Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ Jónsmessuleikur á Akureyri Verðlaunaleikritið Grimm í Ketilhúsinu á föstudagskvöld. Gríma frá Færeyjum sýnir „Happy Days“ í Samkomuhúsinu á laugardagskvöld. Á sunnudaginn finnskt brúðuleikhús í Deiglunni kl. 15, „Röd Kanel“ í Kompaníinu kl. 17 og „Eva“ í Deiglunni kl. 20. um helgina Missið ekki af þessari leiklistarveislu! LISTASUMAR á Akureyri hófst formlega í gær með athöfn í Ket- ilhúsinu, en Listasumar er nú haldið í tíunda sinn. Dagskráin er óvenju fjölbreytt, samtals yfir 60 viðburðir á sviði leiklistar, mynd- listar, tónlistar og bókmennta auk þess sem í boði verða námskeið og fyrirlestrar. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra setti Listasumar og sagði m.a. í ávarpi sínu að þegar litið væri yfir þá dagskrá sem í boði yrði nú í sumar mætti glöggt sjá að mikið starf lægi að baki og metnaður. Viðburðir væru fjöl- margir og fjölbreytilegir, „og bera vitni um hið kröftuga starf sem hér fer fram“, sagði ráð- herra. Hann sagði það greinilega hafa verið skynsamlega ákvörðun þegar Gilfélagið, sem stendur að Listasumri, var stofnað, en það hefði áhrif á menningarstarfsemi í landinu öllu. „Listasumar er merki um hið kröftuga menning- arlíf bæjarins.“ Tómas Ingi sagði Listasumar einnig sýna hversu metnaðarfullt bæjarfélagið væri varðandi menn- ingarmál. Hann sagði samstarf milli ríkis og bæjar á þessu sviði jákvætt og hefðu framlög til menningarmála á Akureyri aukist úr 30 milljónum á ári í um 64 milljónir á síðustu 6–7 árum. Myndlistarsýningar verða óslitið í sýningarsölum á Akureyri næstu 10 vikur, en Listasumri lýkur 31. ágúst. Djass mun duna í Deiglunni öll fimmtudagskvöld auk þess sem tónleikar af ýmsu tagi verða haldnir. Af stærri viðburðum á því sviði má nefna tónleika Jó- hanns Friðgeirs Valdimarssonar, Ólafs Kjartans Sigurðssonar og Jónasar Ingimundarsonar, tón- leika Megasar og söngdagskrá um Marelene Dietrich. Söngvökur verða í Minjasafnskirkju og Sum- artónleikar í Akureyrarkirkju. Samtímis setningu Listasumars hófust svonefndir Jónsmessuleikar sem standa fram á sunnudag, en um er að ræða leiklistarhátíð. Boðið verður upp á 7 leiksýningar þessa daga, í Samkomuhúsi, Ket- ilhúsi og dagskránni lýkur með sýningu í Kjarnaskógi á sunnu- dagskvöld. Leiksýningar verða frá Færeyjum og Finnlandi auk Ís- lands. Menntamálaráðherra setti Listasumar í tíunda sinn Merki um kröftugt menningarlíf í bænum Morgunblaðið/Kristján Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra setti Listasumar á Akureyri með formlegum hætti í Ketilhúsinu í gær. Með honum á myndinni eru Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi og Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar. NÝTT farsímafyrirtæki, IMC Ísland ehf., hefur tekið til starfa á Akureyri. Það hefur notið aðstoðar At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar við uppbygginguna og verður væntan- lega til húsa við Glerárgötu 36 þar sem starfsemi Atvinnuþróunar- félagsins er til húsa. Á heimasíðu AFE kemur fram að IMC Ísland ehf. sé að hefja rekstur símstöðvar hér á landi fyrir alþjóð- lega reikiþjónustu bandarísks móð- urfyrirtækis síns við farsímanotend- ur ásamt farsímkerfis innanlands á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Í þeim tilgangi hefur félagið sett upp farsímakerfi á Akureyri sem tekið verður í notkun 1. júlí nk. Nýtt farsíma- fyrirtæki KARLMAÐUR um fimmtugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra ver- ið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og þá var hann sviptur ökuréttindum ævilangt. Maðurinn var ákærður fyr- ir umferðarlagabrot en lögregla í Reykjavík stöðvaði för hans þar í byrjun janúar síðastliðinn og reyndist maðurinn ökuréttindalaus og undir áhrifum áfengis við aksturinn. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ítrekað sætt refsingum vegna ölvunarakstursbrota. Gerðist hann þannig sekur um slíkt athæfi fimm sinnum á tveggja mánaða tímabili í fyrravor. Fangelsi fyrir að aka ítrekað und- ir áhrifum ÚRBÓTARMENN, sem vinna að uppbyggingu orlofshúsahverfis í Kjarnaskógi á Akureyri, afhentu í vikunni orlofssjóði Kennarasam- bands Íslands nýtt og glæsilegt sumarhús sem sjóðurinn hefur fest kaup á. Þetta er þriðja húsið sem orlofs- sjóður KÍ eignast á svæðinu. Við af- hendingu hússins í vikunni var jafn- framt skrifað undir kaup á fjórða húsinu, sem afhent verður næsta vor, og í athugun er að bæta því fimmta við. Sveinn Heiðar Jónsson, bygg- ingameistari og einn Úrbótar- manna, sagði að gert væri ráð fyrir 23 húsum á svæðinu í fyrsta áfanga. Alls eru risin 13 hús og búið er að panta fimm hús til viðbótar. Upp- bygging svæðisins hefur staðið í um 6 ár. Hið nýja hús orlofssjóðs KÍ er rúmir 80 fermetrar að stærð með lagnakjallara, stórri verönd og heit- um potti. Hilmar Ingólfsson, formaður or- lofssjóðs KÍ, sagði að mikill áhugi væri fyrir húsunum í Kjarnaskógi. Hann nefndi sem dæmi um ásókn- ina að hægt hefði verið að leigja 42 hús á svæðinu um síðustu páska. Tæplega 8.000 félagsmenn eru í KÍ. Orlofssjóður sambandsins hefur 110 leigueiningar á 64 stöðum á sínum snærum og þar af 8 íbúðir á Spáni. Orlofshús sjóðsins á Flúðum njóta mestra vinsælda en besta heildar- nýtingin árið um kring er í Kjarna- skógi. Friðrik Rúnar Friðriksson, smið- ur á Lambeyri í Skagafirði, smíðar orlofshúsin, þaðan sem þau eru flutt í Kjarnaskóg. Morgunblaðið/Kristján Arkitekt hússins, Úrbótarmenn, fulltrúar orlofssjóðs Kennarasambands Íslands, og byggingameistarinn við hið nýja sumarhús KÍ. F.v. Páll Tómasson, Sveinn Heiðar Jónsson, Hilmar Ingólfsson, Þórarinn Kristjánsson, Hólmsteinn Hólmsteinsson, Friðrik Rúnar Friðriksson og Valgeir Gestsson. Orlofssjóður KÍ fær afhent þriðja sumarhúsið í Kjarnaskógi Mikill áhugi fyrir húsunum árið um kring SKÓLANEFND Akureyrarbæjar samþykkti samhljóða á fundi sín- um í vikunni að ráða Úlfar Björns- son í starf skólastjóra Glerárskóla. Úlfar hefur starfað sem skólastjóri Oddeyrarskóla og verður sú staða auglýst laus til umsóknar innan tíðar. Úlfar er ekki ókunnugur í Gler- árskóla, því hann hefur starfað þar sem kennari og aðstoðarskóla- stjóri, auk þess sem hann leysti af sem skólastjóri í eitt ár. Úlfar tek- ur við stöðunni af Vilberg Alex- anderssyni, sem verið hefur skóla- stjóri Glerárskóla undanfarin 35 ár. Glerárskóli er einsetinn grunn- skóli með um 430 nemendur og yf- ir 50 starfsmenn. Alls bárust þrjár umsóknir um skólastjórastöðuna en auk Úlfars sóttu þeir Halldór Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Glerárskóla, og Karl Erlendsson, skólastjóri Þelamerkurskóla, um hana. Skólastjóri Glerárskóla Úlfar Björns- son ráðinn HESTAMANNAFÉLAGIÐ Hring- ur í Svarfaðardal varð 40 ára 16. júní sl. og verður það haldið hátíð- legt laugardaginn 22. júní. Dagskráin hefst kl. 11 með því að Hringsfélagar fara hópreið um göt- ur Dalvíkur og verður lagt upp frá skólanum. Dagskrá hefst á vellinum við Hringsholt kl. 14, þar sem m.a. verður fánareið, töltsýning og gaml- ir Hringsfélagar munu keppa. Einnig verður afkvæmasýning svarfdælskra kynbótahrossa, sýnd verða afkvæmi Sólons frá Hóli, Baldurs frá Bakka, Hjartar frá Tjörn og Söndru frá Bakka. Að því búnu verður vígsla á nýju reiðgerði í Hringsholti. Þar munu gestir flytja ávörp, Friðgeir Jóhannsson rifjar upp sögu Hrings og Karlakór Dalvíkur flytur nýjan „þjóðsöng“ Hrings o.fl. lög. Anton Níelsson, reiðkennari á Hólum, mun sýna notkunarmögu- leika reiðskemmu og loks verður gestum og gangandi boðið í kaffi í Hringsholti. Um kvöldið verður afmælishátíð í Víkurröst, með borðhaldi, fjöl- breyttri skemmtidagskrá og dans- leik. Hestamannafélagið Hringur 40 ára ÁRLEGT maraþonhlaup umhverfis Mývatn fer fram í kvöld, föstudaginn 21. júní, og hefst kl 21. Á laugardag- inn verður síðan keppt í hálfmaraþoni og skemmri vegalengdum. Á undan- förnum árum hafa keppendur verið á bilinu 40 til 60 og mikil ánægja verið meðal þátttakenda. Búist er við svip- aðri þátttöku og undanfarin ár. Skráning er í Selinu á Skútustöðum. Mývatns- maraþon Mývatnssveit ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.