Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 6

Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SPJÖLL voru unnin á um fimmtíu leiðum í Gufuneskirkjugarði um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, for- stjóra Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæma, er um að ræða leiði vest- ast í garðinum og eru þau öll frekar nýleg. „Það er alltaf mjög alvarlegt þegar svona gerist. Þarna hefur að- allega verið ráðist á ljósker og þau mölvuð, blóm tekin af leiðum og blómavösum fleygt út á gras. Þetta er mjög sorglegt yfir að líta,“ segir hann. Hann segir að lögreglan sé að rannsaka málið en hann telur senni- legast að börn hafi verið að verki og að um óvitaskap hafi verið að ræða, þar sem atvikið átti sér stað á þess- um tíma dags. Þórsteinn segir, aðspurður hvern- ig gæslu í kirkjugörðunum sé háttað, að öryggisþjónusta sjái um gæslu í görðunum og starfsmenn hennar komi nokkrum sinnum á sólarhring. Fyrstu spjöllin eftir að görð- unum var lokað fyrir umferð „Garðurinn er hins vegar svo mik- ið flæmi og maður á síst von á að þetta gerist á miðjum opnunartíma.“ Hann bendir á að görðunum sé lokað fyrir akstri klukkan 23:00 yfir sum- artímann, þá sé öllum aksturshliðum læst. Það er ekki lokað fyrir göngu- umferð, þó að Þórsteinn telji það mjög óæskilegt að fólk sé á ferð í görðunum eftir lokun. Að hans sögn koma svona skemmdarverk yfirleitt upp á hverju ári, þótt stórlega hafi dregið úr þeim eftir að görðunum var lokað, sérstaklega í hinum þrjá- tíu hektara Fossvogskirkjugarði. Er tilvikið nú það fyrsta síðan görðun- um var lokað fyrir umferð. „Það var röð svona tilvika sem gerði það að verkum að við tókum þá ákvörðun að fá leyfi til að loka görð- unum fyrir umferð yfir næturtím- ann. Reynsla okkar sýnir að þau spjöll sem unnin hafa verið í Foss- vogi og á Suðurgötu eru yfirleitt myrkraverk, sem eru unnin í skjóli myrkurs á haustin,“ segir Þórsteinn og bendir á að hert sé á gæslu á haustin. Líklegt að börn hafi verið að verki í kirkjugarðinum Þórsteinn segir að aðstandendur leiðanna, sem urðu fyrir spjöllum, verði látnir vita og bætir við að starfsmenn Kirkjugarðanna geri það sem þeir geti, lagi blómin og annað slíkt, en hins vegar bæti Kirkjugarð- arnir ekki tjón á luktum og ljóskerj- um. Að sögn lögreglunnar í Grafarvogi voru sennilega að verki börn á aldr- inum 10–12 ára, en lítil fótspor í kringum skemmdirnar bentu til þess. Engin vitni voru að atburðin- um, en lögreglan segist vonast til að um óvitaskap hafi verið að ræða. Allt verði gert til að reyna að upplýsa þetta mál. Miklar skemmdir voru unnar á leiðum í Gufuneskirkjugarði Ljósker mölvuð og blómavösum fleygt út á gras Morgunblaðið/Golli Lögreglan myndar spjöllin á leiðunum í Gufuneskirkjugarði. STRANGAR reglur gilda um með- ferð persónuupplýsinga í Lyfju að sögn Inga Guðjónssonar fram- kvæmdastjóra og hann segir ríka áherslu lagða á að eftir þeim sé farið, en lyfjalisti úr apóteki Lyfju var fyr- ir mistök sendur með á faxi til ónefnds fyrirtækis. Ingi segir sjúk- linga geta nálgast útprentun yfir lyfjakaup og þá verði viðkomandi að koma í apótekið, framvísa persónu- skilríkjum og kvitta fyrir móttöku en ef senda þarf upplýsingar sé það gert með ábyrgðarpósti og á lög- heimili viðtakanda. Í algjörum und- antekningartilfellum hafi svona upp- lýsingar verið myndsendar á Tryggingastofnun eða Lyfjastofnun. „Við hörmum þau mistök sem urðu þegar listi sem átti að berast Lyfjastofnun var sendur á rangan viðtakanda. Það sem gerðist var að starfsmaður Lyfjastofnunar hringdi í viðkomandi lyfsala og lagði mikla áherslu á að fá þennan lista mynd- sendan strax. Við munum í fram- haldi af þessu grípa til ráðstafana sem felast í því að í framtíðinni verða svona sendingar í öllum tilvikum sendar í ábyrgðarpósti til Lyfja- stofnunar.“ Skoða hvort fjarskiptalög hafi verið brotin Ingi bendir á að nokkrum mínút- um eftir að ranga sendingin fór af stað hafi mistökin uppgötvast og samstundis hafi verið haft samband við þá sem sendinguna fengu, en um er að ræða lítið fyrirtæki í Reykja- vík. Tekið var fram að sendingin hefði farið á rangan stað og viðkom- andi aðili var beðinn um að eyða gögnunum strax. „Hann ætlaði að verða við því en síðan var þessi listi sendur á fréttastofu Útvarps og vek- ur það furðu okkar. Í skoðun er hvort um brot á lögum um fjarskipti hafi verið að ræða hjá þessu fyrir- tæki.“ Ingi tekur fram að listanum sem barst á rangan stað hafi verið eytt og þá hafi fréttastofa Útvarps einnig verið beðin um að eyða listanum. Hann bendir á að í fréttum út- varps hafi komið fram að allir starfs- menn apóteka hafi aðgang að lyfja- listum, en þetta sé ekki rétt, þar sem aðeins þeir sem eru í lyfjaafgreiðsl- unni hafi aðgang að listunum. Lyfja herðir á reglum um sendingu lyfjalista nemar leitað eftir störfum hjá Vinnumiðlun skólafólks í ár sam- anborið við síðasta ár og spurð um skýringar segir Selma greinilegt að fyrirtæki haldi sér höndunum í sumarráðningum. „Ástandið hefur ekki verið svona slæmt í fjölda ára. Það stoppar ekki síminn frá áhyggjufullum for- eldrum,“ segir hún. Borgarráð samþykkti fyrr í sumar 50 millj. kr. aukafjárveit- ingu til að mæta þeim vanda sem MIKILL fjöldi skólafólks hefur ekki enn fengið sumarvinnu og eru 600 umsækjendur enn á lista hjá Vinnumiðlun skólafólks, sem rekin er á vegum Reykjavíkurborgar, skv. upplýsingum Selmu Árnadótt- ur, verkefnastjóra vinnumiðlunar- innar. Atvinnuástand meðal stúd- enta virðist hins vegar vera nokkuð svipað og á seinasta ári skv. upplýsingum Erlu Hrannar Diðriksdóttur, staðgengils rekstr- arstjóra Atvinnumiðstöðvar stúd- enta. Að sögn Selmu er ástandið í ár mun verra en seinasta sumar. ,,Í fyrra fengu allir vinnu sem vildu fá vinnu,“ segir hún. Skólanemar 17 ára og eldri með lögheimili í Reykjavík geta sótt um sumarstörf hjá borginni. Hafa tæplega eitt þúsund fleiri uppi er varðandi sumarstörf skóla- fólks og sl. þriðjudag samþykkti borgarráð 50 milljón kr. aukafjár- veitingu til viðbótar í þessu skyni. Var framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs falið að ráðstafa þeim fjármunum með það að leið- arljósi að sem flest skólafólk fái vinnu. ,,Í því skyni skal m.a. líta til styttri vinnutíma og annars þess sem stuðlað getur að því mark- miði. Jafnframt skal við forgangs- röðun við það miðað að yngra skólafólk, á aldrinum 17 til 18 ára, gangi fyrir um vinnu. Enn fremur beinir borgarráð því til Orkuveitu Reykjavíkur að við ráðningu við- bótarsumarstarfsmanna verði haft samráð við framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs,“ segir í samþykkt borgarráðs. Nokkru færri á skrá hjá Atvinnumiðstöð stúdenta Selma segir að þessir fjármunir verði nú notaðir til að reyna að út- vega sem flestum störf. Að sögn Erlu Hrannar Diðriksdóttur gekk mun verr að útvega stúdentum störf á seinasta ári en á árinu 2000 og nú er útlit fyrir að ástandið verði svipað í sumar og í fyrra. Þó eru heldur færri stúdentar á skrá hjá Atvinnumiðstöð stúdenta um þessar mundir en á sama tíma í fyrra eða um 1.100 stúdentar sam- anborið við um 1.400 sem voru á skrá í maí í fyrra að sögn Erlu. Á hinn bóginn hefur tekist að útvega álíka mörgum störf og á síðasta ári eða nálægt 270. Erla segir erfitt að gera sér grein fyrir hvort fleiri stúdentar séu án at- vinnu í ár en í fyrra þegar á heild- ina sé litið. ,,En okkur eru ennþá að berast störf og það er nóg af góðu fólki á skrá hjá okkur,“ segir Erla. Enn eru 600 umsækjendur á lista hjá Vinnumiðlun skólafólks í Reykjavík Mikill fjöldi skólafólks er enn án atvinnu í sumar TVEIR ungir Norðmenn, þeir Thomas Guttormsen og Lars Narverud hyggjast í dag reyna að setja nýtt heimsmet með ferðalagi á hraðbáti frá Noregi til Ís- lands. Áætlað er að ferðin sem hefst í Bergen og á ljúka í Reykjavíkurhöfn, taki 20–30 tíma eftir veðri. Um er að ræða 920 sjómílna ferð sem Norðmennirnir fara á opnum hraðbáti sem getur náð meira en 75 hnúta hraða. Þeir gera ráð fyrir að gera hlé á ferð- inni í Þórshöfn í Færeyjum og bæta þar bensíni á bátinn. Reyna við nýtt heimsmet á hraðbáti SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR Leiðarljós verða sýndir aftur í Ríkissjónvarpinu frá og með 1. ágúst n.k. Þættirnir voru sýndir hvern virkan dag um árabil en sýn- ingum var hætt í vor þegar samningar runnu út. Sam- kvæmt upplýsingum RÚV í gær hafa náðst samningar um sýningu þáttanna að nýju. Hörð viðbrögð urðu þegar sýningum þáttanna var hætt og birtust m.a. tugir mót- mælabréfa hér í Morgun- blaðinu. Leiðarljós aftur í Sjónvarpið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.