Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 55

Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 55 SMÁRALIND S. 569 1550 KRINGLUNNI S. 569 1590 AKRANESI S. 430 2500 Þú kau pir nún a en bo rgar ek ki fyrst u afborg un fyrr en eft ir 4 mánu ði, vax talaust . Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. FYRSTA AFBO RGUN Í OKTÓ BER! 0VEXTIR% EKKI MISSA AF MÖRKUNUM! 20” silfurlita› 27.995,- SEG 20“ sjónvarp SEG-5125s 20" sjónvarp með textavarpi, Scart- tengi. Fullkomið sjónvarp í sumar- bústaðinn eða barnaherbergið. KAUPBÆTIR 6.995kr. VIRÐI CASIO BABY-G ÚR FYLGIR FRÍTT MEÐ! Ef þú verslar fyrir meira en 5000 kr. (gildir laugardag og sunnudag eða á meðan birgðir endast). VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Kópavogi boðar til fé- lagsfundar í dag, fimmtudaginn 6. júní. Fundurinn verður í húsnæði Kvenfélags Kópavogs í Hamraborg 10 og hefst kl. 18. Umræður verða um sveitarstjórn- arkosningarnar og staða VG í ljósi úrslitanna. Gestur fundarins verður Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Kristján Hreinsson skáld mun skemmta fundargestum með kveð- skap sínum og lögum, segir í frétta- tilkynningu. Félagsfundur Vinstri grænna í Kópavogi SVANUR Steinarsson, umboðs- maður Toyota í Borgarnesi, og Sigþór Árnason, verslunarstjóri í Arctic trucks, afhentu björg- unarsveitinni Brák nýja og breytta jeppabifreið sem hún hef- ur fest kaup á. Bíllinn er af teg- undinni Landcruiser 70 og hefur verið breytt og sett á hann 38 tommu dekk. Bíllinn er útbúinn eins og öflugustu jeppar og getur farið hvert sem er, inn á hálendið og á jökla. Honum fylgja loftdæl- ur, aukaeldsneytistankur og dráttarspil sem hægt er að hafa bæði að aftan og framan. Inni í bílnum eru svokallaðir ,,pikk“- stólar sem þýðir að auðvelt er að breyta bílnum í sjúkraflutn- ingabíl. Arctic trucks sáu um að breyta bílnum og tók breytingin rúman mánuð. Verðið á honum er fimm milljónir með breytingum. Svanur Steinarsson, sem einnig á og rekur Framköllunarþjón- ustuna í Borgarnesi, afhenti björgunarsveitinni aðdráttarkíki að gjöf sem hægt er að festa á bílrúðu og getur þannig nýst bíl- stjóranum. Fyrir hönd björg- unarsveitarinnar tók Ásgeir Sæ- mundsson við jeppanum. Svanur Steinarsson, umboðsmaður Toyota í Borgarnesi, Ásgeir Sæ- mundsson frá Brák og Sigþór Árnason, verslunarstjóri Arctic trucks. Brák kaup- ir sérútbú- inn jeppa Borgarnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Guðrún Vala NÁMSKEIÐ fyrir fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu um notkun dáleiðslu í meðferð verður haldið dagana 6.–9. júní í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Kennari er Michael Yapko sál- fræðingur, sem stjórnar Milton H. Erickson stofnuninni í San Diego. Hann mun fjalla um dáleiðslu í með- ferð við þunglyndi, kvíða, sársauka, fjölskylduvanda og fleiri kvillum. Dáleiðsla sem meðferðarform hef- ur verið stunduð af fagfólki samhliða annarri meðferð hér á landi. Hópur fagfólks hefur stundað nám í dá- leiðsluaðferðum hjá Jakobi Jónas- syni geðlækni og sótt ráðstefnur og námskeið erlendis. Í maí 2001 var Dáleiðslufélag Íslands stofnað. Stjórn þess skipa: Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir, formaður, Baldvin Steinþórsson sálfræðingur, Oddi Erlingsson sálfræðingur, Her- dís Hólmsteinsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur. Námskeið í dáleiðslu NÁMSKEIÐ um meðvirkni, sam- skipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 7. júní og laugar- dag 8. júní í kórkjallara Hallgríms- kirkju. Þetta er námskeið fyrir einstak- linga og hjón og verður það síðasta á þessu vori. Upplýsingar veitir Fjöl- skylduráðgjöf Stefáns Jóhannsson- ar, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um meðvirkni SÍÐASTA námskeiðið í sjálfstyrk- ingu á vegum Sálfræðistöðvarinnar Þórsgötu 24 fyrir sumarleyfi, verður haldið 10., 11., 12. og 13. júní að Hót- el Loftleiðum. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstyrk einstaklinga, bæði í einka- lífi og starfi. Áhersla er lögð á að byggja upp sjálfstyrk og öryggi í samskiptum og hefur námskeiðið einnig verið sérsniðið fyrir fyrirtæki og stofnanir, segir í frétt frá Sál- fræðistöðinni. Námskeið í sjálfstyrkingu FÉLAG íslenskra lyflækna heldur vísindaþing dagana 7.–9. júní á Ísa- firði. Vísindaþing félagsins eru hald- in annað hvert ár og ætíð utan Reykjavíkur. Kynning vísindarannsókna verður uppistaða þingsins en auk þess verða á þinginu innlendir og erlendir gestafyrirlesarar. Lyflæknar þinga á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.