Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 64
64 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Ræstingar Atvinna í boði við ræstingar. Um ca 55% starf er að ræða. Möguleiki á helgarvinnu. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „R — 12079“. Málari óskast í vinnu sem fyrst. Aðeins vanur maður kemur til greina. Framtíðar- eða tímabundið starf. Góð laun í boði. ÍS-MÁL ehf., símar 898 3123 og 564 6776. Starfskraftur á besta aldri óskast í tískufataverslun fyrir konur. Áreiðanlegur ein- staklingur, sem býr yfir frumkvæði, áhuga, stundvísi, metnaði, þjónustulund og góðri framkomu, telst afar mikilvægur. Reykingafólk kemur ekki til greina. Skriflegar umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 30. apríl, merktar: „Spenn- andi — 12239“. Öllum umsóknum verður svarað. Bessastaðahreppur Tónlistarskóli Bessastaðahrepps auglýsir eftir málmblásturs- og slagverkskenn- urum fyrir næsta skólaár. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 565 4459, 565 2625 eða 565 3191. Orgelleikarar — organistar Organisti óskast í hálft starf að kirkjum Kirkju- bæjarklaustursprestakalls. Hæfniskröfur eru a.m.k. 7. stig í orgelleik/hljómborðsleik, þekk- ing á uppbyggingu messu í lútherskri kirkju og nokkur reynsla af kórstjórn, auk þess að eiga auðvelt með að vinna með fólki, jafnt ungu sem öldnu. Launakjör skv. samningi Félags ísl. orgelleikara. Möguleiki er fyrir hæfan tón- listarmann á allt að hálfu starfi á móti organ- istastarfinu við stofnanir Skaftárhrepps. Í Kirkjubæjarklaustursprestakalli eru 4 sóknarkirkjur. Í Prestsbakka- kirkju er 8 radda pípuorgel en í hinum kirkjunum eru allgóð harmoní- um. Við kirkjurnar starfa 2 kórar sem æfa að jafnaði einu sinni í viku hvor yfir vetrarmánuðina. Í prestakallinu eru nálægt 550 manns. Nánari upplýsingar veitir formaður sóknar- nefndar Prestsbakkasóknar, Guðmundur Óli Sigurgeirsson, í síma 487 4664 milli kl. 19.00 og 22.00 á kvöldin og formaður fræðslunefndar Skaftárhrepps, Jóna Sigurbjartsdóttir, í síma 487 4636. Grunnskólinn á Hellu auglýsir! Erum að leita að áhugasömum kennurum til starfa á næsta skólaári. Meðal kennslugreina: Raungreinar, kennsla yngri barna, smíðar, hannyrðir, tónmennt og sérkennsla. Ath. Grunnskólinn á Hellu er einsetinn 160 nemenda skóli, sem starfar í 10 fámennum bekkjardeildum. Í skólanum er frábær vinnuaðstaða fyrir kennara í nýju og glæsilegu skólahúsnæði. Ódýrt íbúðarhúsnæði er fyrir hendi. Á Hellu er m.a. góð aðstaða til íþróttaiðkana, leikskóli og tónlistarskóli. Einnig er á Hellu góð aðstaða til að iðka hin ýmsu áhugamál, s.s. hestamennsku, golf og fjallamennsku. Á svæðinu starfa öflugir kórar og leikfélag. Nánari upplýsingar má einnig nálgast á heimasíðu skólans http://hella.ismennt.is/ . Nánari upplýsingar má einnig nálgast á heima- síðu skólans http://hella.ismennt.is/ Vinsamlegast hafið samband við undirritaða og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu. Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri, í símum 487 5441/894 8422, og Pálína Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í símum 487 5442/487 5891. Valsárskóli, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri Í skólanum eru tæplega 80 nemendur í 1.—10. bekk Skólinn er mjög vel staðsettur í fallegu, fjöl- skylduvænu umhverfi, um 12 km frá Akureyri. Aðstaða í skólanum er nokkuð góð og býður upp á ánægjulegan vinnustað. Lausar stöður við skólann Aðstoðarskólastjóri Kennslureynsla í samkennslu æskileg, skipu- lagshæfileikar og tölvukunnátta nauðsynleg. ● Íþróttakennsla, hálf staða. ● Smíðakennsla. ● Íslenskukennsla í 9.–10. bekk. ● Valgreinakennsla. ● Heimilisfræðikennsla. ● Tónmenntakennsla. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Upplýsingar veitir Hólmfríður Sigurðardóttir, skólastjóri, í símum 462 3105, 891 7956, hs. 462 6822. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Lögfræðingur Umsóknarfrestur framlengdur til 8. maí nk. Umsóknarfrestur um áður auglýst starf á lög- fræðiskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins er hér með framlengdur til 8. maí nk. Verkefni eru m.a. þátttaka í undirbúningi laga- frumvarpa, samning reglugerða, samskipti við Alþingi, stjórnsýsluúrskurðir, erlend samskipti og afgreiðsla erinda á lögfræðisviði. Umsækjendur skulu hafa lokið embættisprófi í lögfræði. Launakjör eru samkvæmt samningi Félags há- skólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðríður Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri lögfræðisskrif- stofu, í síma 560 9700. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík, eigi síðar en 8. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík 22. apríl 2002. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar óskast til starfa á nýtt heimili fólks með fötlun í Blikaási 2 í Hafnarfirði Í júní verður opnað nýtt heimili fyrir fólk með fötlun í Blikaási 2, Hafnarfirði. Svæðisskrifstofan óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og almennt starfsfólk til framtíðarstarfa við heimilið. Um er að ræða 50—100% stöður fyrir þroskaþjálfa og almennt starfsfólk af báðum kynjum. Fjölbreytt og spennandi framtíðarstörf fyrir starfsfólk sem býr yfir jákvæðum viðhorfum og er áhugasamt um starf með einstaklingum með fötlun. Boðið er upp á öflugan faglegan stuðning, þjálfun og námskeið. Nýtt starfsfólk tekur þátt í framsæknu þróunarstarfi við mótun þjónustunnar. Við bjóðum laun samkvæmt gildandi kjara- samningum ÞÍ og SFR. Kaffitímar eru greidd- ir í yfirvinnu, frítt fæði og fleira. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar um ofangreind störf eru veittar í síma 525 0900 á skrifstofutíma. Umsóknar- frestur er til og með 10. maí nk. Ráðið verður í störfin frá 15. maí til 1. júní nk. Umsóknar- eyðublöð eru á skrifstofunni á Digranesvegi 5 í Kópavgi og á heimasíðu Svæðisskrifstofu, http://www.smfr.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ÓSKAST KEYPT Hoppukastali Gerðahreppur, f.h. 17. júní nefndar, óskar eftir að kaupa eða taka á leigu hoppukastala. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðahrepps í síma 422 7108, netfang: sigurdur@gerdahreppur.is . Sveitarstjóri. LISTMUNIR Málverk/Svavar Guðnason Olíumálverk eftir Svavar til sölu Stærð 1,00x0,80. Keypt beint af listamanninum. Lysthafendur leggið inn upplýsingar til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „EG — 12230“. LÓÐIR Kirkjustétt — Grafarholti Plata undir einbýlishús við Kirkjustétt til sölu. Suðurgarður. Útsýni. Teikningar fylgja. Áhvílandi 4,8 millj. Upplýsingar í símum 861 0401/898 4444. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Betanía, Önundarfirði, Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Einar Örn Björnsson, gerðarbeiðendur Búland ehf. og Ísafjarðarbær, mánudaginn 29. apríl 2002 kl. 14.10. Seljalandsvegur 30, Ísafirði, þingl. eig. Sesselja Þórðardóttir og Magnús Þorgilsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands höfuðstöðv- ar, mánudaginn 29. apríl 2002 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 23. apríl 2002. TILKYNNINGAR Lokað föstudaginn 26. apríl vegna ferðalags starfsfólks. Gleðilegt sumar! ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.