkti hún
allt. Lengst af vann Gunna við
H.S.S, hún tók sér þó fleira fyrir
hendur og vann meðal annars á tré-
smíðaverkstæði Selós á Selfossi.
Hún var einstaklega velvirk, dugleg
og ósérhlífin, góðum gáfum gædd,
hafði góða kímnigáfu og sá margar
broslegar hliðar á kringumstæðun-
um, hún var skemmtileg, oft dáðist
ég að þolinmæði hennar við að æfa
„cellurnar“ eins og hún orðaði það
en til þess lagði hún kapal og réð
krossgátur.
Gunna kynntist Hilmari Þ.
Björnssyni, trésmiði á Selfossi, þau
giftu sig og eignuðust tvo yndislega
drengi, þá Sölva Björn og Bjarka
Ingþór. Báðir eiga þeir góða lífs-
förunauta og barnabörnin þrjú voru
stolt og yndi ömmu sinnar, hún elsk-
aði þau takmarkalaust. Það var gott
að hún gat farið með Bjarka og fjöl-
skyldu til sólarlanda skömmu áður
en hún dó. Hamingjusólin var hátt á
lofti, Gunna hafði góða vinnu bæði á
H.S.S. og á Hótel Geysi í Haukadal,
var hamingjusöm og ánægð en þá
breyttist allt á stuttum tíma. Minni
kæru vinkonu entist ekki aldur til að
njóta sextíu ára afmælis síns á sólar-
strönd með vinum og frændfólki
eins og hún hafði ráðgert. Þessi
hetja barðist snarpri baráttu við
sjúkdóminn sem dró hana til dauða
20. september sl. Hennar er sárt
saknað. Það er sagt að tíminn lækni
öll sár en ennþá er bara þunnt hrúð-
ur yfir þeim.
Þú veist að sérhver dagur deyr
í duftið fellur sérhvert blóm
og það sem var, það er ei meir,
eftir standa orðin tóm.
Blessuð sé minning minnar góðu
vinkonu.
Pálína.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur
sem hér segir:
Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í
miðvikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.
Þar sem pláss er takmark-
að getur þurft að fresta birt-
ingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu.