Morgunblaðið - 28.05.2002, Side 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HREIÐAR Valtýsson,
útgerðarmaður á Akur-
eyri, lést síðastliðinn
laugardag, 25. maí.
Hann varð bráðkvadd-
ur. Hreiðar fæddist 14.
mars árið 1925 á
Rauðuvík á Árskógs-
strönd. Foreldrar hans
voru Valtýr Þorsteins-
son og Dýrleif Ólafs-
dóttir sem bjuggu á
Rauðuvík. Þar ólst
Hreiðar upp en flutti
síðar til Akureyar þar
sem hann bjó lengst af.
Hreiðar lauk prófi frá
Verslunarskóla Íslands árið 1948 og
tók þá til starfa við fyrirtæki föður
síns, sem rak umfangsmikla útgerð,
síldarsöltun og síðar einnig frystihús
undir nöfnunum Útgerð Valtýs Þor-
steinssonar og Norð-
ursíld hf.
Hreiðar tók við
rekstri félaganna árið
1970 þegar faðir hans
féll frá og rak það allt
þar til á síðasta ári er
hann hætti eigin út-
gerð. Fyrirtækið var
með starfsemi á Hjalt-
eyri, Raufarhöfn og
Seyðisfirði, einkum
síldarsöltun en frysti-
hús var einnig á Seyð-
isfirði. Þegar mest var
gerðu þeir út 6 báta,
Ólaf Magnússon, Þórð
Jónasson, Akraborg, Gylfa, Gylfa ll
og Garðar.
Hreiðar kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Elsu Jónsdóttur, árið
1948. Þau eignuðust tvö börn.
Andlát
HREIÐAR
VALTÝSSON
VIÐRÆÐUR fulltrúa Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks um
myndun nýs meirihluta á Akureyri
ganga vel og er gert ráð fyrir að
skrifað verði undir samning þar að
lútandi síðar í vikunni. Fulltrúar
flokkanna hafa hist þrívegis, síðast í
gærkvöld og er góður gangur í við-
ræðum að sögn oddvita flokkanna
tveggja. „Við mátum stöðuna þannig
að þetta væri í raun farsælasta sam-
starfið í ljósi þeirra verkefni sem
framundan eru m.a. í samskiptum
okkar við ríkisvaldið,“ sagði Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri og oddviti
Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkur fékk 3.144 at-
kvæði, 35,6% og fjóra menn í bæj-
arstjórn, tapaði einum frá síðustu
kosningum. Framsóknarflokkur
fékk þrjá menn, líkt og síðast, 2.124
atkvæði eða 24,1%. Listi fólksins
fékk tvo menn, en hafði einn, 1.568
atkvæði eða 17,8%. Samfylkingin
fékk einn mann, 1.225 atkvæði eða
13,9% og vinstir grænir fengu einn
mann, 769 atkvæði eða 8,7%.
Tókst ætlunarverkið
Kristján Þór Júlíusson sagði
flokkinn ágætlega geta unað niður-
stöðum kosninganna. Hann hefði þó
tapað um 3% frá síðustu kosningum,
en á það bæri að líta að þá hefði
flokkurinn unnið einn sinn stærsta
sigur í bænum. „Vissulega eru það
vonbrigði að tapa fimmta fulltrúan-
um, en staða hans var mjög tvísýn,“
sagði Kristján Þór.
Jakob Björnsson, oddviti Fram-
sóknarflokks, kvaðst þokkalega
ánægður með úrslit kosninganna.
„Okkur tókst það ætlunarverk okkar
að verja þriðja fulltrúann, þótt við
hefðum auðvitað ekki haft neitt á
móti stærri hlut af kökunni. Okkar
barátta skilaði árangri og við erum
ánægð með það,“ sagði Jakob. Hann
sagði meirihlutaviðræður ganga vel
og ekkert benti til annars en skrifað
yrði undir samkomulag, vonandi fyr-
ir næstu helgi.
Ættu að geta náð hagstæðum
samningum við ríkið
Oddur Helgi Halldórsson var að
vonum ánægður með útkomuna. „En
það að við vorum ekki valin til meiri-
hlutaviðræðna er bara pólitík. Við
töldum það siðferðilega rétt að við
okkur yrði rætt, en það gildir eitt-
hvað annað siðferði hjá þessum
flokkum,“ sagði hann. Það að sigra í
kosningunum og ná inn tveimur
mönnum kvað hann meira virði en
meirihlutasamstarf. „Við munum að
sjálfsögðu vinna með þessum mönn-
um í bæjarstjórn og reyna að koma
okkur málum að.“ Oddur benti á að
flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur
og Framsóknarflokkur, hefðu eldað
grátt silfur í bæjarstjórn á síðasta
kjörtímabili, en nú myndi að líkind-
um renna upp gósentíð á Akureyri
þar sem sömu flokkar væru við völd í
ríkisstjórn og menn ættu því að geta
náð hagstæðum samningum, m.a.
um fjölgun hjúkrunarrýma í bænum.
Samfylking og VG vonuðust
eftir betri árangri
Oktavía Jóhannesdóttir, oddviti
Samfylkingar, sagði að vissulega
hefði hún vilja sjá hagstæðari út-
komu, „en við munum vinna í sam-
ræmi við þessa niðurstöðu og koma
tvíefld til starfa við næstu kosningar.
Auðvitað eru það vonbrigði að hafa
ekki náð tveimur mönnum inn í bæj-
arstjórn eins og við stefndum að, en
munum gera það sem best er hægt í
stöðunni,“ sagði Oktavía og bætti við
að menn væru þegar farnir að hefja
undirbúning fyrir Alþingiskosningar
og sá góði og kröftugi hópur sem
myndaðist í aðdraganda kosninga nú
kæmi þar sterkur inn.
Valgerður H. Bjarnadóttir, odd-
viti Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði að mikilvægur ár-
angur hefði náðst með því að ná inn
fulltrúa í bæjarstjórn. „Við höfðum
vonast til að ná meiri árangri, en
þetta er dómur kjósenda og við sætt-
um okkur við hann. Það skapaðist
mikil reynsla í hópnum sem stóð að
framboðinu og sterk samstaða sem
kemur sér vel fyrir næstu kosningar.
Allar líkur bentu til að VG yrði í
minnihluta í bæjarstjórn, „en við
treystum því að hann starfi saman
sem sterk heild og veiti þessum ein-
staka meirihluta aðhald.“
Meirihluti B- og D-
lista í burðarliðnum
Oddur og Marsibil fagna góðri útkomu Lista fólksins á kosninganótt.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Björn Magnússon, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, Jakob
Björnsson, oddviti Framsóknarflokks, Hákon Hákonarson, formaður
fulltrúaráðs Framsóknarflokksins og Kristján Þór Júlíusson, oddviti
Sjálfstæðisflokks, hittust strax og úrslit lágu fyrir.
ELDUR kom upp í sjónvarpstæki í
herbergi á þriðju hæð í dvalar-
heimilinu Kjarnalundi við Akureyri
laust fyrir kl. 6 í gærmorgun.
Maður sem í herberginu bjó
komst út sjálfur. Alls eru 23 íbúð-
arherbergi á hæðinni, þar af eitt
mannlaust. Reykkafarar réðust
strax til atlögu við eldinn, en þegar
að var komið stóð eldsúla upp úr
tækinu. Starfsmenn Kjarnalundar,
slökkviliðs- og lögreglumenn að-
stoðuðu íbúa, sem sumir voru ekki
gangfærir, að yfirgefa vistarverur
sínar og gekk það greiðlega fyrir
sig að sögn Tómasar Búa Böðv-
arssonar slökkviliðsstjóra.
„Starfsfólkið brást hárrétt við og
stóð sig með stakri prýði. Þegar at-
burður sem þessi kemur upp sést
best hversu mikilvægt er að hafa
neyðarskipulag til reiðu,“ sagði
Tómas Búi. Vel gekk að rýma
ganginn, var fólkið fyrst flutt á
reyklausan stað í húsinu, en síðar
var farið með það í strætisvagni og
sjúkrabílum á Dvalarheimilið Hlíð.
Óvíst er hversu lengi það munu
dvelja þar að sögn slökkviliðs-
stjóra, en miklar skemmdir urðu í
herberginu sem eldurinn kom upp í
og eins varð mikill reykur á gang-
inum og reykjarlykt á öllum her-
bergjum.
Fjöldi slökkviliðsmanna tók þátt
í slökkvi- og björgunarstarfinu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Íbúar voru að vonum svolítið skelkaðir en fengu góða aðhlynningu
starfsfólks og kaffisopa til að hressa sig við.
Eldur í dvalarheimilinu Kjarnalundi
Íbúarnir aðstoð-
aðir við að yfir-
gefa bygginguna
Herbergið hans „ Stjána í bíó“, Kristjáns, var illa farið eftir brunann.
FORMLEGAR viðræður fulltrúa
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks um myndun meirihluta í bæj-
arstjórn Dalvíkurbyggðar hófust í
gærkvöld, en fulltrúarnir hittust á
óformlegum könnunarfundi á sunnu-
dagskvöld.
Framsóknarflokkur hlaut 469 at-
kvæði, 40,9% og fjóra menn kjörna í
bæjarstjórn, Sjálfstæðisflokkur, 408
atkvæði, 35,6% og þrjár menn og I-
listi Sameiningar fékk 230 atkvæði,
20,1% og tvo menn kjörna. Fram-
sóknarflokkur og listi Sameiningar
mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á
síðasta kjörtímabili.
„Mér finnst eins og sjálfsagt flest-
um að okkur hafi gengið vel. Við
höldum okkar hlut, erum með svipað
hlutfall og við síðustu kosningar og
höldum okkar fjórum bæjarfulltrú-
um, þannig að ég er ánægður með
niðurstöðuna, og þakka fyrir þann
stuðning sem við fengum,“ sagði
Valdimar Bragason, oddviti Fram-
sóknar.
Svanhildur Árnadóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokks, sagðist ánægð
með úrslit kosninganna. „Við jukum
við okkar fylgi, fengum um 5% meira
fylgi nú en við síðustu kosningar,“
sagði Svanhildur.
Ingileif Ástvaldsdóttir, oddviti
Sameiningar, sagði listann hafa
haldið sínum tveimur mönnum í bæj-
arstjórn og meirihlutinn hafi haldið
velli í kosningunum. „Þetta teljum
við vera skilaboð kjósenda um stuðn-
ing við meirihlutann og því kom það
okkur í opna skjöldu að viðræður
væru að hefjast milli Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Ingileif.
Hún sagði eðlilegra að framsóknar-
menn hefðu rætt við fulltrúa listans
og útskýrt hvers vegna þeir snéru nú
við honum baki eftir 8 ára samstarf í
bæjarstjórn. Það hlyti að teljast til
almennrar kurteisi. „Við teljum okk-
ur hafa starfað að heilindum og ekk-
ert það komið upp á sem benti til að
brestir væru í samstarfinu,“ sagði
Ingileif. Fyrsti formlegi fundurinn
um myndun nýs meirihluta var í
gærkvöld. „Ég sé ekki annað en að
gott útlit sé fyrir því að takist að
mynda slíkan meirihluta,“ sagði
Valdimar. Svanhildur tók í sama
streng og sagði eitthvað mikið þurfa
að gerast til að menn næðu ekki sam-
an. „Þetta er á rétti leið,“ sagði hún.
B- og D-listi ræða myndun meirihluta í Dalvíkurbyggð
Kemur sameiningar-
mönnum í opna skjöldu