Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 55 SMÁRALIND S. 569 1550 KRINGLUNNI S. 569 1590 AKRANESI S. 430 2500 Þú kau pir nún a en bo rgar ek ki fyrst u afborg un fyrr en eft ir 4 mánu ði, vax talaust . Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. FYRSTA AFBO RGUN Í OKTÓ BER! 0VEXTIR% EKKI MISSA AF MÖRKUNUM! 20” silfurlita› 27.995,- SEG 20“ sjónvarp SEG-5125s 20" sjónvarp með textavarpi, Scart- tengi. Fullkomið sjónvarp í sumar- bústaðinn eða barnaherbergið. KAUPBÆTIR 6.995kr. VIRÐI CASIO BABY-G ÚR FYLGIR FRÍTT MEÐ! Ef þú verslar fyrir meira en 5000 kr. (gildir laugardag og sunnudag eða á meðan birgðir endast). VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Kópavogi boðar til fé- lagsfundar í dag, fimmtudaginn 6. júní. Fundurinn verður í húsnæði Kvenfélags Kópavogs í Hamraborg 10 og hefst kl. 18. Umræður verða um sveitarstjórn- arkosningarnar og staða VG í ljósi úrslitanna. Gestur fundarins verður Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Kristján Hreinsson skáld mun skemmta fundargestum með kveð- skap sínum og lögum, segir í frétta- tilkynningu. Félagsfundur Vinstri grænna í Kópavogi SVANUR Steinarsson, umboðs- maður Toyota í Borgarnesi, og Sigþór Árnason, verslunarstjóri í Arctic trucks, afhentu björg- unarsveitinni Brák nýja og breytta jeppabifreið sem hún hef- ur fest kaup á. Bíllinn er af teg- undinni Landcruiser 70 og hefur verið breytt og sett á hann 38 tommu dekk. Bíllinn er útbúinn eins og öflugustu jeppar og getur farið hvert sem er, inn á hálendið og á jökla. Honum fylgja loftdæl- ur, aukaeldsneytistankur og dráttarspil sem hægt er að hafa bæði að aftan og framan. Inni í bílnum eru svokallaðir ,,pikk“- stólar sem þýðir að auðvelt er að breyta bílnum í sjúkraflutn- ingabíl. Arctic trucks sáu um að breyta bílnum og tók breytingin rúman mánuð. Verðið á honum er fimm milljónir með breytingum. Svanur Steinarsson, sem einnig á og rekur Framköllunarþjón- ustuna í Borgarnesi, afhenti björgunarsveitinni aðdráttarkíki að gjöf sem hægt er að festa á bílrúðu og getur þannig nýst bíl- stjóranum. Fyrir hönd björg- unarsveitarinnar tók Ásgeir Sæ- mundsson við jeppanum. Svanur Steinarsson, umboðsmaður Toyota í Borgarnesi, Ásgeir Sæ- mundsson frá Brák og Sigþór Árnason, verslunarstjóri Arctic trucks. Brák kaup- ir sérútbú- inn jeppa Borgarnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Guðrún Vala NÁMSKEIÐ fyrir fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu um notkun dáleiðslu í meðferð verður haldið dagana 6.–9. júní í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Kennari er Michael Yapko sál- fræðingur, sem stjórnar Milton H. Erickson stofnuninni í San Diego. Hann mun fjalla um dáleiðslu í með- ferð við þunglyndi, kvíða, sársauka, fjölskylduvanda og fleiri kvillum. Dáleiðsla sem meðferðarform hef- ur verið stunduð af fagfólki samhliða annarri meðferð hér á landi. Hópur fagfólks hefur stundað nám í dá- leiðsluaðferðum hjá Jakobi Jónas- syni geðlækni og sótt ráðstefnur og námskeið erlendis. Í maí 2001 var Dáleiðslufélag Íslands stofnað. Stjórn þess skipa: Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir, formaður, Baldvin Steinþórsson sálfræðingur, Oddi Erlingsson sálfræðingur, Her- dís Hólmsteinsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur. Námskeið í dáleiðslu NÁMSKEIÐ um meðvirkni, sam- skipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 7. júní og laugar- dag 8. júní í kórkjallara Hallgríms- kirkju. Þetta er námskeið fyrir einstak- linga og hjón og verður það síðasta á þessu vori. Upplýsingar veitir Fjöl- skylduráðgjöf Stefáns Jóhannsson- ar, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um meðvirkni SÍÐASTA námskeiðið í sjálfstyrk- ingu á vegum Sálfræðistöðvarinnar Þórsgötu 24 fyrir sumarleyfi, verður haldið 10., 11., 12. og 13. júní að Hót- el Loftleiðum. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstyrk einstaklinga, bæði í einka- lífi og starfi. Áhersla er lögð á að byggja upp sjálfstyrk og öryggi í samskiptum og hefur námskeiðið einnig verið sérsniðið fyrir fyrirtæki og stofnanir, segir í frétt frá Sál- fræðistöðinni. Námskeið í sjálfstyrkingu FÉLAG íslenskra lyflækna heldur vísindaþing dagana 7.–9. júní á Ísa- firði. Vísindaþing félagsins eru hald- in annað hvert ár og ætíð utan Reykjavíkur. Kynning vísindarannsókna verður uppistaða þingsins en auk þess verða á þinginu innlendir og erlendir gestafyrirlesarar. Lyflæknar þinga á Ísafirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.