Morgunblaðið - 21.06.2002, Page 4

Morgunblaðið - 21.06.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SÉRSMÍÐUÐUM stól komst Að- alheiður Bára Steinsdóttir frá bæn- um Mel í Skagafirði upp á Mæli- fellshnjúk (1.138 m y.s.), einhvern glæsilegasta tind Skagafjarðar og þó víðar væri leitað. Aðalheiður Bára er fötluð og not- ast allajafnan við hjólastól til að fara ferða sinn en þar sem leiðin upp á hnjúkinn er ófær slíkum far- kostum var hún borin upp í álstól. Um 20 manns skiptust á við burðinn sem tók rúmlega tvær klukku- stundir. Voru þar að verki starfs- fólk og nemendur frá meðferðar- og skólaheimilinu Háholti og ung- lingaheimilinu Litlu-Gröf, björg- unarsveitarmenn frá Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd og starfs- fólk í sumarbúðum Rauða krossins að Löngumýri í Skagafirði þar sem Aðalheiður Bára dvaldi í júní. Gengið var frá Mælifellsdal eftir merktri gönguleið upp á topp. „Við héldum á Báru í sérsmíðuðum burð- arstól sem var hannaður til að bera fólk sem notar hjólastól svo það komist upp á fjöll og ýmislegt sem það langar til,“ segir Karl Lúðvíks- son, sumarbúðastjóri á Löngumýri. Stóllinn er síðan lánaður á milli Rauða kross deilda og sumarbúða eftir þörfum. Sex manns héldu undir stólinn hverju sinni, gengu með hann í 5 mínútur og hvíldu í 10. „Þetta var svolítið erfitt ofarlega, þar er dálít- ið mikill bratti,“ segir Karl sem hyggst láta breyta stólnum ofurlítið svo fæturnir risti ekki jafn djúpt í þúfur og börð. Í fyrra var ætlunin að fara með Báru og annan til upp á tindinn en þá komst leiðangurinn bara rétt rúmlega hálfa leið. Þá voru miklu færri um verkið og burðurinn var erfiðari en talið var í fyrstu. „Hana langaði alltaf upp á topp og núna náði hún því og hún var alsæl með að ná þessu tak- marki,“ segir Karl. Renndu sér niður á skafli Ferðin upp tók rúmlega tvo tíma en með því að renna sér á skafli nið- ur urðu þau talsvert fljótari niður. „Bára var eiginlega á sleða á leið- inni niður og við vorum allt í kring eins við værum í hrossarétt utan á erfiðum hesti,“ segir Karl. Í sumarbúðunum á Löngumýri dvelja jafnt fatlaðir sem ófatlaðir í átta daga í senn og gera sér ým- islegt til dægrastyttingar annað en að fara á hæstu tinda. Siglt er niður Blöndu, farið á sjóinn og rennt fyrir fisk og margt fleira. Morgunblaðið/Jón Þ. Sigurðsson Aðalheiður Bára Steinsdóttir var borin upp á Mælifellshnjúk sem er í 1.138 metra hæð yfir sjó, í sérsmíðuðum fjallgöngustól. Í sérsmíðuðum fjall- göngustól á tindinn FÉLAGSDÓMUR tekur fyrir í dag mál Félags ungra lækna og Lækna- félags Íslands, en fjármálaráðuneyt- ið telur að lagaskilyrði skorti fyrir samningsrétti Félags ungra lækna og hefur mótmælt verkfallsboðun fé- lagsins sem ólöglegri. Fyrsta verk- fallið á að hefjast á miðnætti aðfara- nótt mánudagsins 26. júní og segir Oddur Steinarsson, formaður Félags ungra lækna, að verkfallið standi og falli með niðurstöðu Félagsdóms. Oddur segir að í deilunni sé tekist á um félagafrelsi í landinu og almenn mannréttindi starfandi þegna, en í kjarasamningi þeim sem Lækna- félagið og ríkið gerðu sín á milli fá unglæknar ekki vinnuvernd sam- kvæmt EES-samningnum, líkt og aðrir aðilar að kjarasamningnum, og er undanþágan byggð á því að þetta sé stétt í starfsnámi. Þá voru öll vinnutímaákvæði fyrri kjarasamn- inga felld út hvað varðar unglækna. „Það verður einnig úrskurðað fyrir Félagsdómi um það hvort Lækna- félagið hafi haft umboð til að skrifa undir samninginn fyrir okkur,“ segir hann og bendir á að samningurinn sé úr takt við nútímann, ekki síst í ljósi þess að rúm 80 ár séu síðan vökulög- in voru sett. Hann segir að undir- skrift samningsins framselji vinnu- veitanda það vald að hann geti skikkað ungan lækni til að vinna 12 sólarhringa samfellt án einnar mín- útu í hvíld og aðeins gefið þeim tveggja daga frí. Oddur leggur áherslu á að þessi vinnutímaákvæði gangi þvert á það sem gerist erlend- is, þar sem ungum læknum sé tryggð lágmarkshvíld. Félagi ungra lækna breytt í sjálfstætt stéttarfélag Að sögn hans eiga unglæknar full- trúa í samninganefnd Læknafélags- ins og lýsti sá fulltrúi því yfir að hann væri ekki tilbúinn að skrifa undir samninginn. Hann bætir við að ung- læknar hafi gert bæði Læknafélag- inu og samninganefnd ríkisins það ljóst hverju þeir vildu ná fram, en engu að síður hafi Læknafélagið undirritað samninginn án þess að taka tillit til þessara atriða. „Það er alger andstaða í okkar fé- lagi við samninginn, þannig að við brutumst út úr Læknafélaginu og héldum aukaaðalfund 10. maí síðast- liðinn. Á fundinum var lögunum breytt og Félagi ungra lækna breytt í sjálfstætt stéttarfélag, alveg óháð Læknafélagi Íslands,“ heldur Oddur áfram og segir að í kjölfarið hafi fé- lagið óskað eftir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið. Það gekk ekki eftir og boðuðu unglæknar því til verkfalla. Hann leggur áherslu á að Félag ungra lækna hafi gerst stéttarfélag á grundvelli almennra laga um stétt- arfélög og vinnudeilur og að félagið uppfylli öll skilyrði sem þau lög setji um stéttarfélög. Fjármálaráðuneyt- ið byggi hins vegar afstöðu sína á því að um kjarasamninga þess við lækna gildi lög um kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Oddur segir að spítalarnir hafi fengið boð frá fjármálaráðuneytinu um að gera unglæknum persónulega grein fyrir ábyrgð slíkra aðgerða og sé bent á að slíkt geti varðað til dæmis launafrádrætti, áminningu, uppsögn og skaðabótaskyldu. „Ég fékk til dæmis persónulega bréf frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri um að ég gæti borið skaðabóta- skyldu sem einstaklingur ef við fær- um í verkfall,“ bætir hann við. Oddur segist vona að Félagsdóm- ur staðfesti einhver réttindi til handa unglæknum en segir jafnframt að ef svo verði ekki grípi félagið til frekari aðgerða í framhaldinu. Tekist á um félagafrelsi og almenn mannréttindi Verkfallsboðun Félags ungra lækna fyrir Félagsdóm ýmsar af þeim vörum sem nú fara tollfrjálst til þessara landa, eða milli 30–40% af útflutningi okkar til þeirra, bera toll eftir stækkun Evrópusambandsins. Ráðherra sagðist vera mjög ánægður með þá afstöðu að áhersla yrði lögð á að ekki yrði um kvóta- lausn að ræða í samningum við Evr- ópusambandið. ESB væri ekki reiðubúið til þess að ræða þessi mál formlega fyrr en stækkunarferlinu væri lokið og með sama hætti væri það ekki reiðubúið til þess að ræða breytingar á EES-samningnum fyrr en að lokinni stækkun þess, en málið yrði rætt frekar í heimsókn Gunther Verheugen til Íslands í næstu viku og þá myndi væntanlega skýrast betur hvernig hægt verður að standa að framhaldi málsins. Samskiptin betri nú en verið hefur um langan tíma Þegar hann var spurður að því hvort fiskveiðimál hefði borið á góma sagði Halldór að við værum með ýmsa samninga á fiskveiðisviðinu við Noreg. Þessum samningum hefði tekið mjög langan tíma að ná fram og þróa. Það væri óánægja á báða bóga með ýmsa þessa samninga, meðal annars með samninginn um veiðar í Barentshafi sem náðist í kjölfar Smugudeilunnar. Halldór sagðist hafa lagt á það mikla áherslu að það væri mikið óráð að hreyfa við samningnum um þess- ar mundir. Það hefðu myndast djúp sár í samskiptum landanna í aðdrag- anda samningsins og mikilvægt væri að lengri tími liði áður en hreyft yrði við honum. „Ég er þeirrar skoðunar að sam- skipti Íslands og Noregs séu betri nú en þau hafa verið um langan tíma. Það er mikilvægt að viðhalda því andrúmslofti og því samstarfi, meðal annars vegna þess að við stöndum saman utan við Evrópusambandið og þurfum að sækja margvísleg hagsmunamál sameiginlega gagn- vart því,“ sagði Halldór. Ráðherra sagðist hafa átt mjög hreinskiptnar og gagnlegar umræð- ur um þessi mál við forsætis-, utan- ríkis- og sjávarútvegsráðherra Nor- egs. BÆÐI Ísland og Noregur leggja áherslu á að kvótalausn verði ekki niðurstaðan úr viðræðum landanna við Evrópusambandið vegna þeirra tollfríðinda sem fyrirsjáanlega falla niður við stækkun Evrópusam- bandsins til austurs en sú niðurstaða fékkst þegar Svíþjóð og Finnland gengu í Evrópusambandið á sínum tíma. Þetta kom fram á fundi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra með Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, í gær en í ferð sinni til Noregs að þessu sinni hefur utanríkisráðherra rætt við, auk Bondevik, utanríkis- og sjávar- útvegsráðherra Noregs og utanríkismálanefnd norska Stór- þingsins, auk þess sem hann hitti Noregskonung. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að á öllum þessum fundum hefði Evrópumál og öryggis- og varnarmál borið hæst en einnig hefði verið rætt um samstarf í fisk- veiðimálum, hvalamálinu og margt fleira. Hann sagði að á fundinum með Bondevik hefði verið farið yfir vænt- anlega samninga landanna við Evrópusambandið vegna stækkunar þess og ljóst væri að bæði löndin myndu leggja áherslu á að viðhalda þeim tollfríðindum sem þau hafa í umsóknarlöndunum. „Það má búast við að upp komi ýmis mál í því sambandi og af því höfum við áhyggjur vegna þess að útflutningur til þessara landa er vax- andi og mikilvægt að löndin vinni saman,“ sagði Halldór. Hann sagði að Íslendingar ynnu að því að útfæra nánar samnings- markmið sín og það gerðu Norð- menn einnig, en báðar þjóðirnar legðu áherslu á að ekki yrði um kvótalausn að ræða, eins og verið hefði þegar Evrópusambandið var stækkað síðast, þ.e. við inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í sambandið, heldur yrði lögð áhersla á að tollar lækkuðu. Halldór benti á að samkvæmt bók- un níu við EES-samninginn myndu Scanpix Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddi við Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, í Ósló í gær. Áhersla á að ekki verði um kvótalausn að ræða Utanríkisráðherra eftir fund með forsætisráðherra Noregs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.