Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 69 ÁRLEGA veitir leikskólaráð Reykjavíkur styrk úr Þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur til þróun- arstarfs í leikskólum borgarinnar. Einstakir leikskólar, starfs- mannahópar, leikskólakennarar og aðrir fagmenn á sviði leik- skólamála geta sótt um þróun- arstyrk. Leikskólaráðgjafi er starfsmaður sjóðsins. Ráðstöf- unarfé sjóðsins árið 2002 er kr. 2.000.000. Í ár bárust alls 5 umsóknir úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 6.123.724. Tillögur úthlutunarnefndar Þróunarsjóðs Leikskóla Reykja- víkur um styrkveitingar úr sjóðn- um fyrir árið 2002 voru sam- þykktar af leikskólaráði 17. apríl sl. og var styrkurinn afhentur á fundi leikskólaráðs sama dag. Eftirtalin verkefni hlutu styrk: Dvergasteinn – Elín Mjöll Jón- asdóttir leikskólastjóri. Samstarf Myndlistaskóla Reykjavíkur og leikskólans (framhaldsstyrkur) kr. 200.000, Foldakot – Guðrún Sól- veig Vignisdóttir leikskólastjóri. Vinna með málörvunaraðferð Irene Johansson kr. 350.000, Hálsaborg – Ólöf Helga Pálma- dóttir leikskólastjóri. Öflun þekk- ingar á matsaðferð þar sem börn meta leikskólastarfið kr. 200.000, Kátakot – Steinunn Geirdal leik- skólastjóri, Vistvænn leikskóli (framhaldsstyrkur) kr. 400.000 og Lækjarborg – Svala Ingvarsdóttir leikskólastjóri. Fjölmenningar- samfélag í leikskóla kr. 800.000, segir í fréttatilkynningu. Styrkþegar við styrkveitingu úr Þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur. F.v. Guðrún Sólveig Vignisdóttir, Elín Mjöll Jónasdóttir, Ólöf Helga Pálma- dóttir, Steinunn Geirdal, Svala Ingvarsdóttir og Fríða B. Jónsdóttir. Styrkir úr Þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur Á FÉLAGSFUNDI í Fjarðalistan- um, sem haldinn var miðvikudags- kvöldið 17. apríl í Valhöll á Eski- firði, var framboðslisti vegna bæjarstjórnarkosninga í Fjarða- byggð hinn 25. maí næstkomandi, samþykktur einróma. Einnig var bæjarstjóraefni Fjarðalistans, sem er Guðmundur Bjarnason, núverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, samþykkt ein- róma. Listabókstafur Fjarðalistans var einnig kynntur á fundinum og er það bókstafurinn L. Framboðslisti Fjarðalistans vegna bæjarstjórnarkosninga í vor er þannig skipaður: Smári Geirsson, Neskaupstað,2. Guðný Björg Hauksdóttir, Reyð- arfirði, 3. Ásbjörn Guðjónsson, Eskifirði, 4. Guðmundur R. Gísla- son, Neskaupstað, 5. Gísli Arnar Gíslason, Eskifirði, 6. Hildur Magnúsdóttir, Reyðarfirði, 7. Hild- ur Vala Þorbergsdóttir, Neskaup- stað, 8. Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði, 9. Katrín Dagmar Ingva- dóttir, Neskaupstað, 10. Dagbjört Lára Ottósdóttir, Reyðarfirði, 11. Guðjón B. Magnússon, Neskaup- stað, 12. Sindri Svavarsson, Eski- firði, 13. Marías Kristjánsson, Nes- kaupstað, 14. Margrét Þorvalds- dóttir, Reyðarfirði, 15. Óskar Ágúst Þorsteinsson, Neskaupstað, 16. Elísabet Benediktsdóttir Reyð- arfirði, 17. Petrún B. Jónsdóttir, Neskaupstað, 18. Guðrún Óladótt- ir, Eskifirði. Framboðslisti Fjarða- listans kynntur VOTTAR Jehóva halda tveggja daga mót, laugardaginn 27. og sunnudag- inn 28. apríl, í Íþróttahúsinu Digra- nesi í Kópavogi. Einkunnarorð móts- ins eru: „Óttist Guð og gefið honum dýrð“, sem sótt er í Opinberunarbók Biblíunnar. Mótið hefst kl. 9.50 á laugardag og er öllum opið sem hafa áhuga á Bibl- íunni og biblíufræðslu, segir í frétta- tilkynningu. Mót hjá Vottum Jehóva MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Jafnréttis- nefnd Framsóknarflokksins: „Jafnréttisnefnd Framsóknar- flokksins beinir þeim tilmælum til framsóknarfélaga um land allt að tryggja sem jafnastan hlut beggja kynja á framboðslistum Framsókn- arflokksins fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Jafnréttisnefndin vill minna á það markmið í jafnréttisáætlun Fram- sóknarflokksins að hvorki hlutur karla né kvenna í starfi á vegum flokksins verði lakari en 40%. Jafnréttisnefndin vill taka undir ályktanir Landssambands fram- sóknarkvenna: a) sem hvetur konur til þess að bjóða sig fram til setu á framboðs- listum Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. b) um að 1. og 2. sæti framboðs- lista Framsóknarflokksins verði skipað karli og konu. c) er hvetur forystumenn Fram- sóknarflokksins um land allt til þess velja konur jafnt sem karla sem full- trúa flokksins í nefndir og ráð sveit- arfélaganna að afloknum sveitar- stjórnarkosningum. Samþykkt á fundi Jafnréttis- nefndar Framsóknarflokksins 18. apríl sl.“ Hlutur beggja kynja verði tryggður SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands standur fyrir námskeiði um skóg- og trjárækt í fjarnámi. Þessi námskeið eru hluti af fræðslusamstarfi félags- ins og Búnaðarbanka Íslands. Nám- skeiðið hefst formlega 3. maí og kostar kr. 6.000. Námskeiðið er fólgið í 5 verkefn- um, sem þátttakendur fá send í tölvupósti og sækja á vefinn, ásamt ítarlegu fræðsluefni sem er samið sérstaklega fyrir námskeiðið. Á námskeiðinu er fjallað um skógrækt- arskilyrði, trjátegundaval, gróður- setningu, hjálparaðgerðir við gróð- ursetningu, umhirðu trjágróðurs, stiklinga, fræ og fræsöfnun svo nokkur helstu atriði séu nefnd. Til þess að geta verið þátttakandi á þessum námskeiðum þarf viðkom- andi að hafa aðgang að tölvu með nettengingu. Námskeiðin henta fólki með stór eða smærri ræktunar- svæði. Síðasta verkefnið á námskeiðinu fjallar um ræktunarsvæði viðkom- andi þátttakanda. Nánari upplýsingar fást hjá Skóg- ræktarfélagi Íslands eða með að senda póst á skogis.jgp@simnet.is, segir í fréttatilkynningu. Skógrækt í fjarnámi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.