Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÖGMAÐUR Margrétar Óskar Steindórsdóttur, sem kólumbískur hershöfðingi bendlaði við Írska lýð- veldisherinn (IRA) er hann kom fyr- ir þingnefnd Bandaríkjaþings fyrir um mánuði, segir að nú sé unnið að því að koma með formlegum hætti á framfæri við bandarísk stjórnvöld leiðréttingu á málum Margrétar. Jafnframt hafi upplýsingum verið komið á framfæri við nefndarmenn þingnefndarinnar með óformlegum hætti. Árni Páll Árnason, lögmaður Mar- grétar, segist hvarvetna hafa mætt skilningi manna enda sé ljóst, að frá- leitt sé að tengja Margréti starfsemi alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Fram hafði komið í vitnisburði Fernandos Tapias, yfirmanns kól- umbíska stjórnarhersins, fyrir þing- nefnd Bandaríkjaþings að stjórnvöld í Bogota grunaði að auk þriggja IRA-manna, sem þau nú hafa í haldi, hefðu fjórir til viðbótar verið á ferð í Kólumbíu í fyrra í því skyni að þjálfa liðsmenn FARC. Fjórmenningunum hefði hins vegar verið sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Nefndi Tapias Margréti Ósk í þessu samhengi en Margrét, sem er 25 ára, var á ferðalagi um Kólumbíu í ágúst sl. Hún var þá yfirheyrð af kól- umbíska stjórnarhernum ásamt ferðafélögum sínum, sem komu frá Danmörku og Frakklandi, eftir að þau sluppu naumlega úr klóm mann- ræningja í suðurhluta landsins. „Við í sjálfu sér erum ekkert að rengja hershöfðingjann að því leyti að hann kann að hafa eitthvað fyrir sér um einhverja aðila sem tengjast IRA í Kólumbíu. En hitt er alveg ljóst að það var fráleitt að bendla Margréti Ósk við þetta mál. Hún hefur aldrei til Írlands komið, þekkir enga Íra og hefur aldrei haft nokkur afskipti af hryðjuverkum á einn eða neinn hátt, hvað þá að hún hafi verið í stakk búin til að halda þarna mikið námskeið um stórborgaskæruhern- að [urban guerilla tactics], sem mér skilst að tilgangur ferðarinnar hafi átt að vera,“ sagði Árni Páll. Bresk sjónvarpsstöð fjallaði um tengsl IRA og FARC sl. sunnudag Margrét er að sögn Árna Páls enn stödd í Ástralíu en hún er á ferðalagi um heiminn ásamt dönskum unnusta sínum. Sagði Árni Páll að honum væri ekki kunnugt um að hún væri komin á „svartan lista“ í Bandaríkj- unum eða annars staðar og mark- miðið væri vitaskuld að koma í veg fyrir að það gerðist. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 sýndi nú um helgina fréttaþátt um samstarf IRA við FARC-skæruliða- hreyfinguna kólumbísku en málið er hitamál á Bretlandseyjum, enda á svo að heita að IRA sé í vopnahléi. Þáttagerðarmenn höfðu á sínum tíma samband við Árna Pál en skv. heimildum Morgunblaðsins mun þó ekki hafa verið fjallað um mál Mar- grétar í þættinum á sunnudag. Sner- ist þátturinn fyrst og fremst um Ír- ana þrjá, sem Kólumbíumenn hafa haft í haldi frá því sl. haust. Mál íslensku konunnar, sem bendluð var við IRA, fyrir bandarískri þingnefnd Leiðrétting- um komið á framfæri Margrét Ósk Steindórsdóttir HJÁ Vegagerðinni er mikið að gera þessa dagana því lagfæra þarf það sem aflaga hefur farið í snjó- mokstri vetrarins Þegar fréttarit- ari var á ferðinni fyrir ofan Vík- urþorp var Jón Hjálmarsson starfsmaður hjá Vegagerðinni að sjóða saman pípuhlið sem í voru laskaðir rimlar eftir veturinn. Að sögn Jóns er þetta líklega síðasta sumarið sem þetta pípuhlið verður þarna á þjóðveginum því byrjað er að girða meðfram þjóðveginum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jón Hjálmarsson, starfsmaður vegagerðarinnar í Vík, lagfærir pípuhlið á þjóðvegi 1 fyrir ofan Víkurþorp. Pípuhlið lagað Fagradal. Morgunblaðið. SIGURÐUR Páll Pálsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, telur að heildarmagn geðdeyfðarlyfja sem notuð eru hér á landi sé ekki meira en umfang vandamálsins. Í Morgun- blaðinu á föstudag sagði Bergþóra Reynisdóttir geðhjúkrunarfræðing- ur að sumir læknar hefðu tilhneig- ingu til að bjóða geðdeyfðarlyf sem fyrsta og eina meðferðarúrræði við andlegri vanlíðan, sérstaklega þegar konur ættu í hlut. Sagðist hún ekki í vafa um að lyfin væru ofnotuð. Sigurður Páll er ósammála þessari skoðun og segir að erfitt sé að alhæfa út frá fáum tilfellum. Hann segir það staðreynd að þunglyndi sé tvöfalt al- gengara hjá konum en körlum og því sé ekki óeðlilegt að konur fái frekar lyfjameðferð við þunglyndi en karl- ar. Hann segir almennt talið að þunglyndi karlmanna sé vangreint og bendir á að sjálfsvíg séu algengari meðal karla en kvenna. Hann segir að margir telji að þær aðferðir sem notaðar eru til að greina sjúkdóminn í dag henti karlmönnum ekki eins vel og konum. Karlmenn séu almennt lokaðri og konur eigi auðveldara með að leita eftir aðstoð og tala um til- finningar sínar en karlar. Bergþóra sagði í Morgunblaðinu í gær að læknar gerðu sjúklingum sín- um grein fyrir fylgikvillum lyfjanna en láðist að geta um fráhvarfsein- kenni og talaði um „afeitrun“ í því sambandi. Sigurður Páll segir að fólk geti fengið einhver tímabundin einkenni hætti það skyndilega að taka lyfin sín en mótmælir því að fólk þurfi að fara í afeitrun þegar töku lyfjanna er hætt. Yfirleitt sé ekkert mál að hætta á lyfjum sé fólk tilbúið til þess og lyfjaskammturinn sé smám saman minnkaður í samráði við lækni. Hann telur að Bergþóra þufti að skýra betur mál sitt hvað þetta varðar, fullyrðingar af þessu tagi geti valdið fólki óþarfa áhyggj- um. Sjúklingarnir ráða hvort þeir taka lyf Sigurður segir að margar með- ferðarleiðir komi til greina fyrir kvíðið eða þunglynt fólk. Hverju sinni sé það mat læknis og sjúklings hvaða meðferðarleið henti best. „Lyf eru mikilvægur þáttur í meðferð þunglyndis og kvíða, en það er sjúk- lingurinn sjálfur sem velur að fara þá leið. Rannsóknir sýna að lyf og samtalsmeðferð gefa bestan raunár- angur, árangurinn er minni ef aðeins önnur aðferðin er notuð. Maður þvingar aldrei lyfjum í fólk sem kem- ur til manns af fúsum og frjálsum vilja. Nauðungaraðgerðir varðandi lyfjainntöku eru eingöngu á lokuðum deildum spítalanna í neyðartilfellum. Fólk er upplýstara um lyfin nú en áður og fær að vita kosti og galla þeirra. Ég tel að sjúklingar séu ágætlega upplýstir um mögu- leikana.“ Sigurður Páll segir að það komi fyrir að fólk fái lyf í sinni fyrstu heimsókn til læknis, gefi efni og að- stæður tilefni til. Þeir sjúklingar hafi mjög sterk einkenni, hafi beðið lengi eftir að hitta lækni og séu upplýstir um virkni lyfjanna. Langflestir fari þó ekki á lyf strax og bendir Sig- urður á að lyf séu aldrei nema einn hluti af lausninni. Hann segir að samtalsmeðferðir séu mjög góðar, en þar sem skortur sé á fagfólki með slíka menntun, þurfi að velja sér- staklega hvaða sjúklingar fái slíka meðferð. Hann segir einnig að sam- talsmeðferðir séu talsvert dýrari en lyfjameðferðir og margir sjúklingar treysti sér ekki til að hitta lækni eða sálfræðing eins oft og nauðsyn kref- ur í slíkri meðferð. Hann segir viðtalið við Bergþóru gott innlegg í umræðuna því nauð- synlegt sé að ræða þessi mál. „Það er ábyrgðarhluti að meðhöndla ekki þunglyndi, því það leiðir af sér marga fylgikvilla,“ segir Sigurður. Hætta á hjartasjúkdómum aukist, dánartíðni meðal þunglyndissjúk- linga sé hærri og hætt sé við að þunglyndið verði þrálátt ef ekki er strax gripið í taumana. „Flestar rannsóknir í dag sýna að heimilislæknum hættir frekar til að missa af þunglyndi hjá sínum skjól- stæðingum,“ segir Sigurður. Hann segir að öll aðstaða fyrir sjúklinga með geðsjúkdóma sé mun betri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggð- inni þó að sumar heilsugæslustöðvar utan höfuðborgarsvæðisins hafi að- gang að sálfræðiþjónustu. Sigurður Páll Pálsson, formaður Geðlæknafélags Íslands Notkun geðlyfja ekki meiri en umfang vandans ÁRSFUNDUR Háskóla Íslands fyrir árið 2001 var haldinn í Hátíð- arsal Háskólans 21. maí síðastlið- inn. Yfir hundrað gestir sátu fund- inn og meðal þeirra var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Páll Skúlason háskólarektor fór yfir starfsemi síðasta árs en árið var mikið afmælisár. Skólinn varð 90 ára á árinu og að auki áttu marg- ar deildir, námsleiðir og stofnanir skólans stórafmæli. Mikið stefnu- mótunarstarf var unnið á árinu bæði með þróunaráætlunum í deild- um og fyrir Háskólann í heild. Af öðrum stórum áföngum má nefna undirritun samninga um fjármögn- un rannsókna við menntamálaráðu- neyti og fyrrihluta samnings við Landspítala – háskólasjúkrahús. Skráðir nemendur voru í árslok 7.254, sem er 30% aukning frá 1997. Mesti vöxturinn hefur verið í fram- haldsnámi sem 737 nemendur stunda og voru 92 af 1.068 braut- skráðum stúdentum skólans í meistaranámi. Framhaldsnámið tengist mjög rannsóknarhlutverki skólans en á síðasta ári voru unnin 1.300 rannsóknarverkefni við skól- ann. Fastráðnir kennarar við skólann voru 423 talsins og eru 2⁄3 þeirra með doktorspróf en þriðjungur er með meistarapróf. Að auki störfuðu 1.803 stundakennarar við skólann á síðasta ári. Nemendur við Háskóla Íslands eru af 63 þjóðernum og voru erlendir nemendur við skólann 464 á síðasta ári, en 175 íslenskir nemendur fóru utan sem skiptinem- ar á vegum skólans. Skortir enn á framlög vegna 200 nemenda á árinu 2002 Ingjaldur Hannibalsson, formað- ur fjármálanefndar háskólaráðs, fór yfir fjármál og ársreikning Háskóla Íslands fyrir árið 2001. Í rekstr- arreikningi kemur fram að heildar- útgjöld námu fimm milljörðum króna og rekstrarafgangur kennslu- og vísindadeilda var 75 milljónir króna og varð fjárhagsstaða við rík- issjóð því jákvæð um 27 milljónir króna. Sértekjur og styrkir vegna kennslu, fræðslu og rannsókna hækkuðu um 20% frá fyrra ári. Áætlaður halli fyrir árið 2002 á kennslu- og vísindadeildum er sam- tals 162 milljónir króna, sem skýrist af því að fjárveitingar hafa ekki hækkað til samræmis við kjara- samninga háskólakennara og úr- skurð kjaranefndar um laun pró- fessora. Ennfremur fór fjöldi virkra nemenda upp fyrir hámörk í samn- ingum á síðasta ári og fékkst engin fjárveiting vegna 65 nemenda árið 2001 og í áætlunum skortir enn á framlög vegna 200 nemenda á árinu 2002. Ársfundur Háskóla Íslands fyrir árið 2001 Þrjátíu prósent nemenda- aukning í HÍ frá 1997 19 ÁRA piltur réðst að tilefnislausu á karlmann á fimmtugsaldri á Akra- nesi aðfaranótt laugardags. Sló hann manninn í andlit og sparkaði í hann og lá maðurinn meðvitundarlaus eft- ir. Pilturinn hefur verið kærður fyrir líkamsárás en að sögn lögreglu hefur hann engar skýringar getað gefið á athæfi sínu. Maðurinn, sem ráðist var á, var ásamt öðrum manni á gangi í bænum og á heimleið þegar pilturinn réðst á hann. Pilturinn fór af vettvangi eftir árásina en var handtekinn stuttu síðar. Líkamsárás á Akranesi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.