Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 70

Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 70
70 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Fyrsta barnið sem fæddist á kvennadaginn 7. apríl í 5. hverfi í Mapútó. Félags- og kvenna- málaráðuneytið í Mósambík Frá Huldu Biering; SNEMMA á árinu 2000 var stofnuð deild innan félagsmálaráðuneytisins í Mósambík sem kölluð er kvenna- máladeild og í kjölfar þess var ráðu- neytið nefnt ráðuneyti kvenna- og félagsmála. Meginverkefni deildar- innar er að skilgreina, koma á fram- færi og þróa verkefni sem styðja málefni kvenna og fjölskyldunnar al- mennt, en alltaf með jafnréttissjón- armið að leiðarljósi. Auk þess er hlutverk deildarinnar að halda utan um þær stofnanir jafnt opinberar og óopinberar, innlendar sem erlendar sem starfa að því að bæta hlut kvenna og fjölskyldna í landinu. Þró- unarsamvinnustofnun Íslands tekur þátt í því að styrkja og byggja upp hina nýju deild. Þessi deild innan kvenna- og félagsmálaráðuneytisins opnaði nýja og glæsilega skrifstofu 13. mars síðastliðinn. Starfseminni þar er skipt upp í þrjá meginþætti; fjölskyldudeild sem heldur utan um og kynnir verk- efni sem og lög og reglugerðir er miða að því að styrkja fjölskyldur í landinu með sérstaka áherslu á að rétta hlut kvenna. Má þá nefna verk- efni sem tengjast baráttunni gegn útbreiðslu alnæmis, verkefni sem vinna gegn heimilisofbeldi og verk- efni sem styðja sérstaklega konur sem einar annast framfærslu heim- ilisins og uppeldi, eins og ekkjur og einstæðar mæður. Starfsmenn eru einnig til ráðgjafar öðrum stofnun- um sem starfa að sömu markmiðum. Í öðru lagi er þar starfandi þróun- ardeild sem heldur utan um og kem- ur á framfæri lögum og reglugerð- um ráðuneytisins. Sú deild sér auk þess um að kynna og koma á fram- færi framkvæmdaáætlun Samein- uðu þjóðanna (SÞ) sem samþykkt var á jafnréttisráðstefnu SÞ í Beij- ing 1995, en frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að framkvæma áætlunina frá Beijing. Í þriðja lagi hefur jafnréttisnefnd landsins aðsetur í húsinu. Kvennafrídagurinn í Mósambík 7. apríl 2002 Í Mósambík hefur kvennafrídag- urinn verið í hávegum hafður síðan árið 1973 og er einn af opinberum frídögum landsins. Í tilefni af deg- inum þetta árið er sérstök dagskrá á vegum ráðuneytisins og annarra stofnana sem láta sig varða málefni kvenna í Mósambík. Dagskráin hófst 1. apríl og í tvær vikur var staðið fyrir alls kyns uppá- komum á hverjum degi til að minna á jafnrétti og stöðu kvenna í landinu. Fjölmiðlar tóku viðtöl og fjölluðu um og kynntu hin ýmsu verkefni. Fram komu einnig upplýsingar um það sem er að gerast í þinginu í jafnrétt- ismálum landsins. Aðalhátíðarhöldin voru sunnudaginn 7. apríl. Þá var lagður blómsveigur að minnismerk- inu á Hetjutorginu, til minningar um baráttu kvenna hér í borg og til heið- urs konum. Mörg verkefni og sam- tök fengu viðurkenningu þennan dag. Ein þeirra eru Samtök ekkna og einstæðra mæðra í hverfi númer fimm í Mapútóborg. Á þessum degi færðu samtökin móður fyrsta barns- ins sem fæddist í hverfinu þeirra, gjafir, föt, rúmföt, hreinlætisvörur og moskítónet. Allar aðrar nýbakað- ar mæður í hverfinu fengu einnig moskítónet fyrir fjölskylduna. Moskítónetin verja börn og full- orðna fyrir stungum moskítóflug- unnar sem ber með sér m.a. mal- aríusmit Þessi Samtök ekkna og einstæðra mæðra voru stofnuð fyrir sex árum af nokkrum konum í hverfi númer fimm. Þau voru að svara brýnni þörf, þar sem stór hópur kvenna, einstæð- ar mæður og ekkjur sem kallaðar eru höfuð fjölskyldunnar, berst við af miklum vanmætti að sjá fyrir sér og sínum. Samtökin styðja þennan hóp og veitir þeim fyrirgreiðslu og fræðslu. Í dag eru í þessum samtök- um rúmlega 300 manns, ekkjur, ekklar og einstæðar mæður. Þar er kominn upp sterkur vísir að fullorð- insfræðslu, og er boðið upp á nám- skeið í saumaskap, bókhaldi, hænsnarækt. Einnig vinna þau að forvarnarstarfi með reglulegum fræðslufundum um heilsu og hvern- ig ber að varast sjúkdóma eins og malaríu og kóleru. Einnig eru starf- andi í samtökunum sjálfboðaliðar sem ganga um hverfið og kynna mik- ilvægi forvarna og þá sérstaklega gegn alnæmi/eyðni Meðfram þessu er næsta verkefni samtakanna að ná til unga fólksins í hverfinu og þá sér- staklega til ungra verðandi mæðra. Þróunarsamvinnustofnun styrkir þessi samtök og var fulltrúum stofn- unarinnar í Mósambík boðið að taka þátt í hátíðahöldunum á kvennafrí- daginn 7. apríl síðastliðinn. HULDA BIERING, starfsmaður ÞSSÍ, ráðgjafi í ráðuneyti jafnréttis- og félags- mála í Mósambík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.