Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ertu
að f
ara
í frí
?
Panta›u
Frífljónustu
Morgunbla›sins
á
e›a í síma 569 1122
BEIN okkar eru lif-
andi vefur, sem nærist
og dafnar eða tærist og
veikist eftir því, hvern-
ig við nærumst. Lík-
aminn endurnýjar öll
bein okkar á 10 árum.
Um sjötugt byrjum við
á 8. beinagrind. Styrk-
leiki beina er á hverj-
um tíma afleiðing af
næringu okkar síðustu
tíu árin. Ef styrkleik-
inn er nægur, heldur
lögunin sér, annars
ekki. þá verða beinin
stökk, menn brotna,
lækka, verða bognir og
veikburða. Einn af hverjum 50
mönnum þjáist af beinþynningu.
Hér á landi um 6.000 manns, flest
konur yfir fertugu. Enginn þarf þó
að örvænta. Þekkingin er til, en
menn verða að nýta hana, því sölu-
áróður reynist rugl og blekking og
ekki allur sannleikurinn. Það er
kominn tími til að spyrna við fótum.
Mikilvægast af öllu er að fá nóg
magnesíum. Það fæst úr heilhveiti,
hveitiklíði, höfrum, soyabaunum,
dökkgrænu grænmeti, möndlum,
hnetum, melassa, graskersfræjum
og töflum. Magnesíum eyðist við
vinnslu matvæla. Bleikiefni í mat-
vælaiðnaði eyða magnesíum. Því
þarf varan að vera óunnin. Fita t. d. í
möndlum og hnetum oxast (þránar)
af snertingu við súrefni lofts, mynd-
ar stakeindir, sem eru orsök sjúk-
dóma og öldrunar. Því þarf sú vara
að vera með hýðinu og þannig varin
fyrir snertingu við loft.
Ef nægilegt magnesíum er í lík-
amanum, og D-vítamín frá húðinni,
fer kalk fæðunnar til myndunar
beina, annars ekki. Magnesíum
breytir D-vítamíni frá húð í virka
mynd með því að ræsa hvata (en-
zím), sem hjálpar til við myndun
nýrra kalkkristalla í beininu.
Ef skortur er á magnesíum, veld-
ur kalkið beinlínis skaða í líkaman-
um, safnast saman á stöðum, sem
síst skyldi, og er dregið út, þar sem
það á að vera, t.d. úr beinum. Kalkið
fer þá til neðri hluta heilans og veld-
ur þar taugasjúkdómum, skorti á
hvítu og fituríku efni (myelen), sem
myndar slíður um sumar taugar.
Taugaboðin komast þá ekki leiðar
sinnar. Kalkið fer einnig til hjartans
og veldur skaða á æð-
um, kölkun, þrenging-
um og háþrýstingi. það
má lagfæra með svo-
kölluðum „flavoníd-
um“, sem eru í berjum
og eyða kalkskellum,
hreinsa æðar, byggja
upp hált yfirborð æða
og lækka þrýsting.
Skortur á magnesí-
um er mjög alvarlegur
og einn mesti sjúk-
dómsvaldur á Vestur-
löndum og veldur því
líka, að ál leitar í heil-
ann og veldur heila- og
taugasjúkdómum,
minnisleysi ofl. Skortur á magnesí-
um er talinn algengasta orsök bein-
þynningar. Önnur orsök er streita,
sem færir kalk frá beinum út í vef-
ina. Of mikið kalk á hringferð um
líkamann (calcinosis) er talið valda
sjúkdómum allt frá liðagigt til
hrukkna.
Af þessu má vera ljóst, að það er
víðs fjarri sannleikanum, að mjólk-
urneysla til að fá kalk í beinin sé
„holl fyrir beinin“, eins og staglast
er á í auglýsingum. Hún er sölu-
blekking og getur valdið alvarlegum
sjúkdómum. Mjólk felur í sér mikið
af fosfór og próteinum, sem beinlínis
eyða kalki úr líkamanum auk þess
sem þriðjungur manna með bein-
þynningu er með mjólkuróþol. Hins
vegar er neysla á magnesíum frum-
skilyrði og skilyrðislaust holl.
Líkaminn nýtir kalk ekki aðeins
til myndunar beina. Frumur þurfa
kalk til að starfa rétt, og kalk hindr-
ar frásog á mettaðri fitu í þörmum.
D-vítamín er tvenns konar, nátt-
úrulegt og sem gerviefni. D-vítamín
myndast í húðinni við geislun sól-
arinnar. Þetta er hið eina og sanna
D-vítamín. Magnesíum örvar það og
gerir það virkt til myndunar kalk-
kristalla í beinum. Skortur á þessu
rétta D-vítamíni veldur beinmeyru.
D-vítamín í mjólk er gerviefni, svik-
samlega kallað þessu nafni og bein-
línis heilsuspillandi. Það hindrar frá-
sog á magnesíum, frásogar kalk úr
meltingarvegi og dregur kalkið á
ranga staði í líkamanum, í fituvefi
undir húð.
Nú ráðleggja sérfræðingar inn-
töku á magnesíum og kalki í töflu-
formi til viðbótar við fæðið í hlut-
föllum 1:1, og jafnvel 2:1, ef
meltingarfærin afkasta því án
verkja. Kalk er best sem -sítrat eða
-karbónat, 500 mg með máltíð 2
sinnum á dag.
Til myndunar beina þarf ekki að-
eins magnesíum og kalk, heldur A-,
folic, B-6, C-, D- (frá sól) og K-vít-
amín, mangan, zink, kopar, bór og
kísil.
Það er ekki nóg að hugsa bara um
þau efni, sem byggja upp beinin.
Einnig þarf að forðast þau efni og
lífshætti, sem beinlínis eyða beinum.
Þar eru efst á blaði gosdrykkir,
megrunarfæði, próteinneysla og of-
þjálfun.
Gosdrykkir fela í sér mikið af fos-
fór til að eyða sýruáhrifum, einkum
á tennur. Til að eyða þessum fosfór
tekur líkaminn kalk úr beinum,
sennilega til að mynda kalsíumfos-
fat, sem hann losar gegn um nýrun.
Megrunarfæði felur líka í sér mikið
af fosfór með sömu afleiðingum.
Fosfór án kalks eyðir kalki úr bein-
um. Það er lítið vit í að léttast á
kostnað beinanna. Of mikið próteín
hefur sömu áhrif. Nægilegur
skammtur af próteini er 75 g/dag.
Því meira prótein á matseðlinum,
því meira kalk tapast úr beinum.
Daglegur kalkskammtur þarf ekki
að vera nema 350 mg, ef prótein er í
lágmarki. Við getum mikið lært jafn-
vel af Bantumönnum í Afríku í nær-
ingarfræði. Þeir fá sitt prótein úr
grænmeti og byggja upp bein úr
köfnunarefni og amínósýrum og
mynda kollagen. Grikkir neyta pítu
með baunum, „chickpea“ og kryddi.
Indverjar og aðrir Asíubúar neyta
hrísgrjóna með hýði og íbúar S-Am-
eríku kornfæðis. Samkvæmt þessu
mættum við alveg lækka hrokann og
læra neyslu af okkar ágætu „nýbú-
um“.
Hvernig er næringarfræðin hjá
afreksmönnum okkar í íþróttum?
Þeir líða oftar en skyldi, teygja og
slíta liðbönd eða vöðva og eru úr leik
allt of oft og allt of lengi. Eru gos-
drykkir, ofneysla próteins, ofþjálfun
og rangt mataræði sökudólgurinn?
Hvernig er með hinn almenna borg-
ara? 6000 manns með beinþynningu
af vanþekkingu samkvæmt ofan-
skráðu og brotnir og þjáðir sjúkling-
ar í meðferð á sjúkrahúsum. Mér
skilst að læknar hafi ekki næring-
arfræði á sinni námsskrá, en al-
menningur gerir ráð fyrir, að þeir
viti allt um orsakir þess, sem aflaga
fer í líkama mannsins. Svo virðist
ekki vera.
Af hverju er ekki hvatt til neyslu á
magnesíum, bent á ofneyslu á fosfór
og próteinum og afleiðandi beineyð-
ingu með mjólkurþambi, bent á
beineyðandi gosdrykkjaþamb, of-
þjálfun og rangt mataræði yfirleitt í
sambandi við beinþynningu?
Um beinin
Jón Brynjólfsson
Bein
Af hverju er ekki hvatt
til neyslu á magnesíum,
spyr Jón Brynjólfsson,
bent á ofneyslu á fosfór
og próteinum og afleið-
andi beineyðingu með
mjólkurþambi?
Höfundur er verkfræðingur.
VIÐ MAT á þeim
verðmætum sem fyr-
irtæki búa yfir hefur
verið byggt á þeirri
skráningu sem hefð-
bundið bókhald býður
upp á. Þessi skráning
dugar skammt þegar
óáþreifanlegar eignir
eiga í hlut. Þessar óá-
þreifanlegu eignir
hafa oft verið nefndar
samheitinu þekking-
arauður og er þýðing
á enska hugtakinu
„intellectual capital“.
Þegar útskýra á mik-
inn mismun á mark-
aðsverði og bókfærðu verði fyr-
irtækja er horft til þessara
verðmæta. Þetta hefur komið ber-
lega í ljós við mat á svonefndum
þekkingarfyrirtækjum eða fyrir-
tækjum sem hafa það að aðal-
starfsemi sinni að framleiða óá-
þreifanleg verðmæti, s.s. hugbún-
aðarfyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki
o.fl.
Það er rétt að fara nokkrum
orðum um hver þessi þekkingar-
verðmæti eru. Gróft séð má skipta
þeim í þrennt. Fyrst eru það þau
verðmæti sem mest eru í sviðsljós-
inu. Þetta er mannauðurinn sem er
sá hluti þekkingarverðmætanna
sem býr í starfsmönnunum sjálfum
og yfirgefur fyrirtækið við starfs-
lok á degi hverjum. Þá er það
markaðsauðurinn sem felst í við-
skiptavild sem er mæld í fjölda
viðskiptavina, samninga, vöru-
merkja auk annarra atriða sem
tryggja fyrirtækinu markaðs-
aðgang með afurðir sínar í fram-
tíðinni. Síðast en ekki síst er það
skipulagsauðurinn sem er sá hluti
þekkingarverðmæta sem fyrirtæk-
inu hefur tekist að fanga í innra
skipulagi, ferlum og upplýsinga-
kerfum fyrirtækisins. Sú þekking
sem er áfram til staðar eftir lokun
tryggir verklag og gæði og mætir
nýjum starfsmanni í byrjun dags.
Það er ekki langt síðan fyrirtæki
fóru að reyna að skrá þessi óá-
þreifanlegu verðmæti og koma
þessum upplýsingum í skýrsluform
líkt og gert er við fjárhagsupplýs-
ingar. Á ensku er þetta nefnt „in-
tellectual capital reporting“, á
dönsku „videnregnskab“ og á ís-
lensku þekkingarskýrsla eða þekk-
ingarreikningsskil. Þjóðir heims
eru mislangt komnar í
þessari skráningu, en
vert er að nefna frum-
kvæði Dana á þessu
sviði. Á ráðstefnu sem
haldin var á vegum
stjórnvalda í Óðins-
véum nýverið kynnti
ég mér þróunina þar í
landi og kemur í ljós
að þau fyrirtæki sem
útbúa þekkingar-
skýrslu skipta nú
hundruðum. Þykir
það góður árangur í
ljósi þess að stjórn-
völd lögðu af stað með
hóp 17 fyrirtækja á
árinu 2000 til þess að koma verk-
efninu af stað.
Margir aðilar hafa beinna hags-
muna að gæta varðandi gerð þekk-
ingarskýrslna. Með þekkingar-
skýrslunni hafa t.d. fjárfestar
tækifæri til að nota raunverulega
mælikvarða á áður huglæga þætti
sem væntingar um gengi fyr-
irtækja byggist á. Þetta er mik-
ilvægt þegar val er um marga fjár-
festingarkosti. Þetta getur einnig
hjálpað við fjármögnun nýjunga
eða lítilla fyrirtækja með litla
reynslu en gott þekkingarefni,
þannig að það skipti máli við að
gera fjárfestinguna vænlegri. Í
raun eru slíkar þekkingarskýrslur
ómetanlegt hjálpartæki fjárfesta
til þess að meta fjárfestingarkosti
með sambærilegum hætti. Þekk-
ingarskýrslan gefur viðskipta-
vinum/birgjum fyrirtækis tækifæri
til að meta og skoða þekkingarlega
getu fyrirtækisins. Þannig er hægt
að velja samstarfsaðila sem er
ekki aðeins fjárhagslega traustur
heldur hefur einnig yfir að ráða
því þekkingarstigi sem er honum
nauðsynlegt til þess að geta fram-
kvæmt tiltekin verkefni. Þetta á
sérstaklega við á sviði upplýsinga-
tækni. Fyrir starfsmenn fyrirtæk-
isins getur þekkingarskýrslan
veitt upplýsingar sem geta auð-
veldað núverandi og verðandi
starfsmönnum að meta stöðu sína
og þannig haft áhrif á frumkvæði
og framþróun fyrirtækisins. Síðan
er það fyrirtækið sjálft sem með
auknum skilningi á þekkingarlegri
getu sinni bætir ímynd sína, ekki
aðeins gagnvart sjálfu sér heldur
einnig umhverfi sínu og nær að
sýna verðmæti sem áður voru dul-
in, en hafa jafnvel úrslitaáhrif á
arðsemi og tilvist fyrirtækisins.
Það er samt ekki aðeins ytri
skýrslugjöf sem kallar á skráningu
þekkingarverðmæta. Hjá fyrir-
tækjum sem eiga það sammerkt að
skilgreina sig sem þekkingar-
fyrirtæki skipa þekkingarstjórnun
og þekkingarmat lykilhlutverk í
verðmati slíkra fyrirtækja. Mögu-
leikar fyrirtækja á vexti hafa auk-
ist vegna tækniframfara samfara
harðnandi samkeppni. Í þessu nýja
umhverfi skiptir þekkingarbreidd
og þar af leiðandi yfirsýn, frum-
kvæði og viðbragsflýtir sköpum. Á
sama hátt þarf að skapa það um-
hverfi innan fyrirtækis að ávöxtun
þessara verðmæta verði sem mest.
Þar sem hér um mikil verðmæti og
greiningu á samkeppnisforskoti að
ræða gera sífellt fleiri sér grein
fyrir nauðsyn þess að skrá þessi
verðmæti og ekki síður að koma á
samræmdum aðferðum við skrán-
inguna. Þekkingarskýrslan er
verkfærið sem á að nota til þess.
Er þekkingar-
skýrsla árs-
reikningur
framtíðarinnar?
Eggert Claessen
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá
Tölvumiðlun hf.
Þekking
Nauðsynlegt er,
segir Eggert Claessen,
að skrá þekkingar-
verðmæti með
samræmdum hætti.
Kaffibollar
Cappucino
verð kr. 2.700
Mokka
verð kr. 1.890
Kaffikönnur
verð kr. 1.890
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18,
laugardag 11-15