Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 69

Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 69 ÁRLEGA veitir leikskólaráð Reykjavíkur styrk úr Þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur til þróun- arstarfs í leikskólum borgarinnar. Einstakir leikskólar, starfs- mannahópar, leikskólakennarar og aðrir fagmenn á sviði leik- skólamála geta sótt um þróun- arstyrk. Leikskólaráðgjafi er starfsmaður sjóðsins. Ráðstöf- unarfé sjóðsins árið 2002 er kr. 2.000.000. Í ár bárust alls 5 umsóknir úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 6.123.724. Tillögur úthlutunarnefndar Þróunarsjóðs Leikskóla Reykja- víkur um styrkveitingar úr sjóðn- um fyrir árið 2002 voru sam- þykktar af leikskólaráði 17. apríl sl. og var styrkurinn afhentur á fundi leikskólaráðs sama dag. Eftirtalin verkefni hlutu styrk: Dvergasteinn – Elín Mjöll Jón- asdóttir leikskólastjóri. Samstarf Myndlistaskóla Reykjavíkur og leikskólans (framhaldsstyrkur) kr. 200.000, Foldakot – Guðrún Sól- veig Vignisdóttir leikskólastjóri. Vinna með málörvunaraðferð Irene Johansson kr. 350.000, Hálsaborg – Ólöf Helga Pálma- dóttir leikskólastjóri. Öflun þekk- ingar á matsaðferð þar sem börn meta leikskólastarfið kr. 200.000, Kátakot – Steinunn Geirdal leik- skólastjóri, Vistvænn leikskóli (framhaldsstyrkur) kr. 400.000 og Lækjarborg – Svala Ingvarsdóttir leikskólastjóri. Fjölmenningar- samfélag í leikskóla kr. 800.000, segir í fréttatilkynningu. Styrkþegar við styrkveitingu úr Þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur. F.v. Guðrún Sólveig Vignisdóttir, Elín Mjöll Jónasdóttir, Ólöf Helga Pálma- dóttir, Steinunn Geirdal, Svala Ingvarsdóttir og Fríða B. Jónsdóttir. Styrkir úr Þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur Á FÉLAGSFUNDI í Fjarðalistan- um, sem haldinn var miðvikudags- kvöldið 17. apríl í Valhöll á Eski- firði, var framboðslisti vegna bæjarstjórnarkosninga í Fjarða- byggð hinn 25. maí næstkomandi, samþykktur einróma. Einnig var bæjarstjóraefni Fjarðalistans, sem er Guðmundur Bjarnason, núverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, samþykkt ein- róma. Listabókstafur Fjarðalistans var einnig kynntur á fundinum og er það bókstafurinn L. Framboðslisti Fjarðalistans vegna bæjarstjórnarkosninga í vor er þannig skipaður: Smári Geirsson, Neskaupstað,2. Guðný Björg Hauksdóttir, Reyð- arfirði, 3. Ásbjörn Guðjónsson, Eskifirði, 4. Guðmundur R. Gísla- son, Neskaupstað, 5. Gísli Arnar Gíslason, Eskifirði, 6. Hildur Magnúsdóttir, Reyðarfirði, 7. Hild- ur Vala Þorbergsdóttir, Neskaup- stað, 8. Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði, 9. Katrín Dagmar Ingva- dóttir, Neskaupstað, 10. Dagbjört Lára Ottósdóttir, Reyðarfirði, 11. Guðjón B. Magnússon, Neskaup- stað, 12. Sindri Svavarsson, Eski- firði, 13. Marías Kristjánsson, Nes- kaupstað, 14. Margrét Þorvalds- dóttir, Reyðarfirði, 15. Óskar Ágúst Þorsteinsson, Neskaupstað, 16. Elísabet Benediktsdóttir Reyð- arfirði, 17. Petrún B. Jónsdóttir, Neskaupstað, 18. Guðrún Óladótt- ir, Eskifirði. Framboðslisti Fjarða- listans kynntur VOTTAR Jehóva halda tveggja daga mót, laugardaginn 27. og sunnudag- inn 28. apríl, í Íþróttahúsinu Digra- nesi í Kópavogi. Einkunnarorð móts- ins eru: „Óttist Guð og gefið honum dýrð“, sem sótt er í Opinberunarbók Biblíunnar. Mótið hefst kl. 9.50 á laugardag og er öllum opið sem hafa áhuga á Bibl- íunni og biblíufræðslu, segir í frétta- tilkynningu. Mót hjá Vottum Jehóva MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Jafnréttis- nefnd Framsóknarflokksins: „Jafnréttisnefnd Framsóknar- flokksins beinir þeim tilmælum til framsóknarfélaga um land allt að tryggja sem jafnastan hlut beggja kynja á framboðslistum Framsókn- arflokksins fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Jafnréttisnefndin vill minna á það markmið í jafnréttisáætlun Fram- sóknarflokksins að hvorki hlutur karla né kvenna í starfi á vegum flokksins verði lakari en 40%. Jafnréttisnefndin vill taka undir ályktanir Landssambands fram- sóknarkvenna: a) sem hvetur konur til þess að bjóða sig fram til setu á framboðs- listum Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. b) um að 1. og 2. sæti framboðs- lista Framsóknarflokksins verði skipað karli og konu. c) er hvetur forystumenn Fram- sóknarflokksins um land allt til þess velja konur jafnt sem karla sem full- trúa flokksins í nefndir og ráð sveit- arfélaganna að afloknum sveitar- stjórnarkosningum. Samþykkt á fundi Jafnréttis- nefndar Framsóknarflokksins 18. apríl sl.“ Hlutur beggja kynja verði tryggður SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands standur fyrir námskeiði um skóg- og trjárækt í fjarnámi. Þessi námskeið eru hluti af fræðslusamstarfi félags- ins og Búnaðarbanka Íslands. Nám- skeiðið hefst formlega 3. maí og kostar kr. 6.000. Námskeiðið er fólgið í 5 verkefn- um, sem þátttakendur fá send í tölvupósti og sækja á vefinn, ásamt ítarlegu fræðsluefni sem er samið sérstaklega fyrir námskeiðið. Á námskeiðinu er fjallað um skógrækt- arskilyrði, trjátegundaval, gróður- setningu, hjálparaðgerðir við gróð- ursetningu, umhirðu trjágróðurs, stiklinga, fræ og fræsöfnun svo nokkur helstu atriði séu nefnd. Til þess að geta verið þátttakandi á þessum námskeiðum þarf viðkom- andi að hafa aðgang að tölvu með nettengingu. Námskeiðin henta fólki með stór eða smærri ræktunar- svæði. Síðasta verkefnið á námskeiðinu fjallar um ræktunarsvæði viðkom- andi þátttakanda. Nánari upplýsingar fást hjá Skóg- ræktarfélagi Íslands eða með að senda póst á skogis.jgp@simnet.is, segir í fréttatilkynningu. Skógrækt í fjarnámi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.