Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 37
Samtökin hafa unnið sér það til saka að sópa til sín fleiri fylg- ismönnum í Kína en nokkur önnur samtök, þ.m.t. sjálfur kommúnista- flokkurinn og voru þar með orðin ógnun við viðtekna hugmynda- fræði kommúnistaflokks Kína. Þar er öll gagnrýni á ríkjandi skipan bæld niður með dæmalausri grimmd og er skemmst að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989, sem enn eru í fersku minni, en þeir sem bera ábyrgð á þeim aðgerðum eru enn við völd. Kína er á lista Amnesty International yfir ríki þar sem flest mannréttindabrot eru framin, sýndarréttarhöld haldin og dauða- dómum framfylgt yfir fólki sem framið hefursmávægileg brot á okkar mælikvarða. Þar tíðkast enn hópréttarhöld eins og í Sovétríkj- unum forðum. Stundum heyrast þær raddir að ekki sé rétt að láta menn gjalda endalaust fyrir misgjörðir sínar og að betri árangri megi ná með því að telja þeim hughvarf sem í hlut á. Það kann að vera rétt í sumum tilfellum en réttlætir ekki þann undirlægjuhátt sem við höfum orð- ið vitni að. Lokaorð Ef koma á á vinsamlegum sam- skiptum við lönd eins og Kína þar sem sannanlega eru framin mann- réttindabrot í stórum stíl er leiðin til þess ekki sú að horfa með blinda auganu á það sem miður fer. Ekki er heldur rétt að taka af- stöðu gegn hópum sem vilja vekja athygli á því ástandi sem ríkir heima fyrir jafnvel þótt þeir geti valdið gestum okkur óþægindum með nærveru sinni. Það er bikar sem verður að drekka ef við viljum standa undir nafni sem verðir mannréttinda. Við eigum þvert á móti að bjóða alla jafnt velkomna sem ætla að tjá okkur vinarhug sinn með heim- sókn sinni eða mótmæla friðsam- lega framferði gestsins. Annars er- um við komin á hættulega braut og stutt verður í að hugtök eins og „óvinir ríkisins“ eða „handbendi heimskommúnismans“ geri vart við sig svo vitnað sé í hugtök ákveðinna ríkja við að flokka óæskilega þjóðfélagsþegna. Höfundur er efnaverkfræðingur. vildi koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ríkisstjórnin íslenska varð með þessum aðgerðum sínum uppvís að ótrúlegu dómgreindar- leysi. Svona gera menn ekki. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda var sú að tryggja öryggi okkar kín- versku gesta. Aldrei var í raun spurning um að því öryggi væri hin minnsta hætta búin, þótt hundruð eða þúsundir hefðu uppi friðsamleg mótmæli. Það er ekki í fyrsta skipti – og ekki það síðasta – sem það gerist hérlendis. Það vita Kínverjar og fulltrúar annarra þjóða sem okkur sækja heim. Nauðsynlegt er að draga réttan lærdóm af þeim mistökum sem ís- lensk stjórnvöld gerðu í heimsókn þessari. Íslenskur almenningur vill ekki að landið okkar verði þekkt að því í samfélagi þjóðanna að vera það land þar sem mannréttindi og skoð- anafrelsi er fótum troðið, þegar valdamönnum þykir við eiga. Lýð- ræðið er engin skiptimynt. Lýðræði Nauðsynlegt er að draga réttan lærdóm af þeim mistökum, segir Guðmundur Árni Stef- ánsson, sem íslensk stjórnvöld gerðu í heim- sókn þessari. Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingarinnar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 37 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Stofnfjáreigendafundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn föstudaginn 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16.15. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um að breyta Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í hlutafélag. Tillagan felur í sér að breytingin fari þannig fram, að sparisjóðurinn sameinist samnefndu hlutafélagi, sem stjórn hans hefur fyrir hans hönd stofnað í þessu skyni og að breytingin miðist við 1. janúar 2002. 2. Tillaga tveggja stofnfjáreigenda um breytingu á samþykktum, þess efnis að 2. ml. 1. mgr. 5. gr. falli niður, en í staðinn komi ný mgr. svohljóðandi: „Ekki eru sett takmörk á fjölda hluta í eigu einstakra stofnfjáreigenda“. 3. Tillaga tveggja stofnfjáreigenda að svohljóðandi ályktun: „Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis mun ekki standa gegn framsali stofnfjárhluta í sparisjóðnum“. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hvetur stofnfjáreigendur til að fjölmenna til fundarins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir við innganginn á fundarstað. Reykjavík 19. júní 2002 Sparisjóðsstjórnin SPRON-sjóðurinn ses Fulltrúaráðsfundur verður haldinn í SPRON-sjóðnum ses föstudaginn 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík, að loknum fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis þennan sama dag og á sama stað, en stofnfjáreigendafundurinn hefst kl. 16.15. Dagskrá: 1. Stjórnarkjör 2. Ákvörðun stjórnarlauna Reykjavík 19. júní 2002 Stjórn SPRON-sjóðsins ses Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. Hluthafafundur verður haldinn í félaginu föstudaginn 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík, að loknum fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og fulltrúa- ráðsfundi í SPRON-sjóðnum ses, þennan sama dag og á sama stað, en stofnfjáreigenda- fundurinn hefst kl. 16.15. Dagskrá: 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Í fyrsta lagi lúta tillögurnar að breytingum sem gera þarf m.t.t. rafrænnar skráningar hlutabréfa í félaginu. Í öðru lagi er gerð tillaga um að í samþykktir félagsins komi ákvæði sem heimila stjórn félagsins að hækka hlutafé þess með áskrift nýrra hluta allt að kr. 475.000.000,-. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til kaupa á eigin hlutum fyrir félagsins hönd. 3. Önnur mál, löglega fram borin. Reykjavík 19. júní 2002 Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis A B X / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.