Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 52
MINNINGAR
52 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Óskar Lárussonfæddist á Norð-
firði 13. desember
1911. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 29. maí síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna Lár-
usar Ásmundssonar,
f. 1885, d. 1971, og
Dagbjartar Sigurð-
ardóttur, f. 1885, d.
1977. Óskar var
næstelstur tólf systk-
ina og eru fjögur á
lífi.
Óskar kvæntist ár-
ið 1933 eftirlifandi konu sinni,
Sigríði Árnadóttur, f. 1910, frá
Burstafelli í Vestmannaeyjum.
Fyrstu þrjú árin voru þau búsett í
Vestmannaeyjum en fluttu síðan
til Norðfjarðar og bjuggu þar til
1975, og fluttu þá til Mosfellsbæj-
ar og síðan til Reykjavíkur árið
1986.
Börn þeirra eru: 1) Árndís
Lára, f. 4. ágúst 1933, gift Friðriki
Jóni Sigurðssyni og eiga þau þrjú
börn; Sigurbjörgu Ósk, Línu Dag-
björtu og Árna Óla. 2) Óskar Sig-
urður, f. 8. júní 1941, kvæntur
Kirsti Helene Óskarsson (f. Gutt-
ormsen). Eiga þau þrjú börn; Finn
Óskar, f. 1965, Helene Sigríði, f.
1972, og Ara Ólaf, f. 1975. 3) Ólaf-
ur, f. 21. mars 1946, kvæntur
Fanneyju Valgarðsdóttur og eiga
þau eina dóttur, Hlín, f. 1980.
Óskar byrjaði ungur sjó-
mennsku á árabát með föður sín-
um og síðar á trillu.
Hann gerðist síðan útgerðar-
maður og síðasti bát-
urinn í hans eigu var
togskipið Hafþór NK
76. Samhliða útgerð
var hann virkur
meðlimur í Sam-
vinnufélagi útgerð-
armanna, Neskaup-
stað (SÚN) og var í
stjórn og varastjórn
þess í samfleytt 33
ár.
Hann hafði um-
sjón og framkvæmd
með byggingu hrað-
frystihúss SÚN og sá
einnig um kaup á
vélum þess og tækjum. Óskar var
einn af stofnendum Olíusamlags
útvegsmanna á Norðfirði 1947 og
var stjórnarformaður þess frá
stofnun þar til hann flutti suður
og var einnig starfsmaður þess í
mörg ár. Hann hafði forgöngu að
stofnun síldarsöltunarstöðvarinn-
ar Drífu hf. í Neskaupstað og var
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
meðan það starfaði. Hann var um-
boðsmaður síldarútvegsnefndar í
Neskaupstað í 15 ár. Árið 1970
varð Óskar heilbrigðisfulltrúi fyr-
ir Neskaupstað og var einnig
trúnaðarmaður Verðlagseftirlits-
ins þar í nokkur ár. Eftir að hann
flutti suður starfaði hann sem
sölumaður hjá Nóa-Síríusi hf. í tíu
ár og lauk störfum þar árið 1986,
þá 75 ára gamall.
Óskar var einn af stofnendum
Rotaryklúbbs Neskaupstaðar.
Útför Óskars fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku afi minn, núna er komið að
kveðjustund og langar mig að minn-
ast þín í nokkrum orðum. Það er af
svo miklu að taka því árin þín voru
heil 90.
Margs er að minnast úr æsku
minni því þú og amma voruð alltaf ná-
lægt. Oft var brugðið á leik í fallega
garðinum í Ásbyrgi og ekki var nú
verra ef þú settir vatn í tjörnina og
hvítu svanina á vatnið. Svo byrjaði
skólagangan og þá vildir þú hlusta á
mig lesa. Svo bættust við tungumálin
og þú varst á heimavelli þegar að
dönskunni kom, bæði í framburði og
þýðingu.
Eftir að þið amma fluttuð til
Reykjavíkur, árin færðust yfir og þið
fluttuð í Hvassaleitið var enginn garð-
ur til staðar. Þá var farið að huga að
blómakerjunum þínum því svalirnar
áttu að skarta sínu fegursta. Alltaf í
júníbyrjun fór ég og náði í sumar-
blómin og þá var glatt á hjalla þegar
við vorum í sameiningu búin að planta
í kerin og skreyta alla veggi. Oft var
nú glatta á hjalla í stofunni og um-
ræða um vinnu og hagi fjölskyldu-
meðlima, því þú varðst að fá að fylgj-
ast með hvort að allir væru ekki við
góða heilsu og að börnunum gengi vel
í skóla.
Þegar litið er yfir farinn veg þá er
svo gleðilegt að hafa orðið vitni að
dásamlegri hamingju ykkar ömmu og
hvað þið voruð samrýnd og hugsuðuð
vel hvort um annað.
Mér veittist sú lotning að fá að sitja
við rúmið þitt og halda í höndina þína
þegar þú kvaddir og mun ég ávallt
minnast þeirrar stundar.
Elsku amma mín, megi Guð veita
þér styrk á þessari erfiðu stundu.
Vertu sæll, elsku afi.
Þín nafna
Ósk.
Elsku hjartans afi minn, mig lang-
ar að kveðja þig með örfáum orðum
þó mig langi að segja svo margt.
Þú varst yndislegur maður, afi
minn, og mér þótti svo afar vænt um
þig. Þú varst alltaf svo kátur og hress
alveg fram á síðasta dag. Það var allt-
af svo gaman að heimsækja þig og
ömmu, fá te og spjalla saman.
Þegar ég bjó heima hjá þér og
ömmu austur á Norðfirði og var að
klára skólann, þá varst þú alltaf til
staðar að hjálpa mér að læra.
Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt.
Guð blessi þig og minningu þína.
Elsku amma mín, Guð gefi þér
styrk til að halda áfram, þú veist að afi
er í góðum höndum.
Þín mun ég minnast
fyrir allt það góða sem þú gerðir,
fyrir allt það sem þú skildir eftir,
fyrir gleðina sem þú gafst mér,
fyrir stundirnar sem við áttum,
fyrir viskuna sem þú kenndir mér ,
fyrir sögurnar sem þú sagðir mér, fyrir
hláturinn sem þú deildir,
fyrir strenginn sem þú snertir.
Ég mun ætíð minnast þín.
(F.D.V.)
Lína.
Enn eru höggvin skörð í hóp systk-
ininna frá Sjávarborg. Aðeins nokkrir
dagar á milli andláts Þórunnar móð-
ursystur og Óskars móðurbróðurs.
Nú lifa fjörgur systkini af tólf systk-
ina hópi. Á skömmum tíma eru þrír
fyrrum fastir punktar í næsta ná-
grenni barnæskunnar, húsbændur á
Sjávarborg, Ásbyrgi og Borghól,
horfnir á braut. Þegar lítill polli var að
vaxa upp í föðurhúsum á Norðfirði
var ekki laust við honum finndist Ás-
byrgi, hið reisulega hús Óskars og
Siggu ofan við Sjávarborg, hálfgerður
ævintýraheimur. Ekki síður garður-
inn sem þau stunduðu af natni, þekk-
ingu og áhuga. Þar eru minnisstæð
jarðarber undir gleri sem freistuðu
óbærilega á lognkyrrum og din-
mmum haustkvöldum og smökkuðust
dásamlega. Einnig var í garðinum að
finna gosbrunn og fleira sem annars
sást aðeins í dönskum blöðum. Húsið
sjálft með stórum stofum og merki-
legum húsgögnum, neðri hæðin þar
sem þeir bræður Óskar yngri og Ólaf-
ur höfðu búið í, full af leyndardómum.
Í bílskúrnum var svartur og velkró-
maður Comet allur hvítur að innan,
furðuverk sem næst komst bensum
nafna á Þórhól. Áramótaveislur í Ás-
byrgi eru ógleymanlegar, þar sem
bræðurnir, afi og pabbi sátu aflokaðir
í borðstofu, sungu fjórraddað, tóku í
spil og komu velkenndir út rétt fyrir
tólf til að skála og syngja. Þar réði
gleðin ríkjum.
Það var ósjaldan sem lítill polli var
leiddur í rólegheitum upp sundið,
spjallað við hann um lífið og tilveruna
eins og fulloðinn mann og til dæmis
leitt fyrir sjónir að fótboltaleikir upp í
Ásgarði væru út af fyrir sig ekkert
sérlega heppilegir fyrir blómabeðin
hennar Siggu. Og þar með var sá hinn
sami sjálfvirkt og án fyrirhafnar orð-
inn sérlegur verndari beðanna í Ás-
byrgi.
Óskar hafði þann einstæða hæfi-
leika sem sumir afburða menn hafa,
að fá fólk, hvort sem það var smátt
eða stórt, að vinna fyrir sig með
ánægju og af ábyrgð. Minnisstætt er
þegar Óskar kom einu sinni sem oftar
niður á Sjávarborg til að spjalla við
afa og ömmu. Í útleiðinni spurði hann
pollann, sem vanalega sat og drakk í
sig hvert orð sem þeir bræður létu frá
sér við slíkar heimsóknir, hvort hann
hefði ekki tíma til að aðstoða sig svo-
lítið við að girða meðfram sundinu.
Þær stundir, það sumar með Óskari,
hafa ætíð síðan verið gott veganesti til
náms og starfs. Við þann starfa
kenndi Óskar undirstöðuatriði í ná-
kvæmni, samviskusemi og þolinmæði,
að rétt verklag gerði hlutina auðveld-
ari og að hugsa skuli hvert verk í heild
sinni frá upphafi til enda áður en haf-
ist er handa. Þetta held ég að hafi ein-
kennt persónuleika hans öðru fremur.
Óskar fylgdist af áhuga með út-
gerðarbrasi okkar pollanna í fjörunni
fyrir neðan Sjávarborg og átti oft leið
um til að skoða verkin og gefa góð ráð,
enda með talsverða reynslu í útgerð
og sjómennsku. Þetta var mest fleka-
útgerð en þó með nokkrum alvöru-
keim þar sem í fjörunni var slippur og
ból útaf Jósefshúsi. Blökk var í bólinu
og flekinn dreginn frá landi út í ból.
Einu sinni festist tógið í blökkinni og
flekinn þar með fastur við bólið. Nú
voru góð ráð dýr. Í útgerðinni var þó
til gúmmíslanga ein sem búið var að
pumpa upp svo hún var mjög þanin. Á
hana var sett ein þverspýta og svo var
ýtt úr vör til að róa út í fleka. Óskar
kom út á svalir í Ásbyrgi þegar hann
sá hvað verða vildi og útgerðarmað-
urinn sem á spýtunni sat sá útundan
sér að Óskar fylgdist með af áhuga.
Miðja vegu milli lands og fleka sprakk
svo slangan með miklum hvelli og
róðrarmaður sökk á bólakaf. Það
fyrsta sem sneyptur slönguknapi sá
og heyrði þegar honum skaut upp úr
sjónum var að Óskar engdist um á
svölunum af hlátri og hlátrarsköllin
bergmáluðu um allan fjörð og alveg
þangað til sjóblautur pollinn skreið
inn um dyrnar á Sjávarborg. Fyrir ári
þakkaði hann enn og aftur fyrir þessa
skemmtun sem hann taldi einhverja
þá bestu sem hann hefði á ævi sinni
séð.
Óskar var í seinni tíma endalaus
uppspretta fróðleiks um kjör þeirra
afa og ömmu og systkina sinna í upp-
vextinum, enda líklega þeirra systk-
ina minnisbestur. Hjá honum frædd-
ist maður um persónuleika þeirra,
umhverfi og aðstæður sem að hluta til
hafði mótað fólkið. Af innsýni aldurs
og þroska miðlaði hann heildstæðum
og næmum skilningi sínum, í bland
við þá kankvísi og glettni sem ein-
kennir skapgerð þeirra systkina.
Ég mun minnast Óskars sem ein-
hvers glæsilegasta öldungs sem ég
hef séð, níræður, teinréttur, virðuleg-
ur í fasi, með fast og hlýtt handtak og
skýrari í hugsun og framsetningu en
margur maðurinn helmingi yngri.
Hermann Ottósson.
ÓSKAR
LÁRUSSON
.
--1
("(4
1 $!'
(
! /0+ !
&'
1
! 0+
2
%3''
4
,
/#
!(
5
; 8, 8 !
*"#$; 8 '(
" ( ; 8 !
" (( 8 ! !
'. 1#$! '((
1#$! " ( ! " 66<&! '((
! " ( !
' " ( '((
*"#$; 8 '(( '#! !
831 !' ! *+!, '((3
6
9:-=>?1&
8@''53#!+ABC
(
$
2
*!+ ,
! !
!
7
.
2 %3''
8.,+
! '!' !
* !'*+!1#$! '((
.*!1#$! '((
(!!7!' ! '. ( '((
90(!' !
8!' ! $; 6 '((
"!"$!"!"!"$!
1; D-E
-9
) BF
%6#.6
( !
&'
!
,
!
9%&&'
4
,
#
!(
*
' ! '9!+ '((
0(:+ ( '(( 0(&!9!+ !
*#!:+ ( ! +! '9G) '((
*9() ! ( 8 ! ' !
!69() ! .!
8+ '((
"!"$!"!"!"$!3
:
:
:
8 * .6 ($!'
.* (( )
)#+6!) !6"@
. %6#.6
( ,
$
3
*!+ ,
! 8
!+
;%)''
:!!! ! 8! '((
*!! '3*6 ! &! *6 !
.*: (:!'(( +!* ( ! !
!!) ':!'((
!! !*6 !
*6 H" ()*6 !
&!
"()*6 !
"!"$!!3
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.